Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 57 r UMRÆÐAN FRJÁLS samkeppni er einn helsti driíkraft- ur atvinnulífsins og um leið forsenda aukins hagvaxtar, nýsköpunar í atvinnulífinu og bættra lífskjara al- mennings. Sú hætta er þó ætíð fyrir hendi að hörð samkeppni á markaði geti á skömm- um tíma snúist í and- hverfu sína og leitt af sér verðsamráð hinna sterku með hækkandi vöruverði og versnandi þjónustu. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að markaðsráðandi fyr- irtæki hafa tilhneigingu til að hækka verð og nýta aðstöðu sína til að auka hagnað. Afleiðingarnar eru vaxandi óhagræði í rekstri og léleg nýting framleiðsluþátta samfélagsins. Af þessum orsökum er nauðsynlegt að setja fyrirtækjum á markaði ákveð- inn ramma eða samkeppnisreglur til að tryggja samkeppni og heilbrigða viðskiptahætti. Þetta er viðfangsefni samkeppnisyfirvalda í helstu iðnríkj- um heims. Túnabær endurskoðun samkeppnislöggjafar íslenska samkeppnislöggjöfin, sem gilt hefur frá árinu 1993, hefur að mörgu leyti reynst vel og stuðlað að heilbrigðum viðskiptaháttum. Nokkuð skortir þó á að hún dugi til að tryggja fjölbreytt og öflugt at- vinnulíf við nýjar og síbreytilegar að- stæður. Samtök versl- unarinnar fagna því nýafstaðinni endur- skoðun samkeppnis- löggjafar og eru í öllum aðalatriðum samþykk nýjum samkeppnislög- um sem afgreidd voru á síðustu starfsdögum Alþingis íyrir sumarhlé og öðlast munu gildi undir lok þessa árs. Það er ekki síst með hags- muni lítilla og meðal- stórra fyrirtækja að leiðarljósi sem samtök- in fagna þeim breyting- um sem eru í nýju lög- unum. Með lögunum er gengið mun lengra en áður við að banna starfsaðferðir á markaði sem geta haft samkeppnishamlandi áhrif. Þá eru íslenskar samkeppnisreglur lagaðar enn frekar að evrópskum reglum á þessu sviði sem er mikil- vægt vegna náinna viðskiptasam- banda við Evrópuþjóðir. Microsoft - Dæmið frá Bandaríkjunum Nýlega bárust fréttir frá Banda- rOqunum um kröfu þarlendra dóm- stóla þess efnis að stórfyrirtækinu MicroSoft verði skipt upp í tvö aðskil- in fyrirtæki. Það er fyTst og fremst vegna samkeppnisreglna þar í landi sem þessa er lú-afist. Þessi ákvörðun hlýtur að vekja menn til umhugsun- ar. Þama er um að ræða stórt og glæsilegt bandarískt íyrirtæki sem náð hefur ótrúlegum árangri í sínum Samkeppnismál Þrátt fyrir margvíslega réttarbót í nýju lögun- um, segir Stefán S. Guðjónsson, eru sam- keppnisreglur hérlendis enn að ýmsu leyti veik- ari en annars staðar á Vesturlöndum. rekstri. Hér er fyrirtæki sem ætti að vekja upp þjóðarstolt allra Banda- ríkjamanna líkt og Volvo hjá Svíum og Nokia hjá Finnum. Engu að síður fara bandarísk samkeppnisyfirvöld fram á að fyrirtækinu verði skipt upp. Það er fyrst og síðast vegna þeirrar ofuráherslu sem Bandaríkja- menn leggja á virk samkeppnislög sem tryggi jöfn samkeppnisskilyrði miili fyrirtækja og möguleika nýrra fyrirtækja á að komast inn á markað- inn sem þessi niðurstaða er fengin. Mikilvægt bannákvæði I eldri lögum er tiltölulega tak- markað bann lagt við samkeppnis- hamlandi samstarfi milli fyrirtækja og í raun er misnotkun þeirra á markaðsráðandi stöðu ekki bönnuð. Samkeppnisyfirvöld geta því einung- is bannað háttsemi eða hegðun, sem felur í sér misbeitingu á markaðsyfir- ráðum, eftir á. Þetta hefur leitt til þess að samkeppnisyfirvöld geta lítt eða ekki gripið í taumana þótt sam- runi markaðsráðandi fyrirtækja leiði til aukinnar fákeppni og dragi úr samkeppni. í nýsamþykktum lögum er í meg- inatriðum horfið frá blönduðu kerfi bann- og misbeitingarreglna og tekn- ar upp bannreglur í samræmi við er- lendar fyrirmyndir. Samkeppnislög- in eru þannig á margan hátt gerð skýrari en áður og þannig ættu menn síður að velkjast í vafa um það fyrir- fram hvort fyrirhugaðar aðgerðir þeirra séu leyfilegar eða ekki. Er- lendir fjárfestar á íslandi geta því gengið að því vísu að á íslandi gilda svipaðar samkeppnisreglur og í öðr- um vestrænum ríkjum. Efla þarf Samkeppnisstofnun Skoðanaskipti um samkeppnismál og örar breytingar í íslensku við- skiptalífi sýna að á næstunni mun reyna verulega á vilja og styrk stjórnvalda, ekki síst samkeppnisyf- irvalda, í þessum mikilvæga mála- flokki. í Ijósi þess hversu stutt er síðan samkeppnislög voru sett hér í fyrsta sinn hefur enn ekki myndast sú hefð eða dómafordæmi sem aðrar þjóðir búa að. Segja má að það vanti að sumu leyti hinar óskrifuðu reglur samkeppnismálanna. Því er brýnt að búa vel að Samkeppnisstofnun og tryggja henni hæft og vel menntað starfsfólk með sérþekkingu á sviði samkeppnismála. Þá þarf að auka samskipti stofnunarinnar við sam- keppnisyfirvöld austan hafs og vest- an. Betur má ef duga skal Nýju lögin eru stórt skref í rétta átt og munu væntanlega skila neyt- endum góðum ávinningi. Löggjafinn Samkeppni styrkt til framtíðar Stefán S. Guðjónsson hefði þó mátt ganga lengra í ýmsum mikilvægum atriðum, t.d. við að styrkja heimildir samkeppnisyfir- valda til að skipta upp markaðsráð- andi fyrirtækjum sem hafa skaðleg < áhrif á samkeppni. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir margvíslega réttarbót eru samkeppnisreglur hérlendis enn að ýmsu leyti veikari en annars stað- ar á Vesturlöndum. Sérstaða íslenska markaðarins, sem felst í smæð hans og einangrun, ætti hins vegar að mæla með því að samkeppnisreglur hér væru harðari og víðtækari en er- lendis. Það er von Samtaka verslun- arinnai- að nýja samkeppnislöggjöfin dugi til að koma á og viðhalda heil- brigðum viðskiptaháttum á Islandi en takist það ekki er ljóst að enn frekari endurskoðunar er þörf. Höfundur er framkv.slj. Samtaka verslunarinnar, félags ísl. stórkaupmanna. \hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR J| , |Jj SERVANT PLÖTUR pp &CO SALERNISHOLF BAÐPIUUR ELDSHUSBORÐPLÖTUR Á LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 LAUGAVEGI - KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.