Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 63
Auka þarf skil
á lirgungi
til endurvinnslu
í ÁLYKTUN aðalfundur Land-
verndar, sem haldinn var að Reykj-
um í Ölfusi 20. maí, um meðhöndlun
úrgangs, segir m.a.: „I samræmi við
mengunarbótaregluna verði hag-
rænum stjórntækjum beitt til að láta
þá sem bera ábyrgð á tilurð úrgangs
bera kostnað af meðhöndlun hans,
þar með talinn kostnað sem í núver-
andi kerfi fellur á samfélagið og
komandi kynslóðir.
Sérstaklega er brýnt að stjórn-
völd beiti slíkum stjórntækjum til
auka skil fyrirtækja á úrgangi til
endurnýtingar. Þar er skynsamlegt
að notfæra sér þá reynslu sem feng-
ist hefur af gjaldtöku af spilliefn-
um.“
Þá samþykkti fundurinn ályktun
um erfðabreyttar lífverur og segir
þar m.a.: „Landvernd leggur á það
áherslu að íslensk stjórnvöld beiti
varúðarreglunni ef taka þarf ákvörð-
un um hvort innleiða eigi erfða-
breyttar lífverur í íslenskt vistkerfi.
Mikilvægt er að afla ábyggilegra
upplýsinga um eðli erfðabreyttra líf-
vera og hugsanleg áhrif þeirra á um-
hverfið. Ef ekki er fyrir hendi nægj-
anleg þekking til að meta áhættu ber
að láta náttúruna njóta vafans.
Umfjöllun um erfðabreyttar líf-
verur er vandasöm og mjög misvís-
andi upplýsingar hafa komið fram
um kosti, ókosti og áhættu samfara
notkun þeirra. Því óskar aðalfundur
eftir því að stjórn Landverndar vinni
að frekari stefnumörkun í þessu máli
og leggi fram tillögur þessa efnis á
næsta aðalfundi samtakanna."
I ályktun um Rammaáætlun um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma seg-
ir m.a.: „Landvernd lýsir yfir
ánægju með þá vinnu sem felst í
undirbúningi að Rammaáætlun um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma og
að nú skuli reynt að meta alla land-
kosti við staðarval fyrir virkjanir.
Landvernd hvetur alla þá sem í hlut
eiga til að stuðla að því að fyrstu nið-
urstöður verði lagðar fram fyrir árs-
lok 2002, eins og stefnt er að.“
Stjórn Landverndar er skipuð 10
einstaklingum. Á fundinum voru
Anna Dóra Sæþórsdóttir, Álfhildur
Ólafsdóttir, Freysteinn Sigurðsson,
Guðrún Lára Pálmadóttir og Ragn-
hildur Ólafsdóttii- kosin í stjórn sam-
takanna til næstu tveggja ára.
Okeypis
blettaskoðun í
næstu viku
FÉLAG íslenskra húðlækna og
Krabbameinsfélag íslands samein-
ast um þjónustu við almenning
mánudaginn 5. júní kl. 8-10. Fólk
sem hefur áhyggjur af blettum á húð
getur komið í Húðlæknastöðina á
Smáratorgi 1 í Kópavogi eða í
göngudeild húð- og kynsjúkdóma að
Þverholti 18 í Reykjavík.
Húðsjúkdómalæknir skoðar blett-
ina og metur hvort ástæða er til nán-
ari rannsókna. Skoðunin er ókeypis.
Nauðsynlegt er að panta tíma í síma
540 1916 fyrir hádegi í dag, þriðju-
daginn 30. maí. Þetta er í tíunda sinn
sem þessir aðilar sameinast um
blettaskoðun í sumarbyijun.
Ástæða er til að benda á að hjá
Krabbameinsráðgjöfínni er hægt að
fá upplýsingar, ráðgjöf og stuðning
um flest er varðar krabbamein.
Svarað er í síma 800 4040 kl. 15-17
virka daga.
Fundur um
Elliðaár og
umhverfí
FUNDUR verður í kvöld um lax-
veiði, umhverfi og útivist í Elliða-
árdalnum á vegum borgarstjórnar-
flokks sjálfstæðismanna í funda-
röðinni Reykjavík á nýrri öld.
Er laxinn í hættu? Er raforku-
framleiðsla tímaskekkja? eru með-
al umræðuefna fundarins og eru
frummælendur þessir: Inga Jóna
Þórðardóttir, leiðtogi sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn, Guðlaugur
Þór Þórðarson borgarfulltrúi, Orri
Vigfússon framkvæmdastjóri, Sig-
urður Guðjónsson veiðimálastjóri
og Reynir Vilhjálmsson landslags-
arkitekt. Fundarstjóri verður Ólaf-
ur F. Magnússon borgarfulltrúi.
Fundurinn fer fram í Fylkishöll-
inni, gegnt Árbæjarlaug, og hefst
kl. 20.
LEIÐRÉTT
ÞAÐ skal tekið fram að í leiðréttingu,
sem gerð var fyrir helgi, var Helga
Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem
mynd birtist af í misgripum við mynd
af alnöfnu hennar, sögð hjúkrunar-
nemi, en hún er hjúkrunarfræðingur
og hefur starfað sem slík í tvö ár.
Beðizt er velvirðingar á þessu.
Málþing um
stöðu aldraðra
UPPSTIGNINGARDAGUR , er
dagur aldraðra í kirkjunni. í ár
standa Ellimálaráð Reykjavíkur-
prófastsdæma og Kristnihátíðar-
nefnd Reykjavíkurprófastsdæma í
samvinnu við Félag eldri borgara
fyrir málþingi í Bústaðakirkju og
hefst þaðkl. 11.
Flutt verða fjögur erindi, 10-15
mínútur hvert og verður yfirskrift
þeirra tekin úr ritningunni. Einnig
verður dagskráin brotin upp með
tónlistaratriðum, fluttum af ungu
fólki. Erindin sem flutt verða eru
eftirfarandi: Gjaldið Guði það sem
Guðs er og keisaranum það sem
keisarans er. Fjallað um skatta og
skyldur aldraðra, lífeyrisgreiðslur
og eftirlaun. Ræðumaður er Bene-
dikt Davíðsson, formaður Lands-
sambands eldri borgara og fyrrver-
andi forseti ASI.
Heiðra skaltu föður þinn og móð-
ur. Fjallað verður um samskipti
kynslóðanna og þann auð, sem hinir
yngri eiga í hinum eldri, en láta oft
líða hjá að nálgast, með samveru og
nærveru. Ræðumaður er Sigurbjörn
Þorkelsson, framkvæmdastjóri
KFUM og KFUK í Reykjavík.
Þú skalt elska náungann eins og
sjálfan þig. Fjallað verður um þá
frumskyldu að bera elsku í garð ná-
ungans. Ræðumaður er Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins.
Á ég að gæta bróður míns. Fjallað
verður um frumskyldu kristins þjóð-
félags, að láta sér annt um lífið og
umgjörð þess. Hver er stefna
stjórnvalda í varðveislu lífsins?
Ræðumaður er Sigríður Anna Þórð-
ardóttir alþingismaður.
Málþing þetta er öllum opið en
nauðsynlegt er að þátttakendur
skrái sig fyrirfram hjá Bústaða-
kirkju, Félagi eldri borgara eða Elli-
málaráði.
Eftir málþingið er boðið upp á
léttan málsverð í safnaðarheimili
Bústaðakirkju. Guðsþjónusta hefst
síðan klukkan 14. Þar predikar Ólaf-
ur Ólafsson, formaður Félags eldri
borgara og fv. landlæknir.
Eftir messu verður opnuð sam-
eiginleg sýning á munum úr starfi
aldraðra í kirkjum Reykjavíkur-
prófastsdæma. Sýningin verður op-
in fram á sunnudag.
Öldruðum er boðið upp á veiting-
ar eftir messu.
HRISTIR
212
Summer Cocktail
(BBD
CE33B3HÞ
FULLKOMIN BLANDATIL
AÐ KOMA SÉR í
FULLKOMIÐ
SUMARSKAP, LÉTTUR
5UMARILMUR
FÆST f BETRI SNYRTIVÖRUVERSLUNUM OG APÓTEKUM UM LAND ALLT!
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Bifreiðavinningur
afhentur
VIÐ útdrátt í júlahappdrætti
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðara 1999, kom bifreið af gerðinni
Toyota Yaris Sol „Free Tronic" á
miða Ingibjargar Ingólfsdúttur frá
Borgarnesi.
Afhentu fulltrúar Sjálfsbjargar
henni bifreiðina við athöfn í
Toyota-umboðinu við Nýbýiaveg í
Kúpavogi. Á myndinni sést Arnúr
Pétursson, formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra úska Ingi-
björgu til hamingju með vinning-
inn, sem er í baksýn. Á myndinni
eru einnig Sigurður Einarsson,
framkvæmdastjúri Sjálfsbjargar,
og Edda Húlmsteinsdúttir, fjár-
málafulltrúi samtakanna.
Skeifan 3H * P.O.Box 8520 - 128 Reykjavík
Sími: 588 5080 • Fax: 568 0470
Díeseldrifnar háþrýstidælur með hiturum
til málningarhreinsunar án uppleysiefna.
Háþrýstidælur
Jottfng Systems allt að 2500 bar.
Fyrir m.a.
hreinsun á steypu
steypubrot
hreinsun á stáli
votsandblástur
Bjóðum einnig úrval
fylgihluta.
Leitið nánari
upplýsinga.
240/300M Aflmiklar dælur
knúnar af bensínmótor.
240 M 240 bar 17 lymín. 14 hestöfl
300 M 300 bar 24 I7mín. 18 hestöfl