Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 28

Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Perúskt sjávarútvegsfyrirtæki vill samstarf við Islendinga Hefur aðgang að veru- legum aflaheimildum PERÚSKA sjávarútvegsfyrirtækið CopeMar S.A.C. hefur óskað eftir samstarfi við íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki um veiðar og vinnslu sjáv- arafla í Perú. Fyrirtækið hefur að- gang að verulegum aflaheimildum í Perú. CopeMar er 5 ára gamalt fyrir- tæki en hóf að leita alþjóðlegra samstarfsaðila fyrir einu ári þegar gerðar voru breytingar á fiskveiði- stjórnarlögum í Perú sem hafa skapað samkeppnisumhverfi sem gerir þarlendum sjávarútvegsfyrir- tækjum kleift að leita samstarfs við erlenda aðila. CopeMar hefur yfir að ráða umtalsverðum veiðiheimild- um í fiskveiðilandhelgi Perú, s.s. 300 þúsund tonnum af hvítfiski, 240 þúsund tonnum af smokkfiski, auk túnfiskveiðiheimilda. Fyrirtækið hefur einnig aðgang að veiðileyfum á sardínu, ansjósu, tannfiski o.fl. tegundum. Við Perú eru þekktar um 700 fiskitegundir en þar af eru aðeins 70 þeirra nýttar. Auk þess er þar að finna um 400 skelfiskteg- undir. Fulltrúar CopeMar eru nú stadd- ir hér á landi í því skyni að afla sam- banda við íslenska aðila um veiðar og vinnslu á fiski í Perú. Þeir sögðu ísland hafa orðið fyrir valinu vegna þess að hér væri rík fiskveiðihefð og Islendingar væru þekktir fyrir að stunda hagkvæmar veiðar. Þá væri hérlendis gott viðskiptaumhverfi, auk þess sem landið væri heppilega staðsett í því viðskiptaneti sem CopeMar hyggst byggja upp í framtíðinni en fyrirtækið er með samstarfsaðila bæði í Bandaríkjun- um og Noregi. Þannig munu tvö norsk skip hefja veiða við Perú á vegum CopeMar innan skamms. Hafstraumar hafa áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna Á kynningarfundi sem haldin var í gær kom fram að CopeMar er einkum að leita eftir samstarfi við útgerðir sem geta sent skip til veiða við Perú og getur fyrirtækið haft milligöngu um að kaup á veiðileyf- um fyrir skipin, bæði af stjórnvöld- um sem og innlendum fiskimönn- um. Að sögn Bernt Askildsen, talsmanns CopeMar, eru veiðileyfi við Perú gefin út til veiða á ákveðnu magni sem meðal annars er miðað við stærð skipanna og veiðigetu þeirra. Hann segir CopeMar þegar hafa aðgang að fjölda veiðileyfa og skip samstarfsaðila ættu því að geta hafið veiðar við Perú mjög fljótlega. „Þar sem leyfin eru aðeins gefin út til skamms tíma í senn er hentugast fyrir skipin að hafa leyfi til veiða á mörgum tegundum. Þannig má líka koma í veg fyrir brottkast á afla. Hámarksafli með hverju leyfi fer eftir leyfilegum heildarafla á ein- stakri tegund en hann er breytileg- ur frá ári til árs. Það fer meðal ann- Fleiri í sildina í GÆR voru 22 íslensk síldarskip á veiðum i SQdarsmugunni við lög- sögu Jan Mayen. SQdin var frekar stygg en að sögn Alberts Sveins- sonar, stýrimanns á Víkingi AK, var veiðin að glæðast. Víkingur lagði af stað heimleiðis með um 1.200 tonn í gærmorgun og er væntanlegur til Akraness um eða upp úr miðnætti á morgun, miðvikudag. Albert segir að veiðin hafi einkum verið um eina gráðu austan við 70. breiddargráðuna. „Þetta er stór og fín sQd en full af átu,“ segir hann. GRÆNLAND 4VV <gý) 1 / Jd- Veiðisvæði síldarskipa 'gær y. ■ V / ‘\NORfitíSHAf <ÍSLAND: ' U' FÆREYJAR ; * ' // o d i\ * 10°V/ ________________°j________ OC ars eftir áhrifum hafstraumanna E1 Nino og La Nina, sem mætast fyrir ströndum Perú og hafa veruleg áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna við Perú. Stjórnvöld gefa aðeins út veiðileyfi til skamms tíma í senn, meðal annsars vegna sveiflna í veiði sem verða vegna þessara haf- strauma," segir Askildsen. Hann segir að skrá þurfi öll skip sem veiði innan landhelgi Perú und- ir perúskan fána og þau verði auk þess að sigla undir merkjum Cope- Mar. Landa verði öllum afla í Perú og stjórnvöld hafi eftirlit með magni og gæðum aflans. Þá mun CopeMar einnig sjá um alla þjón- Morgunblaðið/Þorkell Maybelle Helmersen, yfirmaður alþjóðadeildar sjávarútvegsíyrirtækis- ins CopeMar S.A.C. í Perú, á kynningarfundi um fyrirtækið í gær. ustu við skipin í landi. Fyrirtækið hyggst einnig aðstoða samstarfsað- ila sína við uppsetningu fiskvinnslu í Perú sé áhugi fyrir því. Talsverð ólga ríkir nú í Perú vegna forsetakosninga í landinu. Maybelle Helmersen, yfirmaður al- þjóðadeildar CopeMar, sagði á fundinum að niðurstaða kosning- anna myndi að öllum líkindum eng- in áhrif hafa á fiskveiðistjórnun í landinu þar sem báðir frambjóð- endurnir hefðu áþekkar áherslur í þeim efnum. Tveir nýir ísfísktogarar smíðaðir í Kína Fyrstu ísfisktogarar- nir í rúmlega 20 ár GUÐMUNDUR Runólfsson hf. á Grundarfirði og Gullberg ehf. á Seyð- isfirði hafa gert samning við kín- verska skipasmíðastöð um smíði á tveimur 52 metra löngum ísfisktogur- um sem hannaðir eru af Skipatækni. Helgi Kristjánsson, markaðsstjóri Skipatækni, segir að skipin sem um ræðir séu fyrstu ísfisktogaramir sem smíðaðir eru fyrir íslenskar útgerðir i rúmlega tuttugu ár.’ „Skipin eru breið þannig að þau eiga að vera góð sjó- skip,“ segir Helgi. „Þau verða með sex grandaravindum og tveimur togvindum en möguleika á þeirri þriðju. Skipin eru byggð íyrir átján manna áhöfn og verður aðstaðan fyr- ir áhöfnina eins og best verður á kos- ið. Það verða klósett og sturta í hverj- um klefa, það verður gufubað, líkamsræktaraðstaða og öll önnur nú- tímaþægindi." Höfuðáhersla á fískgæði Helgi segir að millidekkið í skipun- um verði tiltölulega stórt og þar verði gott pláss fyrir aðgerð og flokkun. „Eins er reiknað með plássi í sjávar- ísframleiðslu sem síðan er hægt að breyta í krapa og er ætlunin að kæla fiskinn með krapa strax og losað verður úr vörpunni og halda honum síðan köldum alveg ofan í lest. Frá byrjun hönnunar á skipunum hefur verið lögð höfuðáhersla á fiskgæði og eiga allir þættir skipsins að stuðla að þeim, jafnt frá byrjun tQ enda.“ Kostnaður við gerð skipanna er ekki gefinn upp að sinni en Helgi seg- ir að smíðin hafi verið boðin út til nokkurra landa og hafi Kínverjar verið með lægsta tQboðið. Gerður var samingur upp á smíði tveggja skipa nú en jafnframt var undirrituð vilja- yfirlýsing milli Skipatækni og skipa- smíðastöðvarinnar um smíði á þrem- ur skipum í viðbót eftir sömu teikningum. Upphaflega lögðu fimm útgerðir af stað til að skoða hugsan- lega smíði en þrjár þeirra ákváðu að halda að sér höndum í bili en eiga eft- ir sem áður möguleika á smíði vegna vfijayfirlýsingarinnar. Guðmundur Runólfsson hf. var annað íyrirtækjanna sem gerði samning um smíði og var samningur- inn gerður með þeim fyrirvara að samþykki stjórnar liggi fyrir kaupun- um og fjármögnun verksins gangi eftir. Guðmundur S. Guðmundsson framkvæmdastjóri segir að ef allt gangi eftir geti smíði hafist eftir einn til tvo mánuði. „Megintilgangurinn með þessu er að fá nýtt og öflugt skip í stað þeirra gömlu en ætlunin er að selja bæði Hring SH og Heiðrúnu GK enda eru þau bæði komin tfi ára sinna. Þetta er tveggja ára ferli þar sem áætluð afhending er í lok árs 2011 og því þótti okkur rétt að huga að þessu nú þar sem við gerum ekki endalaust út gömul skip.“ „Þetta nýja skip kemur tfi með að verða tfi talsverðrar hagræðingar og bjóða upp á nýja möguleika. Það er mjög stórt í því millidekkið og er það ætlun okkar að koma þar fyrir flokk- unarbúnaði og flokka megnið af afl- anum um borð. Eins eru líka hug- myndir uppi um að pakka hluta af aflanum ferskum um borð,“ segir Guðmundur. „Það er orðið talsvert langt síðan skrifað var undir smíði á ísfisktogara hér á landi og við höfum ákveðið að veðja á það og teljum að það sé ekki síðri kostur en frystitog- ari, annars værum við ekki að þessu.“ Kolmunna landað ytra HÓLMABORG SU og Jón Kjart- ansson SU lönduðu fullfermi af kol- munna í Noregi í gær en Börkur NK var líka með fullfermi og landaði á Hjaltlandi á sunnudag. Öll þessi skip voru á „svarta listan- um“ svonefnda, en skip á þeim lista máttu ekki, að mati stéttarfélaganna sem stóðu að verkfalli í fiskimjöls- verksmiðjum á Norður- og Austur- landi, landa meðan á verkfalli stóð. í gær voru átta kolmunnaskip í Rósagarðinum suðaustur af landinu og þrjú á ferðinni en skrifað var und- ir samninga við fyrrnefnd stéttarfé- lög í fyrrinótt. Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., segir að mikil veiði sé á miðunum en verkalýðshreyfmgin hafi valdið miklu tjóni „með þessum ólögmætu aðgerðum í formi útgáfu á svörtum lista“. Hann segir að vegna sjómannadagsins nk. sunnudag sé skyldustopp í 72 tíma og því lítill tími til annars hjá Hólmaborg og Jóni Kjartanssyni en að koma heim. Tvö skip SQdarvinnslunnar í Nes- kaupstað lönduðu um helgina. Börk- ur landaði um 1.300 tonnum á sunnu- dag og hélt síðan aftur á miðin en Beitir NK. landaði um 1.050 tonnum í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.