Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 63 Auka þarf skil á lirgungi til endurvinnslu í ÁLYKTUN aðalfundur Land- verndar, sem haldinn var að Reykj- um í Ölfusi 20. maí, um meðhöndlun úrgangs, segir m.a.: „I samræmi við mengunarbótaregluna verði hag- rænum stjórntækjum beitt til að láta þá sem bera ábyrgð á tilurð úrgangs bera kostnað af meðhöndlun hans, þar með talinn kostnað sem í núver- andi kerfi fellur á samfélagið og komandi kynslóðir. Sérstaklega er brýnt að stjórn- völd beiti slíkum stjórntækjum til auka skil fyrirtækja á úrgangi til endurnýtingar. Þar er skynsamlegt að notfæra sér þá reynslu sem feng- ist hefur af gjaldtöku af spilliefn- um.“ Þá samþykkti fundurinn ályktun um erfðabreyttar lífverur og segir þar m.a.: „Landvernd leggur á það áherslu að íslensk stjórnvöld beiti varúðarreglunni ef taka þarf ákvörð- un um hvort innleiða eigi erfða- breyttar lífverur í íslenskt vistkerfi. Mikilvægt er að afla ábyggilegra upplýsinga um eðli erfðabreyttra líf- vera og hugsanleg áhrif þeirra á um- hverfið. Ef ekki er fyrir hendi nægj- anleg þekking til að meta áhættu ber að láta náttúruna njóta vafans. Umfjöllun um erfðabreyttar líf- verur er vandasöm og mjög misvís- andi upplýsingar hafa komið fram um kosti, ókosti og áhættu samfara notkun þeirra. Því óskar aðalfundur eftir því að stjórn Landverndar vinni að frekari stefnumörkun í þessu máli og leggi fram tillögur þessa efnis á næsta aðalfundi samtakanna." I ályktun um Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma seg- ir m.a.: „Landvernd lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem felst í undirbúningi að Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og að nú skuli reynt að meta alla land- kosti við staðarval fyrir virkjanir. Landvernd hvetur alla þá sem í hlut eiga til að stuðla að því að fyrstu nið- urstöður verði lagðar fram fyrir árs- lok 2002, eins og stefnt er að.“ Stjórn Landverndar er skipuð 10 einstaklingum. Á fundinum voru Anna Dóra Sæþórsdóttir, Álfhildur Ólafsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Guðrún Lára Pálmadóttir og Ragn- hildur Ólafsdóttii- kosin í stjórn sam- takanna til næstu tveggja ára. Okeypis blettaskoðun í næstu viku FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélag íslands samein- ast um þjónustu við almenning mánudaginn 5. júní kl. 8-10. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið í Húðlæknastöðina á Smáratorgi 1 í Kópavogi eða í göngudeild húð- og kynsjúkdóma að Þverholti 18 í Reykjavík. Húðsjúkdómalæknir skoðar blett- ina og metur hvort ástæða er til nán- ari rannsókna. Skoðunin er ókeypis. Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 540 1916 fyrir hádegi í dag, þriðju- daginn 30. maí. Þetta er í tíunda sinn sem þessir aðilar sameinast um blettaskoðun í sumarbyijun. Ástæða er til að benda á að hjá Krabbameinsráðgjöfínni er hægt að fá upplýsingar, ráðgjöf og stuðning um flest er varðar krabbamein. Svarað er í síma 800 4040 kl. 15-17 virka daga. Fundur um Elliðaár og umhverfí FUNDUR verður í kvöld um lax- veiði, umhverfi og útivist í Elliða- árdalnum á vegum borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna í funda- röðinni Reykjavík á nýrri öld. Er laxinn í hættu? Er raforku- framleiðsla tímaskekkja? eru með- al umræðuefna fundarins og eru frummælendur þessir: Inga Jóna Þórðardóttir, leiðtogi sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, Orri Vigfússon framkvæmdastjóri, Sig- urður Guðjónsson veiðimálastjóri og Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt. Fundarstjóri verður Ólaf- ur F. Magnússon borgarfulltrúi. Fundurinn fer fram í Fylkishöll- inni, gegnt Árbæjarlaug, og hefst kl. 20. LEIÐRÉTT ÞAÐ skal tekið fram að í leiðréttingu, sem gerð var fyrir helgi, var Helga Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem mynd birtist af í misgripum við mynd af alnöfnu hennar, sögð hjúkrunar- nemi, en hún er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem slík í tvö ár. Beðizt er velvirðingar á þessu. Málþing um stöðu aldraðra UPPSTIGNINGARDAGUR , er dagur aldraðra í kirkjunni. í ár standa Ellimálaráð Reykjavíkur- prófastsdæma og Kristnihátíðar- nefnd Reykjavíkurprófastsdæma í samvinnu við Félag eldri borgara fyrir málþingi í Bústaðakirkju og hefst þaðkl. 11. Flutt verða fjögur erindi, 10-15 mínútur hvert og verður yfirskrift þeirra tekin úr ritningunni. Einnig verður dagskráin brotin upp með tónlistaratriðum, fluttum af ungu fólki. Erindin sem flutt verða eru eftirfarandi: Gjaldið Guði það sem Guðs er og keisaranum það sem keisarans er. Fjallað um skatta og skyldur aldraðra, lífeyrisgreiðslur og eftirlaun. Ræðumaður er Bene- dikt Davíðsson, formaður Lands- sambands eldri borgara og fyrrver- andi forseti ASI. Heiðra skaltu föður þinn og móð- ur. Fjallað verður um samskipti kynslóðanna og þann auð, sem hinir yngri eiga í hinum eldri, en láta oft líða hjá að nálgast, með samveru og nærveru. Ræðumaður er Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig. Fjallað verður um þá frumskyldu að bera elsku í garð ná- ungans. Ræðumaður er Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Á ég að gæta bróður míns. Fjallað verður um frumskyldu kristins þjóð- félags, að láta sér annt um lífið og umgjörð þess. Hver er stefna stjórnvalda í varðveislu lífsins? Ræðumaður er Sigríður Anna Þórð- ardóttir alþingismaður. Málþing þetta er öllum opið en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig fyrirfram hjá Bústaða- kirkju, Félagi eldri borgara eða Elli- málaráði. Eftir málþingið er boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Guðsþjónusta hefst síðan klukkan 14. Þar predikar Ólaf- ur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara og fv. landlæknir. Eftir messu verður opnuð sam- eiginleg sýning á munum úr starfi aldraðra í kirkjum Reykjavíkur- prófastsdæma. Sýningin verður op- in fram á sunnudag. Öldruðum er boðið upp á veiting- ar eftir messu. HRISTIR 212 Summer Cocktail (BBD CE33B3HÞ FULLKOMIN BLANDATIL AÐ KOMA SÉR í FULLKOMIÐ SUMARSKAP, LÉTTUR 5UMARILMUR FÆST f BETRI SNYRTIVÖRUVERSLUNUM OG APÓTEKUM UM LAND ALLT! Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bifreiðavinningur afhentur VIÐ útdrátt í júlahappdrætti Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðara 1999, kom bifreið af gerðinni Toyota Yaris Sol „Free Tronic" á miða Ingibjargar Ingólfsdúttur frá Borgarnesi. Afhentu fulltrúar Sjálfsbjargar henni bifreiðina við athöfn í Toyota-umboðinu við Nýbýiaveg í Kúpavogi. Á myndinni sést Arnúr Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra úska Ingi- björgu til hamingju með vinning- inn, sem er í baksýn. Á myndinni eru einnig Sigurður Einarsson, framkvæmdastjúri Sjálfsbjargar, og Edda Húlmsteinsdúttir, fjár- málafulltrúi samtakanna. Skeifan 3H * P.O.Box 8520 - 128 Reykjavík Sími: 588 5080 • Fax: 568 0470 Díeseldrifnar háþrýstidælur með hiturum til málningarhreinsunar án uppleysiefna. Háþrýstidælur Jottfng Systems allt að 2500 bar. Fyrir m.a. hreinsun á steypu steypubrot hreinsun á stáli votsandblástur Bjóðum einnig úrval fylgihluta. Leitið nánari upplýsinga. 240/300M Aflmiklar dælur knúnar af bensínmótor. 240 M 240 bar 17 lymín. 14 hestöfl 300 M 300 bar 24 I7mín. 18 hestöfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.