Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
169 brautskráðir frá
V er slunar skóla Islands
169 STÚDENTAR voru brautskráð-
ir frá Verslunarskóla íslands á laug-
ardag. Við athöfnina, sem fram fór í
Þjóðleikhúsinu, var fjölda nemenda
veitt verðlaun fyrir góðan námsár-
angur í einstaka námsgreinum.
Dúx skólans er Valgerður Rós Sig-
urðardóttir sem hlaut aðaleinkunn-
ina 9,5 og semidúx er Sesselja Sig-
urðardóttir sem hlaut aðaleinkunn-
ina9,4.
í ræðu sinni sagði Þorvarður El-
íasson skólastjóri frá því að fjórir úr
hópi elstu kennara skólans myndu
láta af kennslu. Hann sagðist við
þetta tækifæri vilja færa þeim þakkir
fyrir þeirra miklu og giftudrjúgu
störf, enda þótt starfstími þeirra væri
ekki með öllu útrunninn. Kennararn-
ir sem láta af störfum eru Lýður
Björnsson sagnfræðingur, sem kennt
hefur sögu og stærðfræði frá 1964,
Úlfar Kristmundsson guðfræðingur,
sem kennt hefur stærðfræði frá 1963,
Þórunn Felixdóttir sem hefur kennt
vélritun frá 1962 og Valdimar Her-
geirsson sem hefur verið yfirkennari
við skólann í 40 ár. Þorvarður greindi
frá því að Ingi Ólafsson eðlisfræði-
kennari hefði verið ráðinn aðstoðar-
skólastjóri frá 1. ágúst.
Samkomulag um
skilgreiningu náms
í ræðu sinni minntist Þorvarður
meðal annars á þær opinberu um-
ræður sem urðu í vetrn- um námskrá
og hlutverk VÍ. Nemendur hefðu
ekki verið sáttir við þá stefnu sem
umræðumar höfðu tekið og létu mál-
ið til sín taka þannig að samkomulag
hefði verið gert milli skólans og
menntamálaráðuneytisins um skil-
greiningu náms. Þorvarður sagði að
svo vel hefði verið komið til móts við
óskir skólans og nemenda að skóla-
nefnd hefði séð ástæðu til að færa
Bimi Bjamasyni sérstakar þakkir
fyrir aðkomu hans að málinu. Einnig
hefði þótt ástæða til að færa nemend-
um og þá sérstaklega stjóm Nem-
endafélagsins þakkir fyrir þá miklu
og árangursríku vinnu sem þeir
lögðu á sig til að kalla fram heppilega
lausn. Þessar þakkir sagðist skóla-
stjóri viija ítreka.
Aðrir sem ávörpuðu samkomuna
vora Ingólfur Snorri Bjamason, frá-
farandi forseti Nemendafélags VÍ,
fyrir hönd nýstúdenta, Gunnar Helgi
Hálfdanarson, formaður skólanefnd-
ar, og Guðmundur H. Garðarsson
fyrir hönd 50 ára stúdenta.
Morgunblaðið/Ásdís
158 braut-
skráðir frá MH
158 STÚDENTAR af átta náms-
brautum voru brautskráðir frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð á
laugardag. Stúdentar af listdans-
braut vora brautskráðir í fyrsta
sinn sem og stúdentar af náms-
braut til alþjóðlegs stúdentsprófs.
Indriði Einarsson, stúdent af
eðlisfræðibraut, var dúx skólans og
semidúx var Sigurmundur Guð-
jónsson, stúdent af eðlisfræði- og
náttúrufræðibraut. Óttar Martin
Norðfjörð, stúdent af eðlisfræði-
og náttúrufræðibraut, lauk flestum
námseiningum, 207 alls, og hlaut
hann verðlaun úr minningarsjóði
um Sverri S. Einarsson rektor fyr-
ir að hafa nýtt sér möguleika
áfangakerfis skólans á framúrskar-
andi hátt, en þetta var í fyrsta sinn
sem veitt var úr sjóðnum.
í ræðu sinni fjallaði Láras H.
Bjarnason meðal annars um nýja
námskrá framhaldsskóla og vakti
hann athygli á litlu vægi stærð-
fræðinnar í kjarna námsbrautanna
þriggja sem koma í stað eldri
námsbrauta til stúdentsprófs.
Hann sagðist óttast langtímaáhrif-
in sem gætu orðið af fækkun fólks
með háskólapróf í raunvísindum og
tæknigreinum, en háu menntunar-
stigi í þessum greinum fylgdi yfir-
leitt efnahagsleg velgengni. Hann
minnti einnig á þann hörgul sem
þegar væri á kennuram sem hefðu
sérmenntun í stærðfræði og
raungreinum.
í kveðjuorðum sínum til stúd-
enta hvatti rektor til varfærni í
samneyti við náttúruna og vitnaði
til orða Jónasar Hallgrímssonar
um mikilvægi hófsemdarinnar; Það
sé þá vor höfuðregla: Aldrei að
gjöra eftirsókn nokkurra jarð-
neskra muna að lífsins höfuðaugna-
miði.
Tryggvi Baldursson flutti ávarp
fyrir hönd nýstúdenta og fulltrúar
25 ára og 30 ára stúdenta, þau Sig-
ríður Guðmundsdóttir og Páll Torfi
Önundarson, fluttu einnig ávörp.
Þá fluttu nemendur tónlist, fjórir
nemendur léku á strengjahljóðfæri
og kór skólans söng undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Stúdentar
setja eink-
unnaskil
á Netið
STÚDENTARÁÐ hefur tekið í
notkun nýja heimasíðu þar sem
finna má einkunnaskil í öllum nám-
skeiðum í háskólanum. Ástæða
heimasíðunnar, að sögn Eiríks Jóns-
sonar formanns Stúdentaráðs, er
óánægja stúdenta með það hve
margir kennarar Háskóla íslands
draga að skila einkunnum. „Þótt
skýrlega sé kveðið á um það í reglu-
gerð HÍ að það skuli gert innan
þriggja vikna frá því að próf fór
fram. Margir kennarar virða ekki
reglumar og háskólayfirvöld hafa
ekki sýnt þeim nógu mikið aðhald,"
segir hann.
A heimasíðunni má finna upplýs-
ingar um öll próf á vormisseri 2000,
hvenær prófið var lagt fyrir, hversu
margir tóku það og hversu lengi
kennarinn er að fara yfir prófið. Þau
próf sem komin era fram yfir þrjár
vikurnar era rauðletrað og einnig er
hægt að sjá áætlun á þvi hve marga
klukkutíma kennari var að fara yfir
hver prófeintak. Þá er birtur topp
tíu listi yfir þau próf sem lengst era
komin fram yfir frestinn. „Ástandið
er í mörgum tilfellum ótrúlega
slæmt og við fyrstu sýn virðist sem
það sé verst í lækna- og lagadeild.
Skil í einni greininni era komin 32
daga fram yfir, en annars era skil á
topp tíu listanum komin 10-13 daga
fram yfir skilafrest,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir ætlunina með
heimasíðunni vera að setja aukinn
þrýsting á kennara til að skila eink-
unnum, enda séu nemendur orðnir
langþreyttir á því hvað það vill
dragast óhóflega. „Nemendur eiga
mikið undir því að einkunnum sé
skilað á réttum tíma, m.a. fjárhags-
lega afkomu sína, þar sem LIN
greiðir ekkert út fyrr en allar eink-
unnir era komnar," segir hann.
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 1 3
/TIGF^
Útsölustaðir um allt land
Landsþekkt
varahlutaþjónusta
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864
• Nolendnvænar
• Morgor gerðir
Helgarferðir
iii London í maí og júní
frá kr. 27 >990
Heimsferðir bjóða þér einstakt tilboð til London allar helgar í maí og júní,
þar sem þú getur notið hins besta í heimsborginni á hreint frábærum
kjörum. Við höfum nú fengið nokkur herbergi á sértilboði á De Vere
hótelinu f hjarta London. Öll herbergi
H QAA með baði, sjónvarpi, síma, móttöku, bar
Verðkr. / <7W 0g veitingastað. Bókaðu strax og tryggðu
Flugsæti önnur leiðin til London þér sæti meðan enn cr laust.
27.990
Verð kr.________________
Flug fram og til baka, gisting
með morgunverði í
4 nætur í 2ja manna herbergi,
skattar.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Léttur og meðfærilegur
GSM posi
ineð iniibyggðuin prentara
Les allar tegundir greiðslukorta
0point [ sem notuð eru á íslandi.
Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir
Sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort.
Fax 544 5061 ^■■■■■■■■■■■■■■■■i
__________f" Hraðvirkur hljóðlátur prentari.