Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAFN HJALTALÍN, Vanabyggð 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkarhúsinu á Akureyri að kvöldi fimmtudagsins 8. júní. Guðmundur Magnússon, Sigrún Hjaltalín, Vaka Hjaltalín, Friðrik Hjaltalin, Svava Þ. Hjaltalín, Ingvar Rafn Guðmundsson, Svala Fanney Njálsdóttir, Salome, Sigrún, Unnur, Katrín og Sunneva t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR M. RICHARDSON, Engimýri 7, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 8. júní. Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Jens Kristinsson, Sigríður Dísa Gunnarsdóttir, Gunnar Einarsson, Gunnar Hrafn Richardson, Rósa Þóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR JÓHANNESSON útgerðarmaður, Skólavegi 71, Fáskrúðsfirði, lést á Sjúkrahúsinu Neskaupstað aðfaranótt föstudagsins 9. júní. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, ANNA GUÐSTEINSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 56, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 30. maí sl. Útför hennar var haldin í kyrrþey 9. júní frá Fossvogskapellu. Fyrir hönd barna minna, tengdadóttur, barnabarna og ömmu þeirra. Rúnar Bjarnason. t Okkar bestu þakkir fyrir innilega samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU INGIMUNDARDÓTTUR, áður Sörlaskjóli 7, Sérstakar þakkir til starfsfólks á K-1, Landa- kotsspítala. Guðmundur Már Brynjólfsson, Sesselja Þorbjörg Jónsdóttir, Hallvarður Ferdinandsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir og kveðjur færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA GÍSLASONAR frá Helgafelli, Fellahreppi, Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins Egilstöðum. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Helgadóttir, Bragi Gunnlaugsson, Gísli Helgason, Björn Helgason, Anna Sigríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RAGNHILDUR ELÍASDÓTTIR + Ragnhildur El- íasdóttir fæddist 22. nóvember 1923. Hún lóst á Land- spítalanum í Foss- vogi 24. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 2. júní. Elskuleg frænka mín Ragnhildur Elíasdóttir er látin. Hún veiktist 20. maí sl. og var strax Ijóst að um bata yrði ekki að ræða og því varð hvfldin Ijúf að kvöldi miðvikudagsins 24. maí. Mæður okkar Rögnu frænku, eins og ég kallaði hana, voru systur og kært á milli þeirra, en Steinunn móðir hennar bjó í Reykjavík en við úti á landi. Samskipti fjölskyldna okkar voru því lítil og ég kynntist þessu frændfólki mínu fyrst er ég kom til Reykjavíkur og þau kynni urðu meiri og betri með hverju ári. Ég man Steinunni best á Bústaðavegi þar sem heimili hennar stóð ætíð opið öllum ættmennum hennar og þar var Ragna með Ella sinn lítinn, sólar- geislann í lífi mömmu sinnar og ömmu. Ragna var Reykjavíkurmær, fædd og uppalin hér í borg, elst sex systk- ina og lifa þau systur sína Jón, Val- gerður, Höskuldur, Guðrún og Hilm- ar. Þegar Ragna var 13 ára missti hún föður sinn, en frænku minni tókst að halda heimilinu saman og veita börnum sínum gott uppeldi. Öll fóru systkinin að vinna svo fljótt sem geta leyfði. Ragna fór ung að vinna í Versluninni Vík á Laugavegi og vann þar lengi, en mörg síðustu starfsár sín vann hún skrifstofustörf hjá Eimskipafélagi Islands. Öllum störfum sínum sinnti hún af alúð og samviskusemi, og frítíma sínum varði hún til listsköpunar þar sem hæfileik- ar hennar komu skýrt í ljós við út- skurð, málun og fleiri handmenntir. Mörg eigum við frændfólkið lítið mál- verk eftir hana sem er okkur dýrmæt eign og minning um góða konu. Gjaf- mfldi og hjálpsemi var henni í blóð borin. Mér er enn í fersku minni þegar ég kom heim af fæðingar- deildinni með eldri son minn fyrir rúmum 40 árum, ekki svo ung að árum en slöpp og fá- kunnandi, þá kom hún óumbeðin og aðstoðaði mig. Þannig var Ragna frænka alla tíð. Elsku Elli. Þú hefur nú á nokkrum mánuð- um misst konumar tvær sem þú unnir mest, og þú, Ólafur minn, misst móður og ömmu. Megi birta vorsins lýsa ykkur í sorginni og veita ykkur þrek og þor. Blessuð sé minning mætra kvenna. Ólöf Jónsdóttir. Elsku Ragna. Tómlegt verður nú án þín. Þegar ég rifja upp stundimar sem við áttum saman man ég mest eftir því hversu góð manneskja þú varst, ósérhlífin og alltaf að hugsa um fólkið í kringum þig. Sérstaklega man ég eftir hversu hjálpleg og yndisleg þú varst við mig fyrst eftir að amma Steinunn dó. Þá hvíslaðir þú svo oft að mér nokkrum huggandi orðum sem hlýjuðu og styrktu. Þú varst sérstaklega listræn, frændrækin og félagslynd. Alltaf lagðir þú þig fram við að reyna að gleðja alla. Þú varst einstök og ég man hvað mér þótti merkilegt að þú skyldir hafa tekið bflpróf á efri ámm. Ég dáðist að dugnaðinum í þér. Ég vfl þakka fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og fjölskyldu mína í Sví- þjóð. Innilegar samúðarkveðjur til Ella, Ólafs og fjölskyldu og Sigurgeirs sem misst hafa mikið. Blessuð sé minning þín. Tinna Harðardóttir. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON + Guðmundur Benediktsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1920. Hann lést á Landspitalan- um í Fossvogi 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Lánogharmurlífiðer, sem ljúfur guð oss veitir, en alla jafna sérhvað sér og sinni stefnu breytir. Þeim sem tók og þeim sem gaf vér þökkum ljúfu geði, þótt falli tárin augum af, ogeinsívorrigleði. Vér kveðjum þig með klökkri lund ákvöldiæviþinnar, en lífsins hefúr langa stund með ljóma snilldarinnar æ staðið þungri stöðu í. Kn störf þau fymast eigi, en ókominna alda ný áýtalýsavegi. Sé þér indæl sigruð þraut, séþérhreinnogfagur eftir runna aldursbraut aftann lífs sem dagur. Vér biðjum guð þér blessun Ijá, bams með huga klökkum, er vinnustörfum víkur frá með virðing, heiðri og þökkum. (Kristján Jónsson) Elsku Mummi, við erum þakklát fyrir að hafa fengið notið samfylgdar þinnar. Hvfl þú í friði. Erla og Örn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. RANNVEIG ÞORMÓÐSDÓTTIR + Rannveig Ingi- björg Þormóðs- dóttir fæddist á Ak- ureyri 26. maí 1933. Hún lést á Akureyri 29. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 5. júní. Elsku amma. Ég er enn að átta mig á því að þú sért farin úr þessu lífi og komin á stað okkur æðri, þar sem aðeins er gleði og hamingja. Þormóður hefur tekið vel á móti þér eftir þennan langa aðskilnað. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Rauðafelli, Bárðardal, Lyngheiði 9, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Helga Haraldsdóttir, Egill Gústafsson, Vigdís Gústafsdóttir, Jón Gústafsson, Björn Gústafsson, Eysteinn Gústafsson, Svanborg Gústafsdóttir, Vörður Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lotta Wally Jakobsdóttir, Herborg ívarsdóttir, Ég var átta ára þeg- ar ég hitti þig fyrst, þú tókst svo vel á móti mér inn í þitt líf. Þú áttir svo mikla ást og væntumþykju að gefa. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið hluta af henni. Aldrei gerðirðu upp á milli okkar systkin- anna, það skipti aldrei neinu máli þó ég hafi fylgt tengdadótturinni frá fyrra hjónabandi. Það er alveg ómetan- legt að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og hvattir mig áfram. Þegar ég eignaðist börnin mín tókstu jafn vel á móti þeim og þú tókst á móti mér. Ég kem til með að búa að því alla ævi hversu velkomin ég var inni í þína fjölskyldu. Þér var annt um alla sem þú hittir, þú dæmdir aldrei fólk og hugsaðir alltaf fallega til allra. Enn og aftur langar mig að þakka þér fyrir að vera amma mín. Minning þín kemur til með að lifa í hjarta mínu alla tíð. Mér þykir vænt um þig. Þín Herborg Rósa. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.