Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ \ í Alþjódaráðstefnan „Faith in the Future“ verður haldin á íslandi í júlí nk. Morgunblaðið/Ómar - Breyting/Eggert undir högg að sækja og við horfum upp á þjóðflutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Ógn atvinnuleysisins. 2. Hætta á auknu ósjálfstæði Is- lendinga. Verðum að varðveita sjálf- stæði okkar. 3. Uppsöfnun þjóðarauðsins á færri hendur, aukið misrétti. Stuðla að meiri jöfnuði. 4. Aukin almenn velsæld með al- varlegum undantekningum - þeim sem standa höllum fæti. 5. Við hugsum meira um verald- legan auð en andlegan. Þurfum að hafa meiri jafnvægi sem þjóð og gleyma ekki að rækta andann. Vísbendingar um bjart framund- an: 1. Tölvutæknin og menntunar- möguleikar á ýmsum sviðum gefa tilefni til bjartsýni. 2. Meiri menntun, upplýsing og fordómaleysi ætti að stuðla að betra þjóðfélagi. 3. Smáþjóðum er að fjölga og virð- ing fyrir þeim að aukast. 4. Starfslegar og tæknilegar kringumstæður munu líklega taka framförum enn um verulegan tíma. 5. Við stefnum í átt til aukins aga og aukinna möguleika til þroska, í átt til meiri víðsýni og menntunar. Annað leiðarþingið var haldið í Reykjavík 31. maí sl. og bar yfir- skriftina „Leiðsögn trúar og vísinda á nýi-ri öld“. Þar fluttu erindi Vil- hjálmur Lúðvíksson, sr. Gunnar Kristjánsson, Halldór Þorgeirsson, Magnús Diðrik Baldursson, heim- spekingur og aðstoðarmaður há- skólarektors, og Ástríður Stefáns- dóttir heimspekingur og læknir. Þar var reynt að svara því með hvaða hætti þessi tvö öflugu hugmynda- kerfi mannsins, trú og vísindi, gætu veitt leiðsögn inn í nýja tíma; hverj- ar væru takmarkanir og möguleikar þeirra; hvort óbrúanlegt bil væri á milli þeirra og hvort menn yrðu að velja á milli þeirra eða hvort þau gætu í vaxandi mæli unnið saman og eflt manneskjuna til auðugra og far- sælla lífs; hvort iðkun trúarlífs inn- an tiltekinna trúarbragða væri for- senda andlegs lífs manna; hvort mannkynið gæti komist af með vís- indalega þekkingu og heimspekilega ígrundun eina að leiðarljósi til að meta siðferðileg álitamál og kveða upp dóma; og hvort unnt væri að leiða fram algild boðorð um hegðun og samskipti manna með aðferðum vísinda og heimspeki án þess að leita til trúarlegs boðskapar og vitrunar. Á þriðja leiðarþinginu, sem haldið verður í Reykjavík 14. júní nk. í húsakynnum Reykjavíkur akadem- íunnar að Hringbraut 121 og hefst kl 20.00, verður athyglinni beint að Islandi og Islendingum undir yfir- skriftinni „Lífsviðhorf Islendinga - trú og vísindi í íslensku samhengi“. Þar verður leitast við að svara eftir- farandi spurningum: Er gildismat íslendinga að einhverju leyti sér- stakt? Á hve traustum fótum stend- ur það? Hvernig er það grundað á trúarlífi eða menntun og þekkingu? Hvaða breytingar eru að verða á því? Hvaða leiðsögn er hægt að hafa af því í samskiptum innanlands og við aðrar þjóðir? Hver er afstaða okkar til mikilvægra en vandasamra og flókinna siðfræðilegra vanda- mála? Tökum við siðferðilega eða hagræna afstöðu til álitamála, - eða hvort tveggja? Erum við sjálfum okkur samkvæm? Verður eigingirn- in réttlætis- og jafnréttiskenndinni yfirsterkari þegar á hólminn er komið? Tökum við rökræna eða til- finningalega afstöðu - eða hvort tveggja? Getum við rökrætt erfið mál og komist að lýðræðislegri nið- urstöðu (eins og forðum)? Getur ís- lenskt þjóðfélag verið til eftir- breytni fyrir aðra? Gætum við gengið á undan með góðu fordæmi og veitt aðstoð þjóðum, sem eru að reyna að reisa nýborin þjóðríki úr rústum einræðis og kúgunar? Þar munu m.a. flytja erindi Kristrún Heimisdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkur akadem- íunnar, Sigríður Halldórsdóttir pró- fessor, Hörður Bergmann kennari, Jón Proppé gagnrýnandi og sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Al- mennar umræður verða að loknum þessum framsögum og mun Salvör Nordal halda þar um taumana. Trú í framtíð - trú á framtíð Reuters Jose Ramos Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels. „í velmegunarsamfé- lögum Vesturlanda gætir vaxandi firring- ar og tilfinningar fyrir tilgangsleysi, ekki síst meðal ungs fólks sem leitar á vit fíkni- efna og hömlulausrar afþreyingar. Spurning- ar um tilgang lífsins og gildismat gerast áleitnar þegar grunn- þarfir hafa verið upp- fylltar og tómhyggja er á næsta leiti.“ hömlulausrar afþreyingar. Spum- ingar um tilgang lífsins og gildismat gerast áleitnar þegar grunnþarfir hafa verið uppfylltar og tómhyggja er á næsta leiti. Um leið og vísinda- leg þekking og tækninýjungar sem af henni leiða opna sýn til þekking- arþjóðfélagsins vakna siðferðilegar spurningar um nýtingu þekkingar- innar. Framfarir í erfðavísindum eru gott dæmi um þetta. Leitað er leiðsagnar heimspeki og trúar- bragða. Samspil vísinda og trúar er rætt á hverri ráðstefnunni af ann- arri um þessar mundir. Heimurinn leitar fótfestu í sameiginlegum gild- um til farsældar í framtíðinni. I viss- um skilningi er þetta leit að nýjum sið fyrir mannkyn á nýrri öld.“ Undirbúningur í fullum gangi Til undirbúnings að þátttöku ís- lendinga í áðurnefndri ráðstefnu boðaði Framtíðarstofnun, í sam- vinnu við ýmsa aðila, til leiðarþinga fyrr á þessu ári. Hið fyrsta þeirra var haldið á Akureyri 1. apríl sl. og var þar fjallað um dyggðir og lesti í fari íslendinga. Fyrirkomulagið var með því sniði, að ýmsir Norðlend- ingar höfðu áður verið beðnir um að greina í nokkrum orðum íslensku þjóðina í aldarlok, og bárust um 20 svör. Sigríður Halldórsdóttir, pró- fessor í Háskólanum á Akureyri, fór í gegnum svarbréfin og vann úr þeim. Þessi svör, ásamt erindum Kristjáns Kristjánssonar heimspek- ings og Erlings Sigurðarsonar menntaskólakennara, voru svo uppistaða sjálfs leiðarþingsins. Nið- urstaða greiningarinnar í saman- tekt Sigríðar var á þessa leið: Vísbendingar um dökkt framund- an: 1. Búseturöskun; landsbyggðin á Framtíðarstofnun og íslenska þjóðkirkjan efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík og á Þingvöllum dagana 5.-8. júlí nk. Hún ber yfírskriftina „Faith in the Future“ og er liður í hátíðahöldum vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar á íslandi. Framsögumenn verða alls um 20 og koma úr hópi raunvís- inda- og hugvísindamanna í öllum heimsálf- um. Þar á meðal er Jose Ramos Horta, þjóðarleiðtogi Austur-Tímor og handhafí friðarverðlauna Nóbels. Sigurður Ægisson blaðamaður kynnti sér málið nánar. UMRÆDD ráðstefna er haldin með þátttöku Alkirkjuráðsins og Vís- indafélags Bandaríkj- anna og með stuðningi forsætis- ráðuneytisins, og fjallar um leiðsögn trúar og vísinda á nýrri öld. Hún á sér langan aðdraganda, að sögn sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar á Bisk- upsstofu, og má rekja til þess að í kringum árið 1985 fékk Gerald Barney, forstöðumaður ráðgjafar- stofnunarinnar Millenium Institute, þá hugmynd, að ísland væri kjörinn vettvangur til þess að halda alþjóð- legan fund þjóðarleiðtoga og trúar- leiðtoga á íslandi í tilefni árþús- undaskiptanna. Hann kynnti þessa hugmynd víða og margir urðu hrifn- ir, en menn sáu jafnframt fljótlega að hún yrði afar viðamikil í fram- kvæmd. Var þá fallið frá henni, en ákveðið að halda í staðinn alþjóðlega ráðstefnu um sértækara þema, sam- spil trúarbragða og vísinda, enda menn sammála um að þar færu tveir veigamiklir þættir í velferð heimsins á komandi tímum. Það varð svo að samkomulagi að Framtíðarstofnun og þjóðkirkjan hefðu samvinnu um að undirbúa ráðstefnuna. í kjölfar þess var fram- kvæmdanefnd sett á laggirnar, og eiga þar sæti Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðingur, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Islands (RANN- ÍS), Valgarður Egilsson læknir, Ævar Kjartansson fjölmiðlamaður, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Bernharður Guðmundsson og Einar Karl Haraldsson ritstjóri. Leit að nýjum sið fyrir mannkyn á nýrri öld í ávarpi, sem nefndin hefur sent frá sér, segir m.a.: „Vísindi og tækni haí'a skilað stórkostlegum ávinningi í bættum hag og heilbrigði, frelsi til ferða og athafna og áhyggjuleysi um efnaleg kjör í okkar heimshluta. Stöðugar framfarir í þekkingu gefa fyrirheit um enn aukna velmegun. Á hinn bóginn lýsa margir áhyggjum af fylgifískum efnahagsframfara, hraðfara tæknibreytingum, mann- fjölgun og miklum en misskiptum hagvexti með tilheyrandi eyðingu auðlinda og mengun. Alþjóðavæðing viðskipta og samskipta valda marg- víslegu þjóðfélagsumróti sem birtist í spennu milli þjóða og þjóðfélags- hópa. Átök milli hópa og þjóðar- brota með mismunandi lífsviðhorf og trúarskoðanir hafa leitt af sér borgarastyrjaldir. í velmegunar- samfélögum Vesturlanda gætir vax- andi firringar og tilfinningar fyrir tilgangsleysi, ekki síst meðal ungs fólks sem leitar á vit fíkniefna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.