Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 74
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
ERLENDAR
★★★
Sigurður Sverrisson báru-
járnssérfræðingur skrifar um
nýjustu plötu Iron Maiden,
„Brave New World".
Martröðin á enda
því Bruce er
mættur á ný
Iron Maiden.
Ginkgo Biloba
Eykur blóðstreymið
út í fínustu æðarnar
.Éh
eilsuhúsið
Skðlavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
- „Hvar er draumurinn?" spyr Stef-
án Hilmarsson í frægu lagi með Sál-
inni. Þessarar sömu spurningar
hafa aðdáendur Iron Maiden spurt
sig allt frá þeim degi er Bruce
Dickinson sagði skilið við sveitina. A
gullskeiði hennar var Maiden sann-
arlega draumur þungarokksun-
nandans. Brokkandi bassaleikur
Steve Harris og snarpur trommu-
leikur Nicko McBrain kyntu undir
leiftrandi gítarleik þeirra Dave
Murray og Adrian Smith og í
fremstu víglínu stóð Bruce Dickin-
son og söng eins og skrattinn væri á
hælum hans.
Reiðskólinn Hrauni
Grímsnesi sumarið 2000
...þar sem hestamennskan hefst!
Námsk. Tímabil
Stig
1. 5. júní - 11. júní
2. 15. júní - 21. júní
3. 27. júní - 3. júlí
4.
5.
6.
7.
Il.júlí- 17. júlí
20. júlí - 26. júlí
29. júlí - 4. ág.
9. ág. - 15. ág.
I.
I. og II.
I.
I. og II.
I.
I. og III.
II. og III. stig eru fyrir nemendur sem
lokið hafa I. stigi.
Símar 567 1631 og 897 1992
Netfang: rh@mi.is
£2
Töltheimar
gefa öllum
I nemendum
I heTmar I gjöf!
Guinot kynnir
Brún án sólar!
• Komdu og prófaðu, berum á þig
á morgun frá kl. 13—18, frítt.
# Kynnum einnig nýjungar frá Guinot.
f Glaðningur fylgir GuiNOT vörum.
Öny/ttistojan ‘x^Stimd
Grænatúni, Kópavogi.
Þegar Blayze Bayley tók hins
vegar við hljóðnemanum af Dickin-
son upphófst skeið sem líkja má við
martröð af verstu gerð. Og í raun
má það heita kraftaverk að Iron
Maiden skuli hafa þrifist í tæpan
áratug með þennan handónýta
söngvara. Hundalíf var það reynd-
ar. En martröðin er á enda — Bruce
er mættur á ný! Til að bæta enn um
betur státar flokkurinn nú af þrem-
ur gítarleikurum því Janick Gers
hélt stöðu sinni þrátt fyrir endur-
komu Adrian Smith, sem Gers leysti
á sínum tíma af hólmi. Maiden er því
orðin sextett.
Nærvera Dickinson leynir sér
ekki á Brave New World. Þótt hann
sé ekki skráður fyrir hlut nema í
fjórum laganna, The Wicker Man,
Ghost Of The Navigator, Brave
New World og Out Of The Silent
Planet, mynda þau sterkasta hluta
disksins ásamt The Nomad. Bruce
hefur næmt eyra fyrir grípandi við-
lögum eins og hann sýndi svo ítrek-
að á sólóferli sínum og þau færa lög-
unum hér yfirbragð sem sárt hefur
verið saknað um margra ára skeið.
Og hvað sönginn áhrærir hefur
þessi Eiríkur Hauksson Englands
engu gleymt. Staðreyndirnar tala
líka sínu máli; án Dickinson er Mai-
den hvorki fugl né fiskur.
Brave New World er í raun eins
dæmigerður diskur frá Maiden og
nokkur getur vænst. Lögin eru öll
löng (ekkert styttra en 4 mínútur,
tvö yfir 9 mínútur að lengd og fimm
til viðbótar lengri en 6 mínútur!) og
diskurinn spannar tæplega 67 mín-
útur í heildina. Ef Metallica er und-
anskilin tekst engri sveit jafn vel
upp í löngum, kaflaskiptum rokk-
lögum og Maiden.
Iron Maiden fetar á þessum nýja
diski í fótspor AC/DC, þ.e. leitar
aftur til gulláranna í þeirri viðleitni
sinni að endurvekja forna frægð.
Angusi Young og félögum tekst frá-
bærlega upp á Stiff Upper Lip en
Maiden nær ekki alveg eins góðum
árangri. Brave New World er þó tvi-
mælalaust besta verk þessara
merkisbera hinnar svokölluðu nýju,
bresku þungarokksbylgju í 15 ár -
allt frá því meistarastykkið
Powerslave kom út 1985.
Powerslave-áhrifanna gætir víða
á Brave New World. Ekki einasta er
titill lagsins Ghost Of The Navigat-
or stæling á Sæfararímum (Rime Of
The Ancient Mariner) heldur má vel
heyra litla hluta þess snilldarverks
hér og þar á nýja diskinum. Hann
stenst þó ekki fyllilega samanburð
við Powerslave, aðallega vegna þess
að snöggu blettirnir eru hér fleiri en
þar. Brave New World er engu að
síður eigulegur gripur fyrir rokk-
hunda af gamla skólanum (og jafn-
vel einhverja yngri líka!).
Vandaður 20 síðna pési er að baki
myndinni sem prýðir hulstrið og þar
má glöggt sjá hversu stórt hlutverk
óbermið Eddie hefur leikið í ímynd-
arsköpun Maiden. Þetta hugarfóst-
ur Derek Riggs lætur ekkert á sjá
þótt allir í kringum hann eldist og
Eddie tekur stöðugt á sig nýjar
hryllingsmyndir. Og þótt tónlist
Maiden grípi Korn-kynslóðina
kannski ekki heljartökum í einu vet-
fangi er ég illa svikinn ef óbermið á
ekki greiðan aðgang að þeim hópi úr
því furðufígúrur á borð við Marilyn
Manson og Slipknot-gengið ríða þar
húsum.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
Brave New World diskur sem
stendur vel undir væntingum. Haldi
sextettinn uppteknum hætti geta
aðdáendur gert sér vonir um að
fyrri frægð verði endanlega endur-
heimt með næsta diski.
MYNPBOND
Sannkölluð
fjölskyldu-
mynd
JÁRNRISINN
(The Iron Giant)
Teiknimynd
★★★
Leikstjórn og handrit: Brid Bird.
Leikraddir: Hilmir Snær Guðnason,
Atli Rafn Sigurðarson. (87 mín.)
Bandaríkin _1999. Sam-myndbönd.
Öllum leyfð.
JARNRISINN er sannkölluð
mynd fyrir alla fjölskylduna. Það
er nokkur sem rétt er að taka fram
strax. Fyrir utan að vera einkar
smellin fyrir börn höfðar hún ef
eitthvað er frekar til barnanna í
fullorðnum heldur en margar Disn-
ey-myndanna. Það er kannski helst
vegna þess að
þrátt fyrir ævin-
týralegan for-
grunn er baksvið
sögunnar sem hér
er sögð í frekari
tengslum við
raunveruleikann
en oft áður. Skír-
skotanir í mann-
kynssöguna, þ.e.
hræðsla fólks við kjarnorkuvána
þegar kalda stríðið var í algleym-
ingi undir lok sjötta áratugarins,
og hvernig hún er fléttuð saman
við sjálft ævintýrið eru afar
skemmtilega útfærðar og gefa
myndinni aukna vigt, án þess þó að
skemmtanagildinu sé á nokkurn
hátt stefnt í voða. Þessi hlið mynd-
arinnar ætti að höfða sérstaklega
til hinna fullorðnu en börnin sjá
hana síðan með allt öðrum augum
og skemmta sér lítið síður. Það
vottaði tíu ára gömul mágkona mín
sem var svo góð að skoða hana
með mér. Því sá hún heldur ekki
eftir og bæði hlógum við margoft
upphátt yfir þessari skemmtilegu
og hlýlegu teiknimynd sem fær
okkar bestu meðmæli.
Skarphéðinn Guðmundsson
Rokkað í
Detroit
Allt í botni
(Full Blast)
Spennnmynd
★★
Leiksljórn og handrit: E.S. Mintz.
Aðalhlutverk: Traci Lords, David
Carradine og Michael Wylie. (90
mín) Bandaríkin, 1997. Skífan.
Bönnuð innan 16 ára.
C-VÆSnin
* T SnckciM ls
- r- .- Oftjr&n
Apótekin
"Allir á völlirml"
l.júni klukkan 18:00
ISLANDSBANKI
dagar í Elton John
Miðasala í hraðbönkum í útibúum Islandsbanka
SÍMINNlnternet’ |§
07
í upphafi virðist sem hér sé áferð-
inni enn ein Tarantino-eftirherman
en myndin skiptir fljótlega um gír og
reynist fjalla um óháða tónlistargeir-
ann í Detroit, þó
frásögnin sé einnig
skreytt undarleg-
um aukapersónum
í anda Tarantinos.
Byrjendabragur
einkennir alla fleti
myndarinnar og
því er ekki beinlínis
hægt að mæla með
Allt I botni, en hún
er þó forvitnileg fyrir ýmsar sakir.
Sem augljóst byrjendaverk hefur
hún yfir sér ákveðinn sjarma og gam-
an er að fylgjast með aðalleikurunum
tveimur, þeim David Carradine og
Traci Lords, sem án efa voru ráðin
sökum þess að nöfn þeirra eru frekar
þekkt en launakröfur lágar. Carradi-
ne tilheyrir hinni þekktu leikarafjöl-
skyldu og er sjálfur þaulvanur B-
mynda leikari. Á hinn bóginn er
Lords best þekkt sem klámmyndast-
jarna en hefur nú snúið við blaðinu.
Hvorugt getur í raun leikið en bæði
hafa ákveðna viðveru sem gerir
frammistöðu þeirra áhorfanlega.
Tónlistin er síðan það sem sameinar
allar hinar ólíku persónur frásagnar-
innar en myndin er öðrum þræði óð-
ur til rokkborgarinnar Detroit.
Heiða Jóhannsdóttir