Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þursaflokkurinn kemur fram á Tónlistarhátíóinni í Reykjavík í kvöld Þankabrot um Þursa ✓ I kvöld mun Þursaflokkurinn spila opinberlega í fyrsta ___skipti í tæpan áratug á Tónlistarhátíðinni í_ Reykjavík. Af því tilefni lagði Jónatan Garðarsson út- gáfuferil sveitarinnar undir smásjána og kom auga á ýmislegt áhugavert. EGAR Hinn íslenski Þursaflokkur hóf göngu sína 1978 hafði fremur einsleit diskótónlist ráðið ríkjum á heimsmarkaði um nokkurt skeið og pönkið rétt farið að láta á sér kræla hér á landi. Þursaflokkur- inn stakk því nokkuð í stúf þegar Jiann kom fram á sjónarsviðið með framsækin tilbrigði sín við einföld íslensk lagstef úr þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Þursarnir voru eiginlega að feta sig inn á þá braut sem engilsaxneskir og ann- arra þjóða popparar höfðu byrjað að troða heilum áratug fyrr. Þess vegna hljómaði margt af því sem þeir framreiddu kunnuglega þótt þar kvæði við alveg nýjan tón á ís- lenska vísu. Þegar plötum Þursa- flokksins er brugðið undir smásjána sést greinilega að fyrstu skrefln ,voru stigin undir sterkum áhrifum frá framsæknum sveitum sem stunduðu þjóðlagapopp, djassaðan rokkbræðing og einhvers konar heimstónlist. Árlega gáfu þeir út nýjar plötur og í hvert skipti höfðu þeir eitthvað nýtt fram að færa. Þegar kom að síðustu plötunni 1982 hafði Þursaflokknum nánast tekist að fullskapa sinn eigin stíl; þróa tónlist sem var algerlega þeirra. Hinn íslenski Þursaflokkur 1978 ★★★ Frumburðurinn var eiginlega hugarsmíð Egils Ólafssonar, en þeir Sigurður Bjóla voru famir að setja saman tónsmíðar, sem rúmuðust ?ekki innan ramma Stuðmanna eða Spilverks þjóðanna, áður en Þurs- amir urðu að veruleika. Nútíminn, eitt af þremur frumsömdum lögum fyrstu Þursaplötunnar, er eins kon- ar útúrsnúningur þeirra Egils og Bjólu á amerísku dægurlagi, sem mótaðist í samspili þeirra á Spil- verksárunum. Þetta lag var svo til fullmótað þegar Þursaflokkurinn varð til. Hin íhzm- sömdu lögin tvö, Sólnes og Búnaðarbálkur, eru „instrúmental" svítur í anda Focus, Soft Mach- ine og Robert Fripp, en þau minna einnig nokk- uð á lag Jakobs Magnússonar í mýrinni af Tív- olíplötu Stuðmanna. Það má greina ávæning af hljómi Þursanna á þeirri plötu, enda fékk Egill Stuðmennina Þórð Arnason og Tómas Tómas- son tfl liðs við sig áður en Ásgeir Óskarsson og Rúnar Vilbergsson komu inn í myndina. Trú- lega var það hinn brennandi áhugi Egils á ís- lenskum þjóðlögum og kynni hans af Engel Lund sem áttu mestan þátt í að fyrsta Þursa- platan var hljóðrituð. Það var ekki ætlun Egfls og Bjólu að stofna Spilverkssamstarfmu í hættu, heldur vinna sameiginlega að annars konar músík. Þegar væringar urðu innan Spfl- verksins fór Egill sína leið en Bjóla hélt tryggð við Spilverkið. Það eru hin frjálslegu tilbrigði Þursaflokks- ins við gömlu þjóðlögin sem standa upp úr á fyrstu plötunni. Þeir prjónuðu framan við ein- faldar laglínumar, spunnu nýja tónþræði inn í Íögin og allt um kring, eða fléttuðu aftan við iau af slíkri spilagleði að annað eins hafði varla heyrst hér á landi. Gömlu þjóðvísumar fengu hreinlega endurlífgandi kraft við tónlistar- gjörning Þursanna. Samspil Rúnars á fagottið og Þórðar á gítara við söngrödd Egils áttu drjúgan þátt í að skapa sérstæðan tónavef Þursanna. Mig gmnar að Egill hafi sótt sitt- hvað í smiðju brasilíska söngvarans Miltons Nascimento þegar hann var að móta hinn textalausa sönglandi stíl sinn, sem setti svo sterkan svip á Þursatónlistina. Þá var þéttur hrynvefur þeirra Tómasar og Ásgeirs, sem þeir spunnu með bassaspili og fjölbreytilegu slagverki, sá gmnnur sem allur tónheimur þeirra byggði á. Þursabit 1979 ★★★★★ Þegar kom að annarri plötunni hafði Karl Sighvatsson bæst í hópinn með Hammondinn og hljómborð sín og gætir áhrifa hans mjög sterkt á Þursabiti. Karl var mjög hallur undir djassbræðing á þessum áram eins og reyndar fleiri meðlimir Þursaflokksins. Gengu þeir á köflum mjög langt í tónlistarbræðingi sínum, sem er á stundum mun djassskotnari en mig minnti að hann væri. Það má heyra langa snar- stefjaða spunakafla, flóknar taktskiptingar sem minna jafnvel á skosku sveitina Gentle Giant, að ekki sé minnst á rólega seiðandi tóna, fyrir utan litlu stubbana sem skapa skemmtfleg uppbrot. Þursamir áttu drjúgan þátt í að endurvekja áhuga þjóðarinnar á sérkennilegum Ijóðum manna á borð við Leiralækjar-Fúsa og Æra- Tobba með þessari plötu, sem einnig skartar alls kyns lausavísum og framsömdum Ijóða- komum. Það má upplýsa það hér að þegar Þursabitið var endurútgefið á geislaplötu 1992 vora gerðar smávægilegar textabreytingar á fyrsta og þriðja versi lagsins Sigtryggur vann, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Þursabit er sennilega besta plata Þursaflokks- ins eins og hann var í byrjun, en gæti eins verið er ekki síðri plata þótt hún sé um margt gjör- ólík. Á hljómleikum 1980 ★★★ Þriðja plata Þursaflokksins er ekki eins góð og hinar fyrri. Aðalorsökin er hversu slæmur hljómurinn er, en upptakan var gerð á hljóm- leikum í Þjóðleikhúsinu 19. maí 1980 og hefur ekki heppnast nógu vel. Platan er þó ekki al- slæm og þar ræður einkum tvennt. Ánnars veg- ar ber hún þess merki hversu þétt og góð spila- mennska Þursaflokksmanna var ætíð á tón- leikum. Það var jafnan hrein unun að fara á tónleika sveitarinnar og fylgjast með henni fremja tóngaldur sinn. Hins vegar geymir plat- an hina óborganlegu pönkútfærslu Tómasar Tómassonar á gamla sjóaraslagaranum Jón var kræfur karl og hraustur, með kómísku innskoti úr Föðurbæn sjómannsins. Tónlistin skiptist nokkurn veginn til helminga í lög af fyrstu tveimur Þursaplötunum og nýja tónlist, þ.e. lög við ljóðin Orðsending eftir Ára Jósefsson þar sem Karl fer mikinn á Hammondinn og Norður við íshaf (grasljóð VIII) eftir Sigurð Pálsson, léttdjassaður vals þar sem Karl grípur í harm- onikuna og Þórður fer á kostum, aukinheldur Sjónvarpsbláminn, lag Egils við eigin texta. Grettir söngleikur 1981 ★★ Þursaflokkurinn samdi m.a. tónlist við ballett sem íslenski dansflokkurinn sýndi á Norður- löndunum og í kjölfarið fylgdi mikil Mjómleika- ferð um norðanverða Evrópu. Eftir heimkomuna lögðust Þursar í leik- húsvinnu með Þórarni Eldjám og leikurum LR. Afraksturinn var söngleikurinn Grettir sem skilaði m.a. laginu Gegnum holt og hæðir, sem kallast Söngur Gullauga í söng- leiknum. Ennfremur kom Þursa- flokkurinn við sögu i kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og lék þar lagið í speglin- um við Ijóð Einars Más Guðmunds- sonar Þögull eins og meirihlutinn. Gæti eins verið... 1982 ★★★★★ Um líkt leyti risu Stuðmenn úr dvala, gerðu hina rómuðu mynd Með allt á hreinu og settu á stofn hljóðverið Grettisgat í bakgarðinum hjá Agli. Þar upphófst mikil tónlist- arframleiðsla, bæði þeirra sjálfra og annarra. Einkum nutu pönkarar og nýbylgjusveitir góðs af og tóku meðlimir Þursaflokksins nokkurn þátt í að móta verk sumra þeirra. Þetta samkrall hafði sín áhrif og er ekki örgrannt um að veralegra nýbylgjuáhrifa gæti á síðustu plötu Þursaflokksins Gæti eins verið og þar nær sköpunargleði Þursa- flokksins hámarki. Karl Sighvatsson hafði sagt skilið við flokkinn nokkru eftir Þjóðleik- hústónleikana og sömuleiðis Rúnar Vilbergsson. Það kom því í hlut Tómasar og Egils að annast hljóm- borðin, sem leika afar stórt hlutverk á Gæti eins verið. Reyndar var raf- magnspíanóið það hljóðfæri sem fylgdi Agli allan Þursatímann og þess vegna ósköp eðlilegt að hann tæki sæti hljómborðsleikara þegar hér var komið sögu. Af lagasmíðun- um er það helst að segja að Þurs- amir era skrifaðir sameiginlega fyrir tveimur lögum, hlutur Egils er sýnu mestur því hann samdi 6 af 9 lögum, Ásgeir trommari sýndi á sér nýja hlið með hinu eftirminnilega lagi Þögull eins og meirihlutinn, Eggert Þorleifsson lagði til skondinn texta Sérfræðingar segja og Gegn- um holt og hæðir við texta Þórarins Eldjárn úr Gretti féll að heildarmyndinni eins og flís við rass. Það má segja að Þursaflokkurinn hafi hætt á hátindinum. Þeir höfðu geflð út sína heilsteypt- ustu plötu og vora farnir að uppskera aðdáun ungra sem aldinna þegar merkið var lagt niður. Að vísu átti að koma ein plata til viðbótar og upptökuvinnan komin í gang haustið 1982. Mun eitt lag frá þeim tíma, Fjandsamleg návist II, hafa ratað á Tifa Tifa, fyrstu sólóplötu Egils Ólafssonar, sem kom út 1991. Enn er ógetið þriggja laga sem hljómuðu í mynd Hrafns Gunnlaugssonar Okkar á milli (í hita og þunga dagsins) sem Þursarnir era skrifaðir fyrir. Mér segir svo hugur að þar hafi Egill og Tómas ráð- ið ferðinni, enda vora þeir nánast orðnir einii' eftir því hinir vora ýmist hættir eða fastir í öðr- um verkefnum undir það síðasta. Seinna í þessum mánuði er væntanleg safn- plata með úrvali þekktustu laga Þursaflokks- ins, en það sem sætir mestum tíðindum er án efa sú staðreynd að í kvöld ætlar Hinn íslenski Þursaflokkur að stíga á svið og kveða við raust. Það hafa Þursamir ekki gert síðan þeir komu saman til að heiðra minningu félaga síns Karls J. Sighvatssonar í júní 1992. Þursarnir eiga einnig lög á plötunum: Rokk í Reykjavík 1981 *** Okkar á milli (í hita og þunga dagsins) 1982 * Minningartónleikar Karls J. Sighvatssonar 1992 ****
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.