Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 123. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Skólabörn í Freetown í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone taka á móti breskum hermönnum er færðu þeim mat og önnur hjálpargögn í gær. Sankoh verður komið úr landi Freetown, Abuja. Reuters. LEIÐTOGAR Vestur-Afríkuríkja náðu samkomulagi í gær um að senda fleiri hermenn til Sierra Le- one og að koma skæruliðaleiðtog- anum Foday Sankoh út úr landinu til að tryggja öryggi hans. Sveitir Sankohs, sem hefur verið í haldi stjómarinnar í Freetown, leystu síð- ustu friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna úr haldi á sunnudag og lýstu samtökin því yfir í gær að þau hygðust koma á fullri friðargæslu á ný og afvopna stríðandi íylkingar. Ekki er enn ljóst hvort Sankoh hefur verið færður úr landinu en tal- ið er að ákvörðunin um að koma hon- um undan sé málamiðlun milli þeirra ríkja sem vilja að hann verði dreginn fyrir stríðsglæpadómstól og hinna er óttast að slík réttarhöld kunni að grafa undan friðarsamkomulagi því sem gert var á síðasta ári og miðaði að því að binda enda á níu ára borg- arastríð í Sierra Leone. Hersveitir hliðhollar stjómvöld- um í Freetown gerðu í gær áhlaup á bæinn Lunsai' fyrir norðan höfuð- borgina og náðu honum á sitt vald og hröktu skæruliða á flótta. Er stjórn- arherinn nú sagður halda til norður- hluta landsins þar sem skæruliðar ráða ríkjum og afar verðmætar dem- antanámur era. I yfirlýsingu leiðtoga sextán ríkja í Efnahagsbandalagi Vestur-Afríku- ríkja (ECOWAS) var farið fram á að í stað friðargæslu myndu hersveitir SÞ „framfylgja friði“ í Sierra Leone og þar með hafa aukið umboð til að- gerða. Þá var farið fram á að yfir- stjórn herliðsins yrði í höndum her- foringja eins af Afríkuríkjunum og svipar þessum tillögum til krafna Nígeríustjórnar um meiri völd. Spenna á landamærum fsraels og Líbanons eftir óeirðir Líbanonher hindrar ferðir mótmælenda Beirút, Rmaish, Metulla. Reuters, AFP. HERSVEITIR Líbanons og Hizbollah-skæruliðar hertu í gær öryggis- ráðstafanir í suðurhluta Líbanons til að koma í veg fyrir frekari óeirðir við landamæri Israels. Þá hvatti Terje Röd-Larsen, sérlegur sendifull- trúi Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, bæði Líbana og ísraelsmenn til að sýna stillingu og gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir mótmæli á landamærunum sem leitt gætu til „alþjóðlegrar deilu“. Terje Röd-Larsen hefur undanfarna daga farið á milli Líbana og ísraela og reynt að fá hvora tveggju til að sýna ýtrustu varkárni uns komið hafi ver- ið á fullri stjórn Líbanonsstjórnar á fyrrverandi öryggissvæði ísraels. Reuters Stuðningsmenn Hizbollah gerðu í gærmorgun harða hríð að ísraelskum hermönnum og þeyttu grjóti yfir landamæri Líbanons og ísraels. Hvatti hann Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels, til að gera sitt til að koma í veg fyrir að upp úr syði og mæltist til þess við ráðamenn í Beir- út að hömlur yrðu settar á ferðh- Líbana til svæðisins svo koma mætti í veg fyrir uppþot. „Mál- og funda- frelsi era lágmarksréttindi. Jafn- framt er afar mikilvægt að allir hlut- aðeigandi aðilar einbeiti sér að því að koma í veg fyrir atvik sem valdið geta alþjóðlegum deilum þegar þess- um réttindum er beitt.“ Vegatálmum komið fyrir Líbanskir hermenn komu í gær fyrir tálmum á helstu vegum til suð- urhluta landsins og beindu öllum nema fréttamönnum og íbúum svæð- isins frá fyrrverandi öryggissvæði Israela. Um helgina höfðu tugþús- undir Líbana streymt til svæðisins, flestir til að berja það augum í fyrsta sinn, en aðrir héldu til landamær- anna og mótmæltu veru ísraelskra hermanna þar og skapaði það mikla spennu. Gengu mótmælin svo langt á sunnudag að nokkrir þeirra héldu inn fyrir landamæri ísraels og svör- uðu hermenn þá fyrir sig með skot- hríð og særðu fjóra. Flest hélt fólkið kyrra fyrir yfir nóttina og hóf að kasta grjóti og gera hróp að ísraelsk- um hermönnum í gærmorgun en var látið óáreitt. ísraelsstjórn lét dreifa vopnum meðal þeirra íbúa landsins er búa næst landamæranum og sprengdi í loft upp herstöðvar sínar sem liggja við landamærin. Var hermönnum skipað að skjóta ekki yfir landamær- in jafnvel þótt mótmælendur handan þeirra létu grjóti rigna yfir þá. Nýr forseti ísraels kjörinn í sumar Shimon Peres hlýt- ur stuðning Baraks Ráðist á flu g- völlinn í Asmara Asmara, Addis Ababa, Algeirsborg. AFP, Reuters. S Urvalsher- menn án landakorts ÍTÖLSK úrvalsherdeild, á leið til heræfinga NATO í Noregi, lenti í ógöngum á laugardag er sveitinni láðist að athuga landakort fyrir ferðina og lenti í Svíþjóð, þarlend- um yfirvöldum að óvörum. Ráðgert var að halda með her- menn úrvalsdeildar ítölsku alpa- hersveitanna til Kristiansand í Nor- egi en er þeir stigu út úr flugvél sinni biðu þeirra forviða tollverðir Kristianstad-flugvallar f Svíþjóð, að sögn The Times. „Svo virðist sem engum hafi dottið í hug að Svíþjóð er ekki aðili að NATO. Kristian- sand hljómar ótrúlega svipað og Kristianstad en það er samt engin afsökun fyrir því að ráðast inn í Sví- þjóð,“ sagði ítalska blaðið Corriera della Sera. Talsmenn hersins sögðu að við flugmenn vélarinnar sem leigð var væri að sakast en talsmað- ur flugfélagsins sagði hins vegar að það ætti ekki að koma á óvart að flugmaðurinn hefði villst, því auk Kristiansand og Kristianstad væri Kristiansund nærri Þrándhcimi. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, sagðist í gær veita forseta- framboði Shim- ons Peres, hand- hafa friðarverð- launa Nóbels og fyrirrennara síns í starfi, pólitískan stuðning sinn eft- Weizman ir að Ezer Weizman, forseti Israels, lýsti því yfir á sunnudag að hann myndi segja af sér í júlí nk., þremur áram áður en kjörtímabil hans renn- ur út. Weizman hefur verið undir mikl- um þrýstingi um að segja af sér emb- ætti eftir að hafa verið sakaður um að hafa þegið fé af franska milljóna- mæringnum Edouard Saroussi og síðar svikið undan skatti. Á miðviku- dag slapp hann naumlega við mál- sókn skattyfirvalda eftir atkvæða- greiðslu á ísraelska þinginu og kom því ákvörðunin ekki á óvart. „Ég er þess fullviss að vinur okkar Shimon Peres er rétti maðurinn til að verða næsti forseti,“ sagði Barak í gær. „Ég veit að hann verður fram- úrskarandi forseti og ég mun starfa að því að fá hann kjörinn.“ Peres lýsti yfir áhuga sínum á for- setaframboði í gær og sagði að sem forseti myndi hann „sameina" ísra- elskt samfélag, bæði gyðinga og minnihluta ísraelskra araba. Eini mótframbjóðandi Peres sem fram hefur komið til þessa er Moshe Kats- av, framjóðandi Likud-flokksins. Peres varð forsætisráðherra árið 1995 eftir morðið á Yitzhak Rabin en tapaði fyrir Benjamin Netanyahu, formanni Likud-flokksins, í kosning- um árið eftir. I kjölfar ósigurs Peres tók Barak við formennsku Verka- mannaflokksins. ísraelska þingið mun kjósa um næsta forseta Israels í leynilegum kosningum hinn 31. júlí nk. og verð- ur sigurvegarinn settur formlega í embættið daginn eftir. FLUGSVEITIR Eþíópíuhers gerðu í gær árásir á alþjóðlega flugvöllinn við Asmara, höfuðborg Erítreu, í fyrsta sinn í þau tvö ár, sem linnulitlir bardagar nágrannaríkjanna hafa staðið. Var árásin gerð sama dag og óformlegar friðarviðræður Einingar- samtaka Afríkuríkja, milli ríkis- stjórna Eþíópíu og Erítreu, áttu að hefjast í Algeirsborg. Éþíópíuher réðst til atlögu þegar verið var að flytja hjálpargögn úr flugvél á vegum alþjóðaráðs Rauða krossins, sem ætluð era tugþúsund- um manna er hafa flúið heimkynni sín vegna átakanna. Árásunum var beint að mannvirkjum flughers Erítreu og náðu eþíópsku vélamar að eyðileggja flugskýli, vegi og vatnsæð sem liggur til Asmara, en ekki var ráðist á höfuðborgina sjálfa. „Við verðum að gera flugsveitir Erítreu óvígar og árásin var gerð með það að markmiði,“ sagði Tsadk- an Gebre-Tensae, höfuðsmaður í Eþíópíuher, í Addis Ababa i gær. Sagði hann að hersveitir sínar myndu halda baráttunni gegn Erítreuher áfram og ná undir sig landsvæðum á valdi Erítreustjómar. „Bardagar munu halda áfram og mitt verk er að ná aftur landsvæði okkar en það era enn svæði undir þeirra stjórn.“ Seyoum Mesfin, utanríkisráðherra Eþíópíu, kom í gærkvöld til Algeirs- borgar til viðræðna við starfsbróður sinn frá Erítreu og staðfesti við kom- una að landar hans myndu halda átökunum til streitu þar til Eríutreu- menn hörfuðu frá svæði því sem bæði ríkin gera tilkall til. Hvatti hann jafn- framt stjómvöld í Asmara til að frið- mælast og sagði: „Ég vil fullvissa al- þjóðasamfélagið, sérstaklega Afríku, íbúa Erítreu og Eþíópíu, um að við eram i raun að leitast við að finna friðsamlega leið út úr átökunum.“ MORGUNBLAÐIÐ 30. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.