Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Blesastöðum, áður til heimilis í Stigahlíð 22, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. júní kl. 10.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jón Baldur Sigurðsson, Greta María Sigurðardóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Karitas Sigurðardóttir, Guðmar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURGEIR GUNNARSSON húsasmíðameistari, Unufell 25, Reykjavík, sem lést 4. júní verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 14. júní kl. 13.30. Hrafnhildur Gísladóttir. Kristján Sigurgeirsson, Anna María Sigurðardóttir, Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, Stellan Ragnar, Andrea Kristín og Lísa Katla. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SÉRA ÞORLEIFUR KJARTAN KRISTMUNDSSON fyrrv. prófastur á Kolfreyjustað, Kambahrauni 28, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 14. júní kl. 13.30. Þórhildur Gísladóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn, systir og barnabörn. i + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, ÓSKARS SVEINBJARNAR PÁLSSONAR bifvélavirkja frá Sauðárkróki, Hringbraut 136, Keflavík. Guðjón G. Óskarsson, Sigurrós Svavarsdóttir, Rúnar K. Óskarsson, Lára Sigurðardóttir, Unnur S. Óskarsdóttir, Viðar Arason, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, GERÐAR BRYNHILDAR ÍVARSDÓTTUR, Brekkustíg 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Guðmundar Sigurðssonar, læknis, Seltjarnarnesi, starfsfólks og lækna lyflækningadeildar St. Jóseþssþítala Hafnarfirði fyrir umönnun og hlýhug. Gestur Þorkelsson, Kristinn Gestsson, Ásta Gestsdóttir, Gunnlaugur Gestsson, Helena Rut Gestsdóttir, Jóhann Viðar ívarsson Sigríður Gröndal, Garðar Þorsteinsson, Hulda Haraldsdóttir, og barnabörn. BJORN ÞORARINN ÁSMUNDSSON + Þórarinn fæddist 6. janúar 1918 i Nýjabæ í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans voru Jóhanna Sigríður Björnsdótt- ir frá Nýjabæ í Vest- mannaeyjum og Ás- mundur Ásmundsson frá Brimnesi í Fá- skrúðsfirði. Tveggja ára fluttist hann með foreldrum sinum austur á Fáskrúðs- íjörð og þaðan til Hornafjarðar 5 ára gamall þar sem hann bjó alla tíð síðan. Þórarinn kvæntist 23. nóvem- ber 1942 eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilhelmínu Sigríði Bjarna- dóttur, f. 6.7. 1921 á Norðfirði. Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir frá Hliði á Eyrar- bakka og Bjarni Vilhelmsson frá Bjarnaborg í Neskaupstað. Þórar- inn og Sigríður eignuðust 8 börn: Hulda Valdís, f. 2.6. 1942, maki Hreinn Hermannsson, d. 14.11. 1999. Börn 4, bamabörn 6. Guð- rún Jóhanna, f. 1.7. 1943, maki Birgir Björnsson. Böm 3, barna- börn 5. Ásbjörn, f. 16.1. 1945, Elsku afi. Þá hefur þú kvatt þessa tilveru og hafið þá ferð sem bíður okkar allra. Vil ég þakka þér allar samverust- undimar sem við áttum saman, þú sem alltaf varst brosandi og elsku- legur. Hafði ég þau forréttindi að al- ast upp með ykkur ömmu og fékk ég að vera hjá ykkur hvenær sem mér datt í hug. Man ég þegar þið fóruð í útilegur, berjamó eða steinaleit, þá fékk ég alltaf að fara með ykkur. Kallið erkomið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininnsinniátna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar, göngumvérnúhéðan, Fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja’í friðarskaut. (V. Briem) Elsku afi, guð geymi þig og varð- veiti. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu og varðveita í gegnum sorg- ina. þín Sigríður. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur og komið að kveðjustund og maki Vigdís Vigfús- dóttir. Börn 3, barnaböm 2. Elma Stefanía, f. 1.7.1947, maki Hafsteinn Esj- ar Stefánsson. Börn 3, bamaböm 3. Stúlka óskirð, f. 1.7. 1948, d. 1.7. 1948. Olga, f. 21.5. 1953, maki Jón Skeggi Ragnarsson. Börn 3, barnaböm 3. Birna, f. 21.5. 1953, maki Guðmundur Iljalta- son. Börn 4, barna- börn 2. Sigurborg, f. 3.10. 1958, maki Þorvaldur Gísla- son, d. 22.2. 1992. Börn 2, barna- barn eitt. Þórarinn stundaði sjó frá 14 ára aldri í 42 ár, bæði sem skipstjóri og lengst af sem vélstjóri. Síðan vann hann við vélgæslu hjá Kaup- félagi A-Skaftfellinga til vorsins 1996, þá 78 ára. Þórarinn bjó lengst af í Þórshamri sem nú er Hafnarbraut 3 á Höfn. Utför Þórarins fer fram frá Hafnarkirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. kemur þá margt upp í hugann. Ég man þegar þú sagðir mér sögurnar af þérþegar þú varst lítill.Ein sagan er mér þó minnisstæðust. Það er sagan af því hversu góður þú varst á skautum og hvernig þú gast stokkið á skautunum yfir hina ótrúlegustu hluti. Ég var oft búin að velta því fyr- ir mér hvernig ég gæti framkvæmt það sama og þú hafðir gert. Þessi saga minnir mig á ljóð sem ég orti um þig, þegar ég var lítil: Flinkur varstu á skautunum, stökkst yfir tunnur og palla. Þakka má þaú grautunum, sem amma lét þá malla. (Æsa, 1995.) Ég man það hvernig þú varst van- ur að sitja við eldhúsborðið, leggj- andi hvern kapalinn á fætur öðrum og lærði ég þá flesta hjá þér. Ég man það líka hvað þú varst alltaf hress og glaður, til dæmis þegar ég heimsótti þig á spítalann í vetur.Þú snerir öllu bara upp í grín og lést ekki skilja af hverju læknamir vildu halda þér þama inni. Þegar ég kom heim í vor var svo gaman að sjá hvað þú varst ánægður þegar þú sýndir mér nýja bílinn þinn. Ekki hvarflaði þá að mér að þú ættir svona stutt eftir ólifað, en vegir guðs era órannsakanlegir. Megi guð nú gefa ömmu þann styrk sem þarf til að halda ótrauð áfram, megi hann halda verndar- hendi sinni yfir henni og þerra henn- ar tár því hún hefur misst svo mikið miklu meira en við hin. Ég veit það afi minn að þú munt lifa áfram, þú lifir í minningu okkar sem þekktum þig og þú lifir í okkur, afkomendum þínum. Nú kveð ég þig að sinni elsku afi minn, með þökk fyrir allt.Guð geymi þig og megir þú hvíla í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús,í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Æsa Skeggjadóttir. + Elskuleg móðir okkar INGUNN SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 8, Keflavík, lést föstudaginn 9. júní. Sigþór B. Karlsson Vilberg Karlsson Vigdís Karlsdóttir og fjölskyldur Mig langai- að kveðja hann Tóta fyrir hönd okkar systkinanna og fjöl- skyldu minnar. Við vorum orðin full- orðin þegar við kynntumst þótt við væram systraböm. Þær mæður okk- ar vora hálfsystur, fæddar og aldar upp í Vestmannaeyjum en höfðu far- ið hvor í sína áttina þegar þær fóra út í lífið, önnur austur á firði, hin suð- ur til Reykjavíkur og seinna vestur á Snæfellsnes. Á þessum árum var langt milli landsfjórðunga og örlögin höguðu því þannig að þær hittust ekki aftur fyrr en að ríflega hálfri öld liðinni. Þá var elsta dóttir Tóta sest að í Reykjavík og hún dreif í að koma þeim systram saman á ný. Og eftir það rofnuðu ekki tengslin. Tóti var himinlifandi yfir því að hafa fundið þennan stóra frændgarð, við eram tólf systkinin, því þótt hann ætti sjálfur stóra fjölskyldu ólst hann upp einkabarn hjá foreldram sínum og fannst þvi mjög gaman að kynnast þessum stóra frændsystkinahópi. Síðan við hittumst á Rauðarár- stígnum í gamla daga hefur mikið vatn rannið til sjávar en í dag streyma fram ótal minningar um þennan ljúfa frænda minn og fólkið hans: Við hjónin að ferðast hringinn í íyrsta sinn, nýbúið að opna leiðina yfir sandana. Komið til Hafnar að kveldi dags og barið að dyram í Mið- túninu. Okkur tekið eins og væram við að koma heim til stóra bróður og konu hans, gengið úr rúmi, lítil dótt- urdóttir sótt í næsta hús til að leika við litlu frænku svo henni leiddist ekki, sem sagt borin á höndum þess- ara gestrisnu hjóna. Og svona var alltaf að koma til þeirra. Ungur sveinn að fara á vertíð, hafði sloppið við prófin í MS og sá sér færi á að vinna sér inn nokkrar krónur í vertíðarlok. Hringt í Tóta. Litli drengurinn minn væri að fara út í lífið, hvort hann myndi ekki hafa auga með honum fyrir mig. Og ekki stóð á því. Jón litli sóttur út á flugvöll og dekrað við hann og fyrstu nóttina sofið í Miðtúninu. Og með hálfum huga var svo farið með honum í ver- búðina til að ganga frá því að vel færi um unga frændann, ekki mátti hann lenda í neinu sukki. Einn yndislegan dag löngu seinna nutum við veðurblíðunnar með þeim í Laxárdalnum þar sem þau áttu sinn sælureit. Síðan hef ég oft átt erindi til Hafnar og oftast reynt að koma við hjá þeim hjónum ef tök hafa verið á. Og ekki var það ónýtt fyrir Helgu dóttur mína og fjölskyldu hennar þegar hún settist að á Hornafirði að eiga þessa góðu fjölskyldu að. Veit ég að þau meta það enda hafa þau systkin, börnin þeirra Tóta og Siggu, reynst henni og seinna Björk, yngstu systur hennar, eins og bestu systkin og Tóti frændi fylgst með þeim og hvað þær vora að glíma við eins og væra þær hans afkomendur. Þótt annir nútímans hafi komið í veg fyrir mikil samskipti og vík hafi verið milli vina vora tengslin góð og alltaf jafn- gaman að hittast. Og í dag kveðjum við Tóta. Flest- um finnst okkur að hann hafi farið of snemma. En það er sælt að fá að leggjast á koddann sinn að loknu löngu og farsælu ævistarfi og loka augunum í síðasta sinn án þess að þurfa að berjast lengi við manninn með ljáinn. Tóti hafði um nokkurn tíma kennt sér þess krankleika sem dró hann til dauða en alltaf verið nokkuð hress á milli. Fyrir hönd okkar systkina og fjöl- skyldunnar vil ég þakka honum góð kynni og óska honum góðrar ferðar til landsins handan við hafið þar sem þau pabbi hans og mamma taka vafa- laust vel á móti drengnum sínum. Vertu sæll, góði frændi, og takk fyrir allt. Siggu og stóra fjölskyldunni hennar bið ég blessunar guðs. Gróa Ormsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.