Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 50

Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Blóma&tofa, Friðfhms Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. -\3 ‘Kjossar á [eiði Htyðjritt stáí - varanlegt efni Kjossamir em jramCeiddir úr hvítCiúðuðu, ryðjriu stáCi. ‘Minnisvarði sem endist um ófcomna tíð. SóOjoss m/geis(um. riteð 100 smfrájörðu. ‘TvöjaCdur íqoss. líœð 110 smjrájörðu. ‘Jírityið í síma 431-1075 og jáið LitaÉœCfing. BLIKKVERKsf. Dalbraut 2,300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 MINNINGAR OLAFUR JÓNSSON + Ólafur Jónsson fæddist í Reylqa- vík 10. ágúst 1921. Hann lést á Land- spitalanum 21. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 26. maí. Við andlát Ólafs Jónssonar koma upp í hugann minningar um góðan mann sem hafði sérstök áhrif á um- hverfi sitt. Vináttu- bönd Ólafs, eftirlif- andi konu hans Birnu og foreldra minna náðu til okkar systkinanna sem fengum ætíð að njóta athygli þeirra og vináttu. Nærvera þeirra á Unnarbrautinni var alltaf ein- staklega gefandi. Samfylgd við börn Ólafs og Birnu í námi og skólastarfi styrkti enn vináttu- böndin. Ólafur var fagmaður af bestu gerð og það fór ekki framhjá nein- Varanleg minning er meitluð ístein. H S.HEifiASONHF H STFINSMIÐJA Skemmuveqi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is —aluta/= enrrn\sAo ejý-n um að þar fór einstak- lega smekklegur mað- ur og framkoma hans einkenndist af hlýju og glettni. Slíkir kost- ir eru eftirsóknarverð- ir enda var leitað til Ólafs um árabil í margskonar félags- starfi. Við fjölskyldan fengum ætíð að njóta leiðbeininga hans og hjálpsemi þegar kom- ið var að verkefnum sem voru á hans sérsviði. Einlægur áhugi fyrir okkur sem yngri vorum komst vel til skila og fyrir vikið skipaði hann alveg sér- stakan sess í huga okkar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve mikilvægt það er fyrir ungt fólk að eiga góða fyrirmyndir eins og Ólafur er mér. Á kveðjustund bið ég þess að Guð styrki fjöl- skyldu Ölafs og blessi minningu kærleiksríks manns. Magnús Pálsson. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA SIGRÚN JÓHANNSOÓTTIR frá Viðvík, Hellissandi, Vesturgötu 59, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 26. maí sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 2. júní kl. 14.00. Jón Trausti Ársælsson, Ingveldur Þorbjörnsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðbjörg Róbertsdóttir, Þórður Ársælsson, Valdís Ingimundardóttir, Guðrún Marta Ársælsdóttir, Baldur Ragnarsson, Sigrún Ársælsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Hjörtur Ársælsson, Ester Friðriksdóttir, Fróði Ársælsson, Hafdís Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KIRKJUSTARF Selljarnarneskirkja Safnaðarstarf Dagur aldraðra í Seltjarnar- neskirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er á næsta leiti, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur í kirkjunni, sem dagur aldraðra nú um nokkurra ára skeið. í ár ber uppstigningardag upp á 1. júní og hátíðin hefst í Sel- tjarnarneskirkju með messu kl. 11:00 f.h. Sr. Gylfi Jónsson héraðsprestur í Reykjavík, sem einnig þjónar á Hrafnistu í Hafnarfirði, mun predika í messunni og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprest- ur þjónar fyrir altari. Órganisti verður Sigrún Stein- grímsdóttir. Að messu lokinni verður boðið upp á mat í safnaðarheimili kirkjunnar. Þá tökum við lagið saman og njótum þess að vera sam- an þar til sýning á hannyrðum eldri borgara verður opnuð í húsi aldr- aðra. Allir aldraðir Seltirningar eru hvattir til að mæta til kirkjunnar þennan dag, en messan er um leið lokaþáttur í vetrarstarfi safnaðar- ins fyrir aldraða. Dagur eldri borgara í Graf- arvogskirkju Uppstigningardagur 1. júní 2000 Uppstigningardagur sem tileinkað- ur hefur verið „eldri borgurum“ í söfnuðum landsins, verður haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins. Dagskráin hefst með hátíðar- guðsþjónustu kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Ræðumaður verður sr. Ólafur Skúlason biskup. Einsöngur: Guð- mundur Jónsson óperusöngvari. Básúna: Einar Jónsson. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Eftir messu verður opnuð sameiginleg sýning í Bústaðakirkju á munum úr starfi aldraðra í kirkjum Reykjavíkur- prófastsdæma. Sýningin verður opin fram á sunnudag. í þetta sinn er eldri borgurum boðið upp á veitingar eftir messu í Bústaðakirkju. Ráðstefna, málþing um málefni eldri borgara, verður haldin í Bú- staðakirkju, sjá dagskrá í dagblöð- um. Sóknarnefnd, safnaðarfélag og prestar Grafarvogskirkju. Dagur aldraðra í Árbæjar- söfnuði Hin síðari árin hefur uppstign- ingardagur verið helgaður á vissan hátt málefnum eldri borgaranna í kirkjum landsins, og sviðsljósi beint að högum þeirra og kjörum, og framlagi þeirra til þjóðlífsins. Hinn 1. júní næstkomandi, á uppstigning- ardag, verður guðsþjónusta í Ár- bæjarkirkju kl. 14.00. Ath. breyttan messutíma. Til þessarar guðsþjón- ustu er öllum eldri borgurum í Ár- bæjarsókn sérstaklega boðið. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, flyt- ur stólræðu, en prestar Árbæjar- safnaðar þjóna fyrir altari. Kirkju- kór Árbæjarkirkju syngur og Ilka Petrova leikur á flautu. Að guðs- þjónustu lokinni er eldra fólkinu boðið til samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður veislukaffi í boði kvenna í Sóroptimistaklúbbi Árbæjar, hljóðfæraleikur og al- mennur söngur. Þennan umrædda dag verður sýning á handavinnu eldri borgara frá „Opna húsinu“ á miðvikudögum á liðnum vetri. Allir eru hjartanlega velkomnir í Árbæjarkirkju á uppstigningardag. Prestarnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10- 14. Léttur hádegisverður fram- reiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 14- 16. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta ki. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45-7.05. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30 í um- sjón Ingu J. Backman og Reynis Jónassonar. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- stund í hádeginu á morgun, mið- vikudag, kl. 12-13 í kapellunni. Súpa og brauð á eftir. Breiðholtskirkja. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunn- ar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æskulýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjaliakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir- bænaefnum mákoma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarflrði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT (tíu til tólf ára starf) alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvammstangakirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Þoriákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibl- íuskóli í kvöld kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.