Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUD AGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANGTIMASJO ARMIÐ ERU Gl VALLARATRIÐI Sú niðurstaða Hafrannsóknastofnunarinnarað stærð þorskstofnsins hafi verið ofmetin tvö síðustu ár hefur valdið töluveróum umræðum í þjóðfélag- inu. Hjörtur Gíslason ræddi þetta mál ogfleiri er lúta að fiskveiðiráðgjöf stofnunarinnar við Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Hjá honum kemur meðal annars fram að erlendir sérfræðingar voru fengnirtil að meta gögn og reikniaðferðir stofnunarinnar. Niðurstöðu þeirra er að vænta á næstunni IÐURSTOÐUR Haf- rannsóknastofnunar um að þorskstofninn hafi verið ofmetínn síð- ustu tvö ár hafa vakið töluverða umræðu í þjóðfélaginu. Sam- kvæmt þessari niðurstöðu þarf að draga þorskveiðar saman um 20% verði farið eftir hinni svokölluðu af- lareglu. Jóhann Siguijónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að þegar aflareglunni hafi verið komið á fyrir 5 árum hafí verið ákveðið að skoða hvemig hún kæmi út að lokinni 5 ára reynslu. „Það getur vel verið að það þurfi að bæta aflaregluna með einhverjum hættí. Hún þarf bæði að uppfylla þau líffræðilegu markmið, sem menn settu sér í upphafi og gefa efnahagslegan ábata. Það getur verið að sveiflur í þessari aílareglu séu óskynsamlegar af hagkvæmnisástæð- um. Að reglan taki of mikið mið af sveiflum í stofnmati milli ári,“ segir Jóhann. Morgunblaðið ræddi við hann um gang mála, hvemig stærð fiskist- ofna væri metín, á hveiju ráðgjöf stofnunarinnar byggðist, um afla- regluna og fleiri þættí. Mikil vinna „Mat á ástandi fiskistofna fer þann- ig fram að sérfræðingar leggja frarn áætlanir um rannsóknir á tílteknum fiskistofnum," segir Jóhann. „Þessar áætlanir eru metnar á hverju ári. Síð- an þegar ákveðið er að fara út í rann- sókn á fiskistofni stýrir venjulega einn sérfræðingur rannsókn á hveijum stofni, en fleiri sitja í verkefnisstjóm. Yfirleitt koma fleiri að þorsk- rannsóknunum en öðmm stofnum, en þegar kemur að mati á viðkomandi stofni kemur sérfræðingurinn fyrir svokallaða veiðiráðgjafamefnd með niðurstöður rannsókna sinna og oftast tillögur að ráðgjöf. Veiðiráðgjafamefndin saman- stendur af 8 sérfræðingum á stofnun- inni, sem em með ýmiskonar bak- gmnn, fiskifræðingar, tölfræðingar, líffræðingar og stærðfræðingar. Þama em gögnin rædd í þaula og tii- lögur um ráðgjöf liggi þær fyrir. Þetta er eins konar gæðaeftirlit og vett- vangur fyrir faglegar umræður um úttekt á einstökum fiskistofnum. Þessi vinna er í hámarki á tímabilinu febrúar til aprfl. Síðan er það svo að flestír af okkar mikilvægustu fiskistofnum em einnig teknir til athugunar innan Aiþjóða hafrannsóknaráðsins, sem er gríðar- lega stór alþjóðleg rannsókna- og ráð- gjafarstofnun með mikla starfsemi. Eg hygg að það séu á annað hundrað nefndir þar að störfum árlega við ým- iskonar úttektir og ráðgjöf um veiðar úr fiskistofnum, fyrst og fremst í Norður-Atíantshafi. Einstakir sér- fræðingar héðan em þátttakendur í ýmsum vinnunefndum ráðsins og fara þangað með gögn sín til umfjöllunar. Ósld stjómvöld í einhveiju landi eftir ráðgjöf fyrir einhveija fiskistofna, gera vinnunefndimar tíllögur um ráð- gjöf, en þær fara síðan til fiskveiði- ráðgjafamefndar Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. Þar er einn fulltrúi frá hveiju 20 aðildarlandanna. Okkar full- trúar þar em Sigfús A. Schopka og Einar Hjörleifsson. Þannig fáum við álit á stöðu þorsk- stofnsins, ýsunnar, ufsans, karfa- stofna og grálúðu og ráðgjöf um hæfi- lega veiði en sú ráðgjöf byggist á gögnum, sem við höfum aflað. Þama fer fram mikil umræða og gögnin metin út frá mörgum sjónarhomum. Hafrannsóknastofnunin fylgir yfirleitt tillögum ráðsins. Við teþum veiðiráðgjafamefndina á stofnuninni mjög mikilvægan hluta af innra gæðaeftirlití okkar, þó við vilj- um þróa enn markvissari vinnubrögð í þeim efnum. Þar tryggjum við stöðluð vinnubrögð og að ráðgjöfin sé byggð á umræðum og niðurstöðum íleiri aðila, en hvfli ekki alfarið á matí einstakra sérfræðinga. Það er mikilvægt að hafa formlegan og faglegan vettvang inn- anhúss, þar sem tekizt er á um hlutína og komizt að einhverri niðurstöðu. Jafnframt er mikilvægt að fá hið er- lenda sjónarhom, sem við fáum með þátttöku okkar í Alþjóða hafrann- sóknaráðinu, en þar erum við mjög virkir.“ Upplýsingar úr veiði og eigin gagnasöfnun Hver eru helztu gögnin, sem ráð- gjöfin er byggð á, sé þorskurinn tek- inn sem dæmi? ,J>að má skipta gögnunum í tvo meginflokka. Annars vegar em mjög mikilvægar upplýsingar úr veiðinni. Hins vegar rannsóknir okkar óháðar veiðum. Allir skipstjórar em skyldug- ir að skila inn aflaskýrslum sam- kvæmt lögum eða reglugerðum. Þar er tiltekið hvar þeir vora að veiða, hversu mikið, hvaða veiðarfæri var notað, hver aflasamsetning er og svo framvegis. Það er mjög mildlvægur hluti gagnagmnnsins en þar fáum við til dæmis afla á sóknareiningu á mis- munandi svæðum, á mismunandi tím- um og í mismunandi veiðarfæri. Sum- ir segja reyndar að þetta séu ekki áreiðanleg gögn, en við gemm ráð fyrir því að skipstjóramir séu sam- vizkusamir og vandi þetta verk. Við skoðum þessar skýrslur með gagn- rýnum augum og beitum úrvinnsluað- ferðum, þar sem reynt er að skilja frá það sem greinilega era ekki áreiðan- kígar upplýsingar. I öðm lagi erum við með ýmiskonar gagnasöfnun, sem er óháð veiði. Við teljum það mikilvægt vegna þess að sé til dæmis ætlunin að reikna afla á sóknareiningu hjá togurum, verður að taka inn í dæmið að mikil tækniþróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Troll í dag er ekki sama og troll fyrir 10 eða 20 ámm. Öll tæki hafa þróazt mfldð og veiðigetan heíúr aukizt. Stofnmæl- ingar okkar, sem em óháðar veiðun- um, em gerðar af okkur eða skipum í samvinnu við okkur. Það er algjört gmndvallaratriði að standa þannig að málum. Þar erum við að nota sömu veiðarfærin ár eftir ár, eram að toga á sömu fiskislóð, leggja netin á svipuð- um slóðum. Við emm að gera þetta eins ár eftir ár og getum því borið hiutina saman milli ára. Þama er um að ræða stofnmælingu rækju, stofn- mælingu botnfiska í marz, togararall- ið, þar sem áherzlan er á þorsk og fleiri botnfiska og „haustrall", þar sem áherzlan er lögð á karfa og grál- úðu. Við gerum rækjukannanir tvisv- ar á ári á innfjörðum, mælum stærð humarstofnsins einu sinni á ári og loks emm við með bergmálsmælingar á sfld og loðnu. Allt em þetta sjálf- stæðar mælingar óháðar veiðum. Þetta er annar mikilvægastí þátturinn í gagnaöflun fyrir stofnstærðarmat og fiskveiðiráðgjöfina. Að auki eram við með gríðarlega mikla sýnatöku úr afla. Eftirlitsmenn era stöðugt að taka sýni og við emm með sérstakt sýnatökufólk, sem fer í verstöðvamar og tekur sýni eftfr ákveðnu kerfi. Við emm að lengdar- mæla nokkur hundmð þúsund fiska á ári í eigin leiðöngmm, með aðstoð eft- irlitsmanna Fiskistofu og okkar eigin sýnatökufólki, meðal annars á útíbú- unum fimm. Við emm einnig að ald- ursákvarða um hundrað þúsund fiska á ári. Þetta sýnir umfangið á gagna- söfnuninni. Það er mikilvægt að gagnasöfnunin gefi sem réttasta mynd af veiðinni. Við höfum yfirlit yfir veiðina á hveij- um tíma og reynum að taka sýnin þar sem mest er veitt. Færist veiðin úr stað, fylgjum við. Með þessu móti drögum við úr mögulegri skekkju. Umhverfisþátturinn tekinn með í ráðgjöfina Við emm einnig í víðtækum rann- sóknum á umhverfi sjávar. Arsfjórð- ungslega er farið í haffræðileiðangra og gerðar mjög ítarlegar athuganh’ á plöntu- og dýrasvifi í maí og lífríkið er einnig skoðað mfldð í seiðaleiðangri í ágúst. Seiðavísitalan gegnir ákveðnu hlut- verki þegar við emm að spá í framtíð- ina, þó það sé ekki fyrr en þorskurinn er orðinn eins árs og kemur fram í togararalli að sæmflegar vísbendingar um nýliðun byija að koma. Þegar hann er svo orðinn tveggja ára em vísbendingamar orðnar alláreiðan- legar. Hvað umhverfismælingamar varðar, er í vaxandi mæli farið að nota þær í ráðgjöf okkar. Þótt það sé ekki alveg einfalt mál, ætlum við vöktun umhverfisþátta stærri hlut á komandi ámm. Búið er að safna svo miklum gögnum í áranna rás að ýmis tengsl í lífríkinu hafa komið í Ijós, sem þarf að skfla sér í ráðgjöfinni í vaxandi mæli.“ Viðhorf sjómanna mikilvægt Hvað með „fiskifræði sjómanns- ins“. Er tekið mið af henni við ráðgjöf- ina? „Vissulega, þó þetta sé ekki skýrt hugtak eða fræði. Það þarf auðvitað að fylgjast með því sem er að gerast útí á hafinu á hverjum tíma. Eg hef sagt að það væri léleg fiskifræði í raun og vem, sem ekki reyndi að afla sér allrar þekkingar og reynslu, sem fyrir er hjá sjómönnum og öðmm, sem vinna í tengslum við hafið. Það er al- gjört grundvallaratriði. Hins vegar hafa sjómenn lfldega ekki sömu möguleika á því að meta hlutina í stærra samhengi og við. Engu að síð- ur em viðhorf þeirra mjög mikflvæg. Oft er það þannig að setji sjómenn fram einhveijar skoðanir eða reynslu- sögur, þá byggja vísindamenn tilgátur sínar á þessu og skoða gögn, sem tfl- tæk em eða skipuleggja rannsóknir sínar með tilliti tfl þess að svara þess- um tilgátum. Þetta em alvanaleg vinnubrögð hjá þeim fiskifræðingum, sem standa í stykkinu. Allir sem vilja ná einhveijum árangri hljóta að leita í smiðju þeirra, sem búa yfir þekkingu og reynslu. Tengslin við sjómenn og útveginn em mikflvæg. Sérfræðingar á Haf- rannsóknastofnun era mikið úti á fisk- iskipum og rannsóknarskipum og em þá í góðu sambandi við flotann og sjó- menn. Við fóram einnig á fundi hjá samtökum þessara aðfla. Þetta er ákveðin leið tfl að nálgast þessa þekk- ingu. Við höfum reyndar verið að reyna að koma þessu samstarfi við sjómenn í fastara form og á síðastliðn- um fáum ámm höfum við stofnað til svokallaðra átakshópa á sviði afmark- aðra fiskirannsókna, þar sem skórinn heíúr kreppt og tíl em kallaðir reynd- ir sjómenn með sérþekkingu á tiltekn- um málum. Eins hafa útvegsmenn sýnt þessu mfldnn áhuga.“ 10% skekkja eðlileg Það er greinilegt að vel er staðið að verki, en hversu nákvæm em þessi vísindi? „Það er erfitt að segja nákvæmlega tfl um það. I langtímaúb’eikningum okkar um það hver nýtingarstefnan ætti að vera, var jafnframt gerð svo- kölluð áhættugreining. Þar vom lagð- ar fram mismunandi forsendur og þá var miðað við að skekkjumörkin gætu verið um 15%. Við teljum algjörlega eðlilegt að 10% skekkja sé á stofnmati okkar og að það sé óeðlilegt að reikna með minni skekkju en 5 til 10%. Hins vegai’ teljum við 20% skekkju í stofn- mati milli ára vera heldur mikið. Það gerðist þó nú og ýmislegt getui’ komið þar tíl. Raunvemleikinn er ein- faldlega sá að við getum ekki sagt með íúllri nákvæmni hver staða við- komandi stofns er á hveijum tíma. Það er ónákvæmni í aflagögnunum, það em einnig einhveijar mælingar- skekkjur í leiðöngmm okkar. Reikni- aðferðir okkar em heldui’ ekki full- komnar og mfldTvægt er að gera sér grein fyrir því að náttúran er lifandi skepna og það er hreint ekkert einfalt mál að spá í hana. Hins vegar er jafn- sjálfsagt að nefna það, að gríðarlegar framfarir hafa orðið í mælingum og greiningartækni, þannig að ná- kvæmni í stofnmati hefur aukizt á undaníomum árum. Við emm alltaf að bæta okkur svolítið. Svo dæmi sé nefnt. Aður fyrr mið- uðum við bara við þorskstofninn sjálf- an, þegar við voram að spá um fram- vindu hans. I dag geram við okkur grein fyrir nánum tengslum þorsks og loðnu og tökum tillit til þessa samspils í áætlunum okkai'. Þegar við áætlum stofnþróun þorsks fyrir næsta ár, byggist það nú á tilteknum forsendum um loðnustofninn á þessum tíma. Þetta var gríðarlega mikilvæg viðbót í aðferðafræði okkar og svona reynum við stöðugt að nálgast viðfangsefnið meira og meira, enda er það okkur mikið kappsmál. Þannig er aðferða- fræðin í stöðugri þróun, þó langt sé í land að íúllkomnun sé náð.“ Veiðanleiki getur skekkt myndina Hvað olli þessu oímati á þorsk- stofninum nú? „Við höíúm engar fullkomnar skýr- ingar á því, enn sem komið er. Það em þó tvö atriði, sem við höfum nefnt í þessu sambandi, og valda ábyggilega mestu. Það er annars vegar það sem við köllum veiðanleild. Stundum geíúr fiskur sig vel vegna þess að eitthvað í umhverfinu, fæðuframboðinu eða hegðun fisksins, sem veldur því að hann geíúr sig betur. Það getur komið út í mjög háum eða lágum aíla á sókn- areiningu og getur vfllt okkur sýn. Þetta köllum við veiðanleika. Hann hefui- víða verið vandamál í stofn- stærðarmati, sérstaklega þar sem hann er mjög breytflegur milli ára eins og verið hefur í Barentshafi. Við teljum að yfirleitt sé breytilefldnn ekki eins mikill hér. Árin 1997 og 1998 stækkaði þorskstofninn vegna fisk- friðunar. Þetta sáum við í afla á sókn- areiningu. Menn vom fijótari en áður að ná í fiskinn og veiðamar urðu arð- bærari. Við vomm ekki í nokkmm vafa um að það væri vegna þess að stofninn væri að stækka. Þegar aíla- brögð batna mfldð er stofninn á upp- leið og öíúgt ef illa veiðist. Það er þó ekki alveg beint samband þama á mflli, það fer eftir veiðanleikanum. Við trúðum því ekki þá að stofninn væri að stækka svona mikið og emm með ákveðnar aðferðir til að dempa svona áhrif í okkar stofnmati, en við gerðum það sennilega ekki nógu mik- ið. Þetta er aðalástæðan fyrir ofmati okkar á stofninum í síðustu úttekt og úttektinni þar áður. Þannig getum við séð að við ofmát- um stofninn 1998 og 1999. Hvort hinn lági veiðanleiki í ár er ýkt mynd af stofnstærðinni getum við ekki sagt með góðu móti í dag. Það sjáum við betur á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.