Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 59 Ekki skjóta mig, ég er bara píanóleikarinn! EN Elton John syngur líka og semur afbragðs góð lög, sem allir þekkja. Fyrir- sögnin er sótt í smiðju hans sjálfs og reyndar Bernie Taupin, sem lengst af hefur samið texta við lögin hans Eltons. Allir þekkja lagið Candle In the Wind, sem öðlaðist nýtt líf með breyttum texta, þegar Elton John ákvað að minn- ast Díönu prinsessu. Eldri textinn fjallaði um aðra prinsessu eða öllu heldur drottningu ef svo má að orði komast. En það var kvikmyndaleikkonan og kyn- táknið Marilyn Monroe, sem átti fremur óhamingjusama ævi og lézt sviplega. Lagið er orðið hans fræg- asta og hefur í heildina selzt í tug- um milljóna eintaka um allan heim. Skoði menn feril þessa stórgóða söngvara, píanóleikara og lagahöf- undar opnast áhugamönnum um rokk og popptónlist mikill fjársjóð- ur, enda hefur Elton John verið af- kastamikill og iðinn við kolann. En hver er Elton John? Hann fæddist 25. marz 1947 í einu út- hverfa London, sem heitir Pinner. Hann heitir Reginald Kenneth Dwight og það var rækilega gert lýðum kunnugt þegar Elísabet II Englandsdrottning aðlaði hann 1997 og hann fékk titilinn Sir fyrir framan skírnarnafnið. Það með komst hann í fámennan hóp ann- arra vinsælla tónlistarmanna, þeirra Cliff Richards og Paul McCartney. Tónlistarferilinn hófst snemma. Píanónámið hófst þegar hann var fjögurra ára og seinna stundaði hann nám við the Royal Academy of Music. Sá skóli var ætlaður hæfileikaríkum börnum. Fyrsta hljómsveitin hans mun hafa verið Bluesology. Þrátt fyrir að hljómsveitin næði ekki neinum yfirburðavinsældum var hún vís- bending um það sem koma skyldi. Hún var stofnuð 1965. Einn liðs- manna hennar var sá ágæti söngv- ari og Islandsvinur Long John Baldry, sem söng á fyrstu plötu Stuðmanna lagið She Broke My Heart 10 árum síðar, 1975. Nafnið Elton John er þannig til komið, að Elton var tekið frá einum liðs- manna Bluesology. Sá hét Elton Dean og síðari hlutinn kom frá Long John Baldry. Elton hóf snemma að semja lög í samvinnu við Bernie Taupin, sem lagði til textana. Fyrsta lag Eltons, sem undirritaður man eftir var Lady Samantha frá 1968. Annað var lagið Bad Side Of the Moon, sem hljómsveitin Toe Fat sendi frá sér 1969. Það kom síðar út í flutningi hans sjálfs, sem b-hlið Border Song árið 1970. Vinsældir hans hafa verið ótrúlegar enda hefur hann átt lög á topp 40 vinsældalist- um samfleytt síðustu 30 árin eða frá 1970 þegar Your Song kom út. Crocodile Rock náði fyrsta sæti í Bandaríkjunum 1972. Hins vegar mun hann ekki hafa náð fyrsta sæti á smáskífulista í Bretlandi fyrr en 1989 með laginu Sacrifíce. En hann hefur gefið út smáskífur, oftast margar á hverju ári, síðan 1968. Nægir að nefna lög sem allir þekkja eins og: Rocket Man ( I Think Iís Going To Be A Long Long Time) 1972, Daniel, Saturday Nights Alright (for Fighting) og Goodbye Yellow Brick Road, öll frá 1973, Candle In The Wind, Bennie And The Jets ( kom aftur út, og þá sem A hlið, 1976) , Dont let The Sun Go Down On Me og Bítlalagið Lucy In The Sky With Dimonds, öll frá 1974. Frá ár- inu 1975 eru lögin Someone Saved My Life Tonight og Island Girl. Árið eftir kom út lagið Pinball Wizard. Það lag söng Elton í upp- færslunni á poppóperunni Tommy, eftir Pete Townshend úr the Who. Þá kom einnig dúettinn með Kiki Dee, sem hann hafði gert samning við fyrir hönd nýstofnaðs plötufyr- irtækis síns Rocket Records, Don’t Go Breaking My Heart, auk Benn- ie And The Jets og hins stórgóða Sorry Seems To Be The Hardest Word. Tónlist Ferill Elton John er nú á uppleið o g hann á leiðinni til Islands til að skemmta landanum, skrifar Ólafur Helgi Kjartansson. Fyrir þá sem hafa áhuga á rokki og poppi er þetta tæki- færi sem enginn ætti að láta sér úr greipum ganga. Árið 1980 komu út þrjú lög á smáskífu, samsöngur með John Lennon af tónleikum. Þetta voru lögin, I Saw Her Standing There, Whatever Gets You Through The Night og Lucy In The Sky With Dimonds. Frá árinu 1982 er hið frábæra og ljúfa lag Blue Eyes og ári seinna komu I Guess Thats Why They Call It The Blues og ím Still Standing og 1984 Sad Songs (Say so Much) og 1985 Nikita, um rússnesku stúlkuna sem textahöf- undurinn verður hrifinn af, en veit þó að hann mun ekki njóta hennar. Sum þessara laga hafa komið út aftur og í öðrum útgáfum en 1991 kom út lagið Doht Let The Sun Go Down On Me og ári síðar í tón- leikaútgáfu með samsöng þeirra George Michaels og 1994 Can You Feel The Love Tonight. Að lokum er rétt að nefna á ný endurútgáf- una á Candle In The Wind, sem fyrr var nefnd. Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT Ólafur Helgi Kjartansson Stórar plötur Elton John eru um 40 ef ekki eru taldar endurútgáfur og ýmiss konar safnplötur. Á hverju ári frá 1970 hefur komið út að minnsta kosti ein plata á ári og sum árin þrjár, eins og raunin var 1970 og 1971. Önnur árin hafa komið út tvær eins var á árunum 1973 til og með 1976. Alltof langt mál yrði að telja upp allar stórskíf- urnar, en nefna má þá sem lagði til fyrirsögnina og Goodbye Yellow Brick Road, sem sækir nafnið í kvikmyndina um galdrakarlinn frá Oz. Rétt er þó að nefna nokkrar sem skera sig úr. Árið 1987 kom út Live In Australia With The Mel- bourne Symphony Orchestra, 1993 tvísöngsplatan Duets, en þar kom meðal annarra við sögu Eric Clapt- on og 1994 The Lion King Sound- track og 1999 Elton John and Tim Ricés Aida. Ferill Elton John hefur verið skrautlegur og afköstin með ólík- indum. Lengi var hann á báðum áttum með það hvert hann stefndi í einkalífinu. Á árum áður var hann þekktur fyrir skrautlega búninga og sérstaklega fyrir skósafn sitt. En af öllu öðru bar þó merkilegt gleraugnasafn hans. Hann gekk meðal annars með nokkur gler- augu, sem á höfðu verið settar eins konar rúðuþurrkur. En það sem stendur upp úr er óslitinn frægðar- ferill, stöðugar vinsældir í þrjá ára- tugi. Það er afrek í heimi þar sem flestir listamenn, sem til vinsælda komast eru gleymdir að nokkrum árum liðnum. Ferill Elton John er nú á uppleið og hann á leiðinni til íslands til að skemmta landanum. Fyrir þá sem hafa áhuga á rokki og poppi er þetta tækifæri sem enginn ætti að láta sér úr greipum ganga. Það er ekki á hverjum degi, sem Lávarður kemur til Islands til tón- leikahalds, hvað þá með svo glæsi- legan feril að baki sem raunin er með Sir Reginald, sem við þekkj- um betur undir nafninu Elton John. Að lokum skal þess getið fyrir þá sem vilja kynna sér tónlistarferil- inn að til er fyrirtaks fjögurra plötu kassi, sem kom út árið 1991 undir heitinu To Be Continued... Kjarni málsins er þó sá, að allir þekkja lögin hans og geta sungið með. Uppstigningardagur 1. júni 2000 verður því góður þeim sem fara og hlusta á Elton John á Laugardalsvellinum og einstakt tækifæri fjrrir áhugamenn um tón- list. Höfundur er sýslumaður og áhugamaður um dægurtónlist. Tilkynning um viöauka viö útboðslýsingu íslenska Hugbúnaöarsjóösins hf. íslenski Hugbúnaðarsjóðurinn hf. Viðauki við útboðslýsingu Nú stendur yfir útboð á nýju hlutafé í íslenska Hugbúnaðarsjóðnum hf. að fjárhæð allt að 117.550.836 kr. að nafnverði. Útboðið hófst þann 19. maí sl. og stendur til 2. júní næstkomandi. Vegna fjárfestinga félagsins sem átt hafa sér stað á útboðs- tímabilinu hefur verið birtur viðauki viö áður birta útboðs- lýsingu. Líta skal á viðaukann sem hluta af útboöslýsingu. Viðaukinn veröur sendur forgangsréttarhöfum og þingaðilum en einnig er hægt aö nálgast hann hjá viöskiptastofu Landsbanka íslands hf. og á vefsíöunum www.ishug.is og www.landsbanki.is. VTTAMIN < tr. vega Vega kemur þér beint að efninu! í Vega fæðubótarefnum er hvorki matarlím (gelatína) nétilbúin aukefni, litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni. Ennfremur innihalda þau ekki korn, hveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða mjólkurafurðir. ICIIINAUA 1 ■S'HÍTHVBU I ííinkc;o CÍINStNG ÓIWklAM * MWBJUÍBZ& , tviíNiNc; „ fKIMKOSI: OH 1 flttjgQggy^'' SOVA LKTIHIN 7„„/. I ÍLÍÍXSÁSSHSl Sólhattur Súrefni. Stress Kvöldvorrósarolia Blóð Andoxun Styrkur Háræðar. Höfuð. Einbeiting Húð. Liðir Taugar Tannhold Vörn Útlimir. Minni Breytingaskeið Upptakajárns Vega dagur í Lyfju Lágmúla - Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag tm p hjálpartil við að ná kjörþyngd. Kelp eru þaratöflur sem innihalda m.a. spirulina, chlorella og graent te. Einstök samsetning, auðug af vítamínum og steinefnum, sérstaklega gott fyrir húð og hár. P LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg* Lyfja Setbergi • Útibú Grindavík® ____________________________/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.