Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Brautin var reynd á kynningarmdti sem haldið var í gær. Skrúfubúnaður Hríseyjarferju kominn til landsins NÚ HILLIR loksins undir að nýja Hríseyjarferjan verði komin í sigl- ingar milli Hríseyjar og lands, eftir langa bið. Að sögn Péturs Bolla Jó- hannessonar, sveitarstjóra í Hrís- ey, er nýr skrúfubúnaður kominn til landsins, heldur fyrr en búist var við. Við tekur uppsetning búnaðarins og sjósetning. Bundnar eru vonir við að ferjan verði komin til Hrís- eyjar fyrir Fjölskylduhátíðina um miðjan júlí, ári síðar en upphaflega stóð til. Eins og áður segir hefur biðin eftir nýju ferjunni reynst ansi löng. Um síðustu áramót var samningum rift við danskan framleiðanda skrúfubúnaður, en þá þraut að- standendur ferjunnar þolinmæðina. Eftir það var hafist handa við að útvega nýjan búnað sem nú er kominn til landsins tíu dögum fyrr en til stóð. „Nú er unnið að því að tengja nýja drifbúnaðinn og dytta að því sem til þarf. Að því loknu taka síðan við prufusiglingar áður en ferjan verður afhent," sagði Pét- ur Bolli. Að sögn hans vonast menn til að hún verði komin í gagnið fyr- ir hina árlegu Fjölskylduhátíð, en ekkert væri öruggt í þeim efnum. „Þetta verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Pétur Bolli að lokum. Formaður Sleipnis telur verkfall geta staðið fram á mitt sumar Hyggjast kæra lögbanns- úrskurð sýslumanns Rúlla gler- kúlum til sigurs ISLANDSMEISTARAMÓTIÐ í gler- kúluspili verður haldið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum dagana 10.- 12. júní og verður keppnin opin öll- um sem náð hafa 7 ára aldri. Sigurvegarinn mun taka þátt í heimsmeistarakeppni í glerkúlu- spili, sem haldin verður í ferða- mannahéraðinu Charente Maritime á vesturströnd Frakklands í ágiíst. Keppnin er haldin á vegum franska fyrirtækisins Mondial Billes og er Islandsmótið eitt af mörgum lands- mótum í glerkúluspili sem haldin eru víðs vegar um heim. Keppnin hér er einstök þar sem hún verður í fyrsta sinn haldin á sér- stakri braut úr 15 tonnum af svört- um sandi. Keppendur geta skráð sig í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum jafnóðum og keppnin fer fram. Andri Þór Valgeirsson Lýst eftir 12 ára dreng LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir 12 ára gömlum dreng, Andra Þór Valgeirssyni, kt. 100388-2199. Síðast er vitað um ferðir hans um klukkan 15.00 mánudaginn 5. júní. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Andra eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. FORSVARSMENN bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis hyggjast kæra úrskurð sýslumannsins í Reykjavík um lögbann á verkfallsaðgerðir Sleipnis gegn starfsmönnum Teits Jónassonar ehf. og Austurleiðar. Óskar Stefánsson, formaður Sleipn- is, segir úrskurðinn hleypa kjara- deilunni í enn harðari hnút en ella og kveðst hann óttast að verkfall Sleipnis dragist á langinn og standi jafnvel fram á mitt sumar. Sleipnismenn og viðsemjendur þeirra áttu óformlegan fund hjá rík- issáttasemjara í gærkvöldi en Óskar gerði ekki ráð fyrir tíðindum af þeim fundi. Hann sagði að Sleipnis- menn hefðu orðið fyrir miklum von- brigðum með lögbannsúrskurð sýslumannsins í Reykjavík en að þeir væru löghlýðnir menn og myndu því vitaskuld hlýða honum. Hins vegar myndu þeir strax eftir helgi kæra úrskurð sýslumannsins. Jafnframt sagði hann að þeir hygðust skrifa Blaðamannafélagi íslands og leggja fram kvörtun vegna forsíðumyndar í DV á fimmtudag sem tengdist verkfalls- vörslu Sleipnismanna. Sagði Óskar að þeir teldu að myndin hefði verið sviðsett. Aðspurður sagði Óskar að lög- bannið kæmi án efa til með að lengja kjaradeilu Sleipnis og at- vinnurekenda því menn efldust við mótlætið ef eitthvað væri. „Þessi tíðindi í deilunni liðka ekki fyrir og ég spái löngu verkfalli miðað við þá þróun sem orðið hefur. Ég spái orð- ið verkfalli fram á mitt sumar,“ sagði hann. Enginn bílstjóranna hjá Teiti Jónassyni í Sleipni „Lögbannið breytir ekki öðru en því að það sem ég sagði við Óskar er rétt, að ég var ekki í verkfalli og að hann hafði ekki leyfi til að stöðva mig í vinnunni," sagði Teitur Jónas- son, forstjóri og eigandi Teits Jón- assonar ehf, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Kvaðst Teitur hafa krafist lög- banns á verkfallsaðgerðir Sleipnis vegna þeirrar einföldu staðreyndar að engir bílstjóranna á hans vegum væru félagsmenn í Sleipni. Lang- flestir þeirra væru í Eflingu - stétt- arfélagi og Efling væri búin að semja við atvinnurekendur, raunar væri þegar farið að greiða hærri laun í samræmi við þann samning. Hann sagði jafnframt alveg klárt að bílstjórar hjá Teiti Jónassyni ehf. og Austurleiðum hefðu ekki gengið í störf Sleipnismanna. Verkfallsverðir á vegum Sleipnis stöðvuðu nokkra bíla frá Teiti í Vík í Mýrdal snemma í gær en að öðru leyti skarst ekki verulega í odda í verkfallsdeilunni. Teitur sagði hins vegar engan vafa leika á því að að- gerðir Sleipnismanna hefðu haft skaðleg áhrif á rekstur sinn. Hann hefði m.a. neyðst til að aflýsa nokkr- um ferðum með erlenda ferðamenn. Kvaðst hann vonast til að lögbannið yrði til þess að aksturinn gengi snurðulaust um hvítasunnuhelgina. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lögregla og deildir Rauða krossins í Húnavatnssýslum hófu í gær átak til að vekja fólk til umhugsunar í umferðinni. Átak í umferðar- öryggismálum Blönduósi. Morgunblaðið. LÖGREGLAN og Rauðakross- deildirnar í Ilúnavatnssýslum hófu í gær átak til að vekja fólk til umhugsunar um þær reglur sem fara á eftir í umferðinni. Átakið er fólgið í því að dreifa spjaldi sem hefur að geyma ljós- myndir af áhöfnum lögreglu- og sjúkrabifreiða í Húnavatnssýsl- um. Á spjaldinu kemur fram ósk þessa fólks um að vegfarendur geti ferðast óhappalaust og án að- stoðar lögreglu eða sjúkraliðs um vegi landsins. Sjúkraflutninga- og lögreglumenn stöðvuðu fjölda bifreiða og dreifðu spjaldinu. Lögreglumennirnir á Blöndu- ósi, sem þekktir eru fyrir að hafa liorn í síðu þeirra sem aka hraðar en lög leyfa og stöðvað hafa ófáa ökumcnn af þeirri ástæðu, létu vel af því að stöðva fólk í þeim til- gangi einum að sýna umhyggju. Hvort sem það var tilviljun eður ei að hefja þetta kynningarátak í nágrenni Þrístapa, þar sem síð- asta aftaka á íslandi fór fram, er það ósk þeirra sem að þessu átaki standa að brátt iíði að siðustu af- skiptum af þeim sem aka of hratt. Sérblöð í dag MSbMIR ALAUGARDOGUM Með Morgun- blaðinu í dag fylgir sérblað um ferðamál. Héðinn Gilsson kominn til FH/Cl Kristinn Guðbrandsson hættur með Keflavík/Cl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.