Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 46
£6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ésCHWAB Eldtraustir öryggisskápar VEGNA umfjöllunar fjölmiðla um glefsur úr bréfí sem sent var aðstandendum heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík tel ég ástæðu til að bréfíð verði birt í heild, þann- ig verði leiðréttur sá misskilningur sem fram hefur komið. Það hafa aldrei þótt vönduð vinnubrögð að sópa rykinu undir rúmin og láta það hlaðast þar upp aðgerðalaust. Okkur þótti því nauð- synlegt og heiðarlegt að upplýsa aðstandendur heimilisfólksins um þau vandamál sem við er að etja. Enginn getur stuðlað að lausn né skilið vandamál sem honum er ókunnugt um. Aðstandendur eiga rétt á að fylgjast með framvindu mála, sama á hvorn veginn þau þróast. Starfsfólk og aðstandendur eiga það sameiginlegt að bera velferð heimilisfólks öldrunarstofnana fyrir brjósti, bæði nú og í framtíðinni. Einn þátturinn er að hlúa að starfsfólki þannig að bæði verði eft- irsóknarvert að starfa með öidruð- um og starfsfólk endist í starfi. Á nýafstaðinni alþjóðlegri öldr- unarráðstefnu í Reykjavík og í viðtali við Morgunblaðið 6.6. sl. kom fram hjá bandaríska prófess- ornum Barböru Bowers að ástandið í öldunarhjúkrun væri betra hér en í Banda- ríkjunum. Þar væri m.a. skortur á hæfu starfsfólki, starfs- mannaveltan væri 125%, fjármagn væri ónógt því að öldrunar- hjúkrun er dýr og af- leiðingarnar eru lé- legri hjúkrun. Stefnum við ekki hraðbyri í þessa átt ef við spyrnum ekki við fótum og horfumst í augu við staðreyndir? En það getur bæði verið harkalegt og sárt. „Rvk. 29.05.00 Ágæti aðstandandi. Tilefni þessa bréfs er að greina ykkur aðstandendum heimilis- manna á Hrafnistuheimilinu frá þeirri vanmönnun og miklu starfs- mannaveltu sem við höfum átt við að stríða að undanförnu og fram- undan er. Skortur á starfsfólki hefur aldrei verið meiri á öldrunarstofnunum og eru lág laun aðalorsökin. Öldrunar- stofnanir eru engan veginn sam- keppnisfærar miðað við almennan vinnumarkað. Fólk sem gjarnan vill vinna hjá okkur hefur einfaldlega ekki efni á því og er að auki að gef- ast upp vegna mikils álags. Þegar við horfum til komandi sumars er út- litið mjög slæmt. Ekki hefur fengist nægjan- legur fjöldi aðhlynn- ingarfólks til sumaraf- leysinga, né fagfólk til að leysa af hjúkrunar- fræðinga og sjúkra- liða. Við sem berum ábyrgð á velferð og umönnun heimilis- fólksins sjáum ekki fram á annað en neyð- arástand. Nú lítur út fyrir að við getum átt fullt í fangi með að sinna grunnþörfum heimilisfólksins í sumar. Það gætu komið dagar þar sem ekki næðist að klæða alla heimilismenn á hjúkr- unardeildum og erfiðlega gengi að baða alla sem þurfa aðstoð. Verði ástandið viðvarandi þarf að grípa til neyðarráðstafana sem gætu verið: • Draga úr inntökum á mjög veikum einstaklingum. • Aðstandendur taki ættingja heim tímabundið, t.d. um helgar. • Aðstandendur sinni ættingjum inni á heimilinu t.d. aðstoði við að klæða, hátta og aðstoði á matmáls- tímum. Vinsamlegast hafið samband við deildarstjóra á þeirri deild sem ættingi þinn dvelur, því ástandið er misslæmt á deildunum. Ef þú og Mannekla Starfsfólk og aðstand- endur eiga það sameig- inlegt, segir Ragnheið- ur Stephensen, að bera velferð heimilisfólks öldrunarstofnana fyrir brjósti, bæði nú og í framtíðinni. þínir veita aðstoð inni á heimilinu er góð skipulagning nauðsynleg. Það er mikiíl styrkur fyrir okkur á Hrafnistuheimilinu að hafa gott samband og að skilningur ríki á milli aðstandenda og starfsfólks. Með kveðju og ósk um gott sam- starf. Ragnheiður Stephensen hjúkrun- arforstjóri Sveinn H. Skúlason forstjóri" Upphaflega stóð til að senda bréf til aðstandenda heimilismanna beggja Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þegar á síðustu stundu rættist að mestu úr mönnunarmálum í Hafnarfirði þótti ekki ástæða til að senda út bréf vegna heimilisins þar. Höfundur er hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna. www.mbl.is AUGLYSIIMGA UMRÆÐAN Velferð lieimilisfólks öldrunarstofnana í öndvegi Ragnheiður Stephensen ATVINNU* AUGLÝSINGAR Frá Grunnskólanum í Þorlákshöfn x Kennara í hannyrðum vantarvið Grunnskólann í Þorlákshöfn næsta skólaár. Einnig vantar kennara í myndmennttil áramóta v/barns- burðarleyfis. í skólanum stunda um 260 nemendur nám og milli 30 og 40 starfsmenn vinna við skólann. Á staðnum er glæsilegt íþróttahús og mikið íþróttalíf. Sveitarfélagið útvegar ódýrt hús- næði. Boðið er upp á heilsdagsvistun í leikskól- anum. Laun greidd eftir viðbótarsamningi milli kennara og sveitarstjórnar. Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í símum 483 3621 og 895 2099. IMAUÐUIMGARSALA Uppboð Framhald uppbods á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjólfum sem hér segir: Austurvegur 18—20 e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf„ Ibúðalánasjóður og sýslumaður- inn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 14. júní 2000 kl. 10.00. Háholt 3, Vopnafirði, þingl. eig. Þórður Helgason, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 13. júní 2000 kl. 15.30. Laufás 12, Egilsstöðum, þingl. eig. Oddrún Sigurðardóttir, gerðar- ^beiðandi Sparisjóður Súðavíkur, miðvikudaginn 14. júní 2000 kl. 14.00. Miðgarður 7a, Egilsstaðir, þingl. eig. Agnes Úlfarsdóttir og Kristján Þ. Björgvinsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 14. júní 2000 kl. 14.30. Teigasel II, Norður-Héraði, þingl. eig. Jón Friðrik Sigurðarson, gerð- arbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 14. júní 2000 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, y- 2. júnf 2000. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina, Vesturgötu 17, Ólafsfirði, miðvikudaginn 21. júní 2000 kl. 11.30: IV-032 SM-342 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 7. júní 2000. FUIMOIR/ MAIMIMFAGIMAQUR Arsfundur 2000 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í A-sal á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, þriðjudaginn 20. júní 2000 og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Flutt skýrsla stjórnar. 2. Kynntur ársreikningur. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyris- þegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattirtil að nýta sér rétt sinn og mæta á árs- fund sjóðsins. Þeir sem vilja nýta sér þennan rétt þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 13. júní og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda. 5UMARHÚS/LÓÐIR Sumarbústaðalóðir í Biskupstungum Á Reykjavöllum er verið að útbúa nýtt sumarbú- staðahverfi. Þar er ævintýralegt útsýni yfir Ármót og til jökla og Heklu. Lóðirnar eru leigulóðir og eru ca hálfur hektari að stærð. Innifalið í stofn- gjaldi er vegur og lagnir fyrir heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og heildargirðing umhverfis hverfið. Innifalið ertengigjald fyrir heitt vatn. Greiðslukjör. Verið velkomin að skoða. Uppl. í símum 897 3838/486 8706 og 861 8689. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Samspil manns og nóttúru. Fræðsluferð ■ Krýsuvík 11. júní, árdegisganga fró Seltúni í Krýsuvíkurskóla. Há- degishressing, fuglaskoðun o.fl. ó Krýsuvíkurbjargi. Allir velkomnir. Verð 800.- Inni- falin hádegishressing í Krýsuvík- urskóla. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í tilefni árþúsundaverkefnis. Fjallganga 12. júní: Móskarðs- hnúkar - Trana - Kjós (austan Esju). Verð 1200, allir velkomnir. Þad líður að Jónsmessunni, næturganga yfir Fimmvörðu- hóls 23. - 25. júní og ó Dag- málafjall (ný leið). Bókið tím- anlega. Annar í hvítasunnu 12. júní a. kl. 10.00 Jeppadeildarferð. Innstidalur - Hengilssvæðið. Létt jeppa- og gönguferð fyrir allé fjölskylduna. Hafið pylsur mef (pylsugrill). Brottför frá Esso, Ár- túnshöfða. Verð, 800 kr. á bíl f. fé laga og 1.000 kr. f. aðra. b. ki. 10.30 Djúpavatn — Sogir — Höskuldarvellir. Um 4 klst. gönguferð um fjöl- breytta leið. Brottför frá BSl. Verð 1.400 kr. f. félaga og 1.600 kr. f aðra. Gönguferðir yfir Fimmvörðuhál; um hverja heigi. Jónsmessunæturganga yfir Fimm vörðuháls og Jónsmessuhelgi Básum 23.-25. júni. Spennandi sumarleyfisferðír: 1.—5. júlí Hesteyri — Aðalvík. 1. -8. JÚLÍ KVERKFJÖLL - VATNAJÖKULL, SKlÐAFERÐ. 2. -5. júlí Á Lónsöræfum. 30.7—6.8 Miðhálendisperlur Úti- vistar. Lifandi heimasíða Útivistar: utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.