Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Höggmyndgarður verður opnaður að Sólheimum í Grímsnesi í dag
HÖGGMYNDAGARÐUR
Sólheima verður opnaður
með viðhöfn. Björn
Bjarnason menntamála-
ráðherra opnar garðinn formlega og
afhjúpar við það sama tækifæri
tíundu höggmyndina sem garðinn
prýðir, sem er Járnsmiður Ásmund-
ar Sveinssonar. Þá er einnig opnuð
sögusýning um 70 ára sögu Sólheima
og stendur sú sýning yfir í allt sumar.
Höggmyndagarður Sólheima er að
sögn forsvarsmanna eini staðurinn á
Islandi þar sem finna má eins konar
yfirlitssýningu á verkum upphafs-
manna íslenskrar höggmyndalistar.
Upphafið að mótun garðsins má
rekja til ársins 1987 þegar Sólheimar
reistu höggmyndina Verndarengillin
eftir Einar Jónsson sem þakklætis-
vott við Lionsklúbbinum Ægi á 30
ára afmæli Lionsklúbbsins. Ægir
hefur frá stofnun lagt Sólheimum lið
og vildu íbúar með þessu sýna þakk-
læti sitt í verki. Það var síðan sumar-
ið 1990 á 60 ára afmæli Sólheima að
Reykjavíkurborg færði íbúum högg-
myndina Barnaheimilið eftir dönsku
listakonuna Tove Ólafsson. Stuttu
síðar fæddist hugmyndin að högg-
myndagarði.
„Það var í júh'mánuði þetta ár,
stuttu eftir afmæli Sólheima, að ég
skoðaði yfirlitssýninguna Islensk
höggmyndalist 1900-1950 sem hald-
in var á Kjarvalsstöðum,“ segir Pét-
ur Sveinbjarnarson, stjómarformað-
ur Sólheima. „Mér var ofarlega í
huga að Sólheimar áttu nú orðið tvær
höggmyndir og þegar ég skoðaði
sýninguna rann Jaað mér til rifja að
almenningur á Islandi hafði hvergi
aðgang að yfirlitssýningu, eða eins
konar sýnishomi, af fyrstu 50 árum
íslenskrar högmyndalistar."
Pétur viðurkennir að það hafi
óneitanlega haft áhrif á hugmynd
sínaað Sólheimar áttu á þessum tíma
þegar orðið tvær höggmyndir.
Verndarengillinn féll vel undir skil-
greininguna um brautryðjendur ís-
lenskrar höggmyndalistar og Bama-
heimilið tengdist þessu tímabili á
vissan hátt því Tove Ólafsson var gift
Sigurjóni Olafssyni, einum braut-
ryðjendanna, og stundaði högg-
myndagerð hér á landi.
Misjafnar viðtökur
Hugmyndin um höggmyndagarð
að Sólheimum fékk misjafnan
hljómgmnn í fyrstu og segir Pétur
stundum hafa verið á brattan að
sækja. Sumir hafi hlegið að þessum
bamaskap, aðrir hafi gjaman vilja
aðstoða Sólheima en talið ryksugur
og rafmagnstæki heppilegri gjafir en
höggmyndir. „Það er enginn launung
að það var ágreinmgur um þessar
hugmyndir," segir Óðinn Helgi Jóns-
son, framkvæmdastjóri Sólheima, og
kveður þetta jafnt eiga við um íbúa
Sólheima sem aðra.
„Hvers vegna átti líka að reisa
höggmyndagarð á Sólheimum? Þetta
var hlutur sem kostaði mikla fjár-
muni,“ segir Óðinn Helgi og telur
nú ríkja með höggmyndagarðinn á
Sólheimum. „íbúar eru mjög ánægð-
ir með stytturnar sínar, en það er
misjafnt eftir hverjum og einum
hvaða verk er í mestu uppáhaldi.
Rökkur eftir Nínu Sæmundsson er
til að mynda í uppáhaldi hjá mörg-
um,“ segir Óðinn Helgi. „Þetta er
náttúrulega mjög fallegt verk. Það er
svolítið sérstakt og svo er staðsetn-
ing þess líka áberandi.“
Það verk sem mestrar væntum-
þykju nýtur er þó Vemdarengill Ein-
ars Jónssonar. „Menn minnast nátt-
úrlega Lionsklúbbsins Ægis gagn-
vart þessu verki og svo má líka segja
að þetta sé einskonar táknrænn tívur
um þessa litlu byggð okkar og samfé-
lag,“ segir Óðinn Helgi.
Að sögn Péturs á nafnið ekki síður
vel við þar sem Sesselja kallaði
Lionsmennina jafnan verndarengl-
ana sína.
Heiti Barnaheimilisins eftir Tove á
þá ekki síður vel við Sólheima sem í
upphafi voru bamaheimili umkomu-
lausra bama. Sólheimar hafa síðan í
gegnum tíðina þróast yfir í vistvænt
byggðarhverfi þar sem 40 af 100 íbú-
um em fatlaðir. BamaheimiUð var
valið af Davíð Oddssyni, þáverandi
borgarstjóra Reykjavíkur, í tilefni að
60 ára afmæli Sólheima og segir Pét-
ur þau Davíð og Ástríði Thorarensen
hafa verið einstaka velgjörðarmenn
Sólheima alla. tíð. Verkinu var fund-
inn staður þar sem Sesselja hóf starf
sitt í tjaldi sumarið 1930.
Við gerð höggmyndagarðsins hef-
ur verið lögð áhersla á að verkin
haldi sömu stærð og frummyndirnar.
Pétur segir sumum bregða í brún er
þeir heimsæki garðinn fyrst því fólk
haldi gjaman að myndirnar séu tölu-
vert stærri. „Við höfum hins vegar
lagt áherslu á að myndirnar séu al-
mennt í sömu stærð og listaverkin
sjálf. Fólk getur þannig séð verkin í
sinni upphaflegu stærð, þó auðvitað
séu undantekningar þar á, og mun
þetta, að mínu mati, veita garðinum
sérstakt gildi þegar fram í sækir,“
segir Pétur.
„Höggmyndagarðurinn hefur
fengið alveg gífurlega jákvæð við-
brögð. Að hér skuli vera saman kom-
in á einum stað svona mörg högg-
listaverk eftir þessa þekktu
listamenn held ég að geri garðinn
einstakann á íslandi,“ segir Óðinn
Helgi.
Pétur tekur í sama streng. „Nú,
hin síðari ár, hefur sú skemmtilega
þróun síðan átt sér stað að ýmsir þeir
sem sækja Sólheima heim era farnir
að tala um nauðsyn þess að halda
þessu verki áfram," segir Pétur og
neitar því ekki að fleiri höggmyndir
kunni að bætast í garðinn. „Eg er til
dæmis sannfærður um að það verður
eftirleiðis auðveldara fyrir okkur að
fá aðila til að leggja okkur lið. Það er
því stefnt að því núna að reyna að
setja upp eina nýja höggmynd á
hverju ári og ætli verk eftir Guð-
mund Benediktsson sé þá ekki næst í
röðinni."
Morgunblaðið/Ásdís
Óðinn Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri Sólheima, við Útlaga Guðmundar frá Miðdal. Óð-
inn segir íbúa Sólheima almennt listræna og því ríki ánægja með höggmyndagarðinn.
U'
J
Morgunblaðið/Ásdís
Rökkur, höggmynd Nínu Sæmundsson er í uppáhaldi hjá mörgum, enda verkið sérstakt og
staðsett á áberandi stað. I bakgrunni má sjá Torso Marteins Guðmundssonar.
„Menning og list-
ir alltaf í háveg-
um hafðar“
Sólheimar í Grímsnesi eiga sjötugsafmæli á þessu ári og standa
íbúar fyrir ýmsum uppákomum af því tilefni. I dag er til að mynda
opnaður höggmyndagarður Sólheima, þar sem fínna má verk tíu
listamanna, þar af níu verk eftir brautryðjendur í höggmyndlist.
áhuga íbúa að að hafa
menningu í kringum sig
hafa ráðið þar miklu um.
Höggmyndagarðurinn
nýtist þá bæði þeim sem
þar búa og eins geti hann
laðað að gesti.
Sólheimar vora stofn-
aðir 5. júlí 1930 af Sess-
elju Hreindísi Sigmunds-
dóttur sem barnaheimili
fyrir umkomulaus böm.
Frá upphafi hefur verið
lögð töluverð áhersla á
menningar- og listalíf á
Sólheimum og segir Óð-
inn Helgi granninn að
höggmyndagarði Sól-
heima kunna að liggja í
því starfi. „Menning og
hstir hafa alltaf verið í
hávegum hafðar á Sól-
heimum. Elsta áhuga-
mannaleikfélag á íslandi
byijaði til að mynda að
færa hér upp leikverk
1931 og síðan hefur einn-
ig verið lagt stund á
myndlist, tónlist, skap-
andi handverk og svo
kallaða hryn- eða hreyfí-
list sem byggir á kenn-
ingum Rudolf Steiners,"
segir Óðinn Helgi og
kveður íbúa almennt list-
hneigða.
Á Sólheimum er einnig
starfræktur menningarsjóður og má
rekja tilurð hans til þess er breytt
var um atvinnustefnu Sólheima og
vemduðum vinnustöðum staðarins
breytt í sjálfstæð fyrirtæki. Með
þeirri breytingu var fyrirtækjunum
gert að greiða árlegan skatt til Sól-
heima þannig að búa mætti staðinn
listaverkum og listmunum.
„Þetta hefur gengið eftir þannig að
á hveiju ári höfum við eignast nokk-
ur listaverk og það safnast þegar
saman kemur,“ segir Pétur og telur
að listaverkaeign Sólheima væri mun
Morgunblaðið/Ásdís
Vemdarengill Einars Jónssonar er fyrsta
höggmyndin sem Sólheimar eignuðust og
reistu íbúar hana til að sýna Lionsklúbbnum
Ægi þakklæti sitt í verki.
fátæklegri í dag ef ekki hefði verið
gripið til þessa ráðs. Hann segir
verkunum flestum vera komið fyrir í
þjónustubyggingum og gistiheimil-
um staðarins svo að sem flestir geta
notið þeirra.
Jákvæðara viðhorf í dag
Þótt hugmyndir um höggmynda-
garð á Sólheimum hafi fengið mis-
jafnar viðtökur í upphafi og margir
talið brýnni verkefni bíða Sólheima
en að höggmyndagarður er viðhorf
til garðsins ólíkt jákvæðara í dag.
„Eftir því sem verkunum fjölgaði
varð þetta auðveldara í fram-
kvæmd,“ segir Pétur og Óðinn Helgi
tekur í sama streng. „Ég held að
menn hafi í fyrstu aðallega óttast að
verið væri að safna fjármagni í högg-
myndir sem annars gæti nýst í aðra
þjónustu hér,“ segir Óðinn Helgi.
„Síðan held ég að menn hafi áttað sig
á því að hér er um hreina og klára
viðbót að ræða. Stuðningsaðilar og
velunnarar Sólheima gefa þessi verk
af einskærum velvilja í viðbót við
annað.“
Hann nefnir sem dæmi að að-
standendur flestra listamannanna,
sem allir era látnir, hafi sýnt Sól-
heimum þann skilning og velvilja að
gefa eftir höfundarlaun sín. Þá hafi
íyrirtæki og félagasamtök gefið Sól-
heimum kostnaðinn við gerð á af-
steypum af listaverkunum. „Fyrir-
tæki hafa brugðist vel við óskum
okkar, sýnt framsækni og þótt fram-
takið jákvætt lyrir íslenska menn-
ingu. Það kom okkur á óvart að fjár-
mögnun verkanna var einfaldari en
við héldum."
Hann segir vinnuna við að afla
verkanna hafa verið í höndum Sól-
heima sjálfra og telur ekki ólíklegt að
með velvild stuðningsaðila hafi tekist
að reisa garðinn fyrir minna fjár-
magn en ef aðrir hefði staðið að verk-
inu. Gífurleg vinna liggur að baki
endurgerð hverrar höggmyndar og
tekur vinnuferlið marga mánuði.
Ákveða þarf hvaða listamaður verði
næstur í röðinni og hvaða verk verði
valið, auk þess sem undirbúa þarf
verkið undir afsteypu. Flest verk-
anna hafa verið steypt í brons hjá
Burleighfield Arts í Þýskalandi, en
tæknilega ráðgjöf við gerð högg-
myndanna veitti Helgi Gíslason
myndlistamaður.
„íbúar ánægðir með
stytturnar sínar“
Óðinn Helgi segir almenna ánægju