Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
5-----------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALHEIÐ UR
TRYGGVADÓTTIR
+ Aðalheiður
Tryggvadótlir
fæddist í Gufudal á
Barðaströnd 13.
febrúar 1911. Hún
lést á sjúkrahúsinu á
ísafirði 31. maí síð-
astliðinn á nítugasta
aldursári. Foreldrar
Aðalheiðar voru
Tryggvi Agúst Páls-
son bóndi á Kirkju-
bóli við Skutulsfjörð
> og kona hans Krist-
jana Sigurðardóttir.
Aðalheiður ólst upp
hjá foreldrum sínum
á Kirkjubóli í hópi tíu systkina.
Hinn 21. mars 1935 giftist Aðal-
heiður Sigurði Sveins Guðmunds-
syni frá Hnífsdal. Foreldrar hans
voru Guðmundur Einarsson fisk-
matsmaður í Hnífsdal og kona
hans Bjarnveig Magnúsdóttir frá
Sæbóli í Aðalvík. Aðalheiður og
Sigurður eignuðust sex börn. Þau
eru: 1) Guðmundur Tryggvi, f.
28.10. 1935, kvæntur Kristínu R.
Einarsdóttur og eiga þau tvær
dætur, Bjarnveigu
Brynju, f. 28.9. 1957
og Aðalheiði Önnu, f.
8.2. 1962 og fimm
barnabörn. 2) Krist-
ján Birnir, f. 2.3.
1937, var kvæntur
Gerði Kristinsdóttur.
Kristján lést af slys-
förum 5.4. 1986.
Kristján og Gerður
eignuðust sjö börn,
Sigurð, f. 27.9. 1962,
Sigurborgu, f. 23.10.
1963, Ástu, f. 21.12.
1964, d. 13.11. 1965,
Heiðar Birni, f. 31.3.
1969, Víking, f. 26.3.1972, Hlyn, f.
10.4. 1974 og Júlíu Hrönn, f. 19.7.
1976. Barnabörn þeirra eru nú
orðin níu. 3) Kristjana Sóley, f.
25.5. 1941, gift Jóni Halldórssyni.
Börn þeirra eru fjögur, Hildur
Halla, f. 20.8. 1962, Sigurður Arn-
ar, f. 8.6. 1964, Aðalheiður Edda,
f. 5.6. 1970, og Bjarki Þór, f. 21.6.
1976. Barnabörn Jóns og Sóleyjar
eru fimm. 4) Sigurður Heiðar, f.
1.4. 1945, kvæntur Einhildi Jóns-
Það er ekki auðvelt fyrir mig að
ímynda mér tilveruna án þín sem allt-
af gæddir allt svo miklu lííi í kringum
þig elsku mamma. Þrátt fyrir þinn
háa aldur var dans og létt lund allra
meina bót í þínum huga. Á síðustu
misserum voru það æ oftar systkini
þín og foreldrar sem voru þér efst í
huga og þú fannst fyrir nálægð
þeirra og væntumþykjan lýsti frá
þér. Þér var það fullkomlega eðlilegt
að taka gesti þína með þér í hug-
leiðslu og leyfa þeim að njóta með þér
góðviðris og Ijúfrar anganar í berja-
-^tnó í Kirkjubólshlíð. Það var alltaf
auðvelt að gleyma vetri og kulda og
smávægilegum vandræðum í þinni
návist. Ég vil þakka þér fyrir allt það
góða sem þú leyfðir mér að upplifa
með þér bæði í æsku minni og á mín-
um fullorðinsárum. Það hlýjar mér
um hjartarætumar að rifja upp það
ástríki og hlýju sem alla tíð ríkti milli
þín og pabba. Þú kveiðst því aldrei að
þurfa að yfirgefa þennan heim en
hafðir einstakt lag á að njóta þess að
vera hér og draga fram hið létta og
jákvæða í tilverunni.
Ég bið algóðan almáttugan Guð að
leiða þig um ókomna tíð og hjálpa þér
að rata í faðm þeirra sem þú elskaðir
og á undan þér eru farnir. Takk fyrir
jllt, elsku mamma.
Þinn sonur,
Ólafur Sigurðsson.
færi ég henni fyrir alla þá ástúð og
hlýju sem hún sýndi mér alla tíð.
Álla mín var ekki hávaxin kona, en
því stærri var hún að andlegu at-
gjörvi.
Aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni, en fram á síðasta
dag brýndi hún fyrir fólkinu sínu að
vera gott hvert við annað.
Ekki fór hún varhluta af erfiðleik-
um í lífinu, það vita allir sem til
þekkja, en aldrei lét hún bugast. Létt
lund hennar, jákvæðni og kjarkur
báru hana áfram. Hún var hetjan.
Alla átti bamaláni að fagna og hef
ég séð endurspeglast í afkomendum
hennar marga af bestu eiginleikum
hennar.
Alla mín var orðin þreytt undir
lokin og farin að þrá hvíldina. Ég er
þess fullviss, að hún hefur átt góða
heimkomu. Nú hefur hún hitt aftur
Sigga manninn sinn, sem lést fyrir
þremur ámm, Kristján son sinn, sem
lést fyrir fjórtán árum og alla aðra
ástvini sína sem famir voru á undan
henni. Þar hafa orðið fagnaðarfundir.
Elsku Alla mín, ég kveð þig með
þessum orðum:
Farþúífiiði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem)
Kristín (Didda).
Elskuleg tengdamóðir mín Aðal-
heiður Tryggvadóttir er látin. í örfá-
um orðum langar mig að minnast
hennar og þakka þá gæfu að hafa
fengið að vera samvistum við hana
rúm fjörutíu ár. Hjartans þakklæti
GARÐH EIMAR
BLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6
N SÍMI 540 3320 >
V
Elsku Alla mín. Ég stend við dán-
arbeð þinn ásamt nokkrum af þínum
nánustu aðstandendum. Það blikar
tár á hverjum hvarmi. Einhver rödd
hvíslar að mér að ég eigi ekki að
gráta 89 ára gamla konu sem var
södd lífdaga, heilsan og lífskrafturinn
horfinn, en í Spámanninum stendur:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá hug þinn og sjá, þú grætur yfir því
sem var gleði þín.“ En hver var meiri
gleðigjafi í lífi okkar en einmitt þú?
Ég kynntist þér fyrir rúmum 30 ár-
um er leiðir okkar Heiðars lágu sam-
an og var mér vel tekið eins og reynd-
ar öllum sem á vegi þínum urðu.
Þegar andlát
ber að höndum
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
%
,.r
S
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
dóttur og eiga þau þrjú böm, Ein-
ar Pétur, f. 3.3. 1971, Hrefnu Sif,
f. 15.6. 1972, Elísabetu, f. 1.2.
1985. Einnig á Heiðar dótturina
Aðalheiði Björk, f. 9.9. 1964.
Barnabörn eru fjögur. 5) Magnús
Reynir, f. 17.10. 1948, kvæntur
Hafdfsi Brandsdóttur. Saman eiga
þau soninn Sigurð Sveins, f. 9.7.
1986. Einnig á Magnús Einar
Snorra, f. 27.6. 1971 og Bjarn-
veigu, f. 21.8. 1975. Stjúpbörn
Magnúsar eru Eva Björk Árna-
dóttir, f. 13.11. 1970, Dagrún Ell-
en Árnadóttir, f. 31.7. 1972 og
Kristján Örn Kristjánsson, f. 19.1.
1978. Barnabörn Magnúsar og
Hafdísar eru fimm. 6) Ólafur
Gunnar, f. 7.11. 1950. Uppeldis-
dóttir Aðalheiðar og Sigurðar er
Kristjana Kristjánsdóttir, f.
11.12.1929 sem flutti til þeirra tíu
ára gömul þegar móðir hennar,
sem var systir Aðalheiðar lést.
Kristjana er gift Jens Hjörleifs-
syni, f. 13.11. 1927, og eru börn
þeirra Sigríður, f. 29.4. 1950, El-
ísabet, f. 16.9. 1952, Hjörleifur
Kristinn, f. 7.8. 1955, og Aðalheið-
ur f. 20.11. 1964. Kristjana og
Jens eiga þrettán barnabörn og
tvö barnabarnabörn.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
ísafjarðarkirkju í dag, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Minningamar eru svo ótal margar
sem koma upp í hugann: Sunnudags-
bíltúr út á Árbakka, allir mættir í
kaffi til ykkar Sigga og setið og
skrafað í litlu stofunni; jóladagur,
húsið fyllist af lífi, stórfjölskyldan
samankomin, hlaðið borð af dýrindis
veitingum og þú í essinu þínu; sjö-
tugsafmælið þitt, stórveisla í Félags-
heimilinu í anda Ollu Tryggva, sungið
og dansað, ekkert kynslóðabil, ungir
sem aldnir í dansinn, barnabömin
vinir og vandamenn. Það var lengi
viðmið hjá mínum börnum ef glaðst
var yfir einhveiju: „En það var svo
miklu skemmtilegra í afmælinu
hennar ömmu.“ Sumarið 78 stóðum
við Heiðar í húsbyggingu, búið að
selja íbúðina og nýja húsið ekki til-
búið, það vantaði að brúa bilið í örfáar
vikur. Við vomm boðin velkomin á
Árbakka, nóg pláss fyrir fjögurra
manna fjölskyldu hjá ykkur Sigga.
Eina athugasemdin sem kom frá þér
var: „Maður kynnist ekki bamaböm-
unum fyrr en mpður býr á sama
heimili og þau.“ I dag sé ég sann-
leiksgildi þessara orða þinna, þegar
ég sjálf er orðin margföld amma. Það
sem átti að vera örfáar vikur varð að
sex mánuðum og eitt er víst, okkur
leið vel.
Ég minnist líka afmælisdagsins
þíns fyrir fimmtán árum, fjölskyldan
saman komin á Hlíf, lítil stúlka aðeins
þrettán daga gömul er lögð í arma
afa og ömmu, þið svo glöð og undr-
andi yfír hennar fyrstu heimsókn á
Hlíf, þær áttu eftir að verða margar
og ánægjulegar. Afi átti líka krakku
á náttborðinu sínu sem var gædd
þeim töframætti að nammið þvarr
aldrei.
Þú kvaddir þennan heim á afmæl-
isdaginn minn. Það var mjög blendin
tilfinning, bæði ljúf og svolítið sár, en
í framtíðinni verður svo gott að minn-
ast þín á þessum degi eins og reyndai-
alla daga, þetta verður dagurinn okk-
ar. Ég sé sjálfa mig umkringda
barnabörnunum mínum, þá nota ég
tækifærið og segi þeim sögur af
ömmu Öllu sem líka á afmæli þennan
dag, bara svolítið öðravísi afmæli.
Það verða ljúfar og fallegar sögur af
ykkur Sigga afa sem áttuð heima í
„stóra húsinu" við ána í Hnífsdal þar
sem öllum fannst gott að koma, börn-
um og fullorðnum, skyldum sem
vandalausum, hvort sem var sunnu-
dagur, afmælisdagur, hátíðisdagur
eða bara ósköp venjulegur dagur, all-
ir dagar voru góðir í návist ykkar. Ég
þakka fyrir allar þessar stundir og
bið þér Guðs blessunar.
Þín tengdadóttir,
Einhildur Jónsdóttir.
Hún amma mín er dáin. Hún Alla
Tryggva. Mig langar að skrifa nokk-
ur orð til hennar og þakka henni fyrir
allar gömlu góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Hún amma var alltaf í góðu skapi.
Hana langaði alltaf til þess að dansa
og syngja. Hana langaði alltaf til þess
að gera eitthvað skemmtilegt. Hún
var sólargeisli. Hún var sól.
Hún var sívinnandi. Eldaði og
þreif. Ræktaði jarðarber í garðinum.
Hellti uppá kaffi og bakaði pönnsur
handa öllum sem ráku inn nefið.
Hún kenndi mér að leggja kapal
þegar mér leiddist. Hún sagði mér að
vara mig á stelpunum. Hún sagði
mér að leita ævintýranna. Hún spil-
aði Rommí við okkur Einar Snorra,
þegar við skrópuðum í menntó.
Hún amma var yndisleg og falleg
kona. Hún var með stórt hjarta og
mjúkar heitar hendur. Hún var glöð
og ánægð með lífið allt til síðasta
dags.
Elsku amma. Mér finnst eins og ég
sjái þig fyrir mér; lítil stelpa í hvítum
kjól með rauðum rósum, uppi í sól-
bjartri Amardalshlíðinni að tína að-
albláber. Þannig lýstir þú þér fyrir
mér. Þannig mun ég minnast þín.
Elsku amma mín, Guð geymi þig
ogvarðveiti.
Einar Pétur Heiðarsson.
í yndisleik vorsins
milliblómaogrunna
siturungmóðir
með bamáhnjámsér
andlithennarsól
bros hennar ylhlýir geislar
Rafael í allri sinni dýrð
Fegurðoggóðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
í rangsnúnum heimi
Ogþómestaföllu
ogmunlifaallt
(Snorri Hjartars.)
Yndisleg kona, Aðalheiður
Tryggvadóttir, er fallin frá í hárri elli
og við kveðjum hinstu kveðju í dag.
Það má með sanni segja að andlit
hennar hafi verið sól og bros hennar
ylhlýir geislar eins og Snoni Hjart-
arson kvað í Ijóði sínu.
Alla, eins og,hún var alltaf kölluð,
var í orðsins fyllstu merkingu alveg
einstök kona, alltaf jákvæð og glöð
hvernig sem aðstæður vora og get ég
ímyndað mér að lífið hafi ekki alltaf
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
verið henni mjög auðvelt. Ég var svo
lánsöm að fá að alast upp með Ár-
bakkafólkinu og kynnast Óllu vel.
Eftir að ég flutti frá Hnífsdal fyrir
rúmum 30 árum hittumst við því mið-
ur alltof sjaldan en síðast þegar ég
heimsótti hana fyrir nokkram áram
var hún orðin ekkja og lá á sjúkra-
húsinu á ísafirði. Það var mér mjög
kær stund og ánægjulegt að hún
skyldi þekkja mig því svo var komið
þá að hún þekkti ekki alltaf sitt fólk.
Hún vildi fá fréttir af mínum högum
og er mér sérstaklega minnisstætt
þegar ég sagði henni að ég ætti fimm
börn og væri orðin amma að hún
skellihló og sagði „þú svona lítil
Sigga, þetta gastu“. Dæmigert fyrir
Öllu því hún tjáði sig ekki mikið um
öll sín afrek. Hún var nákvæmlega
jafnlítil og átti sjálf sex börn og ól þar
að auki upp móður mína frá unglings-
aldri en hún hafði þá missti móður
sína, Sigríði Tryggvadóttur, systur
Öllu. Það var mömmu mikil gæfa að
fá að fara til þeirra sæmdarhjóna
Öllu og Sigga Sveins á þessum erfiðu
tímum í hennar lífi og veit ég að hún
var þeim afar þakklát fyrir það.
I umræddri heimsókn vora
mamma og pabbi með og var gaman
að fylgjast með spjalli þeirra þriggja.
Alla fór strax að rifja upp allt það
skemmtilega í gegnum tíðina og
minna á hvað oft hafi verið gaman og
þau ljómuðu öll og hlógu mikið. Það
var ekki venja Öllu að minnast ein-
hverra erfiðra tíma og velta sér upp
úr þeim.
Mér finnst í minningunni sem hún
hafi alltaf verið brosandi og frá henni
stöfuðu endalaust ylhlýir geislar
jafnvel þegar hún skammaði strák-
ana sína fyrir einhver strákapör
gerði hún það brosandi og þegar hún
lá fárveik uppi í rúmi og gat sig varla
hreyft sagði hún brosandi: „Það er
þessi haus á mér Sigga mín eina ferð-
ina enn“ þannig að maður gerði sér í
raun pkki grein fyrii' hvernig henni
leið. Ég hugsa því oft til hennar í mín-
um höfuðverkjum og öðram erfið-
leikum og spyr: „Hvernig skyldi Alla
hafa bragðist við á svona stundum?"
og það er ekki að því að spyrja; allt
verður miklu léttara.
Elsku Alla, ég vil fyrir hönd
mömmu, sem dáði þig, pabba, sem
alltaf leit á þig sem bestu tengdamóð-
ur, og systkina minna og fjölskyldna
okkar þakka fyrir að fá að hafa lifað
með þér og fengið að kynnast mann-
kostum þínum.
Fjölskyldu þinni sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Jensdóttir.
Elskuleg frænka mín Aðalheiður
Tryggvadóttir, Alla, eins og hún var
kölluð, er látin. f mínum huga var
hún ein af þeim konum sem hvað að-
dáunarverðastar era hvað varðar
æðraleysi og kjark.
Á unga aldri minnist ég þess að er
hún dvaldi í heimsókn hjá foreldram
mínum á Kirkjubóli í Skutulsfirði að
sumri til, með þijú ung börn sín,
barst frétt um að eiginmaður hennar
Sigurður S. Guðmundsson (Siggi
Sveins) hefði stórslasast í sprengingu
úti í Hnífsdal. Flugvélin Öminn, rauð
sjóflugvél, var fengin til að flytja
hann til Reykjavíkur á sjúkrahús.
Það lét hátt í fjöllunum þegai' vélin
hóf sig á loft. Þrátt fyrir að allt væri
gert sem læknar réðu við missti Sig-
urður sjónina að fullu fyrir lífstíð.
Með börnin sín þrjú og þrjú bætt-
ust við síðar og blindan mann sinn
vann Alla sitt lífsstarf svo til fyrir-
myndar var, alltaf svo lífsglöð og
bjartsýn. Þessi fjölskylda sýndi síðar
hvað í henni bjó og nú er framsýni og
dugnaður þeirra hluti af sögu ísa-
fjarðar og þeirrar byggðar, þar sem
þau hafa komið við.
Þegar ég kveð Öllu, foðursystur
mína, era mér efstar í huga allar þær
ánægjustundir sem ég naut á heimili
hennar, sem skilja eftir þær minning-
ar sem hvað mestu varðar þegar til
baka er litið.
Aðalheiður kveður nú síðust af
stóram systkinahópi. Það virkar
þannig á mig eins og vissum kafla í
sögunni ljúki.
Alla var öllum fyrirmynd með lífi
sínu og fyrir það er henni nú þakkað
með samúðarkveðjum til hennar nán-
ustu.
Ólafur Tr. Ólafsson.