Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 67 FRÉTTIR Myndlistarskólinn í Kópavogi hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði í Fannborg 6. Myndlistarskóli Kópa- vogs í nýtt húsnæði MYNDLISTARSKÓLI Kópavogs hefur komið sér fyrir á miðbæjar- svæðinu í Kópavoginum. Skólinn er á þriðju hæð í Fannborg 6. Nýjungar í starfi skólans á Iiðn- um vetri var skapandi vinna með tölvur fyrir börn og unglinga og nú á sumarnámskeiði verður boðið upp á slíkt námskeið fyrir full- orðna. Ennfremur var opin vinnu- stofa fyrir málara þar sem kenn- arinn kom í annað hvert skipti en nemendur unnu sjálfstætt þess á milli. Fyrstu vikuna í júní verða svo hin árlegu sumarnámskeið þar sem kennslan fer fram bæði úti og inni. Myndlistarskóli Kópavogs er sjálfseignarstofnun sem rekinn er með námskeiðsgjöldum og styrkj- um frá ríki og bæ, auk þess sem Kópavogsbær sér skólanum fyrir húsnæði. Starfandi við skólann eru nú 11 kennarar. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 31. maí. Kennt verður frá kl. 19- 23. Einnig verður kennt 5. og 6. maí. Námskeiðið telst vera 16 kennslu- stundir. Einnig verðm- haldið end- urmenntunarnámskeið dagana 14. og 15. júní. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursað- ferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu slys í heimahúsum, þ.m.t. slys á börnum, og forvarnir almennt. Að loknu námskeiðinu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum og við sum störf. Fréttir á Netinu vff>mbl.is _*KLLTAf= £/TTH\SAT> NÝTT Stöðugt ný fyrirtæki - mikil sala 1. Ein sérstæðasta verslun á suðurhorninu. Flytur inn og selur sérstak- lega ódýrar vöru og fólk streymir hvaðanæva að til að kaupa. Hús- næðið er einnig til sölu. Það er gaman að glíma við svona dæmi sem gefur vel. 2. Fataverslun við Laugaveginn með mjög góð erlend verslunarsam- bönd og flytur inn sjálf. Hægt væri að selja í heildsölu um land allt. 3. Barnafataverslun við Laugaveginn sem flytur inn og selur góð merki. Góð eigin sambönd og innflutningur. Mikið úrvai af sængurgjöfum. Vel staðsett. 4. Sælgætis- og ísverslun við einn stærsta og þekktasta menntaskóla landsins. Er einnig með myndbönd. Gömul og rótgróin verslun á frá- bærum stað. Lottó. Þekkt fyrirtæki. Stór og björt. Góð aðstaða. 5. Hárgreiðslustofa á góðum stað. 6 pumpustólar og allttil alls. Aðeins ein að vinna þar eins og er. Sanngjarnt verð. Gott tækifæri fyrir dug- legt fagfólk. 6. Verktakafyrirtæki. Til sölu fyrirtæki vel tækjum útbúið fyrir ryðhreins- un skipa, olíutanka o.þ.h. Einnig háþrýstisprauta fyrir húsaviðgerðir eða jafnvel að brjóta upp múr. Mikil verkefni framundan. Fastir við- skiptavinir. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆIilASALAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. Amnesty International Mótmælir aftökum í Jórdaníu AMNESTY International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er aftökum í Jórdaníu. „Mannréttindasamtökin Amn- esty International hafa í fjölmörg ár fylgst með mannréttindaástandi í Jórdaníu og tekið upp mál fjölda fórnarlamba. Á síðasta ári voru tólf einstaklingar teknir af lífi í land- inu, þar af fjórir á einni viku í júní strax eftir að sorgartímabilinu vegna fráfalls fyrrverandi konungs landsins lauk. Samtökin hafa mikl- ar áhyggjur af því að fjöldi aftaka í Jórdaníu hefur aukist eftir að Abdallah bin Hussein tók við völd- um. Amnesty International hefur auk þess miklar áhyggjur af gæslu- varðhalds- og einangrunarvist í jórdönskum fangelsum. Sam- kvæmt lögum landsins er hægt að halda fólki án nokkurra tímamarka í gæsluvarðhaldi. Amnesty Int- ernational hefur upplýsingar um fólk sem haldið hefur verið í ein- angrun í allt að þrjá mánuði og síð- an leyst úr haldi án þess að nokkur ákæra hafi verið lögð fram. Amn- esty International hefur auk þess miklar áhyggjur af því að margir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi og einangrunarvist hafa þurft að þola pyntingar. í landinu er fjöldi samvisku- fanga, þ.á m. blaðamenn, og félag- ar í íslömskum stjórnmálaflokkum sem eru andvígir friðarferlinu." Einn lykill ...endalausir möguleikar Mul-T-Lock setur öryggið otar öllu. Hægt er að setja Mul-T-Lock sílindra í nánast allartegundir hurðarskráa, þannig að einn lykill dugar, sama hvernig skráin er. Ekki eru afhentir nýir lyklar nema gegn staðfestri beiðni, þannig að öruggt er, að lykill lendir ekki í röngum höndum. Nú þegar halá nokkur stórfyrirtæki valið Mul-T-Lock masterkerfið. Hafir þú áhuga á að auka öryggi, hafðu þá samband. K. Þorsteinsson & Co. ▼ Skútuvogi 10E • Sími 5880-600 • www.simnet.is/kth Borgarholtsskóli framhaldsskóli í Grafarvogi Innritun nýnema vorið 2000 f boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Tungumálabraut: Fjögur erlend tungumál í kjama. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Listnám | Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverkstæði. Góður gmnnur að námi í listaháskólum eða áframhaldandi námi í framhaldsskóla. Iðnnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Einingar til áframhaldandi náms á framhaldsskólastigi. Málmiðnir og pípulagnir: Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Einingar til áframhaldandi náms á framhaldsskólastigi. 1 Starfsnám 1 F élagsþj ónustubraut: Áhersla á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Góður gmnnur að fjölbreyttum störfum og áframhaldandi námi í framhaldsskóla. Verslunarbraut: Áhersla á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Brautinni lýkur með verslunarprófi. Góður gmnnur að spennandi störfum og áframhaldandi námi í framhaldsskóla. Almenn námsbraut Fj ölmenntabraut: Almennt framhaldsskólanám með óhefðbundnu sniði. Fornámsbraut: Nám fyrir nemendur sem þurfa að styrkja stöðu sína í grunngreinum. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á skrifstofu skólans kl. 8.00 - 16.00 eða heimasíðu. Umsóknarffestur um skólavist rennur út miðvikudaginn 7. júní. Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1 700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.