Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjallgöngu- menn komnir frá Grænlandi LEIFUR Örn Svavarsson og Guð- jón Marteinsson eru komnir heim eftir vel heppnaða för á tind For- els-fjalls á Grænlandi. Þeir Leifur og Guðjón eru einu íslendingarnir sem hafa klifið þetta 3.400 metra háa fjall sem er í jaðri Grænlands- jökuls. Leiðangurinn tók fjórar vikur og gengu þeir alls um 450 kílómetra. Leifur segir, í samtali við Morg- unblaðið, að ferðin hafi gengið í alla staði mjög vel. Helstu vand- ræðin hafi verið í upphafi þegar þeir voru að ganga að fjallinu og vont veður hamlaði því að hunda- sleði þeirra kæmist lengra. Þá ákváðu þeir að halda áfram fót- gangangandi og urðu að skilja nokkuð af búnaði sínum eftir. Leifur segir að þeir hafí tekið nokkra áhættu með því að halda áfram fótgangandi því veður var mjög vont, en gæfan hafí verið þeim hliðholl því strax daginn eft- ir hafi stytt upp og það sem eftir lifði ferðarinnar var að mestu sól og blíða. Leifur segir það hafa tekið tvo daga að klífa sjálft fjallið og að sú ganga hafi verið nokkuð erfið. Þeir hafi þurft að klífa nær átta- hundruð metra háan ísvegg í 55 bratta sem hafi reynst mjög krefj- andi með þann útbúnað sem þeir höfðu, en þegar þeir skildu við hundasleðann tóku þeir með sér lágmarksútbúnað sem samanstóð af skíðum, mannbroddum og ísöxi. Báru skíðin í sólskini síðasta spölinn Eftir að hafa náð tindinum gengu þeir niður aðra hlið fjalls- ins en þeir klifu og fóru 150 kíló- metra leið til þorpsins Kuumiit. Leifur segir að þeim hafi gengið greiðlega þessa leið, enda hafí skíðafæri verið mjög gott. Svæðið sé reyndar þéttsett fjallaskörðum og skriðjöklum og þeir hefðu þurft að styðjast við nýlegar loft- myndir til að komast leiðar sinn- ar, því kort af þessu sfbreytilega svæði væru eðlilega ónákvæm. Þegar þeir voru komnir niður að sjávarmáli var hlýtt veður og sólskin og mestallur snjór bráðn- aður og þurftu þeir að bera skíði sín síðustu 15 til 20 kílómetrana. Þeir dvöldu í Kuumiit tvær nætur og fengu svo far með heimamönn- um á báti til Kulusuk þaðan sem þeir flugu heim. ■ ■■ : Morgunblaðið/Guðjón Marteinsson Leifur Örn Svavarsson á tindi Forelsfjalls á Grænlandi. F j ármálar áðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar Gagnlegar ábendingar um kaup á sérfræðiþjónustu GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, segir að skýrsla Ríkisendur- skoðunar um kaup á sérfræðiþjón- ustu á vegum ríkisins feli í sér ýmsar ábendingar sem muni koma að gagni í framhaldinu við skoðun á fyrirkomulagi þessara mála. Geir sagði að það vildi þannig til að nefnd sem hann hefði skipað til þess að fara yfir lög og reglur um opinber innkaup væri nýbúin að skila áliti. Álitið væri til umfjöllunar í ráðuneytinu, en þar væri meðal annars fjallað um innkaup hins op- inbera á þjónustu og hluti af því væri auðvitað kaup á sérfræðiþjón- ustu og ráðgjöf. „Eg lít nú svo á að þessi úttekt Ríkisendurskoðunar sé ágætt innlegg í það mál og þar séu ýmsar ábendingar sem muni koma okkur að gagni í framhaldinu," sagði Geir. Hann benti á að mjög lítill hluti aðkeyptrar ráðgjafaþjónustu færi upp fyrir þau mörk sem útboð mið- aðist við, þ.e.a.s. þrjár milljónir króna eða 2,6% samkvæmt skýrsl- unni. Mikið af því sem þarna væri um að ræða væru alls kyns smá- verkefni sem mjög erfitt væri að bjóða út. Sérfræðilækniskostnaður TR inni í tölunum Hann benti einnig á að inni í þessum tölum væri sérfræðislækn- iskostnaður Tryggingastofnunar, sem tilheyrði sjúkratryggingum og væri auðvitað allt annars eðlis en venjuleg aðkeypt sérfræðiþjónusta. Sama gilti um kostnað menntamála- ráðuneytisins vegna lausráðinna kennara. Það væri flokkað sem sérfræðiþjónusta, en væri auðvitað ekki eitthvað sem boðið yrði út. Mörg hundruð milljónir af heildar- kostnaðinum fælust í þessu. Geir bætti við að hluti skýringar- innar á auknum tilkostnaði vegna sérfræðiþjónustu væri að farin hefði verið sú leið að færa ákveðna þætti frá ríkinu og kaupa þá frekar að. Það væri þannig alls ekki víst að þetta væri neitt óhagkvæmara í heildina tekið og þess vegna yrði að skoða þessa hluti í samhengi. „En í þessari skýrslu eru margar ágætar ábendingar og við munum auðvitað taka tillit til þeirra í fram- haldinu," sagði Geir ennfremur. Kröfum framboðs Astþórs Magnús- sonar hafnað HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum framboðs Ástþórs Magn- ússonar Wium vegna forseta- kjörs árið 2000 samkvæmt kæru sem Hæstarétti barst 26. maí sl. Kæran lýtur að þeirri ákvörð- un dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins frá 20. maí sl. að synja framboði Ástþórs Magnússonar um frekari frest til að leggja fram lista með tilskildum fjölda meðmælenda í Sunnlendinga- fjórðungi og að tiltekin atriði tengd kosningaundirbúningi hafi verið í andstöðu við ákvæði laga um kosningar til Alþingis, sem beitt verður eftir því sem við á um forsetakjör á árinu 2000. Þarna er vísað til laga um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Hélt kærandi því fram að óleyfilegar breytingar hafi verið gerðar á meðmælenda- listum framboðs kæranda og að viðhöfð hefðu verið slík ummæli í fjölmiðlum og annars staðar vegna framboðs hans að farið hafi í bága við ákvæði laganna. Kærð atriði falla ekki undir ákvæði laganna I úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að nokkur þau atriði sem tilfærð séu í kærunni falli undir ákvæði þessara laga. Þar segir einnig að fyrir liggi að skort hafi á það að nægilegur fjöldi meðmælenda úr Sunnlend- ingafjórðungi fylgdi framboði kæranda við lok frests. Úrskurður skipulagsstjóra rfkisins um nýj a j ar ð var mavirkj un í Bjarnarflagi Ráðist verði í frekara mat á umhverfisáhrifum ÞAR sem ekki hafa verið færð nægi- leg rök fyrir brýnni orkuþörf eða efnahagslegum ávinningi sem yfir- vinni sjónarmið ferðamennsku og náttúruvemdar, telur skipulagsstjóri ríkisins nauðsynlegt að ráðist verði í frekara mat á umhverfisáhrifum 40 MW jarðvarmavirkjunar í Bjamar- flagi í Skútustaðahreppi og 132 kV háspennulínu írá virkjuninni að Kröflustöð. Þetta em niðurstöður frumathugunar Skipulagsstofnunar sem birtar voru þann 7. júní sl. I niðurstöðunum kemur meðal annars fram að gögn frá fram- kvæmdaraðila, þ.e. Landsvirkjun, séu að ýmsu leyti óljós og misvísandi í veigamiklum atriðum í sambandi við umhverfisáhrif virkjunarinnar. Þann- ig sé til dæmis ekki ljóst hvaða áhrif virkjunin muni hafa á vatnsbúskap jarðhitakerfísins í Bjamarflagi. Fyr- irhugað er að affallsvatni frá virkjun- inni verði dælt niður um borholu við jaðar jarðhitasvæðisins og þannig eigi vatnið að berast aftur inn í jarð- hitakerfið og viðhalda þrýstingi þess. Gögn um tilgang og gagnsemi þessar- ar framkvæmdar telur skipulags- stjóri misvísandi og óvíst hvort og hvernig hún virki sem mótvægisað- gerð gegn þrýstingslækkun og niður- drætti í jarðhitakerfinu. Óvissa um afdrif friðlýstra svæða í niðurstöðum skipulagsstjóra kemur ennig fram að talsverð óvissa er um áhrif framkvæmdarinnar á hveravirkni í nágrenni framkvæmda- svæðisins. Skammt undan eru til dæmis jarðhitasvæðin í Jarðbaðshól- um og við Hverarönd, en þau falla bæði í verndarflokk 1 á náttúruvemd- arkorti Náttúruvemdarráðs af Mý- vatnssveit. Telur skipulagsstjóri að sérstaklega leiki vafi á áhrifum auk- innar gufuvinnslu á hveravirkni við Hverarönd, sem er vinsælt svæði meðal ferðamanna. Mjög erfitt sé að segja til um hvort og þá hvemig áhrifa muni gæta þar. Bjamarflag er hluti af hinu víð- feðma vatnasviði Mývatns og liggja vatnsfarvegir neðanjarðar frá fyrir- huguðu athafnasvæði og út í vatnið. Gera má því ráð fyrir áhrifum frá virkjuninni á grunnvatns- og efna- streymi til Mývatns. I fmmmats- skýrslu kemur fram að styrkur áls, arsens, bórs og kvikasilfurs í affalls- vatni frá Bjarnarflagi sé yfir viðmið- unarmörkum fyrir neysluvatn og líf í ám og vötnum, en jafnframt bendi prófanir til þess að þynning vatnsins á leið sinni um vatnakerfið sé geysi- mikil. Samt sem áður telur skipulags- stjóri að gögn frá framkvæmdaraðila varðandi áhrif á grunnvatns- og efna- streymi til Mývatns séu misvísandi og að full þörf sé á frekari könnunum þar að lútandi. Sjónræn áhrif og ferðamennska Síðast en ekki síst telur skipulags- stjóri óljóst hvaða áhrif virkjunin muni hafa á ferðamenn og þróun ferðaþjónustu í Mývatnssveit. í frummatsskýrslu og athugasemdum við henni hafa birst tvenns konar við- horf til þessara mála. Framkvæmdar- aðilar hafa bent á að jarðvarmavirkj- anir annars staðai’ á landinu, s.s. á Nesjavöllum og við Svartsengi, hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að slíkt hið sama geti sem best gilt um virkjun í Bjamarflagi. Á móti hefur verið bent á að eðli ferðaþjónustunn- ar í Mývatnssveit sé annað en það sem gildi á þessum stöðum. f Mý- vatnssveit byggist ferðaþjónustan á náttúruskoðun og ímynd svæðisins sem náttúruperlu og að virkjunar- framkvæmdir á borð við þessar muni óhjákvæmilega hafa áhrif á þá ímynd og þar með möguleika til þróunar ferðaþjónustu á staðnum. Telur skipulagsstjóri að af framlögðum gögnum málsins sé ekki ljóst hvaða áhrif virkjunin muni hafa á ferðaþjón- ustu á svæðinu og að nauðsynlegt sé að framkvæma frekari kannanfr á því Með tilliti til ofangreindra þátta hefur skipulagsstjóri ríkisins því farið fram á að ráðist verði í frekara mat á 40 MW jarðvarmavirkjun og 132 kV háspennulínu frá virkjuninni að Kröflustöð sbr. 8. gr. laga nr. 63/1993 og 12. gr. reglugerðar um mat á um- hverfisáhrifum. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 14. júlí 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.