Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 4/6-10/6
► Geysir gaus kröftuglega
á níunda túnanum á
fimmtudagskvöld. Þúsund-
ir manna fylgdust með gos-
inu sem var framkallað
með sápu.
► Gilding, nýtt fjárfest-
ingafélag, var stofnað í vik-
unni og er stofnfé þess um
3,5 milljarðar króna.
► Verkfall félagsmanna í
bifreiðstjórafélaginu
Sleipni hófst í vikunni og
nær það til 160 manns.
► Páll Skúlason, rektor
Háskóla íslands, hafði ekki
fullnægt nauðsynlegum
lagaskilyrðum þegar hann
veitti Gunnari Þór Jóns-
syni, prófessor í Iækna-
deild, lausn frá störfum.
Þetta er niðurstaða nefnd-
ar sem rannsakaði meðferð
málsins.
► Minni aðsókn er að
vinnuskólum sveitarfélaga
í sumar en fyrri ár. Er það
mat forráðamanna vinnu-
skóla að gott atvinnu-
ástand valdi þessu.
► Stjórn Byggðastofnunar
hefur lagt til við Valgerði
Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, að
stofnunin flytji á Sauðár-
krók. Ráðherra sagði á ár-
sfundi stofnunarinnar að
hún vildi láta hlutlausa að-
ila gera hagkvæmniathug-
un á flutningnum.
► Sljórn Landsvirkjunar
hefur tilkynnt að ákveðið
hafi verið að hækka heild-
sölugjaldskrá fyrirtækisins
um 2,9% frá og með 1. júlí.
Það gæti þýtt að verð á raf-
magni til viðskiptavina
hækki um 1,5%
Tillögur um verulega
aflaskerðingu
Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til
verulega skerðingu afla úr flestum
nytjastofnum. Gangi allar tillögurnar
um hámarksafla á næsta fiskveiðiári
eftir gæti útflutningstapið orðið um
10 milljónir króna, eða ríflega 10%
áætlaðs útflutningsverðmætis sjáv-
arafurða á þessu ári, að sögn Ásgeirs
Daníelssonar hagfræðings hjá Þjóð-
hagsstofnun.
Niðurstöður og ráðleggingar
Hafrannsóknarstofnunar komu
nokkuð á óvart og hafa margir hags-
munaaðilar lýst yfir miklum von-
brigðum með þær. Árni Mathiesen
sjávarútvegsráðherra segir stefnt að
því að ákvörðun um heildaraflamark
næsta fiskveiðiárs lægi fyrir um
miðjan júlí.
Stóra fíkniefnamálið
fyrir héraðsdómi
Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins
er hafin fyrir héraðsdómi Reykjavík-
ur, en ákært er fyrir innflutning á
þriðja hundrað kílóa fíkniefna. Sett-
ur ríkissaksóknari hefur krafist allt
að tíu ára fangelsis ýfir hinum fimm-
tán sakborningunum og ákæruvaldið
fer jafnframt fram á upptöku eigna
fyrir á annað hundrað milljóna króna
í tengslum við málið.
Matsáætlun Lands-
virkjunar kynnt
Vinna Landsvirkjunar við mat á um-
hverfisáhrifum vegna Kárahnúka-
virkjunar er formlega hafinn, en fyr-
irtækið kynnti í vikunni áætlun um
matið. Að sögn Friðriks Sophusson-
ar, forstjóra Landsvirkjunar, er um
að ræða viðamestu framkvæmd við
mat á umhverfisáhrifum sem ráðist
hefur verið í hér á landi.
Samkomulag
náðist ekki um
eldflaugavarnir
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og
Vladimír Pútín Rússlandsforseti voru
sammála um að heimsbyggðinni staf-
aði hætta af útbreiðslu gereyðingar-
vopna á fundi þeirra í Moskvu um síð-
ustu helgi. Þeir náðu hins vegar ekki
samkomulagi
um hvemig taka
ætti á hættunni
og leysa deilu
ríkjanna um þau
áform Banda-
ríkjastjórnar að
koma upp eld-
flaugavamar-
kerfi til að verj-
ast
hugsanlegum
árásum ríkja á borð við Norður-Kóreu
og íran. Þeir undirrituðu þó yfirlýs-
ingu þar sem ríkin Ijá máls á breyting-
um á ABM-samningnum, sem
takmarkar eldflaugavarnir þeirra.
Forsetarnir undirrituðu einnig samn-
ing um að ríkin kæmu upp sameigin-
legri eftirlitsmiðstöð í Moskvu þar
sem þau ætla að skiptast á Upplýsing-
um frá gervihnöttum og ratsjárstöðv-
um sínum þegar eldflaugum er skotið
á loft. Þá var undirritaður samningur
sem kveður á um hvort ríki losi sig við
34 tonn af plútoni, sem hægt er að nota
í kjarnavopn.
Clinton ávarpaði dúmuna, neðri
deild rússneska þingsins, fyrstur
bandarískra forseta, eftir viðræðumar
við Pútín. Forsetinn sagði m.a. að 21.
öldin myndi að miklu leyti „ráðast af
því hvort rússnesku þjóðinni tekst að
byggja upp nútímalegt, öflugt og lýð-
ræðislegt land sem verður hluti af lífi
annarra ríkja heims“.
Clinton fór síðan í stutta heimsókn
til Úkraínu og tilkynnt var af því tilefni
að kjamorkuverinu í Tsjemobyl yrði
lokað fyrir fullt og allt 15. desember.
Clinton og Pútín
► ÞRÍR flokkar á ísraelska
þinginu, sem eiga aðild að
samsteypustjóm Ehuds
Baraks, snerust á sveif með
stjómarandstöðunni á mið-
vikudag og greiddu at-
kvæði með fmmvarpi um
að rjúfa þing og boða til
nýrra kosninga. Þingið þarf
að samþykkja fmmvarpið
þrisvar en talið er að ósigur
stjómarinnar á miðvikudag
geti orðið henni að falli.
► DÓMARI í Banda-
ríkjunum úrskurðaði á mið-
vikudag að tölvufyrirtæk-
inu Microsoft skyldi skipt
upp í tvö fyrirtæki til að
koma í veg fyrir að það
gæti notið einokunar-
aðstöðu. Forsvarsmenn
Microsoft sögðust ætla að
áfrýja úrskurðinum.
► LEIÐTOGI upp-
reisnarmanna á Salómons-
eyjum sagði að menn sínir
hefðu orðið allt að 100 and-
stæðingum sínum að bana í
árás nálægt höfuðborginni,
Honiara, á miðvikudag.
Uppreisnarmennirnir sam-
þykktu vopnahlé á föstudag
til að greiða fyrir friðar-
viðræðum.
► UM hundrað manns fór-
ust og 1.300 slösuðust í öfl-
ugum landskjálfta á eyj-
unni Súmötru f Indónesíu á
sunnudag. Skjálftinn mæld-
ist 7,9 stig á Richter-
skvarða.
► TALSMAÐUR Bills
Clintons Bandarílqaforseta
sagði á fimmtudag að hann
myndi senn tilkynna áætlun
um að draga úr efna-
hagsþvingunum gegn
Norður-Kóreu vegna batn-
andi samskipta landsins við
Suður-Kóreu og Japan.
Mohammed A. Al-Jarallah heilbrigðisráðherra
Kúveit ásamt föruneyti á Akureyri
Heiður o g ánægja að
afhenda verðlaunin
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri tekur á móti dr.
Mohammed A. Al-Jarallah heilbrigðisráðherra Kúveit á Akureyri í gær.
Akureyri. Morgunblaðið.
„ÞAÐ er mikill heiður og ánægja
fyrir mig að fá að vera hér á Akur-
eyri þar sem ég fæ tækifæri til að af-
henda dr. Sigríði Halldórsdóttur
verðlaun okkar fyrir merkilegt rann-
sóknarstarf," sagði dr. Mohammed
A. Al-Jarallah, heilbrigðisráðherra
Kúveit, en hann kom til Akureyrar
ásamt föruneyti seint á föstudags-
kvöld.
Heilbrigðisráðherrann tók þátt í
háskólahátíð Háskólans á Akureyri
síðdegis í gær, laugardag, en við at-
höfnina veitti hann dr. Sigríði Hall-
dórsdóttur prófessor við háskólann
verðlaunin Eminent Scientist &
Millennium Golden International
Award fyrir rannsóknir á sviði heil-
brigðisvísinda. „Við komum um
langan veg til að taka þátt í þessari
athöfn og það er fyllilega þess virði,“
sagði dr. Mohammed A. Ál-Jarallah.
Verðlaunin eru veitt af stofnuninni
International Research Promotion
Council og eru veitt fyrir rannsóknir
og vísindastörf sem nýtast sem flest-
um, en einkum fólki í þriðja heimin-
um. Sigríður fær verðlaunin einkum
fyrir tvær rannsóknir á sviði krabba-
meina, annars vegar um reynsluna
af þvi að vera með krabbamein og
hins vegar um það hvernig þeir sem
eru með sjúkdóminn upplifa um-
hyggju eða umhyggjuleysi. „Rann-
sóknir á þessu sviði eru afar mikil-
vægar og koma mörgum að gagni,“
sagði dr. Mohammed A. Al-Jarallah.
Auk þess sem heilbrigðisráðherra
Kúveit afhenti dr. Sigríði verðlaunin
tilkynnti hann um útgáfu fræðirits-
ins Austral-Asian Journal of Cancer
og afhenti Valgerði Sverrisdóttur
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjar-
veru Ingibjargar Pálmadóttur heil-
brigðisráðheiTa, fyrsta eintakið af
ritinu. ísland var valið sem fyrsta
landið í Evrópu til að kynna þetta rit
m.a. vegna þess að útgefendur telja
ísland standa framarlega á sviði
heilbrigðisrannsókna og heilbrigðis-
kerfið sé gott. „Við erum mjög stolt
af því að kynna þetta rit fyrst hér á
Akureyri," sagði heilbrigðisráð-
herra, en tveir fulltrúar frá stofnun-
inni sem gefur fræðiritið út, dr.
Thomas Koilparampil og dr. M.
Krishnan Nair, tóku einnig þátt í há-
skólahátíðinni og kynntu útgáfu þess
í Evrópu.
Kvaðst hann vona að ritinu yrði
vel tekið, enda birti það áhugaverðar
greinar, m.a. á sviði læknavísinda,
sem fjölluðu um efni sem nýst gæti
almenningi.
Elding siglir inn í Reykjavíkurhöfn í dag.
Elding siglir í kjölfar
Eiríks og Leifs
SEGLSKÚTAN Elding lagði á
föstudag að bryggju við Ægis-
garð, en hún er á leið til „Vín-
lands hins góða“ í kjölfar ís-
lensku landkönnuðanna sem
þangað sigldu fyrir þúsund árum.
Að sögn Hafsteins Jóhannssonar,
skipstjóra á Eldingu, hefur skút-
an fylgt kjölfari Eirfks rauða frá
Harðangri í Noregi til Islands
Hafsteinn Jóhannsson, skip-
stjóri á Eldingu.
með viðkomu á Iljaltlandi og í
Færeyjum. Hafsteinn tók þó fram
að skipverjar á Eldingu færu með
öllu meiri friði en víkingarnir
forðum, og hefðu hvorki rænt
fólki né fjármunum á leið sinni.
Ætla á slóðir Leifs heppna
Héðan fer skútan þann 4. júlí
áleiðis til Bröttuhlíðar í Græn-
landi og síðan verður siglt í kjöl-
far Leifs heppna til Leifsbúða
(L’Anse Aux Meadows) á
Nýfundnalandi. Ferðin endar svo
í Quebec, þar sem menn geta sér
til að „Vínland hið góða“ hafi
verið. Segir Hafsteinn að vel fari
á því að leggja upp héðan á þjóð-
hátfðardegi Bandaríkjanna því að
ferðin hafi hafist í Noregi á þjóð-
hátíðardegi þarlendra, þann 17.
maí.
Eldingarmenn hafa tekið með
sér þrjá steina frá hverjum stað;
Noregi, Hjaltlandi og Færeyjum,
og bæta enn þremur við hér á
landi. í þessa steina verður
höggvið heiti leiðangursins, „Vín-
land 2000“, og þeir síðan skildir
eftir á áfangastöðum skútunnar í
Vesturheimi. Má því með sanni
segja að þessir nútímans víkingar
fylgi fornum siðum og skilji eftir
sig rúnasteina líkt og forfeðurnir
gerðu fyrir þúsund árum.
Heildarsafn Ijóöa
Stefáns Harðar
Grímssonar,
eins helsta skálds
íslendinga
á okkar dögum.
■
Mál og menningl
malogmenning.isl
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500