Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 ALDARMINNING ELIN S. LARUSDOTTIR SKULI OG JÖRUNDUR GESTSSON ODDLEIFSSON - Guð launi þér, mittgæfugull, semgerðirfyrirmig. Oggegnumárin áfram skal mín elsku kona, vífaval, þinnvinurelskaþig, orti Jörundur á Hellu til Elínar konu sinnar á fimmtugsafmæli henn- ar. Jörundur á Hellu við Steingrímsfjörð var stórbrotinn og eftir- minnilegur persónu- leiki. Hann fæddist ár- ið 1900 og hefði orðið 100 ára 13. maí sl. ef hann hefði lifað, en Jörundur lést 89 ára gamall. Jör- undur var umsvifamikill í héraði, bóndi, skáld, tréskurðarmeistari og bátasmiður, en fyrst og fremst var hann mannkostamaður, traustur og ráðagóður og vinur vina sinna. En hann var ekki aðeins mannvinur, eins og ljóðin hans bera svo vel með sér, hann var ekki síður vinur mál- leysingjanna og margar áttu þær yndisstundimar hagamýsnar í smíðahúsinu og bátasmiðjunni hans þegar hann spjallaði við þær um menn og málefni á vetrarstundum við vinnu sína og gaf þeim bita að maula með sér. Jörundur var sonur hjónanna Guðrúnar Ámadóttur og Gests Kristjánssonar, en þau bjuggu með stóram barnahópi sínum á Hafnar- hólmi í Steingrímsfirði. Ungur fór Jörandur í fóstur til Ingimundar Guðmundssonar hreppstjóra á Hellu og þar var síðan heimili hans ævina alla. Eftir að foreldrar Jörandar slitu samvistum giftist Guðrún móðir hans Ingimundi fóstra hans og bjuggu þau á Hellu allmörg ár. Þegar þau hættu búskap tók Jör- undur þar við. Hann brá ekki búi fyrr en á efri árum þegar sonur hans tók við jörðinni. En Elín og Jörund- ur áttu heima á Hellu til æviloka. Elín Sigríður Lárusdóttir var dóttir hjónanna Amlaugar Einars- dóttur og Lárusar M.P. Finnssonar bónda, Alftagróf í Mýrdal. Hún var fædd 5. janúar 1900 en lést 26. febr- úar 1983. Elín kom tvítug mær til Hólma- víkur með vinkonu sinni og þar kynntist hún eiginmanni sínum Jör- undi Gestssyni frá Hellu í Stein- grímsfirði, en þau giftust árið 1921. Elín og Jörandur eignuðust sex börn: Ingimund Gunnar (látinn), Ragnar Þór, Lárus Öm, Guðfinnu Erlu, Vígþór Hrafn og Guðlaug Heiðar. Einnig ólst upp á Hellu El- enóra Jónsdóttir, systurdóttir Jör- undar. Auk þess átti Jörandur áður en hann kvæntist Magnús Gunnar (sem nú er látinn). Ættfólk Jörundar er tilþrifafólk með margslungna hæfileika, listrænt og dugmikið í senn. Afkomendur Elínar og Jör- undar era 44. A Hellu var mjög gestkvæmt og heimilið alþekkt fyrir rausn og myndarskap. Hjónin vora vel þekkt út fyrir héraðið. Hann fyrir listræna hæfileika til hugar og handa og hún vegna margháttaðra starfa að fé- lags- og framfaramálum. Og bæði tvö fyrir hlýja og ógleymanlega gestrisni. Elín tók virkan þátt í félagsmál- um. Hún var stofnfélagi í Kvenfélag- inu Snót í Kaldrananeshreppi og kosin heiðursfélagi á 50 ára afmæli þess árið 1977. Fulltrúi á stofnfundi Kvenfélagasambands Strandasýslu 1949 og í fyrstu stjórn sambandsins. , Að sælla er að gefa en þiggja“ átti fullkomlega við um Elínu á Hellu. Hún hafði mannúð og kærleik að leiðarijósi. Jörandur Gestsson var bóndi góð- ur, en auk þess bundinn listagyðj- unni órofa böndum. Jörandur var leiftrandi snjall hagyrðingur og lengi landskunnur þar í flokki. Listaskrif- ari var hann og gaf á sínum tíma út ljóðabókina Fjaðrafok, handskrifaða með framortum ljóðum. Hann var skurðhagur vel, listasmiður, smíðaði jöfnum höndum listagripi útskoma, báta og sitthvað fleira. Jörandur var hreppstjóri Kaldrananeshrepps um langt árabil og gegndi auk þess fjöl- mörgum öðram trúnaðarstörfum íyrir sveit sína og samfélag. Hann var bundinn traustum böndum við sveitina sína. Það er fallegt á Hellu og útsýni vítt. En sjóndeildarhringur Jörand- ar í áhugamálum og athöfnum náði langt út fyrir heimabyggðina. Áhugi hans á þjóðmálum var mikill og hann var tryggur hugsjónum sjálfstæðis- stefnunnar. Elín var hreinskiptin í öllu og hélt af einurð fram sjónarmiðum sínum, en allra kvenna sáttfúsust þegar á reyndi. Hún mátti aldrei heyra öðr- um hallmælt, án þess að færa þeim eitthvað til málsbóta, raunar hversu andstæðir sem þeir voru skoðunum hennar. Hún var slík húsmóðir að allt varð að veisluborði hjá henni og vinarþelið slíkt að með fádæmum var þótt Islendingar séu ýmsu vanir í þeim efnum. í Jörandi bjó skaplyndi sem hæfði vel vestfirsku fjöllunum. Hann hafði alltaf mikið umleikis í huga sínum, hugsaði hratt og höndlaði víða hug- myndir. Það gat hvesst í honum sem stæði bálhvass strengur af fjalli, en hann gat líka verið blíðari en vor- blærinn sjálfur og það var honum eiginlegast. Þótt Jörandur hafi ort gullfalleg ljóð til dýrðar fegurð landsins, nátt- úrannar og mannfólksins, þá er ein snaggaraleg staka líklega þekktust af því sem hann orti: Vappar kappinn vífi frá, veldurknappurfriður. Happatappinn honum á hangirslappurniður. „Elsku vinur, mikið er gott að fá þig,“ vora þau orð sem maður fékk á móti sér þegar fundum bar saman með Jörandi Gestssyni, bónda, skáldi og bátasmið á Hellu við Steingrímsfjörð. Það era mikil hlunnindi að fá slíka kveðju, en best lýsa þau Jörandi sjálfum, hann var einstakur vinur vina sinna og það vora hátíðisstundir að hitta hann. Þessi aldni héraðshöfðingi bar slíka reisn að allt varð frambærilegt í ná- vist hans. Það fylgdi honum fjör á langri ævi, blússandi fjör þótt öldu- faldar lífshlaupsins kyrrðust í hárri elli. Hann átti taug í landinu og land- ið í honum. I skáldskap hans kvikn- aði þessi tenging í fegurstu myndum íslenskrar tungu, en Jörandur var jafnvígur á land og þjóð í þeim efnum og yndislegar era vísur hans og Ijóð um menn og málleysingja. Það segir mikið um þau sæmdar- hjón Elínu og Jörand á Hellu sem af- abamið Börkur orti að þeim gengn- um: Kð kennduð okkur kærleik þann að kunna að elska dýr og mann. Um hugsjón þá við höldum vörð uns hylur okkur móðir jörð og við hittumst hinumegin. I handskrifaðri ljóðabók Jörand- ar, Fjaðrafok, segir: Það krafði stundum karlmannsró að komast heim af úftium sjó með feng á litlu fleyL Er brimið kaltvið bergið hló og brotið hvítt um lending þó, en bóndinn bilaði eigi. í söknuði yfir kattarmissi orti Jör- undur: Svona týnast heimsins höpp, horfinerkisafrámér. nú verður ei framar loðin löpp lögð um hálsinn á mér. En mannvinurinn Jörandur á Hellu orti ugglaust einnig í orðastað Elínar konu sinnar þegar þessi vísa varð til: Þóaðbjátieitthvaðá eiskalgrátaaftrega. Lifðukáturlíkaþá, enlifðumátulega. Ámi Johnsen. Birting a fmælis- og minnmgargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl- is- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Formáli Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Frágangur Mikil áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS- textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auð- veld í úrvinnslu. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna sldlafrests. Á sólbjörtum sumar- degi lagði ég í fyrsta sinn leið mína í heim- sókn í nýja og glæsi- lega barnaskólann við Sólvallagötu í Keflavík. Hann var þá nýlega tekinn í notkun, hafði verið vígður haustið 1950. Ég var nýsestur að í Keflavík um þessar mundir og var að rölta um bæinn með frænda mínum sem vildi sýna mér það sem þar var markverðast að sjá. En þar var þetta nýja og glæsilega skólahús ofarlega eða efst á blaði. Útidyrnar opnuðust þegar við gengum upp tröppumar. Á móti okkur kom hávaxinn, vörpulegur maður á miðjum aldri. Hann heilsaði okkur glaðlega og bauð mig sérstak- lega velkominn, af því að ég var að stíga inn í þetta menntasetur kefl- vískrar æsku í fyrsta sinn. Þetta var umsjónarmaður skólans, Skúli Oddleifsson, sem þama varð á vegi mínum í fyrsta sinn. Hann leiddi okkur um alla hina glæsilegu bygg- ingu, sýndi okkur margt sem nýstár- legt var á þeim árum og gerði skil- merkilega grein fyrir því, sem fyrir augu bar. Það fór ekki á milli mála, að þessi maður kunni full skil á því hlutverki sem hann hafði tekist á hendur. Leiðir okkar Skúla áttu eftir að liggja oftar saman. Eldri sonur hans, Ólafur, var þá í þann veginn að heija nám í guðfræði og þar sem ég var nývígður sóknarprestur Keflvíkinga, var síst að undra þótt við drægjumst hvor að öðram og fýrr en varði var ég orðinn tíður gestur á heimili for- eldra hans. Að námi loknu vígðist Ólafur til prestsþjónustu meðal Vestur-íslendinga. Þegar hann kom heim fimm áram síðar var hann ráð- inn fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar. Árið 1964 varð hann sóknar- prestur Bústaðaprestakalls og kjör- inn vígslubiskup Skálholtsstiftis árið 1983, en frá 1989 til 1998 gegndi hann embætti biskups íslands. Fljótlega varð mér það Ijóst, að milli þeirra feðga, Skúla og Ólafs, vora miklir og einlægir kærleikar. Skúli Oddleifsson var Ámesingur að ætt og upprana. Hann fæddist í Lang- holtskoti í Hranamannahreppi 10. júní 1900. Foreldrar hans vora hjón- in Oddleifur Jónsson og Helga Skúladóttir, búendur þar. Oddleifur var fæddur 25. ágúst 1859, dáinn 26. apríl 1938. Þess má hér til gamans geta að forfaðir Oddleifs í 5. ættlið, Jón Jónsson, var bróðir hins þekkta útlaga Fjalla-Eyvindar. Helga, kona Oddleifs, var dóttir Skúla alþingis- manns Þorvarðarsonar á Berghyl. Hún var fædd 14. nóvember 1865 og dó á jóladag, 25. desember 1915. Þau hjón eignuðust sjö börn og Skúli í miðið. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum en missti móður sína ungur. Hann fór snemma að leggja fram liðsemd sína við bústörfin og var alla tíð mjög vel verki farinn, vandvirkur svo af bar og leysti þann- ig hvert það hlutverk sem honum var falið eða hann tók sér fyrir hendur, að vart eða ekki varð þar um bætt eða á betra kosið.Hinn 24. júní árið 1927 gekk Skúli að eiga unnustu sína, Sigríði Ágústsdóttur frá Birt- ingaholti, afburða konu að gáfum, góðleik og dugnaði. Þau eignuðust fjögur böm, elstur þeirra er áður- nefndur Ólafur biskup, búsettur í Reykjavík og kvæntur Ebbu Sigurð- ardóttur, næstur kom Helgi, þjóð- kunnur leikari. Hann lést fyrir aldur fram 30. september 1996. Kona hans var Helga Bachmann leikkona. Þá er Móeiður Guðrún, húsmóðir og öku- kennari, búsett í Keflavík gift Birni Bjömssyni, lögreglumanni. En yngst er Ragnheiður tónlistarkennari og húsmóðir í Keflavík, gift Sævari Helgasyni málarameistara. Eina dóttur átti Skúli áður en hann kvæntist. Hún heitir Kristrún, hús- freyja í Reykjavík. Maður hennar er Þórir Guðmundsson. Skúli og Sigríður bjuggu tvö fyrstu hjý^ skaparárin í Birtinga- holti en árið 1930 fluttu þau til Keflavíkur og bjuggu þar upp frá því, lengst af á Vallargötu 19, myndar- legu húsi, sem Skúli reisti sér og fjöl- skyldu sinni. Fyrstu árin í Keflavík var Skúli landformaður á fiskibátum. Eftir það vann hann í allmörg ár í Dráttarbraut Keflavíkur. En þegar nýi barnaskólinn tók til starfa 1951- 1952 var hann ráðinn sem umsjónar- maður þar og þeim starfa gegndi hann af þrotlausri sæmd og áberandi árvekni langt fram yfir hefðbundin verkskil, er aldur færist yfir. En við starfslok var heilsu hans þann veg farið að hann varð að leggja árar.ir bát. Konu sína missti Skúli 16. nóvem- ber 1961. Varð hún bráðkvödd á heimili þeirra hjóna. Tregaði Skúli hana mjög enda hafði sambúð þeirra alla tíð verið hin ástúðlegasta. Eftir það naut hann umhyggju og skjóls hjá dætram sínum og fjölskyldum þeirra. Skúli var maður bráðvel gef- inn, margfróður og minnugur. Hann var talsvert ör í lund, en kunni vel að stjóma skapi sínu. Hann var lítt fyrir það gefinn að láta á sér bera en við- ræðugóður var hann og skemmtilegj. ur í góðra vina hópi. Hann var gædd- ur ríkri kímnigáifu og minnisstætt verður glettnisblikið sem lýsti svo oft úr augum hans. Enginn var hann þó yfirborðsmaður. Hann var gjör- hugull, góðviijaður og einlægur trúmaður. Hann var einn þeirra og þau hjónin, sem áttu sitt fasta sæti í kirkjunni og lifandi var þátttaka þeirra í helgum tíðum. Mér er kunn- ugt um það, að það var Skúla mikið og einlægt gleðiefni þegar sonur hans valdi sér guðfræði og prests- skap að lífsstarfi og enginn gleymir nærvera hans í Skálholtsdómkirkju við biskupsvígslu Ólafs, en það var síðasta ferðalagið sem Skúli lagði í. Skúli var mikill Ijóðavinur og sjálf^ ur var hann góður hagyrðingur, þótt ekki flíkaði hann hæfileika sínum. Hann vildi vera en ekki sýnast. Þau gætu vel átt við hann þessi orð þjóð- skáldsins Matthíasar Jochumssonar: Þú vannst með dyggð og vilja hressum þitt verk um langan ævidag. Þú tókst með þreki mæðumeinum og mattist ei um annars hag. Þú gekkst sem hetja í hverri þraut í Herrans nafni þína braut Skúli Oddleifsson andaðist á dval- arheimilinu Garðvangi í Garði 3. jan- úar 1989. Guð blessi minningamar björtu um góðan dreng og hjarta- hlýjan, valmennið Skúla Oddleifs- son, sem leit þessa heims ljós fyrir_ hundrað áram. * ' Björn Jónsson, Akranesi. Örugg framleiðsla Margar stærðir Leiðandi merki Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.