Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 1
132. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Brúðhjón
rændu
banka
The Daily Telegraph.
DORELL Mainer, 38 ára
verðandi brúður í New York,
og unnusti hennar vissu ekki
sitt rjúkandi ráð í vikunni þeg-
ar í ljós kom að þau höfðu ekki
efni á að halda brúðkaups-
veislu eins og þau höfðu stefnt
að. Mainer hafði átt von á end-
urgreiðslu frá skattinum en
bandarísk skattayfirvöld
(IRS) tóku einhverra hluta
vegna þá ákvörðun að greiða
henni ekki út féð. Það leit því
allt út fyrir að Mainer og unn-
ustinn, Kevin Rainey, hefðu
ekki ráð á að halda brúðkaups-
veisluna.
Aflienti gjaldkera miða
Til að valda ekki ættingjum
sínum vonbrigðum með því að
aflýsa veislunni, brugðu
hjónaleysin á það ráð að ræna
banka. Skömmu eftir hádegið
sl. fimmtudag gekk Mainer
inn í útibú Chase Manhattan
banka í Brooklyn-hverfi með-
an Rainey stóð vörð fyrir utan.
Konan lét gjaldkera hafa miða
þar sem sagði að sprengja
væri tengd við símalínur
bankans sem myndi springa ef
hringt yrði á lögreglu. Einnig
kom þar fram að konan ætti
veikt barn og hefði því engu að
tapa þótt hún gerðist brotleg
við lög. Hik kom á gjaldker-
ann og við það guggnaði Main-
er og hljóp á dyr án þess að
bera nokkuð úr bítum.
Lögregla hafði hendur í hári
bankaræningjanna skömmu
síðar en Rainey hefur neitað
að hafa vitað að unnusta hans
hygðist fremja bankarán, hélt
hún ætlaði að taka út fé. Eng-
um sögum fer af því hvort eða
hvenær af brúðkaupinu verð-
ur.
35.000 hjóluðu yfir Eyrarsund
TALIÐ er að 35.000 hjólreiðamenn á öllum aldri hafi
hjólað yfir nýju Eyrarsundsbrdna, sem tengir Dan-
mörku og Svíþjóð, í gær. Tilefnið var upphaf fjögurra
daga hátiðarhalda vegna verkloka við brúna en hún
verður formlega opnuð fyrir umferð 1. júlí næstkom-
andi. Veður var gott á Eyrarsundi í gær, 22 stiga hiti
og heiðskírt. Alls eru brúin og tengd mannvirki 17
kílómetrar á lengd og tók fimm ár að ljúka stórvirkinu.
Kosningasvik talin geta
skaðað orðspor Chiracs
Routors
París. Reuters.
BORGARSTJÓRI Parísarborgar,
Jean Tiberi, liggur undir grun um
að hafa átt aðild
að kosningasvik-
um til að tryggja
flokki Gaullista
(RPR) sigur í
borgarstjórnar-
kosningum fyrir
um áratug. Málið
er talið hafa
_____________ skaðað orðspor
Jacques Jacques Chirac,
Chirac forseta Frakk-
lands, en Tiberi var lengi einn af
nánustu samstarfsmönnum hans.
Yfirheyrslur hófust í gær yfir 15
háttsettum embættismönnum á veg-
um borgarinnar sem gnmaðir eru
um að hafa falsað kosningaúrslit í
borginni árið 1989 og tryggt þannig
sigur hægrimanna. Því er haldið
fram að mennirnir hafi bætt 859
nöfnum á kjörskrá í einu af kjör-
dæmum borgarinnar en um hafi ver-
ið að ræða fólk sem ekki var búsett
þar. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa
einnig komist á snoðir um léynilega
lögregluskýrslu þar sem fram kem-
ur að fjöldi kjósenda hafi verið
skráður í kjördæmi Tiberi í borginni
en enginn þeirra átt þar heimili.
Tiberi var aðstoðarborgarstjóri
Parísar meðan Chirac var þar borg-
arstjóri á árunum 1977-1995. Þótt
ekki hafi verið sýnt fram á að Chirac
tengist málinu þrýsta fjölmiðlar nú á
hann að tjá sig um það. „Yfirvöld
dómsmála eiga að hraða rannsókn
málsins og Jaeques Chirac ætti að
gefa skýringar fljótlega,“
leiðara Le Monde í gær.
Rússar lýsa áhuga á sameiginlegum eldflaugavörnum með NATO
Segja ekki þurfa að breyta
ABM-samningnum
Brussel. AP, AFP, Reuters.
VARNARMALARAÐHERRA
Bandaríkjanna, William Cohen,
hafnaði í gær tillögum Rússa um
sameiginlegt eldflaugavarnakerfi
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
og Rússlands. Igor Sergeyev, varn-
armálaráðherra Rússlands, kynnti
tillögurnar í gær á fundi með varn-
armálaráðherrum NATO-ríkja í
Brussel. Ekki hefur verið greint frá
efni tillagnanna en Rússar stað-
hæfa að kerfið sem þær fela í sér
brjóti ekki ákvæði ABM-samnings-
ins, sem er samningur Bandaríkj-
anna og Rússlands um bann við eld-
flaugavörnum frá árinu 1972.
Samkvæmt samkomulagi um
breytingar á ABM-sáttmálanum
frá árinu 1997, sem ekki hefur verið
staðfest, er gerður greinarmunur á
sk. staðbundnum gagneldflaugum
og langdrægum gagneldflaugum.
Eru langdrægar gagneldflaugar
skilgreindar sem þær flaugar sem
geta drifið 3.500 kílómetra eða
lengra. Samkomulagið felur í sér að
ríkin mega koma upp staðbundnum
eldflaugavarnakerfum en ekki
langdrægum kerfum. Sergeyev
sagði á fréttamannafundi í gær að
tillögur Rússa væru í samræmi við
þetta óstaðfesta samkomulag frá
1997.
Bandarfkin lýsa efasemdum
Bandaríkjamenn hafa í óþökk
Rússa haft uppi áform um að setja
upp eldflaugavarnakerfi til að verj-
ast hugsanlegum árásum frá sk.
„útlagaríkjum" og hafa íran og
Norður-Kórea einkum verið nefnd í
því sambandi. Þeir lýstu í gær mikl-
um efasemdum um rússnesku til-
lögurnar. „Ef þetta er það sem
Rússar hafa í hyggju er það alvar-
legt vandamál," sagði bandaríski
varnarmálaráðherrann. „Öflugt
eldflaugavarnakerfi fyrir Rússland,
Bandaríkin eða Evrópu yrði að vera
nothæft gegn langdrægum eld-
flaugum og til að setja upp varnir
gegn slíkum flaugum þarf að breyta
ABM-samningnum.“ Cohen sagði
að flest Evrópuríki væru í yfir 3.500
kílómetra fjarlægð frá hugsanleg-
um eldflaugaskotpöllum í Iran og
Norður-Kóreu. Hann bætti við að
Bandaríkin litu svo á að naumur
tími væri til stefnu. Að mati banda-
rísku leyniþjónustunnar (CIA)
munu sum útlagaríkjanna verða
fær um að skjóta langdrægum eld-
flaugum árið 2005. Bandaríkja-
menn stefna að því að þá verði búið
að gera varnarkerfí þeirra virkt.
Vilja höfða til Evrópuríkja?
Því var í gær haldið fram að
Rússar vildu með tillögunum höfða
til Evrópuríkja, sem mörg hver
hafa lýst andstöðu við áætlanir
Bandaríkjanna. Talið er að tillög-
urnar geri ráð fyrir því að árásar-
eldflaugum yrði grandað skömmu
eftir að þeim yrði skotið á loft. Það
myndi að óbreyttum ABM-samn-
ingi þýða að skotpallar gagneld-
flauga þyrftu að vera staðsettir ná-
lægt landamærum þeirra ríkja sem
ógn er talin stafa af. Slíkt fæli að
líkindum í sér að eldflaugavarnir
fyrir Evrópu og Bandaríkin byggð-
ust að miklu leyti á skotpöllum
staðsettum í Rússlandi.
Kvennaráðstefna SÞ
Yerslun
með konur
fordæmd
Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
í LOKAYFIRLÝSINGU kvenna-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
(SÞ),- sem lauk í gær, eru karl-
menn hvattir til að taka virkari
þátt í að koma í veg fyrir óæski-
legar þunganir og sýna meiri að-
gæzlu í kynlífi til þess að hefta
frekari útbreiðslu alnæmis. Einnig
er hvatt til þess að heimilisofbeldi,
sem sumir segja að sé menningar-
bundið fyrirbæri og umborið í
ýmsum löndum, verði lýst glæp-
samlegt.
Angela King, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SÞ, er hefur umsjón
með kvennamálum, sagði að í loka-
yfirlýsingunni nú væri hvergi
bakkað frá því sem samþykkt var
á ráðstefnunni í Peking fyrir fimm
árum. „A sumum sviðum þykir
okkur gott að sjá að tekið er jafn-
vel sterkar til orða en í Peking um
HIV og alnæmi og ýmis önnur mál
og ný málefni hafa verið rædd.“
I yfirlýsingunni er sala á konum
og stúlkum fordæmd harðlega, en
slík verzlun hefur stóraukist með
auknum heimsviðskiptum undan-
farin fimm ár.
■ Auðug Vesturlönd/24
AP
EM hefst
í dag
ÚRSLITAKEPPNI Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu
(EM), sem haldin er í Hollandi
og Belgíu, hefst í dag með leik
Belga og Svía. 16 þjóðir eiga lið
í keppninni og er þeim skipað í
fjóra riðla. Alls verða leikirnir
31 og fer úrslitaleikurinn fram
2. júlí í Rotterdam.
Á myndinni má sjá fræga
styttu í Brussel, Mannekin-pis,
sem fengið hefur nýjan búning í
tilefni af Evrópukeppninni.
■ C-blað
MORGUNBLADIÐ10. JÚNÍ 2000