Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILBERG HA UKSSON + Vilberg Uauks- son fæddist á Patreksfirði 4. októ- ber 1962. Hann varð bráðkvaddur í sum- arleyfi sínu í fæðing- arbæ sínum hinn 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Haukur Heiðdal, f. 12.7.1941, og Erna Vilbergsdóttir, f. 22.10.1942. Vilberg ólst upp á Patreks- firði til fimm ára ald- urs en kom þá með föður si'num til Reykjavíkur er þau Haukur og Erna slitu samvistir. Þegar hann kom til Reykjavíkur varð það fyrst að ráði að hann færi til dvalar hjá föðursystur sinni Elínu Heiðdal og manni hennar Jóni Baldvinssyni en um ári síðar fór hann til dvalar hjá fóðursystr- um sínum, þeim Hcr- dísi Heiðdal og Agnesi Ágústsdóttur, sem héldu heimili saman. Hjá þeim dvaldi hann uns Herdís gekk í hjónaband með Magn- úsi Ólafssyni árið 1970. Tóku þau Vil- berg þá í fóstur og ólu hann upp sem eigið barn væri. Alsystir Vilbergs er Anna Fanney Hauksdóttir, f. 1963, en hálfsystkini hans eru Helga Hauksdóttir, f. 1963, Guðrún Sig- ríður Hauksdóttir, f. 1969, Guðný Hauksdóttir, f. 1974 og Jón Guð- jónsson, f. 1972. Fóstursystkini Vilbergs eru Ingibjörg Magnús- dóttir, f. 1974, og Ólafur Magnús- son, f. 1975. Vilberg flutti til Akraness á ár- inu 1983 . Þar hóf hann á árinu 1984 sambúð með Kolbrúnu Ingv- arsdóttur, f. 13.4.1964, dóttur hjónanna Steinunnar Kolbeins- dóttur og Ingvars Sigmundssonar á Akranesi. Eignuðust þau saman soninn Ingvar Steinar, f. 22.9.1985. Þau slitu samvistir. Vilberg stundaði nám í Iðnskól- anum í Reykjavík og Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Hann var í námi í vélvirkjun hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi um tveggja ára skeið en lauk því námi ekki vegna veikinda. Haustið 1986 flytur hann aftur til Reykjavíkur og hóf þá störf í Hampiðjunni. Þar varð hann verk- stjóri á árinu 1988 og stundaði það starf til dauðadags. Utför Vilbergs verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. júni og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn, ég veit varla hvað ég á að segja. Nú ert þú dáinn og minningarnar hrannast upp, t.d. veiðiferðimar, ferðin til Portúgals, helgarnar hjá þér í bænum ásamt svo mörgu öðru. Eg var svo lánsam- ur að tala við þig í síma nóttina sem þú lést. Þá varstu hress og kátur eins og þú einn gast verið. En dáinn um morguninn. Veiðiferðirnar voru margar og veitt í öllum pollum og sprænum sem við fundum og alltaf jafn gam- an. Þú fórst aldrei í ferðalag nema veiðidótið væri með, pabbi minn. Ferðin til Portúgals var ferming- argjöfin mín frá pabba og fórum við út sumarið eftir og voru þar í tvær frábærar vikur sem aldrei gleymast frekar en margt annað sem við gerðum saman um ævina. Þú varst uppspretta brandara, hláturs og hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst og alltaf tókst þér að koma öllum í gott skap. Þú gast líka verið alvarlegur og talað um hlutina og útskýrt þá svo vel að allir skildu hvað þú meintir. Elsku pabbi minn, það verður svo margs að sakna, tilhugsunin um að við eigum ekki eftir að bralla neitt saman er erfið, mjög erfið en mamma og fleiri standa við bakið á mér og styðja mig og styrkja en ég veit líka að þú verður hjá mér í anda öllum stundum og gætir mín og mömmu. Elsku pabbi minn, ég sakna þín og mun alltaf gera. Ég elska þig. Þinn elskandi son- ur, Ingvar Steinar. ÍSLEIVSKT MAL Um þær mundir sem Haraldur Ólafsson pólfari var á ferð og vann sitt mikla afrek, gengu af þessu miklar fréttir að vonum, og mörgum sámaði að eignar- fallið „Haraldar“ skyldi þrá- sinnis notað. Umsjónarmaður bað því próf. Baldur Jónsson, manna sérfróðastan í beyging- arfræði, að veita sér liðsinni í þessu efni. Sagt er að maður eigi ekki að gera það sjálfur sem menn viti aðra geta gert betur. Baldur brást hið besta við bón minni, og fer hér á eftir greinargerð hans um málið, sú sem umsjónarmaður þakkar kærlega: „Nú á dögum tíðkast tvenns konar beyging á mannsnafninu Haraldur, og þó aðeins í eignar- falli sem er ýmist haft Haralds eða Haraldar. Þegar svo stend- ur á spyr fólk, eins og eðlilegt er, hvort sé réttara eða hvort sé upprunalegra, þ.e. hvor siður- inn sé eldri. Slíkum spurning- um er ekki alltaf auðsvarað, m.a. vegna ónógrar vitneskju um sögu þeirra kosta sem um er spurt. En í þetta sinn er svarið auðvelt og ótvírætt. Upphaflega beygingin er Haralds. Þannig var hún þegar land byggðist, og þannig hefir hún verið síðan. Við þekkjum hana líka í göml- um samsetningum, svo sem Haraldskvæði, Haraldsson, Haraldsdóttir og í sagnaheitun- um Haralds saga hins hár- fagra, Haralds saga gráfeldar, Haralds saga Sigurðarsonar o.s.frv. Þetta nafn báru konungar og höfðingjar nær eingöngu við upphaf okkar sögu, og það er mjög algengt í öllum föllum í ís- lenskum fomritum, einkum í konungasögum. Heita má að eignarfallið sé undantekningar- laust Haralds. Þau örfáu dæmi sem finna má um Haraldar í fomritaútgáfum þarf að kanna Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1061.þáttur sérstaklega. Þau gætu verið komin úr ungum uppskriftum og jafnvel verið misritanir. En slík dæmi era svo fá að þau eru varla nefnandi og ekki annað en undantekningar sem sanna regluna. Einhvem tímann á þessum 1100 ámm sem íslenska hefir verið töluð í landinu hefir komið upp tilhneiging til að hafa eign- arfallsendinguna -ar fremur en -s í þessu nafni og reyndar mörgum öðmm sem í öndverðu beygðust eins. Gamla beygingin hefir þó verið einráð fyrstu ald- irnar og yfirgnæfandi a.m.k. hálfa ævi þjóðarinnar, og þó að beygingarmyndin Haraldar hafi sótt á er upphaflega beyg- ingin enn á lífi. Henni hefir ver- ið haldið að nemendum í skólum landsins því að hugmyndin er ekki sú að varðveita vitneskj- una um hana sem Ieyndarmál, heldur beyginguna sjálfa sem lifandi mál. Fjölmiðlar landsins ættu að sameinast um að styrkja þá viðleitni.“ Með þessu hefur Baldur gert þessu eins góð skil og við var að búast. Umsjónarmaður fylgir uppmnanum og gæti hvorki sagt né skrifað „Haraldar". Hann hvetur menn eindregið til þess að hafa eignarfallið Har- alds. ★ Þjóstólfur þaðan kvað: Bárður, sem mslinu rótar í, ragnar og bölvar og hótar í svellandi bræði þeim sem bera góð klæði og eta og drekka í Rotary. ★ Við minnumst Hallgríms Pét- urssonar skálds fyrst og fremst fyrir trúarlegan kveðskap hans. En hann var ekki síður harð- snúinn í veraldlegum kveðskap, ef hann vildi það við hafa. Stór- glæsilegt kvæði af því tagi er Aldarháttur undir afar erfiðum hætti sem menn kenndu við konung dýranna. Þetta er león- ískur háttur og mun ekki líða á löngu, uns ég reyni að gera hon- um skil. En nú skal reyna að gera litla grein á lykilorði trúarljóða Hallgríms. Það er orðið náð. Asgeir Bl. Magnússon þýðir náð með orðunum: ró, hvild, vemd, miskunn og telur það vera tökuorð úr gamalli þýsku G(e)nade, og hefur orðið líklega komið við í dönsku. Ef ég skil trúarkveðskap Hallgríms Péturssonar rétt, gátu menn aðeins orðið hólpnir fyrir náð. Erfðasyndarbagginn hvfldi á þeim eins og blý, en Jes- ús fómaði lífi sínu mönnunum til verndar fyrir guðs náð, ef þeir iðmðust. En hér var hængur á. Aðeins fyrir náð guðs gátu menn iðrast. Ekki er í sjálfs vald sett, sem nokkrir meina, yfirbót, iðrun rétt ogtrúinhreina. Hendi þig hrösun bráð semhelganPétur, undir guðs áttu náð, hvortiðraztgetur. (12. sálmur) Þetta er hörð kenning, en fullkomlega rökrétt innan sinna takmarka. Ég á mér mörg eftir- lætisvers úr Passíusálmunum, en lýk þessum þætti með einu þeirra sem getur komið út á manni támnum: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð læturvortláð lýðiogbyggðumhalda. (35. sálmur) Elsku Villi minn. Þú fórst of snemma frá okkur, mörgum árum of snemma. Ég sit hér og hugsa um þegar við hittumst fyrst. Ég velti því fyrir mér hvaðan þessi strákur væri og þvílíkur galgopi og prakkari að það hálfa væri nóg. Ball eftir ball hafði ég hann sem skugga á eftir mér og fannst það óþolandi. En ákvað samt að gefa honum séns og þá varð ekki aftur snúið. Við urðum ástfangin og trúlofuð- um okkur nokkrum mánuðum seinna, áramótin 1984-1985 og um það bil níu mánuðum seinna fæddist sólargeislinn okkar, hann Ingvar Steinar. Þú fékkst að vera viðstadd- ur fæðinguna og það var stór stund í lífi þínu að vera orðin pabbi, VilU minn. Sjálf var ég stolt yfir þessu öllu. En þó fór svo að við skildum en síð- ustu árin urðum við perluvinir. Þú komst og varst stundum hér á Skag- anum um helgar til að slappa af og vera með syni okkar, því hvorugu okkar auðnaðist annað barn. En stundirnar sem við þrjú áttum síðustu árin í góðri vináttu gleymast aldrei, Villi minn. Innilegar saknaðarkveðjur frá pabba og mömmu, Sandabraut 4 áAkranesi. Við gleymum þér aldrei. Ég sakna þín og veit að andi þinn er ekki langt undan. Ég elska þig. Kolbrún. Elsku Villi okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og allar minningarnar um sam- verustundirnar okkar. Það er skrítið að hugsa um að við eigum ekki eftir að heyra brandar- ana þína aftur eða verða skotmark fyrir þína yndislegu kímni. En alltaf var hún þannig að allir gátu ekki annað en hlegið og ef þannig fór að einhver varð sár fyrir slysni, varst þú alltaf fyrstur til að bæta fyrir það. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið og ætíð munum við geyma mynd þína í hjörtum okkar. Astarkveðjur. Þinn bróðir og mágkona, Jón Ingiberg og Heiðdís Björk. Nú er elsku Villi bróðir okkar far- inn, langt fyrir aldur fram. Hann sem hafði verið svo fastur þáttur í tilveru okkar svo lengi sem við mun- um eftir okkur. Upp í hugann koma ótal minningar, óljósar barnæsku- minningar þegar við læddumst inn í herbergið hans og skemmtum okk- ur konunglega við að mála hvort annað hátt og lágt með olíulitunum hans og skemma þannig öll fötin okkar auk miður skemmtilegra hár- þvotta sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hann sýndi okkur fjarstýrðu flug- vélina sína úti í garði og við urðum svo lafhrædd við mótorhljóðið að hann þurfti að stöðva hana með handafli og skar sig þar í leiðinni. Þó svo hann væri rúmum tíu árum eldri en við þá var hann alltaf svo nálægt okkur, það var stutt í barnið í honum. Munum við sérstaklega eftir því að hann hafði alveg jafngaman og við af því að lesa Andrésblöð og horfa á teiknimyndir og hljóma hlátrasköllin hér í hugum okkar. Við minnumst sérstaklega góðra stunda sem við áttum saman, fjölskyldan í Álfheimunum, þegar við vorum öll samankomin yfir góðum kvöldverði. Þá mætti Villi á slaginu sjö og bank- aði alltaf á sinn sérstaka hátt og heilsaði hressilega. A þessum stundum var mikið spjallað og Villi hafði ávallt frá einhverju skemmti- legu að segja. Nú á síðastliðnu ári, þegar við vorum bæði flutt til Norð- urlanda, talaði hann oft um Norður- landatúrinn sem ætlunin var að taka á næsta ári. Hann og Ingvar Steinar ætluðu að taka mánaðarreisu og heimsækja alla ættingjana á einu bretti, Nonna frænda þeirra og Ingibjörgu í Danmörku, Óla í Sví- þjóð og að lokum rifja upp norskuna hjá Völlu frænku í Noregi. Það hefði verið svo gaman að fá þá „feðga af Fremra-Núpi“, eins og við kölluðum þá stundum í gamni, í heimsókn og vorum við farin að hlakka mikið til næsta árs. Elsku Villi, við söknum þín mikið og biðjum þess að geta orðið Ingvari Steinari, syni þínum og besta vini, hjálparhellur í hans miklu sorg. Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon. Mikið ofboðslega reynist mér það erfitt, elsku Villi minn, að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Það er svo sárt að sjá á eftir þér svona ungum, svona snöggt. Þegar pabbi hringdi í mig á þriðjudag og bað mig um að koma því hann þyrfti að hafa mig hjá sér, vissi ég strax að eitthvað al- varlegt væri að. Hann færði mér þær sorgarfréttir að þú hefðir orðið bráðkvaddur þá um morguninn. Það var eins og tíminn stæði í stað. Rosalega finnst mér það alltaf ósanngjarnt þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifið á brott. Þín bíður ef- laust eitthvert stærra hlutverk hin- um megin. Missir Ingvars er svo mikill, hann er ekki einungis að missa þig sem föður heldur líka sinn besta félaga. Enginn kemur í þinn stað þó svo að allir komi til með að reyna sitt besta. Veiði og fluguhnýtingar voru þitt líf og yndi. Efast ég ekki um það að hann Ingvar eigi eftir að feta í fót- spor þín í veiðinni og halda uppi heiðri þínum. Það var alltaf svo stutt í grínið, glensið og fallega brosið þitt. Þann- ig ætla ég að geyma minninguna um þig í hjarta mér. Ég bið algóðan guð að styrkja og varðveita Ingvar, Önnu, pabba, Dísu, Magga, Ernu og aðra sem eiga um sárt að binda á þessum erf- iðu tímum. Hvíl þú í friði, Villi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín systir, Guðrún Hauksdóttir, Auður Edda og Telma Rut. Að morgni hins 6. júní hringdi síminn. Hinum megin á línunni var skjálfandi rödd sem sagði „hann Villi bróðir var að deyja. Hann vaknaði ekki í morgun, ég vildi bara láta vita.“ Ungur maður í blóma lífs- ins fór með vini sínum til Patreks- fjarðar. Þar ætluðu þeir að njóta sumarleyfis og eiga saman ánægju- legar stundir. Til Patró stefndi hug- ur og þrá Villa. Þar var hann fædd- ur og lifði sín frumbernskuár ásamt foreldrum sínum og þeirri einu al- systur sem hann eignaðist. Þau unnu hvort öðru heitt. Hann átti lengst af flesta ættingja sína á Pat- ró og var því ekki að undra þó átt- hagaböndin væru sterk og toguðu til sín þennan unga mann. Maður í blóma lífsins trúir á framtíðar- drauma. Allir trúa á bjarta framtíð ungra manna. Skyndilega gerist svo hið óvænta, honum er kippt í burtu á andartaki. Hann leggst til hvílu en er lífvana að morgni þegar aðrir fara að hreyfa sig. Hvað hugsar maður, hvað gerir maður við slíkri harmafregn? Viðbrögðin eru mis- jöfn. Augun opnast, maður sér hversu vanmegnugur maður er gagnvart dauða og eilífð. Einhverjir fyllast reiði og hugsa „af hverju þurfti þetta að gerast, af hverju hann“? Aðrir fyllast djúpri sorg og söknuði eins og hún Anna mín sem hringdi til að láta vita að nú væri hún búin að missa eina albróðurinn sem hún átti, nístandi sársauki það. En sárastur er þó söknuðurinn hjá blessuðum Ingvari Steinari sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.