Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 59 I DAG Arnað heilla Or| ÁRA afmæli. í dag, Olaugardaginn 10. júní, verður áttræður Krist- inn Guðmundsson hús- gagnasmiður, Gullsmára 5, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Ása Stína Ing- ólfsdóttir, eru að heiman. BRIPS Vmsjón Guðmundur I'áll Arnai-son ERU tveir snilhngar í pari einum of mikið af því góða? Þetta er erfið spuming og við skulum byrja á einni létt- ari, sem snýst um útspil. Lesandinn er í vestur með þessi spil: Vestur «8 VD9865 ♦ K9865 +53 Vestur gefur; NS á hættu. Vestur Norður Austur Suður Pass llauf Pass lspaði 2grönd 3spaðar 4 tíglar 4spaðar Pass Pass Pass NS spila eðlilegt kerfi, svo stökk þitt í tvö grönd sýnir a.m.k. 5-5-skiptingu í rauðu litunum. Hvert er útspilið? ímyndaður snillingur í sæti vesturs gæti hugsað á þessa leið: „Makker styður tigulinn, svo þar er tæplega mikið að hafa - kannski einn slag. En ef austur er langur í tígli er hann kannski stuttur í hjarta. Hann gæti átt ein- spil, eða mannspil annað, til dæmis Kx. Þá væri aldeilis gott að koma út í hjarta, brjóta strax slag á litinn og undirbúa um leið jarðveginn fyrir stungu. Makker þarf líklega hvort sem er að eiga slag á tromp, kóng eða ás, svo þetta virðist hvassasta byrjunin. Ég spila út hjarta.“ Norður + RG102 » A3 ♦ 1?G4 + AKG2 Vestur Austur +8 +543 ♦D9865 vG1072 ♦ K9865 +Á10 +53 +D1086 Suður +ÁD976 »K4 ♦ 732 +974 Þessi röksemdafærsla er alls ekki fráleit, en á hinn bóginn gefur hún austri tækifæri tíl að senda frá sér gamalkunnugt eiturskeytí: ..Fyrirgefðu makker, að ég skyldi ekki taka undir hjart- að - þú hefðir þá kannski hitt á tígulinn út.“ Þetta spil er í bók eftír Al- an Falk og það er bandaríski spilarinn Jim Jacoby (1933- 1991) sem sagði fjóra tígla á austurspilin. Vestur er ekki nefndur á nafn, enda tæp- lega snillingur, því hann kom út með tígul og spilið fór nið- ur á stungu. Jacoby uppskar verðskuldað hrós, þvi vissu- lega er útspilsábending hans snjöll. En stóra spurningin er samt sem áður þessi: Hefði Jacoby sjálfur spilað út tígli frá vesturhendinni? O A ÁRA afmæli. í dag, O U laugardaginn 10. júní, verður áttræður Ottó A. Michelsen, fyrrv. for- stjóri IBM á íslandi, Miðleiti 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Gyða Jónsdóttir. Þau eru að heiman í dag. f? A ÁRA afmæli. í dag, ÖU laugardaginn 10. júní, verður sextugur Páli Trausti Jörundsson bygg- ingameistari, Seiðakvísl 15, Reykjavfk. Eiginkona hans er Inga I.S. Vilhjálmsdóttir. Þau eru stödd erlendis á af- mælisdaginn. Með morgunkaffinu Mér fínnst dómarinn vera mjög sanngjam. Er þetta nú alveg satt; COSPER SKAK Umsjón llelgi Áss Grótarsson Hvítur á leik. MEÐ góðum endaspretti tókst ■enska stórmeistar- anum . Michal Adams (2715) að ná öðru sætí ásamt Al- exei Shirov á ofur- mótínu í Sarajevo. Meðfýlgjandi staða er frá viðureign hans í síðustu um- ferð við rússneska stórmeistarann Al- exander Morozev- ich (2748). 30.Rxg7! Dc3 Hvorki 30...Kxg7 31.Rxe6+ Kh7 32.Dh3+ né 30...Bd7 31.RÍ5 hefðu forðað svörtum frá tapi. 31.Rxe8 og svartur gafst upp, enda manni undir. LJOÐABROT Skuggabjörg Manstu gamla marið? Manstu ólánsfarið? Verður hjartað varið? Vonlaust! Eina svarið. Sérðu æviijósið lækka, logann flökta um skarið? Sérðu rökkvann - húmið hækka? Heyrðu! - Það var barið. Yndi bernskuára, ellikvíðann sára, lífsins gullnu gára gleypir tímans bára. Liðin stund er manni mörgum minning húms og tára. Skammt er heim að Skuggabjörgum. Skellum undir nára. Stefán frá Hvítadal. STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake TVIBURAR Þú ert ævintýragjarn og kannt hvergi betur við þig en á nýjum slóðum, þar sem framandi hlutir eru á hverju strái. Hrútur (21. mars -19. apríl) Heilbrigð sál þarf hraustan líkama. Taktu þig nú á og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig. Reglulegar gönguferðir eru andleg og líkamleg upp- lyfting. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki ásókn annarra slá þig út af laginu. Farðu þér hægt og leyfðu fólki að sanna sig áður en þú hleypir því að þér og gefur því vináttu þína. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) VK Það er í mörgu að snúast þessa dagana og væri óvit- laust að skrifa tossalista svo ekkert verði nú útundan. Rað- aðu hlutunum líka í forgangs- röð. Krabbi (21. júní-22.júlí) Gættu þess að enginn verði útundan, þegar þú iætur ljós þitt skína. Það gætí kostað erfiðleika, sem örðugt er að ieysa nema með miklum til- færingum. Ljón (23.júh'-22. ágúst) Það er ástæðulaust að efast svona um allar þínar ákvarð- anir. Gefðu þér tíma til þess að íhuga málin í ró og næði og komdu svo tvíelfdur til leiks. Mtiyja (23. ágúst - 22. sept.) <DSL Það er eins og allt nái að sleppa fyrir hom hjá þér í dag. En spennan er einum of. Reyndu að temja þér skipu- Iegri vinnubrögð sem skapa minnaálag. (23. sept. - 22. okt.) m Verkefnaskráin er í lengra lagi núna. En það er ekki um annað að ræða en bretta upp ermamar og taka svo hvem hlut fyrir sig og klára hann. Sporðdreki ^ (23. okt.-21.nóv.) MK Snúðu ekki baki við gömlum vini, sem leitar til þín og þarfnast hjálpar þinnar í dag. Mundu að einn góðan veður- dag kannt þú að vera í hans sporam Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) flk) Það er eins og þú getir ekki fengið stundlegan frið. Þú verður hreinlega að læsa að þér eða fara eitthvað, þar sem þú getur verið einn með sjálf- umþér. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4ðP Þeir era ýmsir sem bíða eftir því að heyra frá þér. Taktu þig nú saman í andhtínu og svar- aðu þeim erindum, sem þér hafa borizt að undanförnu. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) VJ5+ Láttu ekki aðra draga þig inn í eitthvað, sem þú ert ósáttur við eða stofnar hag þínum í tvísýnu. Hugsaðu þig vel um áður en þú undirritar eitthvað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum getur reynzt nauð- synlegt að grípa til aðgerða áður en allir hlutir era komnir í ijós. Reyndu samt að gera ekkert, sem getur skaðað þig. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HVERFISVERSLUN sem selur leikföng, gjafavörur, skólavörur, blöð, tímarit og margt fleira - ásaml Etýrri skóbúð í ör- um vexti til sölUu Verslunin er í verslunarmiðstöð í Rvík. 1— Upplýsingar í síma 893 2010 GALLABUXNA TILBOÐ - Stæröir 31 ”-44” verð áður 2+826-, nú aðeins 1+995- Lengri afgreiðslutími 10-16 á laugardögum í sumar PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.