Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 URVERINU ERLENT MORGUNBLAEIÐ Landssamband smábátaeigenda Aflaheimildir verði óbreyttar LANDSSAMBAND smábátaeig- enda hefur beint þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að ekki verði farið að tilmælum Hafrannsókna- stofnunar heldur verði aflaheimildir óbreyttar á næsta fiskveiðiári. „Við sjáum engar forsendur fyrir öðru því skýrsla Hafrannsóknastofn- unar segir að þorskstofninn muni stækka jafnvel þó veidd yrðu 300.000 tonn,“ segir Arthúr Bogason, for- maður Landssambands smábátaeig- enda. „Því teljum við að áhættan yrði í algjöru lágmarki þó veiðiheimild- irnar yrðu látnar standa óbreyttar." Arthúr segir að í viðræðum við ráðherra hafi verið lögð þung áhersla á að niðurskurður í þorskveiðiheim- ildum kæmi hvergi verr við heldur en hjá minnstu bátunum, þ.e. strand- veiðiflotanum. „Hann hefur gengið í gegnum næg áföll á undanfömum árum þó ekki sé verið að bæta í þá hít. Við höfum verið mataðir á því að niðurskurður á þorskveiðiheimildum á undanfömum ámm kæmi jafnt við alla, skorið væri niður flatt. Við emm orðnir yfir okkur þreyttii- á þessari tuggu því meirihluti veiðiheimilda strandveiðiflotans, smábátaflotans, er í þorski sem þýðir að hvert prós- ent sem er skert þar vegur miklu þyngra í heildaraflaheimildum held- ur en hjá öðmm og stærri skipum." Ágættá úthafskarfa ÚTHAFSKARFAVEIÐIN er far- in að glæðast en hún fór hægt af stað eftir sjómannadaginn en um 15 skip eru á miðunum. Brynjólfur Stefánsson, stýrimaður á Þerney RE, segir að veiðin hafi farið hægt af stað og í fyrradag hafi skipin verið að fá um og innan við tonn á togtímann. Hann segir að það taki ailtaf tíma að finna karfann aftur eftir hlé eins og sjómannadaginn þar sem öll skipin fari inn. Veiðin fór hins vegar að taka við sér í fyrrinótt og segir Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda, að nú sé veiðin mjög góð. „Skipin era komin í torfu sem er við 200 mílurnar og þar er góð veiði eftir fremur slaka byrjun. Skipin em að taka rúmlega 2 tonn á togtímann sem er eðlileg af- kastageta." Heildarafli norsks heimskautsþorsks Meðalveiði á tímabilinu 675.000 tonn á ári Norskur heimskautsþorskur Ár Alþjóða- hafrannsókna- Afla- Utan ráðið heimild Afli heimildar 1987 595 560 552 1988 5301 590 459 1989 355 300 348 1990 172 160 210 25 1991 215 215 294 50 1992 250 356 421 130 1993 256 500 575 50 1994 649 700 795 25 1995 681 700 763 1996 746 700 759 1997 993 850 7752 1998 514 654 5973 1999 360 480 2000 110 1. Endurmetið. 2. Afii spænskra skipa ekki meðtalinn. 3. Afli Þýskalands, Irlandsog Spánarekki meðtalinn. Slæmt ástand þorsk- stofnsins í Barentshafi ÞORSKSTOFNINN í Barentshafi hefur verið í niðursveiflu undanfarið sem ekki sér fyrir endann á, enda hefur sókn í stofninn verið mikil á undanfömum áram. í nýútgefinni skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir að heildarafli úr þorskstofnin- um í Barentshafi hafi verið á bilinu 187-760 þúsund tonn síðasta áratug en lágmarki náði veiðin árið 1990. Staða stofnsins er slæm þar sem veiðistuðlar em háir og hrygninga- stofninn aðeins 260 þúsund tonn. Með það að markmiði að stækka hrygningarstofninn mælti Alþjóða hafrannsóknaráðið með því í fyrra að kvóti ársins í ár yrði minnkaður i 110 þúsund tonn en þrátt fyrir slæmt ástand stofnsins ákváðu stjórnvöld í Noregi og Rússlandi að kvótinn skyldi vera 390 þúsund tonn. Dankert W. Skagen, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnuninni í Björgvin í Noregi, segir að staða mála sé slæm þar sem þorskstofninn í Barentshafi sé einn mikilvægasti fiskstofn Norðmanna. „Þorskstofn- inn í Barentshafi hefur gríðarlega mikla efnahagslega þýðingu fyrir Noreg. Síðasta haust vai’aði Ráð- gjafanefnd Alþjóða hafrannsókna- ráðsins sterklega við ofveiði úr stofn- inum og lagði fram forsendur fyrir enduruppbyggingu hans sem byggð- ust á 110 þúsund tonna kvóta,“ segir Skagen. Forsendur fyrir því mati vora að ná hrygningarstofninum upp í 500 þúsund tonn árið 2001. Ef hins vegar því takmarki væri frestað til 2003 þá mætti veiðin ekki fara yfir 260 þúsund tonn. Sameiginleg fisk- veiðinefnd Norðmanna og Rússa tók ákvörðun um að kvótinn skyldi vera 390 þúsund tonn sem er mun meira heldur en tillögur ráðgjafanefndar- innar hljóðuðu upp á. „Fiskveiðinefndin óskaði síðan eftir endurmati á stöðunni nú í vor á grandvelli þess að bestu upplýsing- arnar er oft að fá eftir veturinn vegna rannsókna á stofninum sem gerðar era yfir veturinn og rann- sókna á hrygningarstofninum sem framkvæmdar era á vorin. Auk þessa höfum við nú einnig nýrri afla- tölur. Vegna beiðninnar fram- kvæmdum við endurmat á stöðunni og niðurstöður era mjög nærri því sem við áttum von á. Því standa til- lögur okkar frá því í haust.“ Alvarleg staða Skagen segir að tillögur hafrann- sóknastofnunarinnar hafi miðað að uppbyggingu en segir að ekki hafi verið sett ákveðið aflamark þar sem það er undir yfirvöldum hvemig þau vilja standa að uppbyggingunni. „Við mæltum ekki með ákveðnum kvóta en sýndum frekar hvaða áhrif vissar aðgerðir koma til með að hafa á stofninn. Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hafði ákveðið fyrirfram að grípa til aðgerða ef stofninn væri kominn út yfir líffræðileg hættumörk en þrátt fyrir þær áætlanir var mun hæni kvóti ákveðinn en ráðlagt var. Þau 110 þúsund tonn sem vora ráðlögð af Ráðgjafanefnd alþjóða hafrannsókn- aráðsins hafa þegar verið veidd þannig að það er ekki alveg ljóst hvað nefndin gerir nú þegar niður- stöðurnar ráðgjafanefndarinnar frá því í haust hafa verið staðfestar. Ég hugsa að nefndin komi saman og fari yfir stöðuna en hvort gripið verði til niðurskurðar á kvóta eða annarra aðgerða veit ég ekki. Það er hins vegar ljóst að frá vís- indunum séð er ástandið mjog alvar- legt og við höfum aðeins einu sinni áður séð ástandið svona slæmt en það var árið 1990. Þessi stofn er okk- ur mjög mikilvægur þannig að við eram ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættuna á hrani stofnsins vegna of- veiði. Ég vil þó ekki spá hrani þrátt fyrir lélegt ástand stofnsins enda er það ekki hægt þar sem það kemur mönnum yfirleitt í opna skjöldu. En staðan er engu að síður mjög alvar- leg.“ Skagen segir að þó heildarstaða stofnsins sé slæm þá séu Ijósir punktar og nefnir hann að góðir ár- gangar séu í hrygningarstofninum eða á leið inn í hann og nauðsynlegt sé að nýta þá varlega þannig að þeir geti stuðlað að vexti stofnsins. Hann segir þó að fleira þurfi að koma til þar sem árgangamir frá 1998-9 séu veikir. Aflaheimildir íslendinga Árið 1993 hófu íslenskir togarar veiðar á þorski í Barentshafi eftir langt hlé en þá vora veidd 9 þúsund tonn. Veiðarnar náðu hámarki 1994 þegar veidd vora 37 þúsund tonn en síðan dró úr þeim þangað til að þær náðu lágmarki árin 1997-8. Arið 1999 var hins vegar undirritaður samningur um veiðar í Barentshafi og í kjölfar hans undirritaði ísland tvíhliðasamning við bæði Rússa og Norðmenn um veiðar í Barentshafi. Samningur íslendinga við Rússa og Norðmenn um veiðai- á þorski í Barentshafi kveður á um að íslend- ingum er úthlutaður afli sem er fast hlutfall af heildarafla en ef heildar- aíli fer undir 350 þúsund tonn þá fell- ur kvóti Islendinga niður. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri fiskveiði- sviðs sjávarútvegsráðuneytisins, segir að kvóti íslendinga í Barents- hafi sé nú 7.260 tonn sem er reiknað út frá heildarkvótanum. Hann segir að ef einhver niðurskurður verði á aflaheimildum nú í kjölfar tillagna ráðgjafanefndarinnar sé það skýrt tekið fram í samningnum að ef heild- araflinn fari undir 350 þúsund tonn þá falli kvóti íslendinga niður. Það eru hins vegar lítil teikn á lofti að dregið verði út heildaraflaheim- ildum þrátt fyrir að ráðgjafanefndin hafi staðfest fyrri tillögur sínar þar sem Norðmenn hafa farið fram á 40 þúsund tonna aukningu á heildar- afla. Ef sú tillaga verður samþykkt verður heildaraílinn orðinn 430 þús- und tonn sem er nærri fjóram sinn- um meira en ráðgjafanefndin lagði til.“ Umfjöllun um Island í Spiegel «S Smr. Ú*r *c*uxz, títxj btartmm Mva. v-wd* S l. A n Ö HITZE flUS DEM HÖLLENSCHLUND Afe wsíes Vtfkms&vm tidb í&e Wándter mabrrMgig vom Ereföt 'tfcm cter aucgestattet mt Vuatítfthfe&e mó íffiaímfferaíí. síefem fi&e- teseíbewcfTner aá um - techrásches- Slœbtiá aych f(ss sfie ii&rtge rntíustnevseií. Fíöfcéí ittbxnw rrssdi sJte asu&í' } aaf sicft Gtuod terS *s ttef •genxvr.texi í !wo. StOS tóss« tap&m ttif- -trimxn uk, ; boksvn. '&tsocbSeM *xKvUr*r ie t&oci : éem ciaeft m HfeSnr Tkfc imd^, sgmteítasá' &s. <7 e síás - rzs.it w*w ihiitoilWI, rf 1 ■; GietaclnsrkirJic Siihs Wfeít «iu- FSto«í»a eir* txisrasíg: Bsate Ufem tur ótetósdU Swgwv waueú j teíie QæSc- I vou V&votK. tepp** «> ’iel. wiw tki Lnrs5fi’Hitv& ekftt taa- Sia útíctr a&t IWtnve; áic 6ot (Biffúr BSauíf tarmtsUrr, kstitK. * ‘M)ú ftuífreoEvKSi: rzgrx&m. w- . vwtíír fawfewwtkTPw ftrwwfa r&m fuéxn : átt M nd demad áte httoa&chw fiMrgií'lteMrMKg* ; tera«cHí £tm HW»r vwt SíaS smtí ? cr kt sáiixdbio, te l&iré aa.wríata. Astrmst. Staítkjfm;ekr Kxt ............................. liatwa«lfaroná fc&9 Aimtínheí ertrfcte vtch dkrsiHe HtSmcr.y i ciw; zy«i TsscíuK-a de<i Geíwtón. . . . faocfa: uxbr.i»i*nt Bfcsesmfeöfa nrmei AaimKViiea dw i Uroi áa 4er OTwmfifrleKft tíne. wcw Vtnorffitq, fardz sí- Hfcxipíifatfe fa émf oce- hffo kkstut Ttírimr txJe, <kr>«v#fö; évttttd i ks ?teí«B>ír!SKfige9 txk vtmm- SlraKúeikfep. Etetí wv . cnwfar, *dtjí Oíafere J qi| 7&&*tp:vÁdkít. ‘Ctei ‘tUáí Jt'*- Cktxhttf 'ras Sfevr crs^r, i Mto* Hsrf- íassei SC&EBÍ Ekamk waf AJtóaiacr einnrn Rsftwí *at dert tfetaiik. t - Sjjw, Öa* *#w, g!«ch rwfafð tfcr. fM ffítmáet Œevt&e-'fomimtiet «o tciriúi midem qasfe. sw htstKhii;- Xerföitíteo oktetH s&a*t>d aní > EntfgíegUtHcfJ ti* « K7r tafaUe «ch xxii ittt Wíflter aawátcuí; ..’sthiwtfn w* OM*. 2œrs?*J&é&mm kkn aurnian. Ood' é» mi JMkfc*- : der %ttit»áákimer hmrBtne- * „!tí*staaid l*sht mhi tíbti Ateaww, eHtíváae em Vtekxúr, ------ --------- • irmii «■ SchfaeStfat M*& ísrtyl ftkitf c&md . rimni Loöásteírtfcð scfcött ia fon drvttií&r ■ tmd dk twcpt á* Vfrrfawten ckt Vw; í»tl /dtn» thPf Wí-mm Ecfcel, ■ ttow **ta b*- > rmsm'tvx «£» pxnr Und wt?! c* item r. Ötkar tjg&eriwntrr. sfag Khk&Skete stsftstfin. Cr kac <isn Stfcjtfy wofatffa rachiiie:. t.Kv wí tkf Volkze&BW* Orkupara- dísin Island FJALLAÐ er sérstaklega um ís- land í nýjasta hefti þýska tímarits- ins Der Spiegel. Þar er því slegið upp að Islendingar séu fyrsta þjóð- in sem sé að verða óháð jarðolíu. Eyjarskeggjar séu að hefja vatns- iðnað, sem byggist á jarðhita og vatnsorku, og gefi þannig gott for- dæmi fyrir vestræn iðnaðarríki. Greint er frá því að íslenska ríkis- stjórnin hafi lýst því yfir árið 1998 að hún ætlaði að auka lífsgæðin og búa í haginn fyrir framtíðina með því að nýta þær auðlindir sem land- ið byggi yfir. Lítið gaulverjaþorp íslandi er líkt við lítið gaulverja- þorp, sem margir kannast við úr teiknimyndasögunum, og sagt að það hafi víggirt sig fyrir umheimin- um. Engu að síður státi íslending- ar af heimsþekktum listamönnum á borð við nóbelsskáldið Halldór Laxness og söngkonuna Björk, sem blandi saman popptónlist, teknó og djassi. Þá fái breski rokkumboðs- maðurinn Alex Knight gæsahúð þegar hann hlusti á söngvarann Jónsa úr Sigur Rós, jafnvel þótt hann kunni ekki tungumálið. Talað er um sjálfstæðisbaráttu íslendinga, inngönguna í Atlants- hafsbandalagið og það þegar ísland varð fyrsta ríkið í heiminum til að færa landhelgina út í 200 sjómílur. Þrátt fyrir að þessir afkomendur víkinga angi af illa lyktandi hákarli sé þjóðfélagið til fyrirmyndar, enda séu meðaltekjur hærri en í Þýska- landi eða Svíþjóð og atvinnuleysi hverfandi. Olía verði óþörf Þá er skýrt frá því að ef öll virkj- anleg vatnsorka yrði nýtt á íslandi yrði afraksturinn 50 teravött eða tvöfalt meiri en sambærileg raf- orka í Þýskalandi, sem þó sé 300 sinnum fjölmennara. Fram að þessu væri vatnsorkunýtingin að- eins 13,5%. Einnig er greint frá því að níu af hverjum tíu húsum á ís- landi njóti jarðhita og það megi jafnvel finna upphitaðar götur og bílastæði. Aðeins þriðjungur af orkunot- kuninni á Islandi er olía, að því er fram kemur í Spiegel, og greiddu íslendingar um 10 milljarða króna fyrir hana árið 1999. Sagt er frá því að síðan í fyrra hafi verið í gangi brautryðjendaverkefni sem ætlað sé að gera olíu óþarfa með öllu. Að því átaki standi DaimlerChrysler, Shell og Norsk Hydro, með þátt- töku íslendinga, og verði byrjað á því að umbylta almenningsvagna- kerfinu í Reykjavík. Þrír strætis- vagnar sem gangi fyrir vetni verði teknir í notkun á næsta ári. í fram- haldi af því verði bílaflotinn á eyj- unni endurnýjaður og stefnt sé að því að síðasti bensínbíllinn verður lagður af árið 2030. Þessi skipting yfir í vetni sem orkugjafa myndi minnka mengun- ina á Islandi til muna, að því er frarn kemur í blaðinu, en varað er við því að ekkert verði úr þessum áformum ef nýjar virkjanir fái ekki að rísa. „Náttúraverndarsinnar berjast gegn nýjum virkjunum eins og þeirri sem ætlunin er að rísi í Fljótsdal; dalurinn mun að hluta til fara undir vatn ef unnt á að vera að útvega rafmagn í álver, sem stefn- an er að reisa [á Reyðarfirði].11 íslenska bílaskriðan Þá segir að umhverfisverndar- sinnar leggi traust sitt á það, að vatnsiðnaðinum verði til að byrja með gert kleift að hamla gegn hinni litlu íslensku bílaskriðu (þrír af hverjum fjórum íslendingum eigi bíl). Það verði gert með upptöku vetnis, því þá verði bílaflotinn um- hverfisvænn og laus við útblástur. Einnig er minnst á íslenska skipa- flotann; að þar hafi því lítill áhugi verið sýndur að skipta yfir í vetni sem orkugjafa þrátt fyrir að Japan- ir hafi þegar hannað 15 þúsund tonna skip sem gangi fyrfr vetni. En vonir eru bundnar við að endur- nýjunin yrði hröð, ef lagt yrði út í hana á annað borð, því stöðug end- urnýjun fiskiskipaflotans sé ein af aðalástæðunum fyrir því að íslend- ingar hagnist á sjávarútvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.