Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kattaofnæmi Kí'otuir Likamsrækt Nýtt lyf gegn astma virðist gagnlegt gegn kattaofnæmi. Hraustur maður deyr síður úr krabbameini en óhraustur. Hrotur meðhöndlaðar m.þ.a. nema burt vef með útvarpstíðnibylgjum. Parkinsons Ákveðið lyf virðist draga úr ósjálfráðum hreyfíngum. Astmalyf vinnur á kattaofnæmi The New York Times Syndicate. NÝTT astmalyf virðist einn- ig vinna á einkennum katta- ofnæmis, að því er vísinda- menn við Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum greina frá. Lyfið zafirlukast, sem selt er undir nafninu Accolate, virkar vel gegn astma, bæði hjá bömum og fullorðnum. Vísindamennirnir prófuðu lyfið á 18 manns í viku og gáfu fólkinu ýmist zafirluk- ast eða gervilyf á meðan það dvaldi í svonefndu „kattar- áskorunarherbergi", sem var teppalagt heimiii tveggja heimiliskatta. í her- berginu var dýna sem var hrist rétt áður en sjúkling- urinn kom inn. í herberginu komust sjúklingarnir „í mjög nána snertingu við ketti, tíu til hundrað sinnum sterkari of- næmisvalda en búast mætti við á venjulegu heimili", að sögn vísindamannanna. Nið- urstaða rannsóknarinnar varð sú, að töluvert minni ofnæmiseinkenna varð vart hjá þeim sem tóku lyfið, og var greint frá þessu í tíma- ritinu Journal of Allergy and Clinical Immmunologyí síðasta mánuði. Zafirlukast tilheyrir ný- legum flokki astmalyfja, Morgunblaðið/Kristinn Köttur í búðarferð. svonefndum „leukotine anta- gonists", sem stöðva efni er lungnafrumur losa og valda ofnæmiseinkennum. „Við prófuðum kattaofnæmi vegna þess að það er það sem við er- um að gera, en það er í raun- inni gott módel fyrir hvers- konar astmaofnæmi. Það má reikna með að ef lyf virkar vel á einn ofnæmisvald þá virki það líka á aðra,“ sagði einn að- alhöfunda rannsóknarinnar, dr. Robert Wood, aðstoðar- prófessor í barnalækningum. Einungis eitt annað lyf er í sama flokki og zafirlukast og kveðst Wood telja að það muni virka á mjög svipaðan máta. Verið er að gera hlið- stæða tilraun með virkni þess. Zafirlukast er gefið í pillu- formi, og sagði Wood að ekki hefði orðið vart neinna alvar- legra aukaverkana. Nokkrir sjúklingar kvörtuðu undan vægum höfuðverk, og einn vegna niðurgangs. Svipuð rannsókn á virkni zafirlukast á kattaofnæmi var gerð við Háskólann í Kaliforn- íu, þar sem vísindamenn komu sér upp álíka katta- áskorunarherbergi og komust að sömu niðurstöðu, að þeir sjúklingar sem tóku lyfið fundu fyrir vægari ofnæmis- einkennum. Úr íslensku lyfjabókimii Accolate Innihaldsefni: Zafirlukast. Lyfjaform: Töflur: 20 mg. Notkun: Accolate er notað til að fyrirbyggja astma og sem viðhaldsmeðferð við astma. Accolate er leukotr- íenviðtækjablokki, sem hindrar áhrif efna sem nefn- ast leukotríen. Leukotríen valda m.a. þrengingu og bólgum í berkjum. Hömlun á áhrifum leukotíena bætir astmaeinkenni og getur komið í veg fyrir astmaköst. Skammtar: Læknir ákveð- ur ætíð skammta fyrir hvem einstakling. Venjulegur skammtur handa fullorðnum er 20 mg tvisvar á dag. Læknir getur hækkað skammt í mest 40 mg tvisv- ar á dag ef þurfa þykir. Matur getur haft áhrif á að- gengi lyfsins, því skal ekki taka það með mat. Töflurnar skal gleypa og drekka vatn með. Accolate er notað til að koma í veg fyrir astmaköst og á því að taka það sam- fellt. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Aukaverkanir: Algengar: Höfuðverkur og meltingar- óþægindi eru algengustu aukaverkanimar. Sjaldgæf- ar: Ofnæmi, með ofsakláða og bjúg þekkist. Útbrot. Einnig tímabundin truflun á starfsemi lifrar. Athugið: Gæta skal varúð- ar hjá þeim sem eru með skerta lifrarstarfsemi. Fylgjast skal vel með þeim sjúklingum sem eru á blóð- þynningarlyfjum samtímis töku Accolate. Accolate er ekki notað til að meðhöndla skyndileg astmaköst. Það er notað til að koma í veg fyrir að astminn versni og til að hafa stjórn á sjúkdómsein- kennum astmans. Þess vegna er lyfið tekið samfellt, þó svo að öll astmaeinkennin séu farin. Mikilvægt er að halda áfram að taka Accol- ate eins lengi og læknir gef- ur fyrirmæli um, til að við- halda stjórn á astmanum. Meðganga og brjöstagjöf: Lyfið ætti ekki að nota á meðgöngutíma nema brýna nauðsyn beri til. Lyfið skilst út í móðurmjólk og ætti því ekki að taka það meðan á brjóstagjöf stendur nema læknir ráðleggi svo. Til frdðleiks: Lyf sem notuð eru fyrirbyggjandi við astma eru ný á markaðnum og er Aecolate eitt það fyrsta í þeim flokki hér á landi. Afgreiðsla: 28 eða 98 töfl- ur í þynnupakkningu. • Nánar á Netinu: www.netdoktor.is. Skaða refsingar börn ? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Getur það verið skað- legt fyrir börn að beita þau refs- ingum? Ef svo er, hvemig á þá að halda uppi aga og venja bömin af ósiðum og óþekkt? Svar: í hugum margra em refs- ingar á börnum fólgnar í því að hirta þau líkamlega með fleng- ingu, kinnhesti eða ámóta aðgerð- um. Slíkar refsingar tíðkuðust mikið hér áður fyrr og þóttu sjálf- sagður þáttur í uppeldi barna. Máltæki eins og „Sparaðu vönd- inn og spilltu barninu" eða „Við berjum líkamann til að bjarga sál- inni,“ eru vitnisburður um þetta og þóttu í eina tíð góð og gild kristileg kenning. Nú em flestir þeirrar skoðunar að þetta séu ómannúðlegar aðferðir, oftast gagnslitlar og geta verið skaðleg- ar. í sumum löndum hafa líkam- legar refsingar beinlínis verið bannaðar, t.d. í skólum. Refsingar þurfa þó ekki að vera líkamlegar og em það sjaldnast. Þær geta stundum átt við og ver- ið gagnlegar. Hins vegar er það mun áhrifaríkara til að kenna bömum rétta og æskilega hegðun að nota umbun fyrir það sem þau gera vel heldur en að refsa fyrir það sem þau brjóta af sér. Agi er bömum nauðsynlegur, ekki aðeins til þess að móta hegðun þeirra heldur ekki síður til að skapa þeim öryggiskennd. Til þess að svo megi verða þarf aginn að vera jákvæður og þroskandi fremur en að brjóta barnið niður. Gerður hefur verið greinarmun- ur á þremur tegundum refsinga. Hin fyrsta er líkamlega refsingin. Önnur er fólgin í því að neita baminu um ást foreldra sinna, segja eða gera eitthvað sem barn- ið skilur á þann veg. „Ég vil ekki eiga þig, ef þú ert svona vondur strákur," eða tala ekki við barnið í lengri tíma, jafnvel dögum saman. Bam sem óttast um ást foreldra sinna er líklegt til þess að verða öryggislaust og kvíðið og gæti fengið ýmis geðræn einkenni. Þriðja tegund refsingar getur hins vegar oft verið jákvæð og þroskandi. Hún byggist á að stýra baminu með samblandi af umbun Uppeldi og mildri refsingu. Segjum sem svo að barnið hafi þann ósið að þvo sér aldrei um hendumar fyrir matinn. Foreldri, sem notar stýri- aðferðina í uppeldinu, beitir hvorki skömmum eða líkamlegri hirtingu, en gæti sagt við barnið: „Ef þú þværð þér um hendurnar, máttu fá ís á eftir eins og við hin, annars ekki.“ Barnið fær þá tvo kosti að velja um og getur sjálft ráðið hvorn hann tekur. Að þessu leyti er refsingin jákvæð fyrir sjálfstæði og þroska barnsins. Aðferðir við beitingu aga hafa mikil áhrif á sjálfsmynd og sjálfs- virðingu barnsins. Börn sem fá að jafnaði jákvæðan aga þroska með sér skýrari sjálfsmynd og innra öryggi. Hin sem em beitt nei- kvæðum aga eins og líkamlegum refsingum eða andlegu ofbeldi fyllast óömggi og hafa lágt sjálfs- mat og þurfa því fremur að monta sig eða sýnast. Sumir fræðimenn telja þó að líkamleg refsing geti verið rétt- lætanleg og gagnleg undir vissum kringumstæðum og á vissum aldri. Að refsa börnum undir tveggja ára aldri hefur litla þýð- ingu, og eftir 6 ára aldur hefur barnið oftast þroskað með sér nægilega siðferðis- og sektar- kennd til að hægt sé að stýra því á jákvæðan hátt. A aldrinum tveggja til sex ára getur stundum þurft að grípa inn í óæskilega eða jafnvel hættulega hegðun hjá börnum, t.d. ef þau hlaupa út á umferðargötu, með því að „taka í þau“. Þá verður refsingin að koma strax, svo að hún komi að gagni og bamið tengi saman or- sök og afleiðingu. Frestun á refs- ingu gerir aðeins illt verra. For- eldrar sem nota hirtingu við slík tækifæri verða þó alltaf að beita henni af hófsemi og skynsemi. Ekki verður of mikil áhersla lögð á það, að umbun og verðlaun fyrir það sem vel er gert, er þeg- ar til lengri tíma er litið að jafnaði besta aðferðin til að aga böm á þroskandi hátt. Öll böm þurfa hrós og uppörvun, og stundum getur verið nægilegt að horfa framhjá því sem miður fer, en veita hinu góða sem gert er já- kvæða athygli. Þótt sumum finn- ist kannski ólíku saman að jafna, má fá fyrirmynd að barnauppeldi í því hvernig góðir tamningamenn meðhöndla hesta. Þeir beita lagni, umbun og mildum refsingum og gæta þess að bestu eiginleikar hestsins fái að mótast og njóta sín. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tek- ið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 1 síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einnig geta les- endur sent fyrirspurnir si'nar mcð tölvupósti á netfang Gylfa Ásmundssonar:gy!fias(S>li.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.