Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 19 VIÐSKIPTI Félög í úrvalsvísitölu aðallista frá 1. júlí 2000 til 1. jan. 2001 Hlutafélag Atvinnugrein (atvinnugreinavísitala) Markaðs- virði Millj. kr. Íslandsbanki-FBA hf. Fjármál og tryggingar 50.000 Hf. Eimskipafélag (slands Samgöngur 31.496 Landsbanki íslands hf. Fjármál og tryggingar 27.820 Búnaðarbanki íslands hf. Fjármál og tryggingar 20.910 Össur hf. Iðnaður og framleiðsla 18.628 Baugur hf. Þjónusta og verslun 13.807 Samherji hf. Sjávarútvegur 12.235 Tryggingamiðstöðin hf. Fjármál og tryggingar 12.005 Marel hf. Iðnaður og framleiðsla 11.130 Opin kerfi hf. Upplýsingatækni 10.710 Grandi hf. Sjávarútvegur 9.465 Flugleiðir hf. Samgöngur 7.728 Skeljungur hf Olíudreifing 7.441 Þormóður rammi-Sæberg hf. Sjávarútvegur 7.085 SlF hf. Sjávarútvegur 5.915 SAMTALS 246.375 > Ck * í* /1 1 r T™ ö IlV It! lOli 1 ur- > valsvísitölu VÞI VEGNA sameiningar íslands- banka og FBA á árinu eru nú að- eins 14 félög í Úrvalsvísitölunni en venjulega eru það 15 stærstu fé- lögin að markaðsverðmæti sem mynda hana. Valið í vísitöluna fer fram tvisvar á ári og skiptast timabilin 1. janúar og 1. júlí. Þrjú félög koma inn í vísitöluna 1. júlí nk. Þessi félög eru Össur, Opin kerfi og Skeljungur. Össur kemur í fyrsta sinni inn í Úrvalsvísitöluna en hin félögin hafa áður verið í henni. Þau tvö fé- lög sem detta úr vísitölunni eru ÚA og Olíufélagið. Engin atvinnu- grein dettur út úr vísitölunni en upplýsingatækni kemur inn í hana. Alls eru 45 hlutafélög skráð á Að- allista þingsins, utan hlutabréfa- sjóða, og vega þau 15 félög sem verða í Úrvalsvísitölunni samtals (68%) af markaðsverðmæti þeirra. Velta félaganna á þinginu sem val- in hafa verið í vísitöluna er 82% af veltu hlutabréfa á Aðallista á síð- astliðnum 12 mánuðum. I gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,49% og er nú 1.523 stig, sem er 5,89% lækkun frá áramótum. Tilkynnir skráningu sjóðsdeilda 7, 8, 9 og 11. Verðbréfaþing íslands hf. hefur samþykkt að taka á skrá sjóðsdeiIdir Hávöxtunarfélagsins hf. frá og með 13. júní næstkomandi. Umsjónaraðili skráningar er Kaupþing hf. Skráningarlýsingu Hávöxtunarfélagsins má nálgast á skrifstofum Kaupþings hf. Ármúla 13A, 108 Reykjavík. KAUPÞING Ármúli 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500 fax 515 1509 Stafrænt sj ónvarp hefst í haust Morgunblaðiö/Ásdís Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setti ráðstefnu Gagnvirkrar miðlun- ar um stafrænt sjónvarp á Hótel Loftleiðum í gær. GAGNVIRK miðlun hyggst hefja stafrænar sjónvarpssendingar í haust og íslenska útvarpsfélagið mun gera tilraunir með sendingar um svipað leyti. Þetta kom fram á ráðstefnu Gagnvirkrar miðlunar um stafrænt sjónvarp á Hótel Loftleið- um í gær. Bæði fyrirtækin munu bjóða upp á gagnvirka stafræna þjónustu, en hún gerir notendum t.a.m. kleift að taka á móti sjónvarpi- og útvarpi, panta myndefni til að skoða eftir hentugleika, stunda fjarnám, senda tölvupóst, skoða veraldarvefínn, sinna innkaupum og stunda banka- viðskipti. Ágúst Ólafsson, deildarstjóri al- mannatengsla Gagnvirkrar miðlun- ar, segir að Gagnvirk miðlun hygg- ist koma upp stafrænu sjónvarpsneti; opnu neti sem öllum ljósvakamiðlum verði boðin not af. „Þannig sameinast allir þeir aðilar sem nú dreifa sjónvarps- og út- varpsefni á einu og sama dreifikerf- inu. Slíkt hefur auðvitað í för með sér mikið hagræði fyrir neytendur, sem þurfa aðeins að nota eitt mót- tökutæki í stað margra," segir hann. Ágúst segir að ekki liggi fyrir hvaða tækni verði notuð við fyrstu útsendingarnar í haust. „Hugsan- lega skiptum við notendum í tvo eða þrjá hópa, sinn með hverja tækn- ina“ segir hann. Að sögn Ágústs komu 120 gestir á ráðstefnuna. „Þeir sýndu afar mik- inn áhuga og við fengum mjög góð viðbrögð. Væntanlega eigum við eftir að fá mikið af fyrirspurnum í kjölfarið," segir hann. ÍÚ mun byggja á áskriftarkerfi sínu Hreggviður Jónsson, forstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, segir að ekki sé ljóst hvaða leið verði valin við tilraunaútsendingar í haust. „Þetta er allt í athugun. Ég tel lík- legast að íslenska útvarpsfélagið muni byggja á því mikla baklandi sem áskriftarkerfi þess er. 65.000 heimili eru með myndlykil frá okkur og sú útbreiðsla er að ég held eins- dæmi í veröldinni. Vel má hugsa sér að við sjáum sjálfir um að koma stafrænu sjónvarpi til áskrifenda okkar og skiptum út gömlu mynd- lyklunum fyrir nýja móttakara,“ segir hann. f Spænsk sett i úrvaii Classic 3+1+1 í leðri staðgr. kr. 369.450.m 1 / í ím - Rosa 2+1+1 í leðri staðgr. 147.499. Spænsk húsgögn í úrvali. Sídu múla 13 Sími 588 5108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.