Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ S „Daydreams“ er heitið á nýjum diski sem fínna má í hljómplötuverslunum næstu daga. A diskinum syngur Garðar Cortes dægurperlur frá liðnum árum við undirleik sænska píanóleikarans Roberts Sund. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við Garðar um draumana sem hann hefur látið rætast og ör- lögin sem ætluðu honum að verða söngvari en ekki prestur. Morgunblaðið/Jim Smart Garðar Cortes er að gefa út hljómplötu með dægurperlum frá liðnum árum. Maðurinn sem eltir drauma sína AÐ VAR árið 1980 sem þeir Garðar Cortes óperusöngvari og Robert Sund píanóleikari kynntust á nor- ræna kóramótinu „Nordklang" þar sem þeir hafa verið kórstjórar síðastliðna tvo áratugi. Jafniramt því að stjóma kómnum á mótinu hafa þeir, sér og mótsgestum til skemmtunar, sungið og leikið saman sígild dægurlög úr ýmsum áttum, lög sem era alls ólík þeim viðfangsefnum sem þeir annars fást við; lög sem kynda undir róman- tískum tilfinningum flytjenda og áheyrenda. Tæpum tveimur áratugum eftir fyrstu kynni, í janúar 1999, bar fundum þeirra saman á íslandi og notuðu þeir þá tækifærið, lokuðu sig inni í hljóðveri Islensku óperannar, tóku með sér hljóðmann, tíu kílóa bunka af dægur- laganótum, flokkuðu, sungu, léku og hljóðrit- uðu. Afraksturinn er geisladiskur sem kemur út á næstu dögum og ber heitið „Daydreams". Þegar Garðar er spurður hvers vegna diskur- inn beri erient heiti segir hann það aldrei hafa verið ætlunina að gefa hann út á íslandi. Fyrst hafi þeir Robert ekkert velt því fyrir sér hvað þeir ætluðu að gera við þessar upptökur - þeim fyndist þetta bara svo skemmtilegt og hefðu svo gaman af að vinna saman. En hver er Robert Sund? Robert Sund er þekktur píanóleikari, stjóm- andi og tónskáld. Hann starfar aðallega við þjálfun fagkóra á alþjóðavettvangi. Hann hefur unnið náið með kórstjóranum Eric Ericson og tók við af honum sem aðalstjómandi hins fræga karlakórs „Orfei Dránger" í Uppsölum í Svi- þjóð. Sem ungur maður vann hann fyrir sér sem djasspíanóleikari og við að útsetja þekkta tónlist fyrir kóra og djasssöngvara. Það var því fortíðin sem tengdi þá Garðar saman - þótt undarlegt megi virðast. Tólf hjóla trukkur með fullfermi af kakói Þegar Garðar er spurður hvort þeir eigi það líka sameiginlegt að vera dagdraumamenn svarar hann: „Ja... nei... ja, eflaust lætur mað- ur sig dreyma allt mögulegt og ómögulegt - en víst kom þetta nafn til vegna þess að alltaf þeg- ar við hittumst, dreymdi okkur um að gera al- vöra úr þessu hobbýi okkar. Þetta er reyndar búið að vera hliðargrein hjá mér frá því ég var í skóla. A sama hátt og Robert vann fyrir sér með jazzpíanóleik á yngri áram, vann ég fyrir mér með þvi að syngja á verkamannaklúbbum í London, lög sem fólk vildi hlusta á, svo þetta hefur alltaf fylgt mér í laumi. Það er þessi leynda fortíð sem gerir mér kleift að syngja svona lög.“ Þegar farið er að grafast nánar fyrir um for- tíð Garðars kemur í ljós að hann hefur átt sér afar skrautlegan starfsferil á námsáranum í London. „Ég vann líka fyrir mér sem glugga- hreinsari, öryggisvörður, leiðsögumaður, vöra- bflstjóri og bakarasveinn. Þá fór ég á fætur klukkan fimm á morgnana til að fara með brauð í búðirnar í Norður-London þar sem ég bjó. Svo vann ég í plötubúð og eitt lagið á plöt- unni, Emily, er lag sem ég kynntist í búðinni.“ Vörabílstjóri? „Já, já. Eg keyrði tólf hjóla trakka og fór með súkkulaðidrykk sem hét Ovaltine og er heilsudrykkur. Ég keyrði full- fermi af honum í margar vikur niður á höfn. Þar fylltum við pramma sem sigldi út á ósa Thamesár þar sem farminum var komið i risa- flutningaskip sem sigldi til Kína. Ég tók alltaf svona skorpur þegar ég þurfti á peningum að halda. En ég gat ekki gert þetta að minni meg- intekjulind vegna þess að ég var í rauninni rétt- indalaus. Ég passaði mig bara alltaf að hætta þegar mig fór að gruna að nú færu þeir að grípa mig. En ég átti alltaf fast pláss hjá þessu flutn- ingafyrirtæld." Vald ástarinnar og prestaskóli En nú var enginn söngskóli á íslandi á þess- um tíma. Hvemig datt þér í hug að fara að læra söng? „Ég fór nú upphaflega til Englands til að læra ensku vegna þess að ég var of ungur, sex- tán ára, til að fara til Kanada að læra flugum- ferðarstjóm." Hvers vegna flugumferðarstjóm? „Jú, sjáðu tíl. Pabbi var praktískur maður og sá fyrir sér að þarna hlyti framtíðin að liggja vegna vaxandi flugumferðar. Eg ákvað að fara að ráðum hans og fór Newbold College til að læra ensku og halda til Kanada eftir það.“ Þegar Garðar er spurður hvað hafi orðið til þess að hann tók svo snarpa beygju ári seinna að ekkert varð úr flugumferðarstjórninni kem- ur í ljós að það var ástin sem skall á þessum unga manni og breytti varanlega örlögum hans. „Ég hætti við að fara til Kanada og fór þess í stað heim til að ljúka gagnfræðaprófi og ákvað að snúa síðan aftur til Newbold skólans, sem var kristilegur skóli, til að læra til prests. En ef ég á að vera alveg heiðarlegur, þá held ég að þessi ákvörðun hafi nú fremur snúist um stúlk- una en prestsnámið." Urðu svo fagnaðarfundir hjá ykkur þegar þú snerir aftur til Englands? „Nei, nei, auðvitað ekki. Stúlkan var á bak og burt. Foreldrar hennar sáu að þetta myndi aldrei ganga með þennan lausbeislaða, unga Is- lending En þetta skildi ekkert sár eftir sig vegna þess að þetta var saklaust æskuskot. Hins vegar var ég við nám í skólanum í tvö og hálft ár og þar fór ég að syngja ansi mikið, sem endaði með því að ég vissi ekki hvort ég ætti að læra að syngja eða verða prestur." Og? „Ja, ég var orðinn svo ruglaður að ég ákvað að taka mér frí í eitt ár til að ná áttum. Ég fór heim og gerði ýmislegt til að safna peningum. Var meðal annars annar af tveimur fyrstu næt- urvörðunum á Hótel Sögu, var líka næturvörð- ur á Hótel Holti, Hótel City og vann sem farandsölumaður. Keyrði um allt land með bíl- inn fullan af alls kyns varningi. Það var alveg rosalega gaman. En þetta ár hér heima varð til þess að ég komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi gera eitthvað meira úr söngnum. Ég söng á þessum tíma baritón og hafði meira að segja fengið verðlaun í nokkrum keppnum úti í Eng- landi, m.a. frá skólanum 1961 og 1962,“ segir Garðar og sýnir blaðamanni fallega litla verð- launagripi sem hann hefur á hillunni á skrif- stofu sinni. „Ég hringdi í söngkennarann sem ég hafði verið hjá í London og spurði hvort hún vildi kenna mér. Hún sagði já, já, en að hún nennti ekki að kenna mér sem baritón, heldur tenór. Ég var ekki sammála henni en fór samt. Það kom í ljós að ástæðan fyrir því að ég vildi syngja baritón var sú að það er lúxus að vera baritón en hörkupúl að vera tenór.“ Vesenið sem hefur staðið íþrjátíu ár En þú lést þig hafa það. „Jú, jú, ég fór út og var þar í sex ár við Wat- ford School of Music, þar sem fótboltaliðið hans Eltons John er.“ Eftir námsárin sex og skrautlegan starfsferil sneri Garðar svo heim og „þá byrjaði allt það vesen sem hefur staðið í þrjátíu ár“, eins og hann segir sjálfur. Á þeim áram hafa bæði Söngskólinn og íslenska óperan orðið til og eins og alþjóð veit hefur Gai’ðar verið foiystu- sauðurinn í því grettistaki sem þurfti til að hleypa þeim fyrirtækjum af stokkunum. Enn ein hliðin á honum kom í ljós; eldhuginn sem er svo mikO hamhleypa að jaðrar við náttúraham- farir. En hvernig datt honum í hug að ráðast í slík verkefni, barnungur maðurinn rétt kominn heim úr námi? „Það gerðist nú ekki alveg strax. Haustið 1969, þegar ég kom heim, var ég búinn að ráða mig í stöðu skólastjóra við Tónlistar- skólann á Seyðisfirði. En skömmu eftir að ég fór austur dó pabbi,“ segir Garðar lágt og augun hverfa þrjátíu ár aftur í tímann þegar hann bætir við: „Hann og mamma höfðu hjálpað mér í gegnum námið og stutt dyggilega við bakið á mér. Ég kom suður til að vera við jarðarförina og til að syngja yfir honum, eins og ég hef sungið yfir öllum mínum ættingjum þegar þeir fara. Ég fékk líka tfi liðs við mig bestu söngkrafta sem ég vissi um, meðal annars Guðrúnu Á. Símonar og Kammerkórinn tO að syngja sálm- ana. Eftir jarðarförina fór ég aftur austur en þá var það að Guðrún labbaði sig beint upp í Þjóð- leikhús, stransaði inn til Guðlaugs Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra og sagðist vera búin að finna piltinn í Pilt og stúlku. Og þá fóru hjólin að snúast hér í Reykjavík. Það var haft samband við formann skólanefndarinnar í Tónlistarskól- anum á Seyðisfirði, Theódór Blöndal eldri, og ég var fenginn laus um áramótin. Ég varð hins vegar að finna einhvem fyrir mig. Bróðir minn, Jón Kristinn, var í tónmenntakennaradeild í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hann tók við starfinu. Hann náði sér þama í praktíska reynslu af því að reka tónlistarskóla og kenna og þetta passaði vel inn í hans nám.“ Draumurinn um söngskóla Um jólin kom Garðar í bæinn og boltinn fór að rúlla. „Ég komst í kynni við söngvarana héma og fljótlega kviknaði sú hugmynd að stofna söngskóla. Ég ráðfærði mig við mér eldri og reyndari söngvara, eins og Kristin Hallsson, sem hvatti mig eindregið tO að láta til skarar skríða. Þá sá ég auglýst hús til leigu sem Tré- smiðafélagið átti, stórt og mikið hús á homi Laufásvegar og Skálholtsstígs. Ég smellti mér á þetta hús, tók það á leigu tO fimm ára og hafði síðan samband við þá söngvara sem ég vildi ráða í kennaraliðið til að safna og síðan var auglýstur söngskóli; fullt nám, hálft nám. Það mættu hundrað manns fyrsta daginn. Þeh- fyrstu sem mættu voru Jóhannes grínari og Halli Þór. Hvoragur þeirra komst inn en þetta varð upphaf að góðri sambandi sem ég hélt við þá báða þangað tO þeir dóu. Jóhannes grínari var mjög sérstakur maður. Hann hringdi í mig á hverjum degi áram saman og byrjaði alltaf eins: „Sæll, þetta er Jóhannes grínari. Þetta er ég,“ og þegar maður hafði heilsað honum sagði hann alltaf: „Hvað hefurðu heyrt um mig?“ Þá sagði maður kannski: „Páf- inn var einmitt að spyrja um þig,“ og það fannst honum óskaplega skemmtOegt. Það varð ekki til þess að hann ryki út 1 bæ og segði fólki að páfinn væri að spyija um hann, þetta var bara hans aðferð til að gera daga sína skemmtilegri. Hann átti svona samband við fjölda manna hér í bænum, meðal annars Ómar Ragnarsson, Eg- il Eðvarðsson og Ama Johnsen. Við vissum ekkert hver af öðrum á þessum tíma, ekki fyrr en við mættum allir til að fylgja honum þegar hann dó. Jóhannes var aldrei uppáþrengjandi. Ef maður gat ekki talað við hann, þá var það allt í lagi. Hann hringdi bara aftur næsta dag. Og maður tók hann alltaf alvarlega, gerði aldrei grín að honum. Þegar hann hringdi heim til mín og krakkarnir svöraðu réttu þau mér alltaf símann. Honum var aldrei sagt að ég væri ekki heima.“ Hundrað nemendur á fyrsta ári En aftur að draumnum um söngskóla. Það voru hundrað manns sem skráðu sig til náms þetta fyrsta ár og allar götur síðan hefur að- sóknin verið gríðarleg. Núna era þar 180 manns við nám og það er plássleysið sem haml- ar því að hægt sé að taka inn fleiri. „Um miðjan fyrsta veturinn var ljóst að hálft nám var alger óþarfi," segir Garðar. „Það vildu allir taka fullt nám, fara í alvarlegt tónlistar- nám með söng sem aðalhljóðfæri.“ Og þetta fyrsta ár var örlagaríkt fyrir fleiri en Garðar því þá hófu nám ýmsir af þeim söngvurum sem hafa fylgt honum í gegnum árin, kjarninn í óp- erakómum og margir af kennuram og öðram starfsmönnum Söngskólans í Reykjavík. En þurftirðu ekki að fá alls konar leyfi og stofna skólann formlega? „Jú, það kom seinna. Ég átti og rak skólann í þessu húsnæði í fimm ár. Húsnæði keypt undir skólann Eftir það var húsið sett á sölu. Við þurftum annaðhvort að kaupa það eða finna annað hús- næði. Mér fannst þetta hús ekki nógu gott til frambúðar og hafði augastað á húsinu við Hverfisgötu, þar sem Söngskólinn starfar enn í dag, og ákvað að kaupa það. Það kostaði 40 milljónir og var í eigu norska ríkisins. Við reyndum að ná hagstæðum samningi við Norð- mennina, til dæmis að fá að borga húsið á 40 ár- um, en fengum þá bréf frá Noregi þar sem okk- ur var tilkynnt að norska ríkið væri ekki fasteignasala, húsið skyldi greitt út í hönd - sem þýddi á fimmtán mánuðum. Við kennararnir ákváðum samt að kaupa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.