Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 23 Rúblan of sterk RÍKISSTJÓRN Rússlands tíl- kynntí í gær að gripið verði til aðgerða tíl að hindra „ástæðu- lausa gengishækkun“ rússnesku rúblunnar. Rúblan hefur verið sterk undanfarna mánuði þar sem útflutningsverð olíu og ann- arrar verslunarvöru hefur verið hátt. „Við grípum til allra nauð- synlegra ráða tíl að hindra ástæðislausa gengishækkun rúblunnar," sagði Mikhail Kas- yanov, forsætisráðherra Rúss- lands, og kvað það koma niður á rússneskum iðnaði og útflutn- ingi hækkaði rúblan. Hann sagði ekki til hvaða ráða stjómin hyggðist grípa. Innrás skipu- lögð í Kosovo AÐEINS vantaði nokkra daga upp á að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sendi fjölmennt landgöngulið til að taka þátt í átökunum í Kosovo á síðasta ári að því er Samuel „Sandy“ Berg- er, öryggisráðgjafi Hvíta húss- ins, sagði við dagblaðið Los Ang- eles Times í gær. Berger sagðist hafa gert drög að innrás gegn Serbum eftir að loftárásir Atl- antshafsbandalagsins höfðu staðið yfir í 71 dag. Slobodan Mi- losevic forseti Júgóslavíu hefði ekki sýnt nein merki uppgjafar og því hefði hann talið eina sig- urmöguleikann felast í innrás með 175.000 manna landgöngul- iði. Ekkert raf- magn, engar loftvamir RAFMAGNSVEITUR í Úkra- ínu hafa gripið tíl nýrra ráða til að greitt sé íyrir orkuírekt loftv- amarkerfi landsins. Ef ekki er greitt íyrir notkun rafmagnsins þá er það tekið af og eru mörg hémð landsins nú vamarlaus íyrir árásum utan frá. „Lokað hefur verið íyrir rafmagn hjá sautján einingum loftvamakerf- isins. Það er með öllu óhæft að meðhöndla öryggismál á þennan hátt,“ sagði Ihor Kalíavinskí, talsmaður vamarmálaráðuneyt- is Úkraínu. Hann sagði raf- magnsveitumar vera með þessu að bregðast við þeim tílmælum orkumálaráðuneytisins að taka rafinagn af öllum þeim sem ekki borguðu. Ósanngjamt væri að koma eins fram við alla því loft- varnir væm háðar opinberum fjárlögum. Auglýsingar um vændi bannaðar? RÍKISSTJÓRN Bretlands tíl- kynnti í gær að svo kunni að fara að sérstök lög verði sett sem banni að auglýsingum um vændi sé komið fyrir í símakefum og á öðrum opinbemm stöðum. Símaklefar, þá sérstaklega í London, em oft á tíðum þaktir nafnspjöldum þar sem „brasíl- ískar“ og „skandinavískar" feg- urðardísir bjóða upp á „nudd“. Að sögn Charles Clarke, ráð- herra í innanríkisráðuneytmu, ætlar ríkisstjómin sér að ræða við sveitastjómaryfirvöld og lög- reglu um hvemig best sé að taka á málinu. Hann kvaðst ekki telja að fleiri vændiskonur leituðu út á götur borga þó auglýsingar af þessu tagi yrðu bannaðar. Grískur hryðjuverkahópur lýsir morði á breskum sendifulltrúa á hendur sér „Nasistaglæpir44 sagðir ástæðan Aþenu. AFP. GRÍSKI hryðjuverkahópurinn 17. nóvember lýsti í gær morðinu á breska sendiráðsritaranum Stephen Saunders á hendur sér. Hópurinn kvaðst hafa ráðið Saunders af dögum fyrir að taka þátt í skipulagningu loftárása NATÓ á Júgóslavíu í fyrra og lýsti þeim sem „nasistaglæp". Hryðjuverkahópurinn sendi vinstrisinnuðu dagblaði, Elefther- otypia, 13 síðna yfirlýsingu um morðið. Hópurinn kvaðst þar hafa myrt Saunders vegna þess að hann hefði tekið þátt „í skipulagningu sprengjuárásanna á Júgóslavíu" og væri því einn þeirra sem bæra ábyrgð á „nasistaglæpnum í fyrra og dauða þúsunda saklausra borgara". Vestræn lýðræðisríki vom sökuð um „villimennsku" og loftárásum NATO var líkt við innrás þýskra nasista í Tékkóslóvakíu í síðari heimsstyrj- öldinni. í yfirlýsingunni var einnig farið hörðum orðum um stefnu Bandaríkjanna og Bretlands í mál- efnum íraks og þau sögð hafa beitt geislavirkum vopnum í árásum sín- um á Irak sem valdið hefðu krabba- meini og hvítblæði meðal íbúanna og umhverfisspjöllum. Hópurinn aðhyllist mandsma og Bandaríkjastjórn álítur hann einn af hættulegustu hryðjuverkahópum heims. Hefur hann staðið að morðum á 20 Bandaríkjamönnum, Tyrkjum og Grikkjum frá árinu 1975. James Woolsey, fyrrverandi yfir- maður bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA, hefur lagt til að Bretar og Bandaríkjamenn íhugi að senda enga íþróttamenn á ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 nema grísk yfirvöld leysi hryðjuverkahópinn upp. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt grísk stjómvöld fyrir „linku“ og sak- að þau um að vera „veiki hlekkurinn" í baráttunni gegn hermdarverkum. Bretar hafa gert ráðstafanir til að auka öryggi starfsmanna sendiráðs- ins í Aþenu vegna morðtilræðisins. Þrír sérfræðingar bresku lög- reglunnar í hryðjuverkamálum vora einnig sendir til borgarinnar til að aðstoða við rannsókn morðsins. Bresk dagblöð vom hissa á því að svo háttsettur sendiráðsritari skyldi hafa ekið vopnlaus og án öryggis- varða um götur Aþenu þótt vitað væri að slíkt væri mjög hættulegt fyrir vestræna stjórnarerindreka. casall DOCKERS I M 8C*Tr S P O R T fCfíK Tískudagarnir eru byrjaðir og allt en á hvolfi í Nanoq. k# Við bjóðum þér fallegan og vandaðan tískufatnað á sénstöku tilboði - 25% afsláttur. Kíktu til okkar og kynntu þér úrvalið! Opið hjá NANOQ í Kringlunni: Ménud.-miðvd. 10-18.30 • fimmtud. 10-21 föstud. 10-19 og laugard. 10-18 NANOQ’* 1 / 0*9 >1 / « I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.