Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 51
Ml MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 51 Safnaðarstarf Sumarmess- ur í Laugar- neskirkju INÆSTU sunnudaga og allt fram yfir miðjan júlímánuð taka mess- urnar í Laugarneskirkju á sig sum- I arlegt snið hvað varðar tímasetn- ingu og inntak. Messað verður kl. 19:30 á sunnudögum og verða messurnar sniðnar að þörfum fjöl- skyldufólks sem hefur í mörgu að snúast útivið á björtum sumardög- um, en þykir gott að koma til kirkjunnar í helgarlok til að fá veganesti fyrir komandi viku. Kór Laugarneskirkju mun leiða safnað- arsönginn úr kórdyrum og flygill- inn mun óma til jafns við orgelið. Guðspjallið verður endursagt með Biblíumyndum svo börnin hafi gaman af og prédikuninni verður tvískipt milli prests og leikmanns. Sá síðarnefndi fær fimm mínútur til að gefa söfnuðinum hlutdeild í lífi sínu og trú og svo mun prestur- inn flytja stutta útleggingu á Guð- spjalli dagsins frá púlti. Meðan á prédikun og altarisgöngu stendur er börnunum boðið yfir í safnaðar- heimilið eða út á kirkjulóð að leika sérí umsjá safnaðarfólks. Svo bíður okkar allra messukaffi og kakó á eftir en fjölskyldan getur verið komin heim ekki seinna en 21:00 svo allir komist á réttum tíma í rúmið. Er það von okkar að sem flest fólk finni samleið með Laug- arneskirkju í sumar. Sóknarprestur, sóknarnefnd og starfsfólk Laugarneskirkju. I Sumardagar í kirkjunni EINS og undanfarin ár verða guðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum hvern miðvikudag í júnímánuði. Guðs- þjónusturnar færast á milli kirkn- anna í prófastsdæmunum. Næsta Iguðsþjónusta verður í Neskirkju miðvikudaginn 14. júní kl. 14. Prestur er sr. Frank M. Halldórs- son. Á eftir verða veitingar í boði Nessóknar. Þessar guðsþjónustur eru sam- starfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar öldrunarþjónustudeildar og safnað- anna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einnig í félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem fléstir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir. Hátíðarmessa í Helga- fellskirkju Hátíðarmessa verður í Helga- fellskirkju á hvítasunnudag kl. 14:00 í tilefni kristnitökunnar og 1000 ára afmælis kirkjustaðarins, en talið er að kirkja hafi staðið að Helgafelli frá upphafi kristni hér á landi. Fyrrverandi prestar kirkjunnar munu taka þátt í messunni, ásamt St. Franciskussystrum og söng- fólki úr Hólminum. Sóknarprestur er séra Gunnar Eiríkur Hauksson. Kaffi verður eftir messu í Fé- lagsheimilinu að Skildi í boði Kven- félagsins Barkar í Helgafellssveit og sóknarnefndar Helgafellskirkju. Kolaports- messa HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur Morgunblaðið/Bryrgar Gauti Laugarneskirlq'a af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubygging- um með helgihald og fagnaðar- erindið og mæta fólki í dagsins önn. í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu annan hvíta- sunnudag, 12. júní, kl. 14. Prestarnir Jakob Ágúst Hjálm- arsson, Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Eygló Bjarnadóttir guðfræðinemi prédik- ar. Þorvaldur Halldórsson, Gréta Scheving og Laufey Geirlaugs- dóttir leiða lofgjörðina. í lok stundarinnar verður smurning og við minnumst þess er heilagur andi kom yfir lærisveina Jesú á hvíta- sunnudag fyrir tvö þúsund árum. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu þar sem hægt er að kaupa sér kaffi og dýr- indis meðlæti og eiga gott samfé- lag við guð og menn. Það eru allir meira en velkomnir. Dómkirkjan og miðbæjarstarf KFUM & K Kefas, Dalvegi 24. Laugardag- ' inn 10. júní. Samkoma fellur niður vegna móts dagana 9.-12. júní í Hlíðardalsskóla. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagurinn 13. júní: Almenn bænastund kl. 20:30. Miðviku- dagurinn 14. júní: Samverustund unglinga kl. 20:30. Föstudagurinn 16. júní: Bænastund unga fóksins kl. 19:30. Allir hjartanlega vel- komnir! Grindavíkurkirkja. Gospel-gleði á þúsöld nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Ffladelfía. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Richard Lundgren frá Noregi. Allir hjartanlega vel- komnir. Skráning á Aðallista VÞÍ Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Skráning Hlutafé Tilgangur skráningar Viðskipti Umsjónaraðili Skráningarlýsing Stjórn Verðbréfaþings íslands hf. hefur samþykkt að skrá öll hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga hf. á Aðallista VÞÍ þann 14. júní 2000. Auðkenni félagsins verður HL/SJOVALM. Hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga hf. nema 585.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru öll í einum flokki jafnrétthárra bréfa, þegar útgefin og greidd. Ekki verður gefið út nýtt hlutafé í tengslum við skráninguna. Eigin bréf félagsins námu 56.899.554 kr. þann 6. júní 2000. Hluthafar voru 865 þann 6. júní 2000. Tilgangur með skráningu Sjóvá-Almennra trygginga hf. á Aðallista Verðbréfaþings íslands hf. er að auðvelda viðskipti með hlutabréf í félaginu, gera verðmyndun öruggari, fjölga hluthöfum og gera upplýsingar um félagið aðgengilegri fyrir hluthafa, viðskiptavini og allan almenning. Viðskipti með bréf í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hafa farið fram á Opna tilboðsmarkaðinum frá 10. september 1992. FBA hefur milligöngu um skráningu félagsins á Aðallista VÞÍ. FBA er hluti af Íslandsbanka-FBA hf. Skráningarlýsingu má nálgast hjá umsjónaraðila og útgefanda: FBA, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, vefsíða www.fba.is Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, vefsíða www.sjova.is SJOVAÖnnALMENNAR rn n FBA er hluti af Íslandsbanka-FBA www.fba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.