Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ V atnsleikj agar ður í undirbúningi Garðabær Til stendur að koma upp vatnsleikjagarði í Sundlaug Garðabæjar. Manfreð Vil- hjálmsson, arkitekt, hefur teiknað garðinn. Þar munu gestir geta buslað í vaðlaug- um og notið sín í heitum pott- um, auk þess sem yngstu gestirnir geta svamlað í lítilli laug ætlaðri þeim. Þrjár rennibrautir verða í garðin- um, sú lengsta 58 metrar. Engar breytingar verða þó á sundlauginni sjálíri, aðeins umhverfi hennar. Verkið er á byrjunarstigi að sögn Gunnars Einarssonar, forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs bæjarstjórn- ar Garðabæjar, og því ekki hægt að segja tO um kostnað slíkra framkvæmda né hve- nær hægt verður að hefjast handa við þær. Meðfylgjandi gefur að líta frumdrög að breytingunum sem Iþrótta og tómstundaráð Garðabæjar skoðaði á dögun- um. 1) Pottur, 39°C. 2) Leik- og lendingarlaug, 105 cm djúp. 3) Rennibraut, 11x4 m. 4) Rennibraut, 38 m. 5) Renni- braut, 58 m. 6) Stigatum. 7) Vatns-„sveppur“. 8) Vatns- buna. 9) Leiklaug, 30 cm djúp 10) Vatns-leikir. 11) Nuddpottur, 38°C. 12) Pottur, 40°C. 13) Ker með vatnsbunu. 14) Sólbaðsskýli. 15) Vatns- „krani“. 16) Lækur. Morgunblaðið/RAX Hraustir krakkar í skólagörðum Kópavogur EKKI hefur viðrað vel á krakkana í skólagörðunum í Lindarhverfi í Kópavogi. Þau láta þó ekki bugast og rækta garðinn sinn af dugnaði. Þau bíða eflaust spennt eftir afrakstri erfið- isins. Hingað til hafa húfur, vettlingar og góð hlífðarföt verið krökkunum nauðsyn. Vonandi geta þau þó fljót- lega tekið fram stuttbux- urnar, strigaskóna og sum- arbrosið. Afstaða til sameiningar á næsta fundi Bessastaðahreppur HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps mun taka af- stöðu til hugmynda um við- ræður um sameiningu við önnur sveitarfélög á fundi sínum 20. þessa mánaðar. Málið kom til umræðu á fundi hreppsráðs á fimmtu- dag og að sögn Gunnars Vals Gíslasonar var málið þar reifað og samþykkt að vísa því til hreppsnefndar. „Eg á von á að á hrepps- nefndarfundinum taki menn einhverja afstöðu og taki ákvörðun um næsta skref,“ sagði hann. Sveitarstjórinn var spurð- ur hvort einhugur væri með- al sveitarstjórnarmanna í hreppnum um að leita eftir sameiningarviðræðum og sagði hann að það mundi skýrast á fundinum. Skólar fá verðlaun fyrir umgengni Ung skáld í Foldasafni Skáld framtíðar í Foldasafni Reykjavík FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík- ur hefur veitt níu grunnskól- um borgarinnar 100.000- 200.000 kr. viðurkenningu vegna átaks til bættrar um- gengni. Verðlaunafénu á að ráðstafa í samvinnu við nem- endafélög viðkomandi skóla með kaupum á tækjum og öðrum búnaði til að bæta að- stöðu nemenda. 25 skólar tilkynntu þátt- töku í átakinu síðastliðið vor og nú í vor sendu 10 skólar greinargerðir um fram- kvæmd þess. Sérstök mats- nefnd fjallaði um greinar- gerðirnar, heimsótti skólana og gerði að tillögu sinni að níu viðurkenningar yrðu veittar. Artúnsskóli, Grandaskóli, Vogaskóli, Breiðholtsskóli, Réttarholtsskóli og Öldusels- skóli fengu 200.000 kr. hver. Virðing fyrir umhverfí sínu Um Artúnsskóla segir í rökstuðningi að átakið hafi verið kynnt í öllum bekkjum sl. haust og á ný í janúar og lögð áhersla á virðingu fyrir umhverfi sínu. Árangurinn hafi verið góður, skemmdir á húsmunum og krot sé hvergi að sjá og umgengni í kennslu- stofum sé til fyrirmyndar. Hvað varðar Grandaskóla segir í rökstuðningi að skipu- lagt átak til bættrar um- gengni hafi verið í gangi í skólanum í vetur og bekkir hafi skipst á um að hafa eftir- lit og umsjón með umgengn- inni, m.a með því að tína reglulega rusl af lóðinni, passa að tré séu ekki brotin og svo framvegis. Innan dyra sé greinileg áhersla lögð á góða umgengi og skemmdir á húsmunum engar. Um Vogaskóla kemur fram að til að bæta umgengni hafi verið komið þar á punkta- og umbunarkerfi sem ungir gangaverðir, gamlir nemend- ur skólans, höfðu veg og vanda af. Umgengni hafi batnað mjög á skólaárinu og nemendur séu jákvæðari til vinnu með skólastjórnendum í því skyni að gera skólann að aðlaðandi vinnustað. Viðhorf jákvætt í Breiðholtsskóla var gert sérstakt átak til bættrar um- gengni í skólanum og hafði húsvörður umsjón með því. „Nemendur virðast hafa tekið þetta mjög alvarlega og skóla- húsið er nú eitt það snyrtileg- asta í borginni. Umgengni ertil fyrirmyndar enda þátt- taka nemenda sem einstak- linga og bekkja sérlega vel skipulögð og viðhorf jákvætt," segir í rökstuðningnum. Um Réttarholtsskóla segir að nemendur hafi verið virkj- aðir til þátttöku í átaki til bættrar umgengni þannig að prýðisárangir blasi við. „Lóð og leiksvæði hafa verið hreinsuð reglulega og ýmsum verkefnum til þrifa skipt milli bekkja,“ segir í rökstuðningi. Ölduselsskóli gerði einnig sérstakt átak til bættrar um- gengni í vetur og var m.a. haldin sérstök átaksvika í október auk þess sem lóð var hreinsuð reglulega og fleira. .Árangur átaksins er sýnileg- ur, vel er gengið um skólann og lítið um skemmdir,“ segir í rökstuðningnum. Álftamýrarskóli og Borga- skóli hlutu hvor 150.000 kr. viðurkenningu. Um Álftamýrarskóla segir að þar sé ávallt í gangi átak til bættrar umgengni í skólan- um. „Nemendur eru stöðugt áminntir um að taka til eftir sig eigin óhreinindi og kasta í ruslafötur því sem afgangs verður af pappír o.fl. Drykkj- arfernur og bréfarusl eru nær undantekningarlaust sett í ruslafötur í stofum og á göng- um. Segja má að veggjakrot sé tiltölulega lítið,“ segir þar. Ábyrgð á umhverfinu Hvað varðar Borgaskóla kemur fram að skólinn hafi starfað í lausum kennslustof- um í vetur við erfiðar aðstæð- ur en stjórnendur skólans hafi lagt áherslu á það við nem- endur að þeir beri ábyrgð á umhverfinu og stofum sínum. „Nemendur hafa tekið þetta mjög alvarlega og húsvörður fylgt því eftir og er árangur- inn ótrúlega góður þrátt fyrir þrengsli og „aurburð" frá um- hverfinu þegar votviðrasamt er,“ segir í rökstuðningi. Loks hlaut Árbæjarskóli 100.000 kr. viðurkenningu. Skólinn fékk viðurkenningu á sl. skólaári vegna bættrar um- gengni en árangursrík sam- vinna kennara, starfsfólks og nemenda lá þar að baki, að því er fram kemur. Þessari vinnu hafi verið haldið áfram í vetur þrátt íyrir erfiðar aðstæður vegna byggingaframkvæmda. Grafarvogur f liðinni viku fór fram nám- skeið fyrir 7-11 ára börn, svokölluð lessmiðja, í Folda- safni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Námskeiðið stóð yfir í viku og er aðeins haldið einu sinni á ári. Morgunblaðið heimsótti krakkana þar sem þeir lögðu lokahönd á verk sín. Verkefni vikunnar var samsetning ljóðabókar. Sig- rún Ása Sigmarsdóttir og Guðmann Olafsson, starfs- menn safnsins, höfðu um- sjón með skáldunum ungu. Sérhvert barnanna sá al- farið um vinnslu eigin bók- ar að sögn Sigrúnar Ásu. Textinn, myndskreytingar og samsetning bókarinnar var handverk þeirra. Fyrsta dag námskeiðsins voru börnunum kynnt ljóð ýmissa höfunda. Auk þess var fjölbreytileiki bókarinn- ar brýndur fyrir þeim. Annan daginn hófst vinn- an fyrir alvöru. Skáldkonan Margrét Lóa Jónsdóttir og Jóhann Torfason mynd- listarmaður voru börnunum innan handar. Fengu þau börnunum ákveðið þema til að vinna með. Væntum- þykja var viðfangsefnið fyrri hluta vikunnar og voru foreldrar og fjölskylda þá börnunum yfirleitt efst í huga að sögn Sigrúnar Ásu. Síðari hluta vikunnar feng- ust börnin svo við sorgina. Færri komust að en vildu, en 18 ungmenni tóku þátt í lessmiðjunni. Sigrún Ása sagði námskeiðið hafa tek- ist einkar vel og ekki mátti annað sjá en að börnin skemmtu sér konunglega. Frambærileg skáld hefur eflaust mátt finna í Folda- safni og hér að neðan gefur að líta Ijóð tveggja þátttak- enda námskeiðsins, hið fyrra eftir Önnu Þóru Hrólfsdóttur en hið síðara eftir ísabel Petru Nikulás- dóttur. Mamma Mamma er eins og blóm í auga mfnu. Ég átti kisu Ég átti kisu. Ilún var svo sæt. En pabbi fékk ofnæmi og þá fór hún og þá fór hún burt. Hún var seld að eilífu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.