Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 27 Morgunblaðið/Jim Smart Ragnar Ómarsson yfirmatreiðslumaður, Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri, Sigurður Asgeirsson veit- ingastjóri, Þórunn Sigurðardóttir, f.h. Reykjavíkur menningarborgar, Sigurvin Gunnarsson, f.h. Klúbbs matreiðslumeistara og Jónína Ingvadóttir, f.h. Visa ísland. Hótel Holt veitinga- hús maí- mánaðar HÓTEL Holt var valið veitinga- hús maímánaðar af gestum veit- ingahúsa, en Klúbbur mat- reiðslumeistara stendur fyrir mánaðarlegu vali veitingahúsa- gesta á eftirlætisveitingahúsi sínu, í samvinnu við Reykjavík menningarborg. Klúbbur matreiðslumeistara býður gestum að greiða veit- ingahúsum atkvæði sitt, á heimasíðu sinni, www.icelandic- chefs.is, eða með því að fylla úr svarseðil sem birtist í Morgun- blaðinu í lok hvers mánaðar. Klúbburinn óskar eftir því að gestir veitingahúsa um allt land velji veitingahús með tilliti til gæða matar, þjónustu, umhverf- is, verðlags og annars sem vek- ur áhuga. Næstflest atkvæði í vali maí- mánaðar hlutu Apótekið, Arg- entína og Fiðlarinn. Veitingahús sem hafa verið valin veitingahús mánaðarins fyrr á þessu ári eru, Lækjarbrekka, Humarhúsið, Grillið og Argentína. I lok ársins verður valið veit- ingahús ársins 2000. Þekktur breskur sérfræðingur um örverur í kjöti Mikilvægt að neytendur höndli kjöt með varúð BRESKUR sérfræðingur um örverur í kjöti og fyrrverandi ráðgjafí breskra yfírvalda í þessum málum, Dr. Geoff Mead, segir að á meðan ekki sé vitað hvemig campylobacter-bakterían ber- ist í alifugla sé ekki hægt að uppræta bakteríuna í kjöti þeirra. „Margar rannsóknir hafa farið fram á campylo- bacter-bakteríunni víða um heim en þrátt fyrir það vitum við enn mjög lítið um það hvernig hún berst í alifugla- kjöt. Það eina sem ég get sagt er að menn geta ekki aðeins sýkst af henni í gegnum alifuglakjöt heldur einnig í gegnum lélegt drykkjarvatn, ógeril- sneydda mjólk og í gegnum hunda og ketti sem hugsanlega gætu haft niður- gang.“ Mead bendir þó á að mjög mik- ið sé um campylobacter í alifuglum og því sé eðlilegt að menn líti á þann iðnað þegar reynt sé að takmarka tíðni bakt- eríunnar. Mead segir að campylobacter í kjúklingakjöti sé greinilega nýtt vandamál hér á landi en bendir á að Bretar hafí þurft að glíma við þennan vanda í mun lengri tíma. Þar í landi sé áætlað að um fjögur hundrað þúsund manns smitist af campylobacter-bakter- íunni á ári hverju. Hann tekur fram að tíðni campylobacter-smita í mönnum sé vanskráð og því megi gera ráð íyrir því að opinberar tölur um slík smit séu toppurinn á ísjakanum eða einungis Dr. Mead er sérfræðingur Morgunblaðið/Ásdís i örverum í kjöti. um tíu prósent af raunveralegri tíðni. Mead tekur fram að algengi campylobacter í breskum alifuglaiðnaði hafí ekkert að gera með hreinlæti í þessum iðnaði. Hann á með öðram orðum við að mjög miklar og strangar kröfur séu gerðar til hollustuhátta í alifuglaiðnaðinum í Bretlandi en að það hafi nær engin áhrif á tíðni campylobacter í alifuglakjöti á borð við kjúkl- inga. „Það hefur áhrif á salmonelluna og takmarkar tíðni hennar en hefur nær engin áhrif á campylobacter- bakteríuna," ítrekar hann. Mead tek- ur einnig fram að á meðan dýrin sýni engin merki þess að þau séu menguð af campylobacter sé með engu móti bægt að fá vitneskju um mengunina nema með sýnatöku. „Það er hins veg- ar mjög dýrt að taka sýni af hverju einasta dýri og því verðum við að sætta okkur við að campylobacter- bakterían er mjög algeng eins og staðan er í dag.“ Hann segir að vísu aðhægt sé að útrýma bakteríunni úr alifuglakjöti með geislameðferð en bendir á að þeirri lausn yrði vafalaust ekki vel tekið af neytendum. Þeim hugnaðist sennilega ekki sú hugmynd að maturinn þeirra hefði gengið í gegnum geislameðferð. Mikilvægt að höndla kjötið á ákveðinn hátt Mead segir því að lokum nauðsynlegt fyrir neytendur alifuglakjöts að hafa í huga að þeir þurfi að höndla hrátt fuglakjöt með varúð. Nauð- synlegt sé að þvo hendur vel eftir að hafa fengist við hrátt kjúkiingakjöt og ekki sé síst mikilvægt að það sé vel steikt eða grillað. Einkum sé vert að hafa það i huga nú þegar hinn árlegi „grill- tími“ landsmanna gengur í garð. Spurt og svarað Ódýr lesgleraugu Er slæmt að nota ódýr les- gleraugu sem fást m.a. í stór- mörkuðum? „Nei, þessi lesgleraugu valda engum skaða,“ segir Þórður Sverrisson, augnlæknir á Land- spítalanum. „Eina hættan sem kann að felast í notkun ódýrra lesgleraugna er að augnsjúkdóm- ar sem valda sjóndepra greinist ekld strax og þannig getur við- komandi fleytt sér framhjá viss- um augnsjúkdómum tímabundið. Hitt er annað að þessi gleraugu henta sumum og öðram ekki. Rannsóknir sýna að þau henta um einum þriðja þeirra sem þurfa á lesgleraugum að halda. Viðkomandi finnur það fljót- lega ef gleraugun henta ekki, hann fer að sjá óskýrt og fær ef til vill höfuðverk. Leiðin til að komast hjá þessu er auðvitað að fara í augnskoðun og sjá hvort svona gleraugu henti eða henti ekki,“ segir Þórður. „Ódýr lesgleraugu era stöðluð að því leyti að augnbilið er ávallt það sama,“ segir Gunnar Þór Benjamínsson, sjóntækjafræð- ingur hjá gleraugnaversluninni Auganu. „Við hjá gleraugna- verslunni Auganu mælum augn- bil hvers einstaklings og því má segja að gleraugun séu klæð- skerasaumuð á hvern og einn. Hægt er nota ódýr lesgleraugu í einhvem tíma en viðkomandi þreytist til lengri tíma litið. Ódýr lesgleraugu era sett upp tO að bjarga viðkomandi fyrir hom, ágætt er að nota þau þegar fólk er til dæmis að blaða í síma- skránni. Fólk áttar sig oft ekki á því að múlibilið múli optiska punktsins svokallaða er ekki það sama og augnbilið, þetta er hlutur sem er ekki sjáanlegur heldur mælan- iegur. Einnig er ódýrt plast í þessum ódýra lesgleraugum og þau risp- ast auðveldlega," segir Gunnar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.