Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 56
' ^6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Símanúmer
Menntaskólans
á Laugarvatni
Frá Kristni Kristmundssyni:
SJALDAN hefur mér brugðið jafn-
illa og þegar ég uppgötvaði af tilvilj-
un svo alvarlega villu í nýju síma-
skránni að líklegt er að hún hafi nú
þegar valdið Menntaskólanum að
Laugarvatni verulegum skaða. Þjón-
usta Landssímans er nú svo breytt
að símaskrá verður hver að útvega
sér sjálfur - á tilteknum stöðum -
enginn þeirra mun vera hér á Laug-
arvatni; því miður hefur dregist að
afla skrárinnar hingað og enginn
hefur bent mér á villuna. Hún er
þessi: Við Skrifstofu skólameistara,
sem hefur númerið 486-1156, stend-
ur 486-1286, þ.e. númerið á fax-tæk-
inu á sömu skrifstofu. Við fax stend-
ur hinsvegar 486-1270 (á að vera
486-1286) þ.e. sama númer og á fax-
tækinu heima hjá skólameistara.
Hið rétta er því: Skrifstofa skóla-
meistara: 486-1156; fax: 486-1286.
Á skrifstofunni er símsvari við
486-1156; á honum geta verið áríð-
andi skilaboð; en númerið er ekki að
finna í nýju símaskránni.
Eg hafði samband við skrifstofu
símaskrár og fékk það svar að skýr-
ingu og leiðréttingu gæti ég því mið-
ur ekki fengið fyrr en á þriðjudag
vegna hátíðarinnar sem í hönd fer.
KRISTINN
KRISTMUNDSSON,
skólameistari Menntaskólans
að Laugarvatni.
Vegna fyrirspurnar til
landbúnaðarráðherra
frá Gylfa Pálssyni
Frá landbúnaðarráðuneytinu:
1. Leyfishafi Silungur ehf. kostar til-
raunaeldið.
2. Skipuð hefur verið þriggja manna
nefnd til að gera framkvæmda-
áætlun um að fylgjast með tilraun-
inni. Nefndin er þannig skipuð:
Sigurður Guðjónsson, forstöðu-
maður Veiðimálastofnunar, for-
maður, Gísli Jónsson, dýralæknir
fiskisjúkdóma, og Vigfús Jóhanns-
son, tilnefndur af Landssambandi
Fiskeldismanna. Framkvæmda-
áætlunin verður staðfest af land-
búnaðarráðuneyti. Áætlunin er
fólgin í að fylgst er með nokkrum
þáttum. 1. Sjúkdómum og sníkju-
dýrum í fiskinum á eldistímanum.
2. Fylgst er með fjölda fiska sem
fer í kvíar og afföllum á eldistím-
anum svo og vexti á eldistímanum.
Hluti laxins er merktur með utan-
áliggjandi merkjum. 3. Fylgst er
með kynþroska hjá fiskinum við
útsetningu í kvíar og við slátrun í
haust. 4. Fylgst verður með hvort
lax sleppur úr kvíum með eftirliti í
nálægum ám, svo og með neta-
veiðum kringum kvíaeldið næstu
haust.
3. Fyrra árið fara um 130.000 laxar í
kvíar. Notaðar eru samtals 10
kvíar.
4. Eldistilraunin er um það bil að
hefjast.
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Svo bregðast
krosstré...
Frá Kolbeini Bjarnasyni:
MARGT hafa gagnrýnendur skrifað
gáfúlegt um nýja tónlist í Morgun-
blaðinu.
í grein sinni 7. júní um tónleika
CAPUT-hópsins skrifaði Ríkarður
Öm Pálsson t.d. að tónverk Úlfars
Inga Haraldssonar „Dual Closure"
„...ijaraði út á lágværri einmana
trompeth'nu con sordino".
Það var reyndar engin trompetlína í
þessu verki og enginn trompet, hvorki
með né án dempara. „Talnamergð“
Hauks Tómassonar lauk hins vegar
með einleik á trompet „con sordino".
Hér megnaði hugarflug Ríkarðs að
flytja þetta guilfallega sóló milli
tveggja gjörólíkra tónverka. Á
mannamáli: Þetta er algjör steypa hjá
gagnrýnandanum, eftirtektin í lág-
marki og vafamál hvort lesendur geti
treyst (annars ágætri) dómgreind
hans í skrifum hans um þessi mögn-
uðu verk.
Svo bregðast krosstré...
KOLBEINN BJARNASON,
ílautuleikari.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.