Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 76
t;j[6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ r',-, ,) haskolabió HASKOIABIO ■ W wsá&k malSk aaaifllni sáMM&lkn sia*mnk 1 FYRIR 990 PUNKTA FERDU IBÍÓ w Perry fer á kostum Mot> Tákkiö ykkur inn á Milijón Dollara Hóteliö ng sjáiö magnaöa mynd meöfrábærum lögum U2 og Bonn og hin- um eina sanna Mel Gibson í aðalhlutverki. gegnum VITið. Nánari upplýsingar á Kaupið miða í Forðunarfræðingur NO NAME veitir ráðleggingar Miðvikud. 31. maí Oculus Austurstræti 3 Reykjavík, kl. 12-18 Spes Háaleitisbraut 58 60 Reykjavík, kl. 14—18 Silla Make up studio Firðinum, Hafnarfirði kl. 14—18 Lesendur Empire dska þess að Robin Williams fari að róa sig í væmninni og William H. Macy sjáist oftar á hvíta tjaldinu. Lesendakönnun kvikmyndatímaritsins Empire Burt með væminn Willi- ams o g ódauð- lega óþokka BRESKA kvikmyndatímaritið Empire gerði á dögunum allsherjar könnun meðal les- enda sinna á stöðu kvikmyndanna á mótum tveggja alda; hvað upp úr hefur staðið á öld líðandi og hvað standa mun upp úr á þeirri næstu, hvað miður hefur farið og hvað má missa sín, hvaða einstaklingar voru og verða mikilvægastir og síðast en ekki síst voru lesendur beðnir um að leiðbeina ráðamönnum í Hollywood um hvemig myndimar skulu vera sem beðið er með mestri eftirvænt- ingu. Öld Spielbergs Að mati lesenda Empire var öldin tuttugasta öld Stevens Spielbergs. Hann er talinn mikilvægasti kvik- myndaleikstjóri aldarinnar, mikil- vægari en Hitchcock, Scorsese, Welles og Kubrick sem koma honum næstir. Spielberg er enn fremur tal- inn sá einstaklingur í kvikmyndaiðn- aðinum sem er mest ómissandi og menn vilja helst að Indiana Jones serían hans verði endurvakin af öll- um seríum. Robert De Niro er mikilvægasti leikari tuttugustu aldar í könnuninni og Harrison Ford kemur honum næstur. Athygli vekur að enginn þeirra tíu leikara sem taldir em þeir mikilvægustu á síðustu öld er fædd- ur á síðari helmingi aldarinnar. Hinn kornungi Haley Joel Osment úr Sjötta skilningarvitinu er talinn líklegastur til að skara fram úr á öld komandi. Edward Norton kemur honum næstur, því næst Russell Crowe og síðan Jude Law en þessir fjórir heiðursmenn fengu afgerandi kosningu. Natalie Portman er efni- legasta leikkonan að mati Empire lesenda og lenti í sjötta sæti á heild- arlistanum yfir efnilegustu leikar- ana. Núverandi Óskarsverðlaunahafi fyrir myndina Amerísk fegurð, Bret- inn Sam Mendes, er talinn efnileg- asti leikstjórinn en hann á einungis þessa einu mynd að baki. Wach- owski-bræður sem fengu menn til að standa á öndinni með rússíbanaferð- inni „The Matrix" koma næstir, Spike Jonze, sem hefur myndina frumlegu „Being John Malkovich" undir belti auk fjölda tónlistar- myndbanda, m.a. við lög Bjarkar, er þríðji efnilegasti leikstjórinn og sá fjórði er David Fincher, leikstjóri „Seven“ og „Fight Club“. í fimmta sæti er síðan Bretinn Guy Ritchie sem gerði „Lock, Stock and Two Smoking Barrels" en er kunnari um þessar mundir sem mað- urinn sem virðist ætla að tolla með Madonnu. Lesendur Empire virðast hins vegar litla trú hafa á kvenþjóð- inni því enginn fulltrúi hennar er á lista yfir tíu efnilegustu kvikmynda- leikstjórana. Meira af Macy en sleppa Schwarzenegger William H. Macy var hvorki kos- inn kynþokkafyllsti leikarinn né kræsilegasti kroppurinn og ekki heldur Morgan gamli Freeman. En samt sem áður vilja kvikmyndaunn- endur helst sjá þessum stórleikurum bregða oftar fyrir á hvíta tjaldinu. Heyrirðu það Hollywood! Hins vegar má alveg fara minna fyrir eftirfarandi leiðu bíótuggum: Robin Williams í væmnum hlutverk- um á borð við „Patch Adams“ og „What Dreams May Come“, persón- um sem hafa óbeit hvor á annarri í upphafi myndar en verða síðan bestu mátar, aumingja sem stendur uppi sem ólíklegur sigurvegar þrátt fyrir mikið og ósanngjarnt mótlæti, atrið- um þar sem vondi maðurinn virðist vera dauður en er síðan lifandi eftir allt saman og síðast en ekki síst finnst kvikmyndaunnendum orðræð- ur um gamlar bíómyndir orðnar ansi þreyttar. Síðasta hasarhetjan Schwarzen- egger virðist eiga verulega undir högg að sækja því lesendum Empire þykir hann oflaunaður og alveg mega fara að íhuga að setjast í helg- an stein. Aðrir oflaunaðir leikarar eru Demi Moore og Adam Sandler. Ut með Jar Jar Binks, inn með Chewbacca Sú mynd sem beðið er með mestri eftirvæntingu er annar hluti Stjömustríðslanglokunnar og rétt rúmur helmingur aðspurðra vill að George Lucas leikstýri honum. Ólík- legt þykir þó að Lucas hafi áhuga á að setjast í stólinn og færi svo að hann láti öðrum eftir leikstjómina þá vilja flestir vin hans Spielberg. Af öllum gömlu Stjörnustríðspersónun- um bíða menn Chewbacca með mestri eftirvæntingu en meirihluti þeirra vill hins vegar ekki sjá Jar Jar Binks framar. Aumingja Jar Jar! Því er spáð að nýtt ofurmennaæði sé innan seilingar með nýjum mynd- um um sjálfa Súperman og Köngu- lóarmanninn. Helst vilja menn að Nicholas Cage bregði á sig rauðu Súperman skikkjunni og ef ekki hann þá Ben Affleck, sem einnig er efstur á óskalista manna sem næsti Köngulóarmaðurinn. Bond, James Bond, er litlu síðra ofurmenni þótt grímubúninginn vanti. Pierce Brosn- an hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að leika njósnarann hugum- stóra mikið lengur og vilja lesendur Empire helst sjá breska leikarann Jude Law taka við Martini glasinu. Taktu eftir fröken Hollywood, þeir sem borga launin þín hafa mælt!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.