Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Nýtt Edduhótel opnað á Laugum Gamla heimavist- in endurbyggð NÝTT hótel var formlega opnað á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð í fyrradag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra annaðist at- höfnina. Flugleiðahótel hf. reka hótelið undir nafni Hótels Eddu. Á vegum fyrirtækisins Dala- gistingar ehf. hefur í vetur verið unnið að endurbyggingu gömlu heimavistarinnar á Laugum. Framkvæmdinni er lokið. Fólst hún í endurgerð á 22 herbergjum með alls 40 rúmum. Öll herbergi eru með snyrtingu, síma, sjón- varpi og þeim þægindum sem fyr- ir hendi eru í þriggja stjörnu hót- eli. Jafnframt hefur verið útbúin ný móttaka ásamt 30 manna full- búnum fundarsal og umhverfi hússins lagfært. í ræðu Einars Mathiesens, sveitarstjóra Dalabyggðar, við opnunarathöfnina kom fram að kostnaður við verkið er áætlaður 70 milljónir kr. Hlutafé Dalagist- ingar ehf. hefur verið aukið og er meginhluti stofnkostnaðarins fjár- magnaður með eigin fé félagsins en Ferðamálasjóður hefur veitt 25 milljóna kr. lán til verksins. Dala- byggð á rúmlega 50% hlut í Da- lagistingu ehf., Búnaðarsamband Dalamanna 22%, Byggðastofnun 20%, Flugleiðahótel hf. 5% og aðr- ir aðilar minna. Fram kom í máli Sigurðar Rún- ars Friðjónssonar, oddvita Dala- byggðar, að uppbygging hótels á Laugum er liður í áætlun sveitar- stjórnar um að bæta búsetuskil- yrði í sveitarfélaginu. Lagði hann áherslu á að svæðið byði upp á ýmis tækifæri á þessu sviði og sagði að áfram yrði unnið að upp- byggingu ferðaþjónustu. Rekið hefur verið Edduhótel á Laugum undanfarin tíu ár. Flug- leiðahótel hf., sem reka Hótel Eddu, komu að uppbyggingunni á Laugum og gerður hefur verið fimm ára samningur um leigu þeirra á aðstöðu hótelsins á sumr- in. í húsnæði skólans eru fyrir 23 herbergi með handlaug og sam- tals tekur hótelið því um 100 manns í einu, auk gistingar í svefnpokum. Á staðnum er íþróttahús, útisundlaug með heit- um pottum og tjaldsvæði. Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flug- leiðahótela, sagði að hótelið á Laugum ætti eftir að vekja at- hygli og það myndi koma mörgum á óvart. Nýir stjórnendur hafa ráðist til hótelsins, hjónin Þurý Bára Birg- isdóttir hótelstjóri og Þráinn Lár- usson yfirmatreiðslumaður. Viðræður um sameiningu skóia Dalabyggð og Saurbæjarhrepp- ur hafa rekið grunnskóla á Laug- um. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur lagt til að öll kennsla, önnur en íþróttir, fari fram í grunnskól- anum í Búðardal frá og með hausti. Niðurstaða er ekki komin í málið en það verður rætt á fundi forystumanna þessara tveggja hreppa í sumar. Hótel Edda hefur hótelið á.leigu í þrjá mánuði á sumri, reyndar er ætlunin að hót- elið verði opið fram eftir septem- ber í haust vegna mikillar aðsókn- ar. Einar Mathiesen segir að verið sé að kanna möguleika á því að nýta húsakynnin lengur, bæði í samvinnu við Flugleiðahótel og aðra aðila. Endur- hæfingar- starfsemi efld og samhæfð LANDSPÍTALINN - Háskóla- sjúkrahús, Reykjalundur og Heilsu- stofnun NFLI hafa gert með sér samkomulag um samstarfsráð um endurhæfingu. Markmiðið er að efla og samhæfa endurhæfingarstarf- semi þessara stofnana auk þess sem stefnt verður að frekari verkaskipt- ingu. Samstarfsráðið verður skipað 2 fulltrúum Landspítalans - Háskóla- sjúkrahúss, 2 fufitrúum frá Reykja- lundi og 1 fulltrúa Heilsustofnunar NFLI. Verkefni ráðsins verða meðal annars að stuðla að bættri endur- hæfingarþjónustu og aukinni hag- kvæmni í nýtingu húsrýmis, tækja- búnaðar og mannafla. Arni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NFLÍ, segir í sam- tali við Morgunblaðið að samkomu- lagið sé mjög ánægjulegur áfangi á þeirri leið að fá mikilvægi endurhæf- ingar innan heilbrigðiskerfisins við- urkennt, en endurhæfing sé mjög mikilvæg þar sem hún auki lífsgæði einstaklinga og sé auk þess þjóð- hagslega gífurlega hagkvæm. Arni segir að ætlunin sé að koma betra skipulagi á endurhæfingarstarfsemi og auðvelda þar með flokkun sjúk- linga sem þurfa á aðstoð að halda. Með þessu eigi að nást fram meiri sérhæfing, þar sem verkefnin og þau svið sem stofnanirnar fást við hver um sig verði betur skilgreind. Morgunblaðið/Arnaldur Gamla heimavistin á Laugum hefur verið endurbyggð og komið þar fyr- ir 22 herbergjum og gestamóttöku. Morgunblaðið/Arnaldur Einar Mathiesen sveitarstjdri Dalabyggðar afhendir Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra borðann eftir að ráðherra hafði klippt á hann til staðfestingar opnunar nýs hótels á Laugum. Til vinstri við Sturlu sést Sigurður Rúnar Friðijónsson oddviti á tali við Tryggva Guðmundsson, forstöðumann Eddu-hótelanna. Ræður verjenda í stora fíkniefnamálinu Lögmaður krafðist frávísunar frá dómi SVEINN Andri Sveinsson hdl., verjandi eins af sakborningunum í stóra fíkniefnamálinu, lagði fram frávísunarkröfu fyrir sinn skjól- stæðing í réttarhaldi í héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Frávísun- arkröfuna byggir Sveinn Andri á því að skipaður saksóknari í mál- inu, Kolbrún Sævarsdóttir, hafi jafnframt stjórnað rannsókn máls- ins. Gagnrýni hafi komið fram á skýrslutökur í málinu og kvartað hafi verið undan þrúgandi yfir- heyrslum. í ljósi þessarar gagnrýni spyr Sveinn Andri hvernig hægt sé að ætlast til þess að skipaður sak- sóknari, sem stjórnaði rannsókn málsins, geti beitt hlutleysi í hlut- verki sínu við að gæta jafnt þeirra atriða sem benda til sektar og sýknu sakborninganna. Upptökukröfum mótmælt Þá mótmælti Guðmundur Óli Björgvinsson, verjandi eins sak- borninganna í málinu, fyrir sína hönd og annarra verjenda, upp- tökukröfum ákæruvaldsins. Guð- mundur Óli segir að í hegningar- lögum og lögum um ávana- og fíkniefni sé heimilt að beita svo- kallaðri jafnvirðisupptöku sem gengur út á það að gera upptöku á jafnvirði þess sem telst vera sann- aður ávinningur brotamannsins af brotinu og skiptir þá engu máli í hvaða eignum upptakan er gerð. Guðmundur Óli segir að eðlilegt sé að upptökukrafa sé gerð í ákveðnu og sérgreindu verðmæti sem nær þá hugsanlega ekki allri ávinnings- kröfunni. Þess í stað krefjist ákæruvaldið upptöku án þess að hún sé gerð í sérgreindum verð- mætum fyrir allri fjárhæðinni. Guðmundur Óli segir að með þessu eignist ríkið aðfararhæfa fjárkröfu sem fyrnist á tíu árum en hægt er að halda fyrningarfresti við. I stóra fíkniefnamálinu er upptökukrafa á hendur eins sakbomings t.a.m. 105 milljónir kr. og gæti ríkið haldið fymingarfrestinum við að lokinni afplánun refsingar en þetta sé mun hærri fjárhæð en viðkomandi ein- staklingur komi nokkurn tíma til með að eignast. Krafa af þessu tagi kæmi til með að hanga yfir höfði sakborninga jafnvel eftir að þeir afpláni sína refsingu. Meiri hluti mála rekinn af þeim sem rannsökuðu málin Kolbrún Sævarsdóttir, skipaður saksóknari, sagði við réttarhöldin að hún hefði oft flutt mál á móti Sveini Andra sem hún hafi einnig stjómað rannsókn á og einnig sótt slík mál fyrir ríkissaksóknara. Hún sagði að t.d. samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála væri lög- reglustjórum falið ákæruvald í mörgum afbrotamálum og mikill meirihluti mála sem væru höfðuð fyrir héraðsdómum væru mál sem lögreglustjórinn sjálfur hefur rannsakað og sækti sjálfur. Þannig væri mikill meirihluti mála rekinn af þeim sem rannsökuðu málin líka. Varðandi upptökukröfuna vitnaði Kolbrún m.a. í dóm Hæstaréttar í kvótamálinu svokallaða. Þar var fyrirtækið Hyrnan hf. dæmt til að sæta upptöku á fjárhæð jafnvirði þorskaafla án þess að athugað væri hvort Hyrnan ætti einhver sér- greind verðmæti. Þal knenr iur Vandaðar þakrennur á góðu verði Fjórir litir Frábær ending OPID ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 JH,METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 Zífe Pallhús fyrir sumarli Eigum fyrirliggjandi margar gerðir af vönduðum pallhúsurr fyrir ameríska og japanska pallbíla. Sérstaklega smíðuð fyrii íslenskar aðstæður. Pallhús í sérfokki, 10 ára góð reynsla Pallhúsin sem bílaleigurnar velja. allhús sf. Ármúla 34, simar 553 7730 og 897 3507.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.