Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 47- + Matthildur Júl- íana Sófusdóttir fæddist á Drangsnesi 26. ágúst 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sófus Magnússon smiður og Sigurey Guðrún Júlíusdóttir. Systur Matthildar eru þrjár, Ósk, húsmóðir í Reykjavík, Jóhanna, húsmóðir á Akranesi, og Laufey, húsmóðir í Reykjavík. Matthildur ólst upp á Drangs- nesi hjá foreldrum sínum. Hún giftist Magnúsi Bakkmann And- réssyni verkamanni 6. desember 1947. Þau bjuggu fyrstu fímm ár- in að Finnbogastöðum í Trékyllis- vík. Þaðan fluttu þau að Drangs- nesi og áttu þar heima þangað til þau fluttu til Akraness um miðjan janúar 1969. Þar bjuggu þau að Heiðargerði 12 frá 1971-1981, en fluttu þá að Suður- götu 121 og áttu þar heima upp frá því. Fyrst eftir að Matt- liildur kom til Akra- ness var hún í fisk- vinnslu hjá Þórði Óskarssyni, en lengst starfaði hún hjá Pósti og síma, samfleytt í 24 ár. Matthildur og Magnús eiga tvo syni: 1) Sófus, bif- reiðastjóri, búsettur á Isafírði, f. 8. mars 1956, maki Gunn- fríður Magnúsdóttir. Börn Sófus- ar eru fjögur og tvö barnabörn. 2) Andrés, sjómaður, býr á Akra- nesi, f. 20. nóvember 1958, maki Súsanna Ernudóttir. Þau eiga þrjú böm. Matthildur var mjög félagslynd og starfaði mikið að félagsmálum. Utför Matthildar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kirkjukórnum lengst af þess tíma sem ég þjónaði þar. Hún starfaði mikið í góðtemplarareglunni og var meðal hinna traustu starfskrafta í stúkunni Akurblóm. Þar mætti hún á flesta fundi og var alltaf reiðubúin til að gera það sem gera þurfti og láta gott af sér leiða. Þegar kór eldri borgara var stofnaður á Akranesi gekk hún strax til liðs við hann og sæti átti hún í stjórn FEBAN, Fé- lags eldri borgara á Akranesi. Mikla ræktarsemi, umhyggju og kærleika sýndi Matthildur börnum sínum og bamabömum. Barnastarf kirkjunnar rækti hún með þeim og vildi þannig vísa þeim á þann veg, sem hún sjálf vissi mesta gæfuveg- inn. Matthildur var bæði vel gerð og vel gefin kona. í lífinu leitaðist hún við að láta gott af sér leiða og vildi umfram alit verða þeim, sem hún átti samleið með, til gæfu og blessunar. Þetta tókst henni. Þess vegna gróa fögur blóm í þeim sporum sem hún steig okkar á meðal, blóm sem minna okkur á birtuna og vorið, sem hún elskaði sjálf og vakti í hjörtum okk- ar. Eftirlifandi eiginmanni hennar, sonum þeirra, bamabörnum og öðr- um ástvinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur og bið góðan Guð að veita þeim huggun og hugarstyrk við blessunarlindir bjartra minninga. Bjöm Jónsson. MATTHILDUR JÚLÍANA SÓFUSDÓTTIR + SIGURÐUR SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Hvassaleiti 20, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 28. maí. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Marinósdóttir, María Sigurðardóttir, Einar Loftsson, Áslaug Sigurðardóttir, Sveinn Hannesson, Hrefna Sigurðardóttir, Haukur Valdimarsson, Sigurður Sigurðarson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Bjami Einarsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR S. DANÍELSSON frá fsafirði, Vallargerði 28, Kópavogi, lést aðfaranótt sunnudagsins 28. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Mig langar að skrifa nokkur minn- ingarorð um ömmu mína eða Möttu ömmu eins og eldri dóttir mín sagði alltaf. Ég er elsta barnabam þeirra ömmu og afa. Foreldrar mínir bjuggu á Eystra-Miðfelli þegar ég fæddist og þaðan em mínar fyrstu minningar um Möttu ömmu. Hún kom oft til okkar og henni þótti voða- lega vænt um alla Miðfells fjölskyld- una og biðja þau amma mín og afi frá Miðfelli fyrir kveðju og kærar þakkir fyrir góð kynni. Þegar við fluttum frá Miðfelli fór ég að vera mikið hjá Möttu ömmu og Magga afa og var það eins og mitt annað heimili því þar gat ég oft verið svo vikum skipti. Svo fór ég að búa með mínum manni, sem er Jón Brandsson, og ákváðum við að trú- lofa okkur á afmælisdegi ömmu, 26. ágúst 1994, og það gladdi hana mik- ið. Stelpumar okkar, þær Hafdís og Guðný, dýrkuðu hana mikið og hún þær ekki síður. Hún var alltaf að gera eitthvað fyrir þær, hún var mik- il handavinnukona og gaf nánast allt það sem hún gerði og stelpurnar okkar fengu stóran hlut af því. Fyrir utan það að á hverjum laugardegi fór hún með Hafdísi í kirkjuskólann og er það eitt af því sem hún byrjaði á þegar ég var lítil og þótti mér það voðalega gaman. Þetta hefur verið hefð hjá henni síðan. Hún hefur farið með flest öll bamabömin í kirkju- skólann og nú höfðu langömmubörn- in tekið við. Foreldrar ömmu bjuggu hjá þeim afa í mörg ár og man ég vel hvað hún hugsaði vel um þau fram á síðasta dag og var alltaf með hugann hjá leiðunum þeirra, sem em fyrir norð- an, og hvernig þau litu nú út. Alltaf ef hún vissi um einhvern sem átti um sárt að binda var hún boðin og búin að gera allt sem hún gat þótt hún væri nú ekki heilsu- hraust undir það síðasta. Alltaf fór hún á allar samkomur sem hún mögulega gat og þótti mér ákaflega vænt um að geta farið með hana í kaffi hjá Strandamannafélaginu 21. maí síðastliðinn, en það kvöld var hún lögð inn á sjúkrahús þar sem hún lést tveim dögum síðar. Ég kveð mína ömmu af einlægri ást öll hennar kynni mér geymast Umhyggja hennar mér aldrei brást, atorkan engum mun gleymast. Hún rétti þeim bágstöddu bróðurhönd, brjóstið oft þrungið trega. Hún elskaði óspart sín æskulönd og ættlandið yndislega. Blessuð sé minning hennar. Bergný Dögg Súfusdóttir. Vel er mér kunnugt um að Matt- hildur Sófusdóttir átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, þó að lítt léti hún á því bera. Með allt að því glaðværri hetjulund bar hún þá sjúkdóms- byrði, sem á hana var lögð síðustu árin. Það eru ekki nema nokkrir dag- ar síðan við hittumst á götu og spjöll- uðum saman í léttum og gamansöm- um tón. Við ræddum um gróanda vorsins og hækkandi sól að enduðum óvenju ströngum og erfiðum vetri. Matthildur var í sannleika vorsins bam og í einlægum fögnuði horfði hún fram til þeirrar áttlausu vor- aldar veraldar sem við fáum svo oft að njóta á þeim árstíma, sem nú er að fara í hönd. En skjótt skipast veður í lofti. Fyrr en varði var hún kvödd til þeirrar ferðar sem eitt sinn bíður okkar allra. Sjálf var hún ekki í nokkrum vafa um hvert sú ferð stefndi. Inn í eilífa vordýrð vissi hún sig kvadda, þar sem bjartar byggðir biðu hennar á bak við heljarstrauma. Þangað lá leiðin til móts við hann, sem eitt sinn sagði og segir enn við vini sína: „Ég er upprisan og lífið. Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þetta var hennar sannfæring og lifandi trú. Við Matthildur áttum mikla og góða samleið á Akranesi. Hún söng í Kveðja frá sjúkravinadeild Rauða kross Akraness Orða er vant. í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Matthildi Júl- íönu Sófusdóttur. Ekki grunaði okk- ur þegar við komum saman fyrir 3 vikum að hún Matta yrði ekki með okkur framar. Matta var virkur fé- lagi í sjúkravinadeildinni hér á Akra- nesi og alltaf tilbúin af alúð og hlýju að sinna þeim störfum sem hún var beðin um. Við sjúkravinir þökkum Matthildi innilega fyrir samstarfið og störf sín í þágu þeirra sem minna mega sín og sendum eiginmanni, sonum og fjölskyldum og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Mörgum þykir vel sé veitt, viimistgulliðbjarta látabúksorgæfieytt árgimdinni skarta. En þeir flytja ekki neitt yfir djúpið svarta. Þangað fylgir aðeins eitt ástfrávinarþjarta. (Öm Amar.) + Elskuleg mó.öir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA SIGURÐARDÓTTIR, Skúlagötu 80, Reykjavík, síðast til heimilis í Furugerði 1, lést á hjartadeild Landspítalans Fossvogi sunnudaginn 28. maí. Guðmundur Guðbrandsson, Sigrún Grfmsdóttir, Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Sigurður Ingi Svavarsson, Kolbrún Pálsdóttir, Arnar Ólason, Páll Pálsson, Agnes Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kæru vinir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, sr. HEIMIS STEINSSONAR, Þingvöllum. Guð blessi ykkur öll. Dóra Eria Þórhallsdóttir, Þórhallur Heimisson, Ingileif Malmberg, Arnþrúður Heimisdóttir, Þorlákur Sigurbjörnsson, Dóra Erla, Rakel, Hlín og Heimir. Valgerður Jakobsdóttir, Ari Daníel Hauksson, Aud Hauksson, Helgi Hauksson, Kjartan J. Hauksson, Claudia Vennemann, Soffía Hauksdóttir, Bergur Karlsson, Eyþór Páll Hauksson, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og barnabörn + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Efstaleiti 14, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 26. maí. Árni Gestsson, Jónína Árnadóttir, Gestur Árnason, Judith Hampshire, Börkur Árnason, Lisa Lotta Reynis-Andersen, Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐNI HAFDAL, Gyðufelli 16, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. maí, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 31. maí kl. 15.00. Sigurbjörg Pétursdóttir, Jón Þórir Jónsson, Lilja Matthfasdóttir, Ellert Högni Jónsson, Vigdís Helga Jónsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Katrín Sigríður Jónsdóttir, Svanhvít Jóhanna Jónsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Hauksson, Margrét Gunnarsdóttir, Þór Karlsson, 1, • + Elskuleg eiginkona mín, móðir og dóttir, BRYNDÍS ERNA GARÐARSDÓTTIR, Frostafold 131, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 23. maí síðastiiðinn. Jarðarför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Gennady Tereshenko, Magnús Þór Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.