Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 66

Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hvað er á dagskrá í Netinu? ► Netmynd John Cleese leikur í fyrstu kvikmyndinni sem eingöngu er gerð til sölu á Netinu. ► Spilavíti fyrir Net og WAP-síma Þrír nemendur við Háskólann í Reykjavík bjuggu til hugbúnað sem notaður er til þess að spila rúllettu á Netinu og með WAP-síma ► Geislaskrifarar Eggert Benedikt Guðmundsson, starfsmaður hjá Philips í Belgíu, er í forsvari hóps fyrirtækja sem eru að þróa nýjan geislaskrifara sem sameinar kosti allra drifa í einu. ► Rafræn undirskrift Rafræn undirskrift er ætluð til þess að auka öryggi í samskiptum og viðskiptum á Netinu. ► Unglingar kenna eldri borgurum Unglingar kenna eldri borgurum á tölvur. Táraflóð ÞAÐ var hin tvítuga Chanya Moranon sem hlaut titilinn Ungfrú Tiffany al- heimur í ár og gat hún ekki annað en fellt tár er vinur hennar sem horft hafði á keppnina í sjónvarpi sló á þráðinn og óskaði henni til hamingju með sigurinn. Keppnin var haldin í strandbænum Pattaya sem er suðaustur af borginni Bangkok. Það sem er hins vegar sér- stakt við keppnina er það að aðeins kynskiptingar og klæðskiptingar hafa þátttökurétt og er hún álíka vinsæl og keppnin um titilinn Ungfrú Tæland. Reuters Sjóvá-Almennar bjóða nú, fyrst íslenskra vátryggingafélaga, golftryggingu og er hún eingöngu seld á sjova.is. Golftrygging felur í sér bætur vegna hugsanlegs skaða eða skemmda á golfbúnaði, bæði innanlands og á golfferðum erlendis. Hola í höggi Ef þú ferð holu í höggi tryggir þú þér 20.000 kr. frá sjova.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.