Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 9
FRÉTTIR
Samgönguráðherra segir eðlilegt að Landssíminn
hafí frumkvæði að nýjum sæstreng
Kemur vel til greina að
fleiri komi að því verki
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra telur eðlilegt að Landssím-
inn undirbúi og hafi frumkvæði að
því að vinna að lagningu á nýjum
sæstreng til íslands, en fmnst vel
koma til greina að fleiri komi að því
verki.
„Það þarf að meta það og skoða
hvort það geti verið hagkvæmt fyrir
alla aðila að það verði á vegum fé-
lags, sem fleiri kæmu inn í en ein-
göngu Síminn," sagði Sturla í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. „Þetta
er feiknarlega mikilvægt verkefni
fyrir okkur Islendinga, en það er
sjálfsagt að gefa fleirum færi á því að
leggja fjármagn inn í þetta verk-
efni.“
Samgönguráðherra svaraði fyrir-
spurn Þórólfs Árnasonar, forstjóra
Tals, efnislega með þessum hætti á
opnum fundi Sjálfstæðisflokksins
um fjarskiptamál á miðvikudags-
kvöld.
Varpaði fram hugmynd
um einkaframkvæmd
Þórólfur kvaðst í gær hafa spurt
ráðherra í framhaldi af samtali, sem
þeir hefðu átt áður, hvort stjórnvöld
hygðust beita sér fyrir einkafram-
kvæmd um sæstreng.
„Það er málefni þjóðarinnar allrar
að hafa samgöngumar í sæstrengn-
um opnar,“ sagði Þórólfur. „Það er
eitt af mestu öryggis- og framfara-
málum þjóðarinnar að vera ekki upp
á aðra komin með þetta. Við eigum
ágætis fyrirmynd í þessum efnum í
Speli og framkvæmdinni um Hval-
fjarðargöng."
Þórólfur sagði að hleypa ætti fjár-
festum að verkefninu og kvaðst vita
til þess að lífeyrissjóðirnir ættu í
raun fáa kosti í fjárfestingum og
skuldabréfamálum. Þá ættu sjóðir,
einstaklingar og fyrirtæki mikið
undir því að fjarskipti væru í lagi og
mörg fyrirtæki væri ekki hægt að
reka á alþjóðlegum grunni án þess.
„Eg fullyrði að Nýsköpunarsjóður
og atvinnusjóðir ýmsir mundu vilja
koma að svona verkefni og þar með
minnka áhættu fjarskiptafyrirtækj-
anna sjálfra," sagði Þórólfur. „Pjar-
skiptafyrirtækin sjálf eiga ekki endi-
lega að bera áhættuna af slíkri
framkvæmd, en sjá hins vegar um
umferðina í gegnum strenginn."
Hann sagði að þar með væri komið
verkefni, sem gæfi innlendum fjár-
festum farveg fyrir sitt fé, en staðan
væri þannig nú að ofgnótt væri af fé
og verkefni vantaði. Atvinnulífið allt
og þjóðarbúið myndi vilja taka þátt í
svona verkefni og fráleitt væri að
þetta yrði alfarið á vegum Landssím-
ans.
„Þá ætti eitt símafyrirtæki, sem
meira að segja er farið að einkavæða
þannig að það gæti hugsanlega lent í
meirihlutaeigu erlends fyrirtækis, til
dæmis, Teledanmark, lífæð lands-
ins,“ sagði hann. „Ég held að betra
væri að láta fjármagnið ráða þessum
farvegi sjálft.“
Onnur félög geta með sama
hætti ráðist í slíka framkvæmd
Sturla Böðvarsson sagði að
Landssíminn sem sjálfstætt fyrir-
tæki hefði fulla burði hvort sem hann
væri í eigu ríkis eða annarra til að
www.mbl.is
undirbúa lagningu sæstrengs og
leggja síðan mat á hvort hann standi
einn að þessu eða hleypi öðrum inn.
„Með sama hætti geta önnur félög
ráðist í slíka framkvæmd í von um að
hafa arð af henni,“ sagði hann. „En
það þarf auðvitað að meta hversu
mikil afkastageta þarf að vera í slík-
um streng og miðað við það er varla
hægt að gera ráð fyrir að í bili sinni
nema einn strengur til viðbótar þjón-
ustunni til íslands. Mér finnst hins
vegar eðlilegt að Síminn, þetta stóra
og öfluga fyrirtæki, hrindi þessu af
stað, en eins og þekkt er er íslands-
sími aðili að Kantat-sæstrengnum
þannig að fleiri hafa áhuga á að geta
sinnt þessari þjónustu."
Morane
Flott bikíní og
sætir sumarkjólar
TEEIMO
Laugavegi 56
Hjá okkur versla ungar konur
Við erum með tiskufatnað
í stærðum upp í 56
Ríta
TÍSKUVERSLUN
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
$.557 1730 $.554 7030.
Opið mán,—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10-15.
Gili, Kjalarnesi
s. 566 8963/892 3041
Ný sending
Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum,
gömlum, dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum
Opið lau.-sun. frá kl. 15-18, þri.-fim. 20.30-22.30
^^^isa^S^uro-raðgreiðslw^^^S^fti^iánan^arnkomulagi^lafur^^^^^^^^
GRILLMARKAÐUR
- Gasgrill frá 15.900-*
samsett og heimsent
Komdu og skoðaðu
árgerð 2000.
^ Char-Broil
Tilboð um fría heimsendingu gilda
aöeins á höfuðborgarsvæðinu.
'Gaskútur fylgir ekki.
EIGUM
VARAHLUTI
0G FYLGIHLUTI
FYRIR GASGRILL.
GRILLÁHÖLD í ÚRVALI.
0PIÐ I DAG 10-16
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500
RIIGGUR OG FJOLSKYLDUVÆNN
Gunnar Bernhard ehf.
LiViL
HONDA Civfc 5 dyra VTEC
115 hestöfl, 1500 vél, 2
loftpúðar, ABS, styrktarbitar
í hurðum, sparneytinn, i
blönduðum akstri 6,51/100 km
1,495.000kr.-
Vatnagörðum 24 • s. 520 1100
AKRANES: Bili/er sf„ sími 431 1985. AKUREYRI: Höldur hf„ simi 4613000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. VESTMANNAEYJAR: BHaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535.