Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 10

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 10
10 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur Bifreiða- stjóri fær ekki biðlaun HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest niðurstöðu héraðsdóms og sýknað íslenska ríkið af kröfu manns um biðlaun. Maðurinn hafði starfað sem bifreiðar- stjóri hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli frá 1971 til 1997, er starf hans var lagt niður. Maðurinn taldi sig eiga rétt til biðlauna og vísaði til þess að samkvæmt yfirlýsingu starfsmannahalds varnarliðs- ins frá 1977 hefðu launakjör sín átt að miðast við samninga um kjör bifreiðastjóra SVR, sem hefðu notið biðlaunarétt- ar. Réttindi stofnast einungis með lögum Hæstiréttur segir að fast- ráðning bifreiðarstjóra hjá varnarliðinu leiddi ekki sjálf- krafa til þess að biðlaunarétt- ur skapaðist þeim til handa. Slík réttindi gætu ekki stofn- ast nema samkvæmt lögum eða samningum og skýrum ákvörðunum atvinnurekenda. Hefði þurft að taka það fram í yfirlýsingu starfsmannahalds- ins, sem fulltrúar bifreiðar- stjóra samþykktu, ef biðlauna- réttur hefði átt að vera meðal starfskjara þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Heimsótti Bessastaði ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, tók í gær á móti Ding Guangen, ráðherra upp- lýsingamála í Kfna, á Bessastöð- um í gær en Ding er staddur í op- inberri hcimsókn hér á landi. Eftir fundinn á Bessastöðum hitti ráðherrann Geir H. Haarde, starfandi forsætisráðherra, og ræddu þeir tvíhliða samskipti ís- lands og Kfna, fjölmiðlalöggjöf, fjarskiptatækni o.fl. Niðurstaða Félagsdóms vegna skipa á svörtum lista Grundvöllur kannaður fyrir skaðabótamáli FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði á fimmtudaginn að löndunarbann á sautján tilgreindum loðnu-, síla- og kolmunaskipum sem Eining-Iðja stóð íyrir væri ólögmætt. Kröfu um að viðurkennt yrði að löndun og vinnsla á afla úr skipunum fæli ekki í sér verkfallsbrot var hins vegar vísað frá dómi. Löndunarbannið olli hlutaðeigandi útgerðum talsverðum vandræðum og þurftu skipin í sumum tilfellum að sigla langar leiðir til löndunar með tilfallandi kostnaði til að bjarga hrá- efni frá skemmdum. Leikreglur þurfa að vera skýrar Emil Thorarensen, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjai'ðar, segir að úrskurður dómsins komi honum ekki á óvart. „Niðurstaða dómsins er í samræmi við það sem við vorum búnir að lýsa yfir, að þetta væru ólög- mætar aðgerðir. Þessi niðurstaða verður vonandi lærdómsrík fyrir verkalýðshreyfinguna þó svo að hún hefði mátt vera skýrari. Þó segir dómsorðið allt sem segja þarf, þessi svarti listi var ólöglegur.“ Hvað framhaldið varðar segir Emil að þeir sem og aðrir muni sjálfsagt taka sér tíma til að skoða málið. „Það er afar mikilvægt að í framtíðinni beiti verkalýðshreyfingin ekki ólög- mætum aðgerðum. Við höfum lagt gróft mat á það hvað þessar aðgerðir hafa kostað okkur og maður er fljótur að reikna sig upp í háar tölur. Gróft áætlað er heildartekjumissir um 10- 15 milljónir ef við tökum inn í dæmið tíma sem tapaðist við siglingar og eins var Guðrún Þorkelsdóttir ekki send til síldveiða af þessum sökum en hún hefði eflaust náð heilum túr. Svo má náttúrulega ekki gleyma hlut áhafnanna sem töpuðu einnig á þessu öllu. Áhafnii’nar mótmæltu þessum aðgerðum kröftuglega en verkalýðs- forkólfarnir skeyttu því ekki. Það sem ég tel mikilvægast í þessu máli er að það er mjög mikilvægt fyr- ir atvinnustarfsemi í landinu að það séu til skýrar leikreglur til að fara eftir fyrir verkalýðsfélögin sem og at- vinnurekendur þannig að það sé ekki verið að valda skaða með ólöglegum aðgerðum." Grundvöllur fyrir skaðabótamáli Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, segir að í kjölfar úrskurðai’ Félagsdóms verði framhaldið athugað. „Það eru viss fyrirtæki sem eru að íhuga hvort þau muni höfða skaðabótamál vegna þess tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Það er búið að kanna hvort einhver grund- völlur er fyrir skaðabótamáli og það er þannig að framundan er vinna við það. Sú vinna hefst kannski ekki í dag og ekki á morgun en menn munu skoða þessi mál mjög vel hvort sem þeir munu láta reyna á þetta eða ekki. Það eru ekki aðeins útgerðarmenn sem hafa tapað á þessu, það eru líka sjómennimir. Því væri ekki óhugs- andi að útgerðarmenn og sjómenn höfðuðu sameiginlega skaðabótamál en það verður skoðað vel alla vega frá hendi útgerðanna. Það sem skiptir þó mestu máli núna er að það er búið að dæma þetta ólöglegt. Enda hefði annað verið fár- ánlegt þar sem það á ekki að vera hægt að átthagabinda skip. Við vilj- um meina að útgerð skipsins hafi ekkert með það að gera hvort verk- fall sé í landi, ef ekki er hægt að selja eða landa í einhveija verksmiðju vegna verkfalls þá er fáránlegt að banna það að báturinn geti farið ann- að þar sem ekki er verkfall.“ Margir kostir fólgnir í auknu samráði við almenning Sænskur ráðgjafí aðstoðaði við gerð áætlun- ar um mat á umhverfísáhrifum Kárahnúka- vlrkjunar. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Helenu Dahlgren-Craig. MIKIL áhersla er lögð á samráð við stofnanir, hagsmunasamtök, félög og almenning í því matsferli sem Landsvirkjun kynnti á fimmtudag vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar. Landsvirkjun hafði samráð við sænskt ráðgjafafyr- irtæki, VBB-VIAK, dótturfyrirtæki Swedish Consulting (Sweco), við mót- un þessara tillagna og mun fulltrúi þess, Helena Dahlgren-Craig, fylgja málinu eftir og sitja í sérstökum fag- Andlát RAFN HJALTALIN RAFN Hjaltalín bæjar- gjaldkeri á Akureyri og íþróttafrömuður lést að kvöldi 8. júní á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 68 ára að aldri. Rafn var fæddur 3. júní árið 1932 á Akur- eyri. Foreldrar hans voru Friðrik Hjaltalín verkstjóri á Akureyri og Svava Hjaltalín hús- freyja. Rafn lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1953, Hann nam guðfræði við Háskóla íslands á árunum 1954 til 1957. Hann lauk cand.phil. prófi þaðan árið 1954. Hann starfaði á bæjarskrifstofun- um á Akureyri 1959 til 1960 og var kennari við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og framhaldsdeildir hans á ár- unum 1961 til 1977, en aðalkennslu- grein hans var íslenska. Rafn varð bæjargjaldkeri á Akureyri árið 1977 því og gegndi hann starfi til æviloka. Rafn vann að ýmsum félags- og trúnaðar- störfum, hann sat í Stúdentaráði íslands árið 1956, var í stjóm Knattrpymusambands íslands á árunum 1954 til 1956 og aftur frá 1975 og til æviloka. Þá átti hann sæti í sóknar- nefnd Akureyrarldrkju 1979-1985, var í áfengis- varnanefnd Akureyrar 1974-1982 og í skóla- nefnd 1986-1990. Rafn var l.deildar dómari í knatt- spymu frá 1955 til 1983, þar af var hann einnig milliríkjadómari um tíu ára skeið. Hann hlaut Gullmerki Knattspymudómarafélags íslands árið 1976 og heiðurskross íþrótta- sambands íslands árið 1985. Eftirlifandi eiginkona Rafns er Sigrún Ágústsdóttir Hjaltalín og eignuðust þau þrjú böm. hópi sem annast á vinnu við sjálft umhverfismatið. Dahlgren-Craig sagði í samtali við Morgunblaðið að þátttaka hennar í verkefninu hefði komið til af því að Landsvirkjun hefði viljað fá utanað- komandi ráðgjafa til að koma með al- þjóðlegt sjónarhom í undirbúnings- vinnunni. „Og þeir leituðu til okkar, að hluta til vegna þess að í Svíþjóð er löng hefð fyrir framsækinni um- hverfislöggjöf og matsferli í tengsl- um við umhverfismat." Að sögn Dahlgren-Craig fólst hennar þáttur í undirbúningsvinn- unni m.a. í því að rýna í hugmyndir Landsvirkjunar um hvemig haga skyldi mati á umhverfisáhrifum og hvaða kröfur íslensk löggjöf gerði. Kom hún hingað til lands fyrr í vor til samræðna við forráðamenn Lands- virkjunar og einnig átti hún fund með þeim í Stokkhólmi. Var markmiðið að miðla þeirri reynslu sem menn hafa af þessum málefnum í Svíþjóð. Svíar komnir skrefinu lengra en Islendingar Aðspurð kveðst Dahlgren-Craig ekki vilja kveða svo fast að orði að taka undir að hennar fingraför sé að finna hvarvetna í tillögum Lands- virkjunar. Þvert á móti hafi afstaða Landsvirlqunar í upphafi einmitt verið afar sambærileg þeirri afstöðu sem Sweco hafi gagnvart mati á um- hverfisáhrifum, þ.e. að matið eigi að vera byggt á eins umfangsmiklu samráði og hugsast getur. Þar eigi jafnvel að ganga lengra en krafist er beinlínis í lögum um mat á umhverf- isáhrifum. Hún segir að þróunin hafi verið í þessa átt í Svíþjóð og í nýjum lögum um mat á umhverfisáhrifum, sem sett voru þar í landi í fyrra, hafi aukn- ar kröfur um samráð við almenning Morgunblaðið/Jim Smart Helena Dahlgren-Craig og hagsmunaaðila síðan verið festar í lög. Dahlgren-Craig hefur í vor skoðað nýja íslenska löggjöf um mat á um- hverfisáhrifum og segir hana upp- fylla kröfur Evróputilskipana og raunar vera mjög á sömu nótum og lög Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. „í Svíþjóð fylgj- um við einnig þessum tilskipunum en höfum hins vegar gengið skrefinu lengra, einkum með nýju löggjöfinni. Þar er lögð enn frekari áhersla á samráð um leið og vægi umhverfis- verndar er þyngt til muna.“ Betra að heQast handa fyrr en síðar á umhverfísþættinum Dahlgren-Craig er spurð að því hvaða hag fyrirtæki eins og Lands- virkjun hafi annars af því að auka samráð við almenning og hagsmuna- samtök. „Svarið við því er tvíþætt“ segir hún. „í fyrsta lagi er kastljós- inu með þessum hætti beint að um- hverfismálunum, sem er mikilvægt. Það er betra að taka á þeim snemma í ferlinu, þannig að hægt sé að grípa til aðgerða til að forða skaða á umhverf- inu, eða í það minnsta draga sem mest úr honum.“ Hún leggur áherslu á að fyrirtæki eins og Landsvirkjun græði sannar- lega mikið á þessu því það sé auð- vitað æskilegt að sjá fyrir fram hvaða hættur liggi í leyni. Einungis þannig sé hægt að bregðast við hættunum nægilega snemma. „I öðru lagi hefur Landsvirkjun hag af því að fólki sé Ijóst að fyrir- tækið setji þessi mál á oddinn. Að fyrirtækið muni vinna fyrir opnum tjöldum, hlýða á raddir almennings og hafa samráð við stofnanir og félög vegna tiltekinna framkvæmda," seg- ir hún. Vísar Dahlgren-Craig hér til þess hversu mikilvægt er að fyrii- tæki njóti trausts meðal almennings. Mun fyrst og fremst reyna að hafa yfirsýn og leiðbeina Aðspurð um það hvaða hlutverki hún muni hafa að gegna í sjálfu um- hverfismatinu leggur Dahlgren-Cra- ig áherslu á að hún muni ekki koma beint að því starfi, enda sé engin van- þörf á hæfu fólki hér á landi hvað það varðar. „Okkar hlutverk verður kannski frekar að reyna að hafa yfirsýn og tryggja að öllum skilyrðum sé hlýtt, vinnan sé unnin eins vel og hugsast getur, standist alþjóðlegan samjöfn- uð og reglur," segir hún. „Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, á meðan matið fer fram, að huga þurfi betur að tilteknum atriðum, miðað við þekkingu okkar á slíku umhverf- ismati annars staðar, verður hlut- verk okkar að benda á það.“ Dahlgren-Craig tekur undir það að miklar breytingar hafi orðið á síð- ustu árum hvað varðar afstöðu til umhverfismála. Eru sífellt gerðar meiri kröfur til þess að fram hafi far- ið mat á umhverfisáhrifum áður fen ráðist er í framkvæmdir. Hún segir það vissulega rétt að auknar kröfur valdi því að allt verði framkvæmdaferlið fremur þungt í vöfum og seinlegt. „Ég tel þó skilyrð- islaust að það sé nauðsynlegt að menn fari sér hægt við stórfram- kvæmdir. Á hinn bóginn mun í fram- tíðinni sjálfsagt reynast nauðsynlegt að finna einhvern milliveg milli um- hverfislöggjafar og annarra þátta,“ segir Helena Dahlgren-Craig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.