Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 38
v 38 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Skotið yfir markið Á bandarískum sjónvarpsskjánum birt- ist maður, sem virðist afmyndaður af heift. Hann heldur riffli hátt á loft og hrópar heitstrengingar um að vopninu muni hann ekki sleppa, menn verði að ná því úrhöndum hans með valdi. Eftlr Hönnu Katrínu Friðriksen HÉR er ekki á ferð- inni hryðjuverka- maður að hafa uppi hótanir um að drepa gísla sína yrði ekki látið að einhverjum kröf- um hans, heldur kvikmyndaleik- arinn Charlton Heston. Hann er ekki að leika í hasarmynd, heldur kemur svona fyrir sjónir banda- rísku þjóðarinnar sem formaður samtaka bandarískra byssueig- enda. Þeirra sem telja sig hina einu sönnu Bandaríkjamenn vegna ástarsambandsins við skot- vopnin. Það er undarlegt að bera saman land, þar sem menn eiga einstaka haglabyssu, riffil eða gamla kindabyssu, við annað land VIÐHORF fctoMpur manna trúir því af hjartans einlægni að það sé réttur þeirra, einhvem veginn órjúfan- legur frá ríkisborgararéttinum, að fá að eiga byssur af öllum stærðum og gerðum og helst ganga með þær í buxnastrengn- um við hvaða tækifæri sem er. í Bandaríkjunum eru samtök byssueigenda öflugur þrýstihóp- ur. Þau voru upphaflega stofnuð árið 1871, til að þjálfa menn í skot- fimi, og í kjölfarið voru á vegum þeirra sett á laggirnar sérstök æf- ingasvæði. Það er gott og vel. Árið 1949 byrjuðu samtökin svo að bjóða upp á æfingar og þjálfun fyrir skotveiðimenn. Það er held- vu" ekkert upp á það að klaga. Hins vegar er mörgum fyrirmun- að að skilja hvemig þessi áhuga- mál samtakanna hafa leitt þau á þá braut, að berjast fyrir rétti hvers manns til óheftrar skamm- byssueignar, með vísan í stjómar- skrá Bandaríkjanna, þar sem gamalt ákvæði sem þótti eðlilegt í þjóðfélagi fyrri tíma og veitir mönnum rétt til vopnaeignar, er Biblía þeirra. Þessi sterki hópur á sér öfluga fylgismenn, meðal annars forsetaframbjóðandann George W. Bush. Einn talsmanna samtakanna tók reyndar svo sterkt til orða í hvatningarræðu á fundi með félagsmönnum fyrr á árinu, að þegar Bush yrði kominn í Hvíta húsið yrðu ítök þeirra svo mikil að það myndi jafngilda því að samtök byssueigenda hefðu þar aðsetur. Umrædd ræða var tekin upp á myndband og sett á Netið, til að koma boðskapnum sem víðast. Kábojamir vöruðu sig ekki á því að með því veittu þeir andstæðingum sínum tilefni til harkalegrar gagnrýni, bæði á samtökin og aumingjans Bush. Forsetaframbjóðandinn valdi auðvitað þá leiðina að sverja af sér öll tengsl við byssur og byssu- eigendur til þess að reyna að bjarga því sem bjargað varð og gerði þar með opinberlega heldur lítið úr stuðningnum sem hafði ekki beinlínis farið leynt fram að því. Þegar hann barðist fyrir kjöri sem ríkisstjóri Texas árið 1994 lofaði hann til dæmis að sam- þykkja lög, sem heimiluðu Texas- búum að ganga um vopnaðir, en forveri hans í starfi hafði beitt neitunarvaldi sínu til að stöðva þá lagasetningu. Bush stóð auðvitað við sitt, svo nú geta Texas-búar gengið um með skammbyssurnar sínar og vitnað til þess að sönnum Bandaríkjamönnum sé heimilt að eiga vopn. Byssueigendur leggja því vonglaðir milljónir á milijónir ofan í kosningasjóð frambjóðand- ans. Fleiri yfirlýsingar talsmanna byssueigenda hafa vakið athygli. Til dæmis hélt Wayne LaPierre, varaforseti samtakanna, því fram fyrir skömmu að Clinton Banda- ríkjaforseti virtist láta sér vel líka ákveðinn fjölda manndrápa í land- inu, í því skyni að koma málum sínum fram. Clinton reiddist þess- um ummælum mjög (meira að segja Bush sagði að þarna hefði verið skotið yfir markið) og sakaði byssueigendur á móti um að vera andvíga öllum aðgerðum sem gætu dregið úr ofbeldi og aukið öryggi almennings. Þar hefur hann líklega verið að vísa til þess m.a., að samtök byssueigenda eru algjörlega á móti reglum, sem skikka seljendur til að kanna bakgrunn þeirra sem vilja verða sér úti um skotvopn. Hvernig slíkt öryggisatriði, eða öryggislásar á skammbyssur, getur skert frelsi sannra Bandaríkjamanna, er erf- itt að sjá, en einhvern veginn trúa kábojarnir þessu samt. Rökin eru bara ekki augljós þeim sem ekki hafa tekið trúna, eða í augum þeirra sem líta á Bill Clinton sem réttkjörinn forseta sinn í stað þess að líma miða á bílana sína með áletruninni: Heston er forseti minn. Og læðist nú óþægileg til- finning að einfeldningunum sem telja sjálfsagt að kábojar sætti sig við að vera undir sömu stjórnvöld- um og aðrir landsmenn. Charlton Heston og hans menn eru ákaf- lega ósáttir við hvernig fjölmiðlar fjalla um samtök byssueigenda, því þar er samúðin oft lítil. Þessir köppum virðist íyrirmunað að átta sig á því hve fáránlega yfir- lýsingar þeirra hljóma í eyrum fjölmargra landa þeirra. Þeir sjá hins vegar að áróðursstríðið gengur brösuglega og núna eru þeir að velta því fyrir sér hvort ekki megi efla áróðurinn með eins konar veitingahúsi og leiktækja- sal á sjálfu Times Square í New York. Þar gæti öll fjölskýldan komið saman og átt ljúfa stund innan um byssumar. Meira að segja gætu hinir fullorðnu kennt bömunum að hleypa af byssum, skjóta í mark og aðrar líkar listir sem bráðnauðsynlegt er að þeir kunni sem ætli sér að komast til manns. Þessari hugmynd hefur víðast verið mætt með hlátra- sköllum, sem bætir ekki skap byssumanna. Síðasta „atlagan“ að byssueigendum er í formi umtal- aðrar teiknimyndasögu, sem birt- ist í 250 bandarískum dagblöðum. Þar er ein aðalhetjan, ungua’ svartur drengur, heillaður af sam- tökum byssueigenda. Hann þakk- ar þeim sem sé hve ánægður hann er með flutninga fjölskyldunnar úr gettóinu, þar sem skotbardag- ar voru daglegt brauð, í millistétt- arhverfið, þar sem byssudýi’kunin er enn meiri að hans mati. Það er auðséð á viðbrögðum lesenda að þeim svíður þessi samlíking og kunna byssuköppunum litlar þakkir fyrir ímyndina. Stafir sem breytast í leik- tæki SELJASKÓLI er einn af fjölmörg- um grunnskólum í Reykjavík sem hafa tekið þátt í verkefnavinnu, undir merkjum „Reylyavík- ur - menningarborgar Evrópu árið 2000“. Reykja- víkurborg hefur af þessu tilefni boðið grunnskólum borgarinnar upp á aðstoð listamanna úr ýmsum greinum. Seljaskóli fékk lista- manninn Kristveigu Hall- dórsdóttur til að vinna með nemendum í myndlistar- og hönnunarvali 10. bekkjar ásamt kennurum þeirra, Sigríði Emu Einarsdóttur og Guðvarði Hall- dórssyni. „Ákveðið var að vinna að hug- myndum sem nýtast mættu við uppbyggingu á útivistarsvæði fyr- ir yngstu nemendur skólans," segir Guðvarður. „Lagt var upp með þá hugmynd að svæðið þjón- aði sem leiksvæði og verkin hefðu jafnframt listrænt gildi.“ Nemendur fengu fyrirlestur um helstu útilistaverk í Reykjavík og þrívíddarverk síðustu aldar, bæði erlendis og hérlendis. Þá var nemendum gert að setja sig í spor 6 ára bama og vinna hugmyndir sinar bæði skriflega og með teikningum. Hugmyndir reyndust mjög fjölbreyttar en smám saman kom í ljós sameiginlegur áhugi margra á að nota bókstafina sem gmnn að verkum meðan aðrir sóttu hugmyndir í goðsögur, trúarbrögð og ævintýri. „Nem- endur unnu ýmist sem einstakl- ingar eða í hóp að nánari útfærslu hugmyndanna, efnisvali, litum og stærðum og luku verkinu með því að gera líkan eftir endanlegri hugmynd," segir Guðvarður. Að lokum gerðu þeir grein fyrir verkum sínum, að viðstaddri dómnefnd sem skipuð var Þórði Kristjánssyni skólastjóra, Guð- rúnu Guðmundsdóttur aðstoðar- skólastjóra, Emihu Magnúsdóttur kennara og Kristveigu Halldórs- dóttur listamanni og valdi hún verkið „A til Ö“ í fyrsta sæti. Höf- undar þess em Eydís Benedikts- dóttir, Thelma Lind Reynisdóttir og Þómnn Vilmarsdóttir. í öðm sæti var „Stafarugl" eftir Auði Dögg Árnadóttur, Vigdísi Sveins- dóttur og Þóm Þorvaldsdóttur. f þriðja sæti var siðan „Tannverk- ur“ og höfundar þess eru Aðal- heiður Ýr Ólafsdóttir, Áslaug Ein- arsdóttir, Hafdís Erla Hafsteins- dóttir, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir og Ósk Hilmarsdóttir. Fyrirtækið Barnasmiðjan sem sérhæfir sig í smíði leiktækja var fengið til að útfæra hugmyndim- ar þijár sem á undan er getið og nú þegar liggur fyrir útfærsla á verkunum, „A til Ö“ og „Stafa- mgl“ og ákveðið hefur verið að reisa verkið „Stafamgl“ við Selja- skóla nú í sumar. Hrafn Ingi- mundarson, annar eigenda Barnasmiðjunnar, hefur lýst ánægju sinni með þetta samstarf og jafnframt áhuga á að nota þessar hugmyndir til að reisa samskonar verk víðar. Ljósmynd/Guðvarður Halldórsson Verkið „A-Ö“ sem Þórunn og Eydís hönnuðu og lenti það í fyrsta sæti. Ljósmynd/Guðvarður Halldórsson „Stafarugl“ heitir verk Þóru, Auðar og Vigdísar. Ljósmynd/Guðvarður Halldórsson Áslaug og Hrafnhildur við verk sitt „Tannverkur“. Evrópskt tungumálaár 2001 EVRÓPURÁÐIÐ og framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins vinna nú að undirbúningi evrópsks tungu- málaárs 2001, jafnframt því sem und- irbúningur er hafinn í aðildarlöndun- um. Einnig hefur UNESCO ákveðið að taka þátt í tungumálaárinu. Markmið með evrópsku tungu- málaári 2001 er að vekja athygli á fjölbreytileika tungumála og menn- ingar í Evrópu, stuðla að fjöltyngi Evrópubúa og hvetja til símenntunar í tungumálanámi. Jafnframt er stefnt að því að kynna viðamikil verkefni sem tungumáladeild Evrópuráðsins hefur unnið að á undanfömum ámm, s.s. Common European Framework of Reference og Portfolio. Sérstakur stýrihópur á vegum Evrópuráðsins vinnur að skipulagn- ingu tungumálaársins í samvinnu við tungumáladeild ráðsins. Fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins hefur einnig komið á fót undirbún- ingsnefnd sem í sitja fulltrúar Evrópusambandsríkja, Islands, Nor- egs og Liechtensteins. Menntamálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum íslenska lands- nefnd til að vinna að undirbúningi og framkvæmd evrópsks tungumálaárs 2001, en gert er ráð fyrir að slíkar nefndir starfi í hverju þátttökulandi Evrópuráðsins. Er landsnefndum m.a. ætlað að gera tillögur að inn- lendri dagskrá. í íslenskri lands- nefnd um tungumálaárið eiga sæti fulltrúar menntamálai'áðuneytisins, Samtaka tungumálakennara á Is- landi, samstarfsnefndar háskóla- stigsins, Islenskrar málnefndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin hefur leitað samráðs við all- marga hagsmunaaðila hérlendis s.s. við fagfélög tungumálakennara, sam- tök foreldra, æskulýðssamtök, sí- menntunarstofnanir og skóla. í inn- lendri dagskrá og aðgerðum á tungumálaárinu verður lögð áhersla á bæði erlend tungumál og íslensku. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins mun í september nk. auglýsa styrki til ýmiss konar verk- efna á tungumálaárinu. Styrkirnir geta numið allt að 50% af heildar- kostnaði við verkefnið. Um þessa styrki geta sótt ráðuneyti, mennta- og rannsóknarstofnanir, sveitai’- stjómii', fijáls félagasamtök og fyrir- tæki. Nánari upplýsingar verða gefn- ar í september. Dagskrá Evrópsks tungumálaárs 2001, bæði evrópsk dagskrá og dag- skrá einstakra aðildarlanda, mun liggja fyrir síðla árs 2000. Nánari upplýsingar um evrópskt tungumálaár 2001 er að finna á heimasíðu menntamálai'áðuneytis- ins: www.mrn.stjr.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.