Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 58
f»8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kynþáttafor-
dómar á Islandi?
NÚ er komið að
fjðrða og síðasta f'und-
fnum í fundaröð Sam-
bands ungra sjálfstæð-
ismanna með
slagorðinu: „Með rétt-
læti gegn ranglæti" og
eftirfarandi spurningu
varpað fram: Eru kyn-
þáttafordómar á ís-
landi? Fundurinn
verður haldinn á efn
hæð Sólon Islandus í
dag þriðjudaginn 30.
maí 2000 klukkan
17.30.
Þegar minnst er á
kynþáttafordóma á
Islandi víkur sögunni
oftar en ekki að þeldökku fólki og
fólki af asískum uppruna því þetta
er það fólk sem er hvað ólíkast
okkur sem teljumst genalega séð til
Islendinga og rekjum ættir okkar
aftur um marga liði til forfeðra
okkar sem fyrstir byggðu landið.
En við lifum í núinu og eigum að
haga okkur samkvæmt því og sam-
Svæmt þroskastöðu okkar. Við bú-
um í veröld sem verður síféllt opn-
æi, og blöndun fólks af ólíkum
uppruna er óhjákvæmileg, nú sem
aldrei fyrr. Mikið er talað um og
gagnrýnt að yfirvöld séu að sleppa
sér í innflutningi á fólki og líta
margir til nágrannalanda okkar
Danmerkur og Svíþjóðar í þessum
efnum og segja að við ættum að
læra af mistökum þeiira að hleypa
of mörgum inn í landið sem hafi
leitt til átaka innan ólíkra þjóðern-
ísbrota sem ekki virðast geta lifað í
sátt og samlyndi.
Við íslendingar erum sjálfstæð
þjóð og ekkert nema sjálfsagt að
líta til nágranna okkar sem við er-
um alltaf að bera okkur saman við.
Persónulega gæti ég ekki hugsað
mér að lifa í samfélagi sem væri
svo einsleitt að við það að horfa
framan í manninn á götunni sæi ég
sjálfan mig. Sjálfur hef ég búið er-
lendis, í Ghana í Vestur-Afríku, ár-
in 1995-1996 og er það mjög ákveð-
in skoðun mín að öll erum við
manneskjur og getum lifað í sátt og
samlyndi, ef við kærum okkur um
og gefum svolítið af sjálfum okkur.
Vissulega er kynþáttahatur á ís-
landi og kannski er það leyndara en
okkur grunar. Ég hef unnið mikið
við það í sjálfboðavinnu að taka á
móti útlendingum og útvega þeim
húsnæði og vinnu um allt land og
hef því fundið fyrir mjög sterkum
viðbrögðum gagnvart
þeim sem ekki eru
hvítir á hörund; koma
frá Afríku, Asíu eða að
hluta til Mið- pg Suð-
ur-Ameríku. Ég hef
tekið eftir því að í
ýmsum fyrirtækjum
vinna sumir yfirmenn
hreinlega gegn fólki af
öðrum kynþáttum
hvað varðar vinnu, þó
svo að þeir einstakl-
ingar séu jafn hæfir til
starfans, þrátt fyrir að
þeir tah' ekki íslensku,
sem er þó ekki krafist
í ýmsum framleiðslu-
fyrirtækjum. Kyn-
þáttahatur á Islandi er meira og
minna tengt litarhætti og fólki
finnst að hörundsdökkt fólk sé eitt-
hvað óæðra og skör lægra en við
Fordómar
Vissulega er kynþátta-
>-----------------:-----
hatur á Islandi, segir
Gunnþór Eyfjörð Gunn-
þórsson, og kannski
er það leyndara en
okkur grunar.
sem rekjum ættir aftur til Ingólfs.
Ungir sjálfstæðismenn tala jafn-
an um frelsi einstaklingsins og
frelsi tO athafna, sem leyfir pers-
ónuleikanum að njóta sín í íslensku
samfélagi, hér er átt við alla íslend-
inga sem á annað borð eru með ís-
lenskt vegabréf, eða eru þegnar
með öðrum löglegum hætti. Ég
kaus mér að vera hluti af ungum
sjálfstæðismönnum vegna mark-
vissrar stefnu í jafnréttismálum og
skýrrar afstöðu til allra meginmála
í samfélagi okkar í dag. Ég er tals-
maður þess að enginn, sem flyst frá
Afríku til dæmis, verði íslendingur
á einum degi, við þurfum að gefa
öllum möguleika á að læra á menn-
ingu okkar og tungumál en jafn-
framt gefa fólki kost á að rækta
eigin menningu og viðhalda eigin
tungumáli þvi það viljum við líka
geta gert þegar við flytjumst til
annarra landa. Kynþáttahatrið birt-
ist mjög sterkt í þessum pólum að
fólkið kunni ekki að tala íslensku
eða borði ekki slátur! Á íslandi bú-
um við nú í margþættu menningar-
samfélagi, sem er samansett af
fólki af ólíkum uppruna með ólíkar
langanir og þrár, en við eigum það
sameiginlegt að öll erum við mann-
leg og þráum hamingju og ást, sem
er mögulegt að uppfylla með því að
gefa svolítið af hjarta sínu og fá
annan hluta í staðinn.
Hér á landi búa einstaklingar
sem ekki ganga heilir til skógar og
fá ýmsar grillur í höfuðið sem ekki
eiga við rök að styðjast eins og
blessað fólkið sem nýlega málaði
ókvæðisorð á Miðstöð nýbúa og
ekki er hafandi eftir. Alls staðar er
til fólk, sem hefur af einhverjum
ástæðum mótað með sér þá skoðun,
að allir séu óæðri en bleiknefjar, en
auðvitað vitum við betur og vonandi
fær slíkt fólk aðstoð og upplýsingar
um það hvað er mannfólkinu fyrir
bestu. Enn í dag heyrum við í út-
varpi setningar eins og þessa:
„Ungur maður af asísku bergi brot-
inn stakk félaga sinn með hnífi...“
Við heyrum bara tilgreint um kyn-
þátt þegar maðurinn eða konan er
upprunnin annars staðar en á ís-
landi þó svo að einstaklingurinn sé
búinn að búa á Islandi allt sitt líf.
Þetta er hluti af jarðveginum sem
ræktar kynþáttahatur og merkilegt
að heyra slíkt enn í dag.
Ég held að slíkt kynþáttahatur
birtist af vanþekkingu fárra hópa
og einstaklinga, sem telja allt
óhreint og óæðra, sem ekki stendur
á „made in Iceland“; þeim hópum
sem kenna sig við gamalt sprok
einræðisherra og valdníðinga vil ég
benda á að batnandi manni er best
að lifa.
Ég tel að Samband ungra sjálf-
stæðismanna sé lýsandi afl og lif-
andi dæmi þess að við unga fólkið í
landinu viljum sjá breytingar til
hins betra og þess vegna tökum við
upp viðkvæmt mál eins og kyn-
þáttahatur á íslandi. Við erum
óhrædd við að ræða málin á jafn-
réttisgrundvelli, þar sem enginn
einn er æðri öðrum og allir eru
jafnir, það þarf að ræða það sem
miður fer og finna sameiginlegan
jarðveg, þar sem allir eru sáttir.
Ég persónulega tel að kynþáttahat-
ur sé til staðar á Islandi og þá sem
eru sammála eða ósammála hvet ég
til að koma og viðra skoðanir sínar
á fundinum í dag. Mér finnst við
hæfi að kveðja með orðunum ísland
fyrir einstaklinga! Góðar stundir.
Höfundur situr í sljórn S US.
Gunnþór Eyfjörð
Gunnþórsson
Islendingur?
Á LÍÐANDI öldhef-
ur íslenskt þjóðfélag
gjörbreyst. Einangrun
landsins var rofin. Is-
lendingar stofnuðu lýð-
veldi og gerðust ein
hinna sameinuðu
þjóða. Trúfrelsi styrkt-
ist í sessi. Lýðræði í
landinu hefur vaxið og
dafnað. Kjör almenn-
ings hafa batnað svo
um munar svo nú sækir
fólk hingað í von um
betri kjör, í stað þess
að íslendingar hópist
til annara landa í leit að
sómasamlegum lífs-
kjörum.
í samskiptum þjóðanna á þessari
öld hafa skipst á skin og skúrir. Við
aldahvörf eru samskipti manna á
meðal heimshoma á milli daglegur
viðburður. Svo virðist sem jörðin sé
að skreppa saman og taka á sig svip
hnattrænnar menningar. Hvað sem
því líður munu Islendingar næstu
aldar e.t.v. hafa örlítið öðruvísi yfir-
bragð en íslendingar aldanna frá
landnámi Náttfara eða Ingólfs Am-
arsonar. í framtíðinni skiptir ekki
máli hvort íslendingar séu þelljósir
eða þeldökkir svo lengi sem þeir
mæli á íslenska tungu. Köstum við
tungumálinu á eldinn getum við svo
gott sem fleygt þjóðríkinu á bálköst-
inn. í dag er fátt sem aðgreinir hinn
venjulega Islending frá venjulegum
borgurum annarra landa í daglegum
háttum nema ef vera skyldi íslensk-
an. Ef við höldum henni ekki, töpum
við stoltinu og getum kvatt vel flest
annað sem íslenskt er. Það skiptir
ekki máli hvort Islendingar framtíð-
arinnar hafi alist upp í Bolungavík
eða Bangkok, hafi fæðst á Mjóafirði
eða í Manilla, frá Færeyjum eða úr
Flóanum, Harare eða Húsavík, ætt-
aðir úr Vestmannaeyjum eða frá
Venesúela, Varsjá eða Vík í Mýrdal
ef þeir geta fært niðjum sínum í arf
það sem ef til vill er íslenskast af
öllu, íslenskuna.
I dag eru Færeyingar samkvæmt
lagabókstafnum Danir búsettir í
Færeyjum. íslending-
ar eru fólk frá eða á Is-
landi, fólk af íslenskum
uppruna, t.d. fólk af
austfirsku eða asísku
bergi brotnið, sem
segja sig íslendinga á
íslensku. Hver og einn
er það sem hann telur
sig vera, ekki það sem
aðrir halda að sá hinn
sami sé. En eins og Ól-
afur Thors orðaði það
17.júníl954:
,A sérhverjum Is-
lendingi hvílir sú þunga
skylda að afkasta
meiru en einstaklingar
annarra menningar-
þjóða ella fáum við ekki haldið hér
uppi fijálsu menningarríki, þar sem
ein lög ganga yfir alla, þar sem rétt-
ur þegnanna er einn og skyldan ein
og hin sama. Þessari skyldu [verðum
Breytingar
*
Islendingar eru fólk frá
-------7------------------
eða á Islandi, segir Arn-
Ijótur BjarkiBergsson,
t.d. af austfírsku eða
asísku bergi brotnir
-----------------7--------
sem segja sig Islend-
inga á íslensku.
við] að rísa undir. Að launum fær
hver og einn að heita íslendingur,
teljast til atorkuþjóðar sem á sér
fegra foðurland en nokkur önnur.“
Hvort þetta tengist efni fundar
Sambands ungra sjálfstæðismanna í
dag um kynþáttafordóma skal ég
ekkert um segja en þó finnst mér
fáránlegt ef einhver ætlar að tala um
íslenskan kynþátt. Ég hvet alla
áhugamenn um jafnréttismál til að
sækja þann fúnd sem hefst kl. 17:30
á Sólon Islandus.
Höfundur er stjdmarmaður í SUS.
Arnljótur Bjarki
Bergsson
Brúðhjón
Allur borðbiinaður - GIæsi 1 eg (jjafavara - Briiðhjónalistar
7iLd///>/\\\v\\ VERSLUNIN
Laitgavegi 52, s. 562 4244.
lEUrcOEAl
! xíá.1 cu ueSUcílJlJJJj ULyj 1 juJLvlUJJLLrli\ jjaJ &LL
gera þér auðvelt að eignast draumahúsiö
fflO® æDáODBDO ÖDDDD QdD® SÍIfél QffiD®
tMÆno DoámaDÐ nmnmn^snmgFiff
MKD á Islaxfi 564 6S78 og 895 6878
HikoEuropa sJ. 0034 619168964
Ertu einn í heiminum?
Ertu í siálfsmorðshugleiðingum?
Uinalína Rauða krossins,
sími 800 6464
öll kvöld frá kl. 20-23
Vinalínan gegn sjálfsuígum
Vashíiugi
A L H l. I O A
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
I Fjárhagsbókhald
I Sölukerfi
I Viðskiptamanna
kerfi
I Birgðakerfi
I Tilboðskerfi
I Verkefna- og
pantanakerfi
I Launakerfi
I Tollakerfi
Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680