Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Byggingarframkvæmdir hefjast að nýju við Laugaveg 43b Eigendum bakhúss greidd ar 4,3 milliónir í bætur Sátt hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og eigenda bakhúss á Laugavegi 53b. Framkvæmdir eru því hafnar á ný við nýbyggingu Úra- og skartgripaverslunarinnar Jún og Óskar á Laugavegi 61. REYKJAVÍKURBORG hefur sam- ið við eigendur íbúðarhússins á Laugavegi 43b um bætur gegn því að þeir falli frá frekari kröfum vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar á næstu lóð. Allar framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar hafa margoft verið kærðar og bygg- ingarleyfi vegna hússins hafa tví- vegis verið felld úr gildi. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg jafn- framt greitt 10 milljónir króna í bætur til þess sem byggingarleyfið hafði. Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður segir að í framhaldi af niður- fellingu byggingarleyfisins í fyrra skiptið hafi verið ákveðið að vinna ákveðið deiliskipulag að þessum reit. Þegar það lá fyrir kærðu eig- endur bakhússins á Laugavegi 53b það. A grundvelli deiliskipulagsins var nýbyggingin hins vegar sam- þykkt aftur í byggingarnefnd Reykjavíkurborgar. Þá ákvörðun kærðu eigendur Laugavegar 53b einnig og úrskurðarnefnd í skipu- lags- og byggingarmálum felldi nið- ur byggingarleyfið. Hjörleifur segir að í ljósi þess að fyrirsjáanlegt hafi verið að mál þetta myndi tefjast enn frekar og líklega enda í málaferlum að lokum hafi verið ákveðið að ganga til samninga við eigendur bakhússins. Borgin fékk sérfræðinga til þess að skoða hvert markaðsverð bakhúss- ins hafi verið miðað við aðstæður áður en nýbyggingin fór af stað og hvert hugsanlegt markaðsverð þess yrði eftir að nýbyggingin risi. í þessari athugun kom í ljós að verð- mæti bakhússins myndi rýrna um 4,3 milljónir króna sem var sú upp- hæð sem Reykjavíkurborg greiddi eigendum bakhússins. Hafa þeir í framhaldi af greiðslunni fallið frá öllum kærumálum. Þar með er hægt að hefja framkvæmir við nýbygginguna. Um 30 íbúðarhús á baklóðum Hjörleifur segir nú unnið að deili- skipulagi að öllum þessum reitum ofan og neðan við Laugaveginn, þ.e. á milli Laugavegar og Grettisgötu og Laugavegar og Hverfisgötu. Stefnt er að því að deiliskipulagið liggi fyrir nk. haust og þá verði það auglýst. Þá gefist mönnum kostur á að koma á framfæri sínum athuga- semdum sem Hjörleifur segir að hafi ef til vill ekki gefist í ofan- greindu máli. Hann segir að mikil hrina kæru- mála hafi verið í sambærilegum málum í Reykjavík hjá úrskurðar- nefnd um skipulags- og byggingar- mál. Nefndin hafi fellt úr gildi fjölda byggingarleyfa sem hafi ver- ið gefin út og borgin hafi þurft að greiða bætur vegna útgefinna leyfa sem ekki hafi staðist. Byggingarað- ili nýbyggingar í Þórsgötu 2, sem taldi sig hafa orðið fyrir töfum vegna byggingarleyfis sem fellt var úr gildi, hefur t.a.m. höfðað dóms- mál á hendur Reykjavíkurborg. Hjörleifur segir að í sumum tilvik- um hafi borgin séð sig knúna til að semja við byggingaraðila gagngert vegna þessa. Þannig hafi verið sam- ið við byggingaraðila nýbyggingar- innar við Laugaveg, sem í tvígang hafði fengið útgefið byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg sem ekki stóðust. Hann fékk um tíu milljónir króna í bætur vegna tafa sem hann hefur orðið fyrir. Hjörleifur segir að ákveðið hafi verið að leggja út í þá miklu og kostnaðarsömu vinnu að láta gera deiliskipulag að þeim svæðum í gömlu hverfunum þar sem menn sjá helst fyrir sér að framkvæmdir verði á næstu árum. Hjörleifur seg- ir að hugsanlega verði niðurstaða deiliskipulagsins sú að ekki verði gert ráð fyrir því að öll bakhúsin við Laugaveg standi til framtíðar. Þarna gæti orðið um háar upphæðir að ræða ef til uppkaupa kemur því alls eru líklega nálægt um 30 íbúð- arhús á baklóðum við Laugaveginn. Borgin hefur þegar keypt upp sex íbúðarhús við Hverfisgötu austan við Vitastíg fyrir tugi milljóna króna. Jón Sigurjónsson, annar eigenda úra- og skartgripaverslunarinnar Jóns og Óskars á Laugavegi 61, segir að nýja húsið hafi átt að vera risið fyrir tveimur árum. Töfin hafi haft mikil áhrif á starfsemi fyrir- tækisins og málið hafi ekki verið til framdráttar uppbyggingu miðbæj- arins. „Það er stefna kaupmanna við Laugaveginn að öll svona bak- hús verði keypt upp og rifin. Lóð- irnar verði rýmkaðar fyrir bfla- MORGUNBLAÐIÐ á netinu, mbl.is, fékk hæsta einkunn net- miðlanna fjögurra í fjölmiðlakönn- un, sem Gallup gerði dagana 5. til 21. maí. I könnuninni voru aðspurðir beðnir að gefa netmiðlunum fjór- um einkunn eftir því hversu vel þeir höfðuðu til þeirra og fékk mbl.is 4,10, vísir.is 3,97, strik.is 3,48 og ruv.is 3,28. Einkunnin tek- ur gildi á kvarðanum 1 til 5 þar sem 5 þýðir mjög vel og 1 þýðir mjög illa. Þegar mælt var hlutfall þeirra, sem heimsækja viðkomandi fjöl- miðla, kom í ljós að 67,3% að- spurðra með netaðgang heimsóttu á tímabilinu vísi.is, 63,8% mbl.is, 26,8% strik.is og 25,2% ruv.is. Samkvæmt upplýsingum Gallup er munurinn á hlutfalli þeirra, sem heimsóttu mbl.is annars vegar og vísi.is hins vegar ómarktækur. Þeir sem heimsóttu mbl.is gerðu það meðaltali gera það 2,51 sinni í viku og notendur vísis.is fóru að meðaltali 2,06 sinnum inn á síðuna á viku og er það tölfræðilega marktækur munur að sögn Gall- ups. Tíðnin reyndist 0,48 á viku hjá striki.is og 0,31 hjá ruv.is. Þátttakendur í könnuninni voru á aldrinum 16 til 75 ára af öllu landinu og var hringt í 1.200 ein- staklinga samkvæmt tilviljunarúr- taki úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak, þegar frá höfðu verið dregnir þeir, sem eru búsettir erlendis, látnir eða veikir var 1.144 og var heildar- fjöldi svarenda 825, en 225 neituðu að svara. Nettósvörun var 72,4%. stæði og þarna verði ekki einbýlishúsalóðir,“ segir Jón. Hann bendir á að bakhúsið við Laugaveg hafi verið byggt á fyrri hluta aldarinnar þegar húsnæðis- ekla var í borginni og hægt var að tengja húsin auðveldlega við veitu- kerfi borgarinnar. Þetta hafi allt verið bráðabirgðahús en nú séu þau farin að ráða því hvernig uppbygg- ing aðalverslunargötu Reykjavíkur eigi að vera. HVOLPADAUÐI hefur verið óvenjumikill á nokkrum refabúum í Skagafirði í gotinu sem nú stendur yfir, en ekki er ennþá ljóst hvaða ástæður liggja þar að baki. Eggert Gunnarsson, dýralæknir á rannsóknastöðinni á Keldum, segir að ekki sé hægt að rannsaka málið frekar fyrr en gotið sé alveg afstað- ið, en það sé greinilega óeðlilega mikill hvolpadauði á sumum búanna. Að sögn Eggerts er hvolpalát og fósturdauði oft vandamál sem fylgir , Lax frá Islenskum matvælum verð- launaður TVÆR tegundir af reyktum laxi frá Islenskum matvælum voru á dögun- um verðlaunaðar í einni þekktustu matvælaprófun sem fram fer í Bandaríkjunum. Matvælaprófunin nefnist „The Annual Judging of Smoked and Pickled Fish Products" og senda allir helstu framleiðendur á markaðinum vör- ur sínar til þátttöku. Reyktur lax frá íslenskum mat- vælum, kryddaður með sítrónupip- arblöndu, fékk verðlaunin „Besta vara sýningarinnar" og hefðbund- inn reyktur lax fékk umsögnina „frábær", en báðar tegundir eru seldar undir ICEFOOD vörumerk- inu. Hópur sérfræðinga lagði mat á gæði vörunnar, en dæmt var út frá bragði, útliti og almennum gæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Islensk- um matvælum býðst að taka þátt, en 75 tegundir af reyktum laxi öttu kappi við íslenska laxinn. Seldur í 2000 verslunum Áætlað er að í ár verði söluaukn- ing á framleiðsluvörum Islenskra matvæla í Bandaríkjunum og Kan- ada 30% miðað við síðasta ár að sögn Snorra Finnlaugssonar fram- kvæmdastjóra. Laxinn frá Islenskum matvælum er nú seldur í yfir 1.500 matvöru- verslunum í Bandaríkjunum, en vonir standa til að fyrir lok þessa árs verði hann kominn í sölu í um 2000 verslunum. refarækt og hafi oft komið upp fyrr á árum þegar refaræktin var mun meiri en í dag. Læður gjóta gjarnan frá 9 upp í 16 hvolpum í goti, en oft drepst meira en helmingur þeirra. Refabændur eru ánægðir ef yrðling- ar á hverja læðu eru 6-7 að meðal- tali. Ætlunin er að fara á milli búanna í lok júní, þegar gotinu er lokið, og kanna máÚð frekar og búið er að senda spurningalista til bænda til að fylla út. STLJDf NTSC--AF! R ADRCMjiileR HMpMH i m tl 11 (>,,hu l(lt ‘4 flMMII jlcýþn ug MnMtdl 'jnj jtt I >, * * I lll VAKA-I HK.AI M I ‘,í(j|iili(||.l í> • SllMl SSO 100(1 Könnun Gallups á notkun netmiðla mbl.is fékk hæsta einkunn notenda GALLUP - könnun maí 2000 Einkunn fyrir hversu vel netmiðlar höfða tii fólks fáAitf.V .:J' ~ ... vfsir.is stnkís mbl.is visir.is strik.is ruv.is Óeðlilegur hvolpa- dauði á refabúum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.