Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 15

Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 15 FRÉTTIR Skólastarf eflt með færanlegu tölvuveri Morgunblaðið/Ásdía Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, og Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, fylgjast með Hrund Ólafsdóttur, nemanda í níunda bekk, vafra um á Netinu á tölvu, sem er hluti af færanlegu tölvuveri, er nú á að taka í notkun í skólanum. Til hliðar við þau situr Halldóra Ólafs- dóttir, sem einnig er að klára níunda bekk, og skoðar vefsíðu. ÁRBÆJARSKÓLI kynnti nýverið nýjung í skólastarfi, færanlegt tölvu- ver, sem hægt verður að flytja milli stofa og ákveðið hefur verið að verði notað við hefðbundna kennslu. I ver- inu eru sextán tölvur og munu verða tveir nemendur um hverja. Þegar búnaðurinn, sem settur er saman í samvinnu við Nýheija, var prófaður í gær voru sex nemendur, sem eru að ljúka níunda bekk, mættir tii leiks og virtust allir fagna þessari nýbreytni. Andrés Þorleifsson nemandi var ekki lengi að fara inn á Vísindavefinn þegar hann hafði kveikt á tölvunni sinni og kvaðst búast við að tölvuver- ið myndi lífga upp á kennsluna. Hann sagðist nota tölvur og Netið mikið. „Mér líst vel á þetta og er ánægður með hraðann,“ sagði Viðar Jónsson nemandi og sýndi hvernig vefsíða með teiknimyndakettinum Gretti birtist á augabragði á skjánum. Hrund Olafsdóttir kvaðst vera ánægð með nýja kerfið þar sem hún sat og var að grúska á Netinu. Hún sagðist nota Netið talsvert, til dæmis til að skrifa ritgerðir. Nemendur ánægðir með framtakið Nemendurnir Bjöm Þór Gunnars- son, sem var að skoða stöðuna hjá Fylki í fótboltanum, og Andri Stef- ánsson tóku vel í þá hugmynd að nota tölvur til kennslu í öllum fögum með þessum hætti. Halldóra Ólafs- dóttir nemandi, sem hafði notað tækifærið til að fara rakleiðis inn á heimasíðu Vals, sagði að hún væri ánægð með þetta framtak. í tölvuverinu eru sextán 400 megariða tölvur gerðinni IBM ThinkPad. Gagnaflutningshraðinn er 11 megabit og tenging er þráðlaus við senditæki ofan á vagninum, sem þær eru geymdar í. Þeim er komið fyrir í vagni, sem hægt er að fara með milli kennslu. Gert er ráð fyrir því að á tölvunum verði hægt að keyra valin kennsluforrit, sem kenn- ari hefur ákveðið að vinna eigi í, eða fara á netið. Á blaðamannafundi í Árbæjar- skóla sagði Þorsteinn Sæberg skóla- stjóri að flytjanlega tölvuverið hefði orðið niðurstaðan þegar farið var að leita nýrra leiða til að koma tölvum inn í hefðbundið kennslustarf í stað þess að einskorða tölvunotkun nem- enda innan skólans við tölvukennslu. Árbæjarskóli hefur nú í rúmt ár verið þróunarskóli menntamálaráðu- neytis og Reykjavíkur í upplýsinga- tækni. A þessum tíma hefur verið unnið markvisst að skipulagi aukinn- ar kennslu í upplýsingatækni á öllum aldursstigum skólans og áhersla lögð á menntun kennara og eflingu tækja- kosts í skólanum. Meðal annars er nemendum 10. bekkjar í Árbæjar- skóla nú boðið upp á að Ijúka 1. áfanga á framhaldsskólastigi í tölvu- kennslu. Þorsteinn kvaðst telja að tvo vagna þyrfti í Árbæjarskóla til að mæta þörftim nemenda. Kostnaður um 2,3 milljónir Frosti Siguijónsson, forstjóri Nýheija, sagði að þetta væri áhuga- vert verkefni og kvaðst telja að hér hefði tekist vel að nýta þá möguleika, sem lægju í tölvum. Hann benti jafn- framt á að með þessu fyrirkomulagi mætti spara fjöldann allan af tölvu- stofum vegna þess að nota mætti tölvurnar í öllum kennslustofum og jafnframt tryggja betri nýtingu hverrar tölvu. Frosti sagði að tölvuver af þessu tagi gæti orðið lyftistöng fyrir alla skóla og fljótlegt væri að setja þau upp og samstundis hægt að byija að nota þau. Eitt tölvuver kostaði senni- lega um 2,3 milljónir og mætti líta svo á að það kæmi í stað sérútbúinn- ar kennslustofu með tölvum. Þorsteinn sagði að þátttakan í þró- unarverkefninu væri þegar farin að skila árangri og nú væri vímuvarnar- vefur, sem 22 nemendur skólans hefðu hannað á þemadögum, kominn í 10 vefja úrslit í keppni, sem haldin er í Svíþjóð. Gijótháls 1 Sfmi 5751200 Söludeild 575 1220 Laguna Nevada - meiri búnaður, meira pláss I Renault Laguna Nevada er meira pláss fyrir ökumann ög farþega en gengur og gerist í fólksbílum. Nevada er með 520 lítra farangursrými og svo ríkulega búinn að það er hrein unun að keyra hann. Hann fæst iíka í Evolution útgáfu með sjálfskiptingu, „cruise control“, álfeigum o.fl. o.fl. Komdu og prófaðu meiri búnað og meira pláss í Renault Laguna Nevada. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.