Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 29 ERLENT Fujimori nánast öruggur um að ná kjöri Þriðjungur skilaði ógildum kjörseðlum Alejandro Toledo, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Perú, heilsar sluöningsmönnum sínum á þaki bifreiðar í Lima á sunnudag þegar sfð- ari umferð forsetakosninganna fór fram. Toledo hvetur til friðsamlegra mótmæla gegn forsetanum Lima. Reuters, AP, AFP. ÁLBERTO Fujimori, forseti Perú, var í gær nánast öruggur um að hafa náð kjöri í síðari umferð forseta- kosninganna á sunnudag þótt keppi- nautur hans, Alejandro Toledo, hefði sniðgengið kosningamar og um þriðjungur kjósendanna hefði gert atkvæði sín ógild vegna ásakana um að þær hefðu ekki verið lýðræðisleg- ar. Toledo skoraði á stuðningsmenn sína að reyna að koma Fujimori frá völdum með friðsamlegum mót- mælaaðgerðum út um allt land. Þegar rúmur helmingur atkvæð- anna hafði verið talinn var Fujimori með 50,33% fylgi og Toledo 16,22%. 32,4% kjósendanna gerðu hins vegar atkvæði sín ógild með því að skrifa „höfnum svikum“ á kjörseðlana. 0,8% skiluðu auðu. Kosningalöggjöf landsins kveður á um að úrslitin teljist gild ef þriðjung- ur greiddra atkvæða er gildur, þann- ig að Fujimori náði kjöri samkvæmt þessum tölum. Búist er við að loka- tölurnar verði birtar á miðvikudag og ólíklegt þykir að úrslitin breytist verulega. Hætt við eftirlit með kosningunum Alþjóðlegir eftirlitsmenn, sem fylgdust með undirbúningi kosning- anna, sögðu að því færi fjarri að þær hefðu verið frjálsar og lýðræðisleg- ar. Flestir þeirra ákváðu að snið- ganga kosningarnar og talningu at- kvæða. Samtök Ameríkuríkja ætluðu að hafa eftirlit með kosning- unum en hættu við það eftir að yfir- völd í Perú neituðu að fresta þeim til að hægt yrði að tryggja að þær færu heiðarlega fram. M.a. var kvartað yf- ir gölluðum tölvuforritum, sem not- uð voru við talninguna, og hlut- drægni fjölmiðla, auk þess sem stjórn Fujimoris var sökuð um að hafa notað opinbert fé í styrki handa fátæklingum til að auka fylgi forset- ans. Þar sem tæpur helmingur kjós- endanna kaus Toledo eða gerði at- kvæði sín ógild eru úrslitin talin líkleg til að styrkja stöðu hans í bar- áttunni fyrir því að Fujimori láti af embætti. Toledo skoraði fyrst á stuðnings- menn sína að sitja heima en hvatti þá síðan til að ógilda atkvæði sín vegna þess að þeir sem neyta ekki atkvæð- isréttar síns þurfa að greiða andvirði 2.500 króna, sem er mikil fjárhæð í Perú þar sem tæpur helmingur íbúanna býr við mjög kröpp kjör. Samkvæmt tölum úr þeim kjördæm- um þar sem atkvæðin höfðu verið talin sátu 17% kjósendanna heima, sem er svipað hlutfall og í fyrri um- ferð kosninganna 9. apríl. Toledo lofar að beijast fyrir lýðræði Toledo sagði að ríki heims myndu ekki viðurkenna úrslit kosninganna og varaði við því að Samtök Amer- íkuríkja kynnu að grípa til refsiað- gerða gegn Perú. „Ég vil segja skýrt og tæpitungu- laust að við búum við einræði í Perú og ég hef ákveðið að veita ykkur for- ystu þar til ég hef bjargað lýðræð- inu,“ sagði Toledo við þúsundir stuðningsmanna sinna á útifundi ná- lægt forsetahöllinni í Lima. Toledo lýsti kjörtölunum sem birt- ar voru á sunnudagskvöld sem skrípaleik og skoraði á stuðnings- menn sína að efna til friðsamlegra mótmæla gegn Fujimori þar til hann neyddist til að láta af embætti. Hundruð námsmanna meðal stuðn- ingsmanna Toledos gengu í átt að forsetahöllinni og beitti óeirðalög- reglan táragasi til að stöðva þá. Um 1.000 lögreglumenn vörðu bygging- una. Mótmælendumir kveiktu í rusli á götunum og skemmdu hraðbanka og almenningssímklefa. Efnt var til götumótmæla í fleiri borgum og tugir manna voru hand- teknir. Hundruð námsmanna lögðu undir sig aðaltorg borgarinnar Cusco og reistu fána Perú í hálfa stöng áður en lögreglan dreifði þeim. Óeirðir blossuðu einnig upp í borg- inni Huancayo þegar um 30.000 manns gengu um miðborgina til að mótmæla kosningunum. Nokkrir mótmælendanna brutu rúður í opin- berum byggingum. Óttast ekki refsiaðgerðir Fujimori kom ekki fram opinber- lega eftir að kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Hann sagði þegar hann greiddi atkvæði í Lima að kosningarnar hefðu verið frjálsar og lýðræðislegar og kvaðst telja ólík- legt að Bandaríkjastjórn gripi til refsiaðgerða gegn Perú. Hann sagði að mikilvægt væri fyrir Bandaríkin að eiga góð samskipti við landið, einkum vegna tilrauna stjórnvalda í Perú til að stemma stigu við ræktun kókarunna, en blöð þeirra eru notuð til að vinna kókaín. Fujimori er kominn af innflytjend- um frá Japan. Hann var fyrst kjör- inn forseti árið 1990 og hefur notið mikillar hylli í landinu fyrir að rétta efnahaginn við og uppræta hreyfing- ar hermdarverkamanna. Hann reiddi sig helst á stuðning fátækra landsmanna, einkum í fátækrahverf- um Lima þar sem hann hefur látið leggja slitlag á götur, leggja raf- magn, reisa skóla og skipuleggja matargjafir handa fátækum. Andstæðingar forsetans hafa hins vegar sakað hann um mannréttinda- brot og einræðistilburði og börðust lengi gegn því að stjómarskránni yrði breytt til að hann gæti gegnt forsetaembættinu í þrjú kjörtímabil. Fujimori nýtur stuðnings meirihluta þingsins og það rak þrjá dómara stjórnlagadómstóls landsins árið 1997 fyrir að leggjast gegn stjórnar- skrárbreytingunni. Toledo er kominn af fátækum ind- íánum og smábændum í Andesfjöll- um og nam hagfræði í Bandaríkjun- um. Hann bauð sig fram í forsetakosningunum árið 1995 en lenti í fjórða sæti, langt á eftir Fuj- imori, sem var endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða. Mjög litlu munaði að Fujimori næði kjöri í fyrri umferð kosning- anna í apríl þegar hann þurfti að fá meirihluta atkvæðanna. Hann fékk þá 49,87% fylgi og Toledo 40,24%. Toledo sakaði yfirvöld um kosninga- svik í fyrri umferðinni og yfirkjör- stjóm landsins hefur ekki enn getað útskýrt hvers vegna tala greiddra at- kvæða reyndist um 1,4 milljónum hærri en tala atkvæðisbærra lands- manna. Cohen ósammála Bush Washingfton. Rcuters. BILL Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kveðst ósammála áætlun forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, Georges W. Bush, um umtalsverða fækkun kjarnorkuvopna, og bauð fram- bjóðandanum að funda um málið með helstu ráðamönnum í hernum. Cohen sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn, að ef kjarnorkuvopn- um Bandaríkjamanna yrði fækkað of mikið gæti það neytt þá til að taka ákvarðanir sem stönguðust á við varnarhagsmuni þeirra. Bush og A1 Gore, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ættu að fá sömu upplýsingar ef kjarnorku- vopnabúr Bandaríkjanna yrði að deilumáli í kosningunum, er fram fara í haust. Cohen er repúblíkani, en situr í ríkisstjórn Demókrata- flokksins. „Ég vona að þjóðaröryggi verði ekki að pólitísku máli vegna þess að það er of mikilvægt til þess að á því sé repúblíkanskur eða demó- kratískur stimpill," sagði Cohen. Fyrir skömmu lét Bush þau orð falla, að hægt væri að minnka kjarnavopnabúrið „talsvert meira“ en Bandaríkin hafa samþykkt að gera í samræmi við Start II vopna- sáttmálann. Suma*- TÖLVUNÁMSKEIÐ Þekking í þína þágu > 4—> £ * Námskeið fyrir 9-15 ára Tölvusumarskólinn grunnur, 36 kennslustundir ritvinnsla, teikning, vélritun, Intemetið, stýrikerfi, leikir o. fl. Tölvusumarskólinn framh 36 kennslustundir gagnagrunnar, vefsiöugerð, myndvinnsla, leiklr o. fi. Almenn námskeið Windows 95/98, 9 kennslustundir grunnnámskelð um stýrikerfi tðlva, Windows, Word og Excel, 22 kennslustundir námskelð fyrir þá sem vllja gott námskeið um helstu forritin og stýrikerfi tölva. Word ritvinnsla, 18 kennslustundir yfirgripsmiklð némskelð fyrir byrjendur og lengra komna. Word II, 18 kennslustundir námskelð fyrir notendur með mlkla reynslu af ritvinnslu sem loklð hafa Word námskeiði. Excel töfiureiknirinn, 22 kennsiustundir vandað og gott námskeið um alla þsettl töflurelknisins. Excel II, 18 kennslustundir námskeið sem aðeins er ætlaö þeim sem kunna miklð i Excel og hafa unnið lengi við hann. Access gagnagrunnurínn, 22 kennsiustundir yfirgripsmlkið némskelð fyrir þé sem vllja lœra á þennan öfluga gagnagrunn, Kennt að smiða kerfl frá grunnl. Outlook, 9 kennslustundir yfirgripsmlkið némskeið um verkefnayfirilt, dagbðkar- skrénlngu, póstsendlngar og gerð minnismlða. PowerPoint, 13 kennslustundir gagniegt og skemmtilegt némskeið fyrir alla sem þurfa að útbúa kynningarefni, kenna eða halda fyririestra. Internetið, 9 kennslustundir bytjendanámskeið um vefinn og tölvupóst. Vefslðugerð I, 22 kennslustundir grunnnámskeið um vefslðugerð með FrontPage fbrritlnu. Vefsiðugerð II, 22 kennslustundir skemmtilegtframhaldsnámskelð úm FrontPage. Námskeiö fyrir kennara Netumsjón I skólum, 42 kennslustundir netfræði, búnaður, Windows 95/98, Windows NT, Vefsfðugerð fyrir kennara, 42 kennsiustundir vefsiðugerð, myndvinnsla, skönnun og flelra, Nómsefnisgerð, 42 kennsluatundlr notkun Word og PowerPoint við némsefnisgerð. Netumsjón og lengra nám Windows NT 4,0 netumsb Ón, 42 kennslustundir notfrmði, búnaður, Windows 95re8, Windows NT. Windows 2000 eóa NT 4. 0, 50 kennslustundir MGP némskelð á ensku fyrir þá sem vilja lengra, V/ ✓ Kerfisfræðl TV. 380 kennslustundir eins érs yfirgripsmtkið ném hefst i september, Netumsjón í nútfmarekstrí, 120 kennslustundir hélfs árs nám fyrir verðandi netsérfrsgðlnga hefst i haust, Tölvuumsjón I nútfmarekstri, 145 kennslust. hétfs érs ném fyrtr þé sem vitja verða feertr tötvunotendur, hefst i soptember. Goð.tr ástosOur fyrii þvi ,rð kom.i ,i námskoið okkar 5% staðgrelðsluafsléttur ef pantað er eitt námskeiö og þátttökugjald greitt við byrjun námskeiðs. 10% staðgrelðstuafsléttur ef pöntuð eru 2 - 4 námskeið og þátttökugjald greitt innan 5 daga frá byrjun náms. 18% staðgrelðsluafStéttur ef pöntuð eru 5 eöa fleiri námskeið og þátttökugjald greitt innan 20 daga frá byrjun náms. Rammasamnlngar eru gerðir við fyrirtæki sem kaupa 10 sæti eða fleiri. Punktasöfnun veitir aukinn afslátt við hvert námskeiö. SlmaaðstOð er innifalin í einn mánuð eftir námskeið. Góð staðsstntng og nasg bttastssðt, Öll némsgögn og vstttngar innifaldar í þátttökugjaldi. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Qrensásvegi 1 6 108 Reykjavík Sfmi: 520 9000 Fax: 520 9009 Netfang: tvðtv.ls EKfEI pöntunarsími ilmanúmer Tölvu- og verkfræðiþjónustan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.