Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 32
Visindavefur Háskóla íslands
Eru GSM-sImar
skaðlegir heilsunni?
VISINDI
Á undanförnum vikum hefur Vís-
indavefurinn meðal annars fjail-
að um öryggi fjórdrifsbíla, orsakalögmál og óvissulögmál, verð á
rjóma og mjólk, kvótakerfi, verðmæti loftsteina, nafn auðnu-
tittlings, vettlinga og handklæði, sjaldgæf
og löng orð, græðgi og hlutabréfaverð,
breytingar á hlutverki peninga, gos í hálf-
fullum flöskum, andefni, vísindaskáld-
skap, dýrafjöldann í heiminum, innhverfa
íhugun, sólargang í Hveragerði, merkingu
orðsins sál, svifflug, sköpun eða þróun
mannsins, muninn á ávöxtum og græn-
meti, loga við lágt hitastig, menntun geimfara,
grunnliti listmálara og sjónvarpsskjáa, sjávarföll, meintan ónytj-
ungshátt Sókratesar, Area 51, dygð og dyggð, fiutning ensku frá
Germönum, fyrstu tölvuna, heimildaskrár, kertaþráð, verslun L.H.
Múllers, skrýtnar „sannanir“ í stærðfræði og fjölda gíga á tunglinu.
Af þessu má sjá að gestir og höfundar Vísindavefjarins láta sér fátt
mannlegt óviðkomandi og þar ættu allir að geta fundið sér fróðleik
sem vekur áhuga.
Eru GSM-símar
skaðlegir heilsunni?
SVAR:
Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir
af þvi hve hættulegt kunni að vera að
nota farsíma. Þar er skýrt frá
áhyggjum manna af því að farsímar
kunni að valda krabbameini eða
heilaskemmdum með einkennum
eins og svefntruflunum, minnistapi,
höfuðverk, ógleði og svima svo nokk-
uð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að
minnsta kosti 500 milljónir manna
nota farsíma daglega og fer þeim
stöðugt fjölgandi.
Farsímar senda og taka á móti út-
varpsbylgjum á örbylgjutíðni á bilinu
450-1800 megarið (MHz). NMT-
kerfið notar 450 MHz og GSM-kerfin
í Evrópu og víðar nota 900 MHz. Á
þessu tíðnibili eru engar visbending-
ar um að tíðnin sjálf skipti máli fyrir
hugsanleg skaðleg áhrif á lifandi ver-
ur.
Þegar farsími er notaður fara þess-
ar bylgjur um loftnet sem er haldið
upp að eyra eða gagnaugasvæði. Ör-
bylgjur af þessari tíðni hita mnhverf-
ið og hafa áhyggjur manna einkum
beinst að því að farsímanotkun hiti
heilann og valdi þannig skemmdum á
honum. Venjulegur farsími sendir
með orku sem er um 1 watt og út-
reikningar benda til þess að notkun
hans gæti hækkað hitastig staðbund-
ið í heilanum um 0,1°C. Slík hita-
hækkun gæti tæplega valdið
skemmdum þar sem sótthiti getur
hækkað líkamshitann, og þar með
hitann í heilanum, um nokkrar gráð-
ur án þess að valda skemmdum. Ef
örbylgjur írá farsímum eru heilsu-
spillandi væri því um að ræða annars
konar áhrif en hitahækkun; gallinn er
sá að ekkert er vitað um hvaða áhrif
gæti verið að ræða.
Örbylgjur frá farsímum eru ekki
jónandi, eins og röntgengeislar og
geislun frá geislavirkum efnum, og
ættu því ekki að geta valdið skemmd-
um á erfðaefninu (DNA), stökkbreyt-
ingum eða krabbameini.
En hvað er vitað um þessa hluti,
hvaðan kemur sú vitneskja og eru til
öryggisstaðlar sem við getum treyst?
Mjög viðamiklar rannsóknir hafa
verið gerðar til að kanna hvort far-
símanotkun sé hættuleg. Rannsóknir
hafa verið gerðar á lifandi frumum og
dýrum sem hafa verið langtímum
saman í missterku örbylgjusviði.
Þannig hafa verið fundin mörk fyrir
styrk örbylgna sem hefur ekki áhrif á
www.opinnhaskoli2000.hi.is
lifandi verur og út frá því hafa verið
settir öryggisstaðlar fyrir fólk, sem
eru svolítið mismunandi eftir löndum
en eru oftast um það bil 2% af áður-
nefndum mörkum í dýratilraunum.
Farsímar og sendar fyrir farsíma
liggja langt innan þessara öryggis-
staðla. Gerðar hafa verið margar
dýratilraunir með örbylgjur af svip-
uðum styrk og farsímanotendur
verða fyrir og næstum engin þeirra
sýnir áhrif á líkamsstarfsemina.
Einstaka tilraunir sýna einhvers
konar áhrif en ýmist hefur ekki tekist
að endurtaka þær eða niðurstöðurnar
eru í andstöðu við aðrar tilraunir.
Rannsóknir á fólki eru að mestu leyti
faraldsfræðilegar og beinast að því
hvort farsímanotendum sé hættara
en öðrum við að fá krabbamein (til
dæmis heilaæxli), hrörnunarsjúk-
dóma í heila eða hvítblæði svo eitt-
hvað sé nefnt. Hér gildir svipað og
um dýratilraunimar: I nær öllum
rannsóknum á fólki finnst ekkert
samband milli farsímanotkunar og
sjúkdóma en í einstaka rannsókn hef-
ur fundist slíkt samband. Sama gildir
um senda í dreifikerfi fyrir farsíma
en loftnet fyrir slíka senda eru ýmist í
sérstökum tumum eða á húsþökum.
Samkvæmt stöðlunum er hættu-
legt að koma nær loftnetunum en 5-
10 metra en rannsóknir á þeim sem
búa eða starfa í húsum sem hafa far-
símaloftnet á þakinu benda ekki til
heilsuspillandi áhrifa. I nýlegri rann-
sókn á fólki kom í ljós að farsímar
höfðu viss örvandi áhrif á heilann,
juku einbeitingu og flýttu fyrir
ákvarðanatöku. Hvort þetta er rétt,
jákvætt eða neikvætt eða hvort það
hefur þýðingu fyrir heilsufar vitum
við ekki. Ef allt er tekið saman bendir
flest til þess að notkun farsíma sé
hættulaus fyrir heilsuna en við getum
ekki ennþá verið alveg viss og því er
sjálfsagt að fara varlega. Ekki er
heldur hægt að útiloka að vissir hóp-
ar í þjóðfélaginu, til dæmis böm og
unglingar, séu viðkvæmari fyrir þess-
um áhrifum en aðrir.
Farsímaframleiðendur hafa staðið
sig frekar illa, ekki gert mikið til að
draga úr örbylgjugeislun frá símun-
um inn í heilann og dregið lappimar
með að gefa upp styrk útgeislunar
fyrir hveija tegund farsíma. Það sem
við getum gert er að nota farsíma
sem minnst, kaupa á símann sérstaka
hlíf sem minnkar útgeislun og nota
handfrjálsan búnað, en að vísu er um-
deilt hvort handfrjáls búnaður
minnki örbylgjugeislun inn í heilann.
Að einu leyti era farsímar öragg-
lega hættulegir en það er þegar öku-
menn nota þá í akstri. Nú er búið að
sýna svo rækilega fram á aukna
slysatíðni af völdum farsímanotenda í
umferðinni að hvert landið á fætur
öðra, þar á meðal flest lönd í Norður-
Evrópu, hafa bannað slíka notkun.
Við bendum lesendum einnig á
svar Viðars Guðmundssonar prófess-
ors í eðlisfræði við spumingunni Era
rafsegulbylgjur frá farsímum og öðr-
um raftækjum skaðlegar heilsunni
eða erfðaefninu?
Magnús Jóhannsson, prófessor í
læknisfræði við Háskóla Islands
Hafa risafyrirtæki eða vest-
ræn samfélög hag af því að
önnur ríki eða fólk búi við
skort og ánauð?
SVAR:
Almennt gildir hið þveröfuga. Rík
lönd hafa mun meiri hag af viðskipt-
um innbyrðis en af viðskiptum við fá-
tæk lönd. Skiptir þá engu hve stór
fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum
era.
Sem dæmi má nefna að viðskipti
Bandaríkjamanna við nágranna sína
fyrir norðan, Kanada, skipta Banda-
ríkjamenn miklu meira máli en við-
skipti þeirra við nágranna sína fyrir
sunnan, Mexíkóbúa. Ástæðan er ein-
föld, þegar búið er að leiðrétta fyrir
fólksfjölda framleiða íbúar ríkra
landa meira en íbúar fátækra (þess
vegna era þeir ríkir!) og hafa því
meira að bjóða til útflutnings. íbúar
ríki'a landa hafa einnig meiri kaup-
getu en íbúar fátækra landa og rík
lönd era því vænlegri markaður en
fátæk lönd.
Fleiri dæmi má nefna. Viðskipti
Evrópubúa við íbúa Norður-Ameríku
skipta Evrópubúa mun meira máli en
viðskipti við fátækari heimsálfur. Það
er til dæmis sáralítið upp úr viðskipt-
um við Afríku að hafa, lítið hægt að
kaupa þaðan nema einstaka hrávörar
og íbúar Afríku hafa lítil tök á að
kaupa vörur frá Evrópu.
Enn má nefna dæmi. Islendingar
hafa engan hag af viðskiptum við
Norður-Kóreu, eitt fátækasta land
heims, en talsverðan hag af viðskipt-
um við Suður-Kóreu, við kaupum t.d.
af þeim alls konar iðnvaming svo sem
bíla á hagstæðu verði.
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði
við Háskóla íslands
■
i
I
Matargerð
Kryddið er út um allt
Þar sem sjálfsagt þykir að nóg sé til af mat
þykir hann yfírleitt meira spennandi ef
hann er kryddaður á þann hátt að menn fáj
notað hans til fullnustu. Krydd er lítið orð,
en spannar afar víðfeðmt svið. Allt það sem
bragðbætt getur mat og gefíð aukabragð,
keim, lykt og hvaðeina sem virkar lystauk-
andi. Menn geta fengið dellu fyrir kryddi,
alveg eins og hestamennsku, skíðum, veiði-
skap og skák.
INGVAR Sigurðsson matreiðslum-
eistari á veitingahúsinu Argentínu
er mikill áhugamaður um krydd.
Hann ræktar krydd úti í garði,
inni í stofu og sækir oft krydd út í
guðs græna náttúruna. Hann eldar
oft heima hjá sér og gerir þar
margar tilraunir sem síðan rata
sumar á matseðil Argentínu.
Áhugi Ingvars á kryddjurtum
vaknaði á unglingsárunum og nán-
ast samhliða matreiðsluáhuganum.
„Þegar svona áhugi kviknar áttar
maður sig fljótt á því að íslensk
náttúra er afar auðug af alls kyns
kryddi. Margt af því er vel falið og
það getur þurft að leita vel að
sumu og prófa sig áfram. Sumt er
hægt að rækta heima fyrir, ýmist
inni eða úti, en flestar þeirra teg-
unda sem þar um ræðir eiga það
sameiginlegt að vaxa hægt og
þurfa mikið ljós . Það er of lítil
náttúruleg birta hér á landi, vaxt-
artími jurta of langur og veður of
umhleypingasöm fyrir margar teg-
undir. Þær eru rétt að skríða upp
núna og þótt sumar megi nota
jafnóðum þá verður að bíða eftir
öðrum langt fram á sumar. Þá þarf
að vakta jurtirnar sérstaklega vel,
þær sem vaxa í stofunni þurfa t.d.
alltaf raka mold. Það þýðir ekki að
gleyma að vökva þær eins og sum
stofublóm virðast þola,“ segir Ing-
var.
Einn kubb í einu
Það er alltaf spurning hvernig
kryddjurtir séu best meðhöndlað-
ar, sumar eru best nýttar nýjar,
t.d. graslaukur, en aðrar eru
þurrkaðar og muldar niður. Eigi
ekki að nota ferska kryddjurt
strax og hún er tekin upp, heldur
geyma hana til lengri tíma, þá not-
ar Ingvar gjarnan það ráð að
frysta jurtirnar í vatni í ísmolabox-
um og þannig getur hann notað
eins mikið eða lítið í einu og hann
kærir sig um. Þannig má lengi
geyma góða kryddjurt.
Ingvar segir marga „helmingi
pældari" en hann í jurtafræðunum,
ekki síst þar sem margar jurtir
hafa yfir að búa lækningarmætti.
Hann einbeiti sér að því sem mat-
artengt sé í umræddum jurtum og
hann nefnir nokkrar sem ýmist
finnast í görðum, úti í móa eða
sem rækta má heima í stofu.
Kerfillinn góður
„Hér vex víða villtur kerfill í
görðum. Þetta eru tvær tegundir,
fjallakerfill og Spánarkerfill og
virðast íslenskar aðstæður henta
honum vel. Þessi jurt er þekkt fyr-
ir að vaða yfir annan gróður og
leggja garða undir sig ef ekki er
spornað við honum. Það er milt
anísbragð af Spánarkerflinum sem
passar vel í salöt, ýmsa eftirrétti
og bæði krapís og rjómaís," segir
Ingvar.
Hann nefnir einnig einiber sem
vaxa víða og segir að einungis eigi
að nota berin. Þau passi sem með-
læti, t.d. í salöt.
Kúmen vex víða hér á landi, seg- ;
ir Ingvar, t.d. sé fullt af kúmeni í
Viðey. „Kúmenið virðist bragð-
meira eftir því sem það vex norðar
á hnettinum. Það er vel þekkt
krydd hér á landi, t.d. í brennivíni
og kringlum, en það má nota það í
margt annað, t.d. er mjög gott að
bragðbæta gúllas með kúmeni,“
segir kokkurinn.
Morgunfrúin býr einnig yfir
kryddeiginleikum, þ.e.a.s. blöðin af
henni og þau vill Ingvar nota í sós-
ur og salöt.
Birkigreinar og blóðberg
Ingvar segist vita til þess að
sumir þurrki og mylji blöð af birki
yfir steikta og grillaða kjötrétti þó
ekki hafi hann reynt það sjálfur.
Hins vegar noti hann og fleiri
þurrkaðar birkigreinar á gasgrill
til að fá ákveðinn keim í grillmat.
„Eg er hrifinnaf blóðbergi á steik-
ur. Blóðbergið er einnig mjög gott j
í alls konar legi og allir þekkja
blóðbergste. Það má samt ekki
rugla blóðbergi saman við lam-