Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 37

Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 37 Norrænt undir heitri sól Reuters Listaganga í Brussel BELGÍSKIR listamenn efndu til skrúðgöngu í Brussel menningarborguin Evrópu árið 2000. Hálft þriðja þús- síðastliðinn laugardag í tilefni af því að borgin er ein af und manna tók þátt í göngunni. „Skuggsýnt“ fyrir efra tónsviðið TOJVLIST Geisladiskar NORR 4 Björn Thoroddsen gítar, Egill Ól- afsson rödd, Ole Rasmussen bassa og Per Arne Tollbom trommur. Verk eftir Björn Thoroddsen og Egil Ólafsson. Hljóðritað í Reykjavík 17. og 18. mars 1997. Gefið út af Geimsteini, GSCD 186, íaprfl 2000. ÞAÐ er gaman að fá þessa tónlist í hendur rúmum þremur árum eftir að Norr 4 hélt eftirminnilega tónleika í Norræna húsinu og á Jómfrúnni í Reykjavík og í Deiglunni á Akureyri, rifja upp stemmninguna kringum kvartettinn sem er hugarfóstur Bjöms Thoroddsens. Hann fékk Egil Ólafsson til liðs við sig svo og danska bassaleikarann Ole Rasmussen og sænska trommarann Per Ame Toll- bom. Kvartettinn vsir styrktur til tón- leikahalds í Reykjavík, Akureyri, Lundi og Kaupmannahöfn og í hinni gömlu höfuðborg okkar léku þeir í ein- um frægasta djassklúbbi norðurálfu, Copenhagen Jazz House og er ekki hveijum sem er boðið að leika þar. Það var sterkur leikm- hjá Birni að fá Ole Rasmussen til liðs við sig. Hann er gagnkunnugur íslandi og íslensk- um djassi og hefur greinilega lagt mikla alúð við hljóðfæraleikinn á þess- ari plötu en öll verkin em eftir Bjöm og Egil fyrir utan þjóðlagið sem sung- ið er við yóð Bjama Thorarensens: Blástjaman. Tollbom er ágætur trommari en býr ekki yfir þeirri út- geislun sem einkennir leik Ole. Bjöm Thoroddsen er einsog alþjóð veit, einn fremsti djassleikari íslensk- ur um þessar mundir. Hann kemur víða við en hefur hallað sér æ meira að hinum órafinagnaða djassi hin síðari ár, hvort sem það hefur verið með eig- in tríói, Svartfugli, Guitar Islancio eða Kuran swing. Egill Ólafsson er að sjálfsögðu einn af höfuðsöngvumm þjóðarinnar og jafnvígur á rokk og söngdansa, en djasssöngvari er hann BÆKUR Ljóð ALVEGEINSOG FUGLAR Eftir Guðbjörgu Hugrúnu Bjömsdóttur. Höfundur gefur út: 2000 - 62. bls. HVERSDAGSLEIKINN er sum- um skáldum hugleikinn enda blæ- brigði hans óendanleg. Guðbjörg Hugrún Björnsdóttir heldur sig við jörðina f nýrri bók sinni sem þó nefn- ist Alveg eins og fuglar. En frá þess- ari jarðnánd spyr hún ýmissa spurn- inga og það em spumingarmerkin í einu Ijóða hennar sem taka á sig líki fugla og fljúga upp og ekki síst inn í hugskot lesenda. Flest ljóð Guðbjargar fjalla um óvissan og á stundum framandlegan veruleika hversdagsins andspænis ljóðsjálfi sem er í senn bemskt og móðurlegt: Hvaðasöngurnemur hljóðnætur-þögn nóttin spyr, blá augu bjóða stjömur margra ára, himin hlustar Nóttin sefur Máninvakir Mamma? Hvenærkemurdagur En ljóð em Guðbjörgu líka spegill. Mörg ljóða hennar fjalla um innri speglanir og spegill er ásækið tákn um tvöfalda tilvem sjálfsins, annars ekki. Það heymm við best á þessari skífu er hann syngur hina sígOdu ball- öðu Gross og Lawrence: Tenderly. Um fátt hefur verið mefra deilt í djassi en hvað væri djasssöngur og hvað ekki. Chet Baker sagði eitt sinn við mig, er ég spurði hann hvaða djass- söngvara honum félli best við að það væri enginn djasssöngvari til fyrir ut- an hann nema Louis Armstrong. Sem betur fer er ekkert til í því. Jimmy Rushing og Jack Teagarden vom frá- bærir djasssöngvarar þó djassblúsinn væri þeirra sérgi’ein og Frank Sinatra söng djass væm djassleikarar með í íor. Aftur á móti hafa Elvis Costello og Van Morrisson aldrei verið djass- söngvarar þótt þeir hafi sungið með Chet Baker. En ekki em þefr verri söngvarar fyrir það og það er Egill Ól- afsson ekki heldur. En þótt Egill sé ekki djasssöngvari tekst honum oft vel að nota rödd sína einsog djasshljóðfæri og fellur þá vel að tónlist Bjöms einsog í bestu lögum disksins, að mínum dómi, Haldið í hrynið og Grænn eftir Bjöm og Krami eftir Egil, sem leiða hugann að verkum Pats Methenys. Pat notar mannsröddina oft snilldarlega og það tekst Bimi og Agli einnig í þessum verkum. Afur á móti finnst mér það takast miður í Pow wow - of mikil tilg- angslaus átök. I bland við djasslögin em söng- dansar einsog Ég skulda og Álagaþula (úr söngleiknum Gretti) eftir EgU og Kvartil eftir Bjöm og svo þjóðlagið gullfallega Blástjaman. Þessi lög vega öll salt á þeim mörkum sem dregin em á milli djass og söngdansa, en hljóðfæraleikurinn geíúr þeim þó djasslíf. Bjöm á margan ágætan gít- arsóló á plötunni og Per Ame einn ág- ætan trommusóló - en kannski em það bassasólóar Ole Rasmussens sem standa upp úr - einsog Krami og Tenderly. Ekki er undirleikur hans síðri og hann gefur tónlistinni blæ hins norræna bassaskóla - enda gam- all nemandi Niels-Hennings. Þetta er hinn áheyrilegasti diskur og ætti að höfða til breiðs hóps hlust- anda - og djassgeggjaranrir fá sitt í sólóum Bjöms og Ole. vegar sjálfið í sjálfs sín augum og hins vegar sjálfið í annarra augum. Blár btur spegilsins rennur til hafs Speglast í marglitum andlitum dagsins semgengurhjá Hverfur í myndlausan flöt óvissunnar semhrópará bergmál hafsins Þögn nýkveðinnar vísu flýtur við yfirborð vatnsins Ortirþúvísuna spyr stúlkan gamlan mann við ströndina Varstþaðekkiþú svaraði gamli maðurinn Kvæðaheimur Guðbjargar er þannig öðmm þræðinum spumar- heimur þar sem gripið er á ýmsum tilvistarspumingum. Ef til vill er það dálítill Ijóður á honum hversu mjög skáldkonan sækir föng í margnotuð tákn og myndir. Fátt er um óvænta myndsýn í kvæðunum. Þó gætir slíkrar sýnar í stöku Ijóðum, t.a.m. í kvæðunum Urklippum og Ljóðleysi en í hinu síðamefnda ljóði fellur ijóð- ið í „ferhyrndan flöt. Ljóðmælandi tekur það upp með skeið og reynir að grafast fyrir um hvað það hafi að segja: „En það kom ekki orð í skeið- ina. Þótt slíkt ljóð láti ekki mikið yfir sér hygg ég að leikur hugmyndanna í þessu Ijóði vísi meira fram á veginn en mörg önnur ljóð bókarinnar. Hér er persónulegur tónn sleginn sem mér finnst líklegri til langlífis en annað í þessari bók. Skafti Þ. Halldórsson TOJVLIST HaHgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Kári Þormar lék á Klais orgel Hallgrúnskirkju verk eftir J.S. Bach, Maurice Duruflé og Pál Isólfsson. Sunnudagurinn 28 maí, 2000. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju stóð fyrir orgeltónleikum sl. sunnudag þar sem Kári Þormar, orgelleikari Fríkirkjunnar í Reykjavík, flutti íslensk og erlend orgelverk. Stóra Es-dúr prelúdían og fúgan eftir J.S.Bach var fyrst á efnisskránni, þó með þeirri undar- legu skipan að á milli prelúdíunnar og fúgunnar lék Kári orgelforleik- inn fyrir sálmlagið Dies sind die heiligen zehn Gebot, líklega til að hvíla áheyrendur. Vera má að að þetta sé hugmynd Kára eða að hann hafi tekið þetta upp eftir einhverj- um erlendum sérvitringi, því tiltæki þetta er ekkert annað en sérviska og dregur mjög úr áhrifum verks- ins, sem í heild er eitt af stórbrotn- ari orgelverkum tónlistarsögunnar. Þá var raddskipan lágraddanna of hljómmikil hjá Kára, þannig að raddferlið á miðsviðinu var ill greinanlegt. Að öðru leyti lék Kári Þormar þetta erfiða verk af tölu- verðri reisn, þó fúgan væri ekki sannfærandi, en þessi þriggja stefja fúga er mikið “kompósitoriskt" æv- intýri og erfitt að halda uppi stíg- andinni þegar öllum stefjunum, í mismunandi útfærslum, er slengt saman í glæsilegum „stretto" kafla undir lokin. Annað verkið á efnisskránni var Prelúdía, adagio og kóral tilbrigði eftir Maurice Duruflé. Þarna var allt önnur raddskipan, svo að radd- irnar greindust allar mjög vel, og þar var leikur Kára Þormars sann- færandi og á köflum mjög vel út- færður. Páll ísólfsson var síðastur á efnisskránni, fyrst þijú stutt kóral- forspil og þá Inngangur og pas- sakalía í f-moll. Kóralforspilin voru að mörgu leyti vel flutt en þau eru öll úr op. 3, í röðinni nr.7, 8 og 9. Nr.7 er unnið um Víst ertu Jesús kóngur klár, og nr. 9 er yfir Lofið vorn Drottin. Inngangur og Passa- kalían í f-moll er rismikið verk er var helst til laust í reipunum hjá Kára þormari og eins og Prelúdían og fúgan eftir Bachmeð of þykkri raddskipan og of sterkt stilltum lágröddum, þannig að efra radd- sviðið féll í skuggann af dimmum og drynjandi lágröddunum. Líklega má telja það misráðið að kljúfa þrenningar-fúguna frá hinni glæsilegu prelúdíu og einnig að hafa slíkt þrumuverk fyrst á efnis- skránni, því síðast á efnisskránni hefði það gert niðurlag tónleikanna áhrifameira. Þá ber að benda á, að margir orgelleikarar hafa heillast af þrumuhljómi þessa glæsilega orgels og því oft sést yfir þá stað- reynd, að sterkar og marg „doplað- ar“ lágraddir eru varasamar fyrir samhljómanina, sérstaklega í fjöl- radda tónferli, þar sem raddirnar verða að heyrast sem sjálfstæðar tónhugmyndir. Jafnvægi raddanna í kóraforspilunum eftir Bach og Pál var gott og sömuleiðis í verki Duru- flé, en það var allt of „skuggsýnt“ fyrir efra tónsviðið í Es-dúr prelú- díunni og fúgunni eftir meistara Johann Sebastian Bach og sömu- leiðis í verki Páls Isólfssonar. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur um radd- skipan og niðurröðun efnisskrár er ljóst að Kári Þormar er efnilegur orgelleikari sem erindi á við hljóm- borð orgelsins, drottningu hljóð- færanna, í átökum við erfið við- fangsefni, en það mun ávallt skila mönnum áleiðis upp þunggengin þrepin til Parnassum. Vernharður Linnet Speglanir Jón Ásgeirsson Kaup á skjalastjómunarhugbúnaði Félagsþjónustan í Reykjavík vinnur nú að alhliða skjalastjórnun allra starfseininga sinna. í tengslum við þessa vinnu er ætlunin að kaupa vottaðan skjalastjórnunar- hugbúnað skv. DoD 5015.2—STD staðli. Óskað er greinargóðrar lýsingar á hugbúnaðinum ásamt upplýsingum um verð fyrir 30. júní nk. Upplýsingar berist Stýrihópi um skjalastjórnun Félagsþjónustunnar i Reykjavík, Skjalasafni, Síðumúla 39, 108 Rvík, netfang: alfak@fel.rvk.is Félágsþjónustan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.