Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Næstum eins og höggmyndir MYIVDLIST i8, oa11crí Ingólfs- stræti 8 HÖGGMYNDIR & TEIKN- INGARTONYCRAGG Til 2. júlí. Opið fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞAÐ er alltaf erfitt að fjalla um litla sýningu á jafn umsvifamiklum og margbrotnum listamanni og Tony Cragg. Stundum heyrir maður vit- leysu eins og þessa: „Ja, ég get nú ekki séð hvers vegna þessi maður er svona merkilegur!" Sá sem setur fram slíkan vísdóm tekur eitt verk eða eina sýningu fyrir ævistarf lista- manns og gleymir að taka tillit til þess að það sem fyrir augu ber er að- eins brot af því sem viðkomandi hef- ur sett fram. Þannig getur gagnrýni aldrei falið í sér meira en gagnrýni á því sem fyrir augu ber í ljósi þess sem á undan er gengið, ef gagnrýna- ndinn er svo heppinn að hafa séð fyrri verk listamannsins. Nú er það svo að það hefur varla verið hægt að fylgjast með list á undanförnum tveim áratugum án þess að hnjóta um verk Tony Cragg. Þessi vægast sagt áhrifamikli lista- maður er af þeirri sterku kynslóð breskra myndhöggvara sem fæddir eru um miðja öldina. Sennilega fleytti það honum upp á stjörnuhim- ininn að hann sneri út úr verkum sér þremur árum eldri landa síns, Richard Long, með því að safna drasli sem iðnaðar- og neyslusamfé- lagið hafði dæmt á haugana og raða því upp eins og Long hafði raðað saman náttúrugrjóti á leið sinni um vegleysur veraldarinnar. Þannig varð Tony Cragg í augum postmód- emískrar kynslóðar listamaðurinn sem gaf náttúruhippunum langt nef með því að draga að húni merki menningar og stórborgarmennsku. Það þarf vart að taka það fram að þetta var á tímum frumpönksins, þegar bílskúra- og blikkdósamenn- ingin var að stæla sig gagnvart píla- grímunum frá sítarparadísinni við Ganges. En það væri synd að nema þar staðar og halda að Cragg sé ein- ungis meistari öskuhauganna. A síð- ustu tveimur áratugum hefur hann horfið frá einni aðferð til annarrar í endurskilgreiningum sínum á því hvað kallast getur höggmynd, og þar er engin ein aðferð heilagri en önn- ur. Þegar það hefur hentað honum hefur hann safnað fundnu dóti og ummyndað það eða raðað því saman. Margir minnast öldungis frábærs verks hans frá sýningu Kjarvals- staða á safneign Nútímalistasafnsins í Epinal fyrir tólf til þrettán árum. Þá hefur Cragg tekist á við hina einstæðu höggmynd í öðrum mynd- röðum sínum, en seríur setja mark sitt á höggmyndagerð hans og bend- ir það til þess að hann gangi mjög til- raunakennt til verks, en leyfi sér svo að gera röð af verkum eftir að hann hefur komist upp á lag með að beygja, snúa, brjóta upp, steypa, raða saman, bora, líma og stafla efni- viði sínum sem getur verið allt frá pappa og upp í brons. Þetta er ef til vill langur fonnáli að þeim frábæru sýnishornum sem sjá má í Ingólfsstræti 8. Þar eru gips- höggmyndir sem sýna með undra- verðum hætti hve ólíkt gipsið getur verið sjálfu sér þegar jafnhug- myndaríkur listamaður og Tony Cragg hefur farið um það höndum. Léttleikinn og dirfskan í framsetn- ingu -maður spyr sig til dæmis hvað sé undir yfirborði ónefndu högg- myndarinnar í neðri sal gallerísins. Það þarf ekki að velta lengi vöngum yfir meistaratökum Craggs. Hitt er leyndardómsfyllra; hvernig honum tekst að umturna í-ýminu með jafn- einfaldri formgerð. Hrynjandi og leikur kemur upp í hugann, en það nægir skammt til að lýsa virkni þessara einföldu en margræðu högg- mynda. Með sýningunni fylgir enn ein sýningarskráin frá Gallerí i8, en þetta frábæra framtak er til marks um afrek þessa litla en þýðingar- mikla listhúss, sem hefur skipt sköp- um í íslensku listalífi á síðustu árum. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B Runólfss. Frá sýningunni á verkum Tony Cragg í i8, Ingdlfsstræti 8. Húsin okkar ARKITEKTÍJR Lislasafn Reykjavfk- ur, Hafnarhúsinu 50 ISLENSK HÚS & MANNVIRKI Til 11. júní. Opið daglega frá kl. 11-18. Aðgangur kr. 400 fyrir allt safnið. ÖNDVEGISHÚS og merkileg mannvirki er sýning sem ekki fer hátt en verðskuldar nánari athugun. Sýningin er samvinnuverkefni Lista- hátíðar í Reykjavík, Morgunblaðsins, Arkitektafélags íslands og bygging- ardeildar Listasafns Reykjavíkur. Hún skiptist í tvennt, því einn hiutinn var valinn af dómnefnd fagmanna, en hinn helmingurinn var tilnefndur af lesendum Morgunblaðsins. Sá hlutinn sem lesendur völdu krafðist frjálslegri rökstuðnings en hinn. Spurt var um hús og mannvirki sem lesendum þætti mikið til koma og skyldi stuttur rökstuðningur fylgja valinu. Dómnefndinni var hins falið að skoða fleiri atriði, svo sem út- lit - og það hvemig byggingin félli að umhverfi sínu - hönnun og útfærslu hennar og áhrif á þróun íslenskrar byggingarlistar. Þá var spurt um hagnýti og hentugleik byggingarinn- ar, og hitt hvemig hún hefði staðist tímans tönn. Það er vissulega tímabært að skoða íslenska byggingasögu út frá breiðum og almennum gnmni eins og gert er á sýningunni, og búa til ein- hvem málstokk - standard - sem fagmenn og almenningur geta komið sér saman um að sé brúklegur tU að flokka með byggingar á Islandi. Því miður hefur það loðað ansi lengi við okkur að „allt megi fljóta“ í arkitekt- úr. Eitt sinn spurði mig útlendingur, eftir að hafa ferðast með mér hálfan hringveginn, hvort engir staðlar væru virtir á íslandi, eða hvort allir mættu byggja eins og þá fýsti og mála hús sín án tillits til umhverfis- ins. Svo bætti þessi ferðalangur við að greinilegt væri að bændur landsins nýttu sér litaprufumar úr verslun- inni út í æsar. Þetta var þegar við ókum framhjá nokkrum bæjum sem vom byggðir þannig að steinsteypukössum hafði verið splæst saman við hefðbundnari bárujámsklædd viðarhús, en síðan var ryðgaður bárujárnsbraggi þar við hliðina. Allar samstæðumar voru hver í sínum litnum líkt og blindur maður eða kófdrukkinn hefði komist í málningarfötm-nar. Á hlaðinu og allt um kring lágu líkin af ryðguðum dráttarvélum og bflskrjóðum. Þetta fannst ferðalangi frá meginlandinu merkilegur sóðaskapur og skildi ekk- ert í því hvernig svona smekkvísi leyfðist í einu mest velmegandi þjóð- félagi heims. Sjálfur hugsaði ég hvort ekki væri kominn tími til að skera upp herör gegn öllu því sjónmengandi svínaríi sem viðgengist í þessu undurfagra landi. Nú hefur Listahátíð í Reykja- vík sparað mér ómakið með þessari litlu en merkilega samanþjöppuðu sýningu á minnst tveggja alda arf- leifð. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að landið okkar verði prýtt byggingum verðugum náttúru þess. Megi sýningin „Öndvegishús og merkileg mannvirki" vera upphaf þeirrar landhreinsunar sem íslenskt umhverfi á skilið. Halldór Björn Runólfsson Menning og náttúruauðsefí - Grindavík Laugardagur 10. júní. Svartsengi, kl. 14-18: Heit fjölskylduhátíð í Svartsengi um hvítasunnuhelgi í tilefni af 25 ára afmæli Hitaveitu Suðurnesja. Mannvirki Hitaveitunnar verða op- in gestum og gangandi, þar á meðal ,;Gjáin“, tækniundur í iðrum jarðar. I framhaldi af hátíðarguðsþjónustu undir berum himni, koma fram nemendur Tónlistarskóla Grinda- víkur, þar á meðal hljómsveitin Hugarróa. Annað á dagskrá: Kraft- ur. Trúðar. Orka. Rokktónleikar. Þögn. Ást. Eldur. Fflar. Hraun. Reykur. Vatn. Vindur. Ljóðlist. Flugdrekar. Hávaði. Leikhús. Tígr- isdýr. Hóptannburstun. Götuleik- hús. Eldspúandi ýsur. Hljóð- og myndgjörningar. ------f-4-4---- Jöklasýning áHöfn HJÖRLEIFUR Guttormsson held- ur fyrirlestur og sýnir litskyggnur í Sindrabæ á Höfn þriðjudagskvöldið 13. júní kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist Við norðaustanverðan Vatnajökul, frá Höfn um Goðahrygg að Snæfelli og Kárahnúkum. Fyrirlesturinn er í tengslum við sýninguna Vatnajökull, náttúra, saga, menning sem er í Sindrabæ á Hornafirði, en þar eru fyrirlestrar öll þriðjudagskvöld. Sýningin er samstarfsverkefni við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. M-2000 Laugardagur 10. júní. Strandlengjan 2000 - Opn- un í Laugarnesinu. Samspil umhverfis og listar í samfélaginu er þema viða- mestu sýningar Myndhöggv- arafélagsins til þessa en hún verður staðsett meðfram Sæbrautinni. Safnast verður saman á mótum Kringlumýrar- brautar og Sæbrautar og geng- ið með leiðsögn eftir allri norð- urströndinni með list- ^ fræðingi, sem ^ kynnir þau 15 verk sem eni til sýn- is. ^ Tónlistarhátíð ^ Laugardalshöll, Skautahöll og svæði í kring. Um Hvítasunnuhelgina verð- ur alþjóðleg tónlistarhátíð með þátttöku íslenskra og erlendra tónlistarmanna. Gallerí Sævars Karls. HúbertNói. Sýningin stendur til 29. júní. Landsbókasafn Islands. Reykjavík í bréfum og dag- bókum. Aukinn áhugi ungra fræði- manna á persónusögu er kveikjan að nýstárlegri sýn- ingu á bréfum og dagbókum þar sem sérstök áhersla verður íögð á líf alþýðufólks og alþýðu- kvenna í Reykjavík á 19. öld og fytri hluta 20. aldar. Sýningin stendur til 31. ágúst. www.bok.hi.is. Hlégarði Mosfellsbæ. Þéttskipuð menningardag- skrá verður á Varmárþingi, listahátíð Mosfellinga sem stendur til 17.júní. Hátíðarsetning verður í Hlé- garði klukkan 14 en meðal við- burða er opnun myndlistarsýn- ingar í Álafosskvos kl. 16. íþróttahúsið Seyðisfirði. Menningarhátíð Austlend- inga gengur undir heitinu Bjartar nætur, þar sem áhersla er lögð á klassíska tónlist. Flytjendur Elía eru Kammer- kór Austurlands en tónleikarn- ir, sem hefjast kl. 17.00. Gallerí Ut í horni GALLERÍ Út í horni er í einu horni í versluninni „Liivia Leskin - Tallinn Collection“ á Skólavörðustíg 22. Þar gefst listamönnum, bæði íslenskum og eistneskum, kostur á að sýna verk sín. Að þessu sinni er sýning á myndum frá Art Garage sem er framúrstefnugallerí í Tallinn, Eistlandi, þar sem finna má fyndna og skrýtna hluti úr ým- iss konar óvenjulegum efnivið eins og gúmmíi, leðri eða járni. Art Garage er rekið af systk- inunum Epp og Juri og er stað- sett í Virugötu sem er í „gamla“ bænum í Tallinn og hafa verk þeirra vakið athygli fyrir að vera „öðruvísi". Sýningaröð Vísiaka- demíunnar BJARNI H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon opna myndlistarsýningu í List- húsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, í dag kl. 16. Sýningin er liður í fimm sýninga seríu Vísiaka- demíunnar og telst vera íram- lag til Reykjavíkur - menn- ingaborgar Evrópu 2000. Sérstakt veggspjald hefur ver- ið gefið út í tilefni sýningarinn- ar og liggur frammi til sölu í Listhúsi Öfeigs til 21. júní nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.