Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Svona á að segja sögu LEIKLIST M ö g u I « i k li ií s i ö VÖLUSPÁ Leikrit eftir Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Peter Holst, leikari: Pét- ur Eggerz. Tónlistarmaður: Stefán Örn Arnarson. Tónlistarstjórn: Guðni Franzson, Leikmynd og bún- ingar: Anette Werenskiold. Lýsing: Pernille Plantener. VÖLUSPÁ er fráleitt leikhæfasti texti sem fyrirfinnst. Fomt ljóð, hlað- ið fyrndum myndlíkingum sem menntaskólanemar liggja yfir tímun- um saman til að fá einhvem botn í. Þórarinn Eldjám gerði þeim - og öðmm - þó lífið léttara um árið er hann tók sig til og „þýddi“ Völuspá á nútímamál; gerði hann aðgengilega eins og sagt er. Skilningur hans og þekking á ljóðabálknum hefur vafa- laust orðið honum kveikja að leikriti því sem Pétur Eggerz leikari í Mögu- leikhúsinu og Peter Holst leikstjóri frá Det Lille Tuméteater í Dan- mörku fólu honum að semja, byggðu á hinum foma samnorræna goð- sagnaarfi. Utkoman er fimaskemmti- legt leikrit sem sameinar hina ómis- sandi tvennd, skemmtun og fróðleik á þann hátt að skemmtunin ræður ferð- inni og fróðleikurinn fylgir áreynslu- laust með. Jafnvel „boðskapurinn"; ótti Óðins við framtíðina vegna hinna óumflýjanlegu Ragnaraka verður að spaugilegu þema í höndum Þórarins, því þrátt fyrir alla visku sínu tekst yf- irgoðinu ekki að höndla þau einfoldu sannindi að lífið er það sem gerist núna, en hvorki fyrr né síðar. Upprifjun völvunnar á atburðum fortíðar verður Þórami kveikjan að því að segja ýmsar sögur af Óðni og ásum, hvemig Óðinn gaf annað auga sitt fyrir drykk úr Mímisbrunni og hvemig hann fíflaði Gunnlöðu fyrir mjöð Suttungs. Frásagnarmátinn ber skýr höfundareinkenni Þórarins. Húmor og orðaleikir, einfaldleiki og lipur frásögnin leggja Pétri Eggerz til afbragðsgóðan texta að vinna úr; hver persónan af öðmm verður Ijós- lifandi, jötuninn Mímir er þunglama- legur þurs en Suttungur viðkvæmt skáld, Loki vandræðaunglingur, Baldur hvíti fyrirmyndardrengur, Huginn og Muninn era tvíeggja ráð- gjafar, smjaðrandi og ögrandi í senn, Oðinn sjálfur virðulegur en þó næsta mannlegur með hégómaskapinn ekki langt undan. Allar þessar persónu- gerðir era lagðar inn í textann og Pét- ur hefur unnið vel úr þeim, náð þeim skýram og hvergi örlaði á óöryggi í leiknum, öllu heldur vakti athygli hversu yfírvegaður leikurinn var, skýr og hnitmiðaður en þó án allrar tilgerðar. Þrátt yfir að sýningin sé sögð einleikur verður að telja Stefán Örn Amarson fúllgildan meðleikara í sýningunni. Hann tekur virkan þátt þar, leikur undir á sellóið sitt og skap- ar áhrifshljóð og tónmynstur sem gefa á augabragði til kynna hvar við eram stödd og/eða hvers konar atriði er í vændum. Guðni Franzson sýnir hversu yfirgripsmikla þekkingu hann hefur orðið á leikhúsi með tónlistar- stjóm sinni en hlutur Stefáns Amar er ekki minni fyrir það og greinilegt að samvinna þeirra hefur verið góð og náin. Handbragð leikstjórans Peters Holsts leynir sér ekki því hér kveður við nýjan tón í Möguleikhúsinu og ánægjulegt að verða vitni að því að leikarinn, leikstjórinn og höfundur- inn Pétm- Eggerz hefur óhræddur lagt sig í hendur annars leikstjóra og látið vel að stjóm. Megineinkenni þessarar sýningar er einfaldleiki og skýrleiki. Hreyfingar, texti og tónlist beinast í sömu átt, sem er að koma þessari flóknu sögu til skila á sem skilmerkilegastan hátt. Svona á að segja bömum sögu í leikhúsi. Utkoman er ánægjuleg og sýning- in uppfyllir þær væntingar sem til hennar má gera miðað við þær for- sendur sem henni era gefnar. Henni er ætlað að vera farandsýn- ing í skólum og lengdin jafngildir einni kennslustund. Umgjörð er í lág- marki og leikari og tónlistarmaður ættu að geta flutt sýninguna við nán- ast hvaða aðstæður sem er, þar sem þeir geta komið sér fyrir framan við hóp áhorfenda. Má hiklaust mæla með henni á vetri komanda sem fræð- andi og skemmtilegri sýningu fyrir „9 ára og eldri“ eins og aðstandendur orða það sjálfir. Hávar Sigurjónsson Glataðir snillingar KVIKMYNDIR Regnboginn MILLJÓN DOLLARA HÓT- ELIÐ „THE MILLION DOLLAR HOTEL" ★ Leikstjóri: Wim Wenders. Handrit: Nicholas Klein og Bono. Aðal- hlutverk: Jeremy Davies, Milla Jo- vovich, Mel Gibson, Jimmy Smits, Peter Stormare, Amanda Plum- mer, Harris Yulin og Tim Roth. UNGUR maður lætur lífið á Milljón dollara hótelinu og lög- reglan er kölluð til. Heldur þarf að fara hljótt með málið vegna þess að hinn látni er sonur milljónamær- ings en lögreglan ræðir við hótel- gesti og reynir að koma sér upp mynd af því sem gerðist. Á meðan á því stendur þróast ástarsamband tveggja einstæðinga á hótelinu sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þannig er í hnotskurn sagan í nýjustu mynd þýska leikstjórans Wims Wenders sem hann gerir í Bandaríkjunum. Hún er byggð á handriti eftir Nicholas Klein og rokkarann Bono en það er í hand- ritinu sem helsti galli myndarinnar liggur. Hugmyndin virðist vera sú að búa til dularfullt, skrýtið og skondið mannlíf á hinu niðurnídda Milljón dollara hóteli með fyndnum og skrautlegum persónum sem gera fyndna og skrautlega hluti en þetta fólk verður aldrei fyndið heldur bara skrítið á yfirborðinu í mynd sem er alltof löng og á marg- an hátt hálfgerð klisja. Fólkið sjálft er í álíka mikilli nið- urníðslu og hótelið. Milljón dollara hótelið er ekkert milljón dollara hótel heldur er það miklu líkara fimmkróna hóteli og af þeirri þver- sögn er skapað andrúm glataðra snillinga. Kannski er enginn eins og hann sýnist. Örugglega ekki „Bítillinn" sem Peter Stormare leikur og nær að tala eins og John Lennon, ekki löggan sem Mel Gib- son leikur og virðist harðhaus af gamla skólanum en er í raun bækl- aður og þjáist, ekki listamaðurinn mikli sem dó því verkin hans era meira en bara tóm tjara. Þannig leynast áhugaverðar sögur á bak við persónur myndarinnar en þær fá einhvern veginn ekki að þrosk- ast og lifna og ástarsagan á milli fallegu stúlkunnar með gullhjartað og vanþroska stráksins sem dýrkar hana verður væmin og óspennandi. Maður er engu nær um allt þetta lið í lokin. Myndin lifnar stundum við þegar Mel Gibson kemur við sögu (ekki vegna þess að hann er eina stór- stjarnan heldur vegna þess að persóna hans er einna skýrust) en annars kveikir hún aðeins minning- ar um hvernig hægt er að gera virkilega góða hótelsögu eins og þá sem Coen-bræður gerðu í Barton Fink. Arnaldur Indriðason Frum- byggjar í fyrirrúmi ALÞJÓÐLEGUR tvíæringur þar sem list frumbyggja er í fyrirrúmi stendur nú yfir í samtímalistasafn- inu í Sydney í Ástralíu. Þetta er í 27. sinn sem þessi stærsta listsýn- ing landsins er haldin en þátt taka 49 Iistamenn frá 23 þjóðlöndum. Starfsmenn safnsins sjást hér koma risavöxnum höggmyndum frá verndarsvæði frumbyggja í Ástrali'u, Arnhem Land, fyrir á sýningunni. Námskeið um sögu Reykjavíkur A VEGUM Opins háskóla, menn- ingarverkefnis Háskóla íslands, verður þriggja kvölda námskeið um sögu Reykjavíkur - úr sveit í borg sem hefst á morgun. Námskeiðið fer fram í Odda, stofu 101, frá kl. 20-22. Farið verður í vettvangsferðir um borgina 4. og 8. júní. M.a. munu þeir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur fara ofan í saumana á landnámi Ingólfs, ástæðum fyrir því að Reykjavík varð fyrir valinu sem bústaður fyrsta landnámsmannins og þróun bújarðarinnar í tengslum við sögu íslands næstu aldir. 4. júní verður farið í gönguferð um gamla bæinn undir leiðsögn Guðjóns. Hópnum verður skipt upp og farnar tvær ferðir milli kl. 13 og 16 og hinn 8. júní verður vettvangsferð með rútu undir leiðsögn Eggert Þórs. Farnar verða tvær ferðir milli kl. 17 og u.þ.b. 21. Námskeið Opins háskóla era öllum opin endurgjaldslaust. Að trúa á framtíðina TðiVLIST Sa1u r i n n TÓNLEIKAR Á LISTAHÁTÍÐ Fjórir tónlistarnemar fluttu verk eftir Brahms, Rachmaninoff, Prokofiev, J.S. Bach, Chopin, Wieniawskí, og Liszt, auk tveggja Iaga eftir Grace Williams og Kurt Weill og útsetningu á írsku þjóðlagi. Sunnudagurinn 28. maí, 2000. ÞEIRRI reglu heíúr verið fylgt hjá Morgunblaðinu að rita ekki tón- listargagnrýni um nemendur íyrr en við lok framhaldsnáms enda hafa út- skriftartóleikar oftast verið haldnir innan skólanna þótt til sé að lokatón- leikar séu uppfærðir eins og almennir tónleikar. Nú hefur listahátíð sett tónlistargagnrýnendur í vanda, með tónleikum í Salnum sl. sunnudags- kvöld, með því að kalla til efnilega nemendur í tilefni þess að Tónlistar- skólinn i Reykjavík á 70 ára starfsaf- mæli og til gefa áheyrendum hug- mynd um það hvers vænta megi af unga fólkinu í framtíðinni. Það verður að segjast eins og er að undirritaður var hreint „sleginn út af laginu“, því unga tónlistarfólkið lék af þvílíkum glæsibrag að vart verður með orðum lýst, bæði er varðar tækni og túlkun. Undirritaður ætlar að halda því litla sem eftir er af góðum ásetningi, að umgangast nemendur af þeirri gætni að valda þeim hvorki vonbrigð- um né ofgera um væntingar þeirra og því ekki tiltaka neitt sérstakt en óska þeim og tónlistarskólanum til ham- ipgju með frábæra tónleika er gefa fyrirheit um glæsta framtíð tónlistar í landinu. Viðfangsefni unga tónlistai-fólksins segja nokkuð um stöðu þess en meðal verkanna var prelúdía op. 32, nr 12 eftir Rachmaninov, sjöunda píanó- sónatan eftir Prokofiev, a-moll æfing- in op 25, nr.ll, eftir Chopin, Mefisto- valsinn, eftir Liszt, Largo úr þriðju einleikssónötunni, fyrir fiðlu, eftir J.S. Bach, Konsert-pólonesan fyrir fiðlu eftir Wieniawski, Sígaunaljóðin, eftii- Brahms og bráðsmellin sönglög eftir Grace Williams (Tarantelle) og Youkali eftir Kurt Weill, allt verk sem era erfíð konsert viðfangsefni og viðfangefni þeirra er mestir teljast í hópi einleikara og einsöngvara. Þeir sem komu fram vora Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir söngkona, og píanóleikaranir Ámi Björn Ámason og Víkingur Heiðar Ólafsson. Draga nemendur dám af fyrirmyndum sín- um, kennuranum, í ástundun og vali viðfangsefna, og Ijóst að þeir hafa notið góðrar leiðsagnar allan sinn námsferil og síðustu árin í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, hjá Guðnýju Guðmundsdóttir, Halldóri Har- aldssyni, Rut Magnússon og Peter Maté. Vel má halda því fram, sé horft til frammistöðu unga fólksins að Tónlistarskólinn í Reykjavík, standi vel undir því að vera nefndur Tónlist- arháskóli. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.