Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ \ í Alþjódaráðstefnan „Faith in the Future“ verður haldin á íslandi í júlí nk. Morgunblaðið/Ómar - Breyting/Eggert undir högg að sækja og við horfum upp á þjóðflutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Ógn atvinnuleysisins. 2. Hætta á auknu ósjálfstæði Is- lendinga. Verðum að varðveita sjálf- stæði okkar. 3. Uppsöfnun þjóðarauðsins á færri hendur, aukið misrétti. Stuðla að meiri jöfnuði. 4. Aukin almenn velsæld með al- varlegum undantekningum - þeim sem standa höllum fæti. 5. Við hugsum meira um verald- legan auð en andlegan. Þurfum að hafa meiri jafnvægi sem þjóð og gleyma ekki að rækta andann. Vísbendingar um bjart framund- an: 1. Tölvutæknin og menntunar- möguleikar á ýmsum sviðum gefa tilefni til bjartsýni. 2. Meiri menntun, upplýsing og fordómaleysi ætti að stuðla að betra þjóðfélagi. 3. Smáþjóðum er að fjölga og virð- ing fyrir þeim að aukast. 4. Starfslegar og tæknilegar kringumstæður munu líklega taka framförum enn um verulegan tíma. 5. Við stefnum í átt til aukins aga og aukinna möguleika til þroska, í átt til meiri víðsýni og menntunar. Annað leiðarþingið var haldið í Reykjavík 31. maí sl. og bar yfir- skriftina „Leiðsögn trúar og vísinda á nýi-ri öld“. Þar fluttu erindi Vil- hjálmur Lúðvíksson, sr. Gunnar Kristjánsson, Halldór Þorgeirsson, Magnús Diðrik Baldursson, heim- spekingur og aðstoðarmaður há- skólarektors, og Ástríður Stefáns- dóttir heimspekingur og læknir. Þar var reynt að svara því með hvaða hætti þessi tvö öflugu hugmynda- kerfi mannsins, trú og vísindi, gætu veitt leiðsögn inn í nýja tíma; hverj- ar væru takmarkanir og möguleikar þeirra; hvort óbrúanlegt bil væri á milli þeirra og hvort menn yrðu að velja á milli þeirra eða hvort þau gætu í vaxandi mæli unnið saman og eflt manneskjuna til auðugra og far- sælla lífs; hvort iðkun trúarlífs inn- an tiltekinna trúarbragða væri for- senda andlegs lífs manna; hvort mannkynið gæti komist af með vís- indalega þekkingu og heimspekilega ígrundun eina að leiðarljósi til að meta siðferðileg álitamál og kveða upp dóma; og hvort unnt væri að leiða fram algild boðorð um hegðun og samskipti manna með aðferðum vísinda og heimspeki án þess að leita til trúarlegs boðskapar og vitrunar. Á þriðja leiðarþinginu, sem haldið verður í Reykjavík 14. júní nk. í húsakynnum Reykjavíkur akadem- íunnar að Hringbraut 121 og hefst kl 20.00, verður athyglinni beint að Islandi og Islendingum undir yfir- skriftinni „Lífsviðhorf Islendinga - trú og vísindi í íslensku samhengi“. Þar verður leitast við að svara eftir- farandi spurningum: Er gildismat íslendinga að einhverju leyti sér- stakt? Á hve traustum fótum stend- ur það? Hvernig er það grundað á trúarlífi eða menntun og þekkingu? Hvaða breytingar eru að verða á því? Hvaða leiðsögn er hægt að hafa af því í samskiptum innanlands og við aðrar þjóðir? Hver er afstaða okkar til mikilvægra en vandasamra og flókinna siðfræðilegra vanda- mála? Tökum við siðferðilega eða hagræna afstöðu til álitamála, - eða hvort tveggja? Erum við sjálfum okkur samkvæm? Verður eigingirn- in réttlætis- og jafnréttiskenndinni yfirsterkari þegar á hólminn er komið? Tökum við rökræna eða til- finningalega afstöðu - eða hvort tveggja? Getum við rökrætt erfið mál og komist að lýðræðislegri nið- urstöðu (eins og forðum)? Getur ís- lenskt þjóðfélag verið til eftir- breytni fyrir aðra? Gætum við gengið á undan með góðu fordæmi og veitt aðstoð þjóðum, sem eru að reyna að reisa nýborin þjóðríki úr rústum einræðis og kúgunar? Þar munu m.a. flytja erindi Kristrún Heimisdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkur akadem- íunnar, Sigríður Halldórsdóttir pró- fessor, Hörður Bergmann kennari, Jón Proppé gagnrýnandi og sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Al- mennar umræður verða að loknum þessum framsögum og mun Salvör Nordal halda þar um taumana. Trú í framtíð - trú á framtíð Reuters Jose Ramos Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels. „í velmegunarsamfé- lögum Vesturlanda gætir vaxandi firring- ar og tilfinningar fyrir tilgangsleysi, ekki síst meðal ungs fólks sem leitar á vit fíkni- efna og hömlulausrar afþreyingar. Spurning- ar um tilgang lífsins og gildismat gerast áleitnar þegar grunn- þarfir hafa verið upp- fylltar og tómhyggja er á næsta leiti.“ hömlulausrar afþreyingar. Spum- ingar um tilgang lífsins og gildismat gerast áleitnar þegar grunnþarfir hafa verið uppfylltar og tómhyggja er á næsta leiti. Um leið og vísinda- leg þekking og tækninýjungar sem af henni leiða opna sýn til þekking- arþjóðfélagsins vakna siðferðilegar spurningar um nýtingu þekkingar- innar. Framfarir í erfðavísindum eru gott dæmi um þetta. Leitað er leiðsagnar heimspeki og trúar- bragða. Samspil vísinda og trúar er rætt á hverri ráðstefnunni af ann- arri um þessar mundir. Heimurinn leitar fótfestu í sameiginlegum gild- um til farsældar í framtíðinni. I viss- um skilningi er þetta leit að nýjum sið fyrir mannkyn á nýrri öld.“ Undirbúningur í fullum gangi Til undirbúnings að þátttöku ís- lendinga í áðurnefndri ráðstefnu boðaði Framtíðarstofnun, í sam- vinnu við ýmsa aðila, til leiðarþinga fyrr á þessu ári. Hið fyrsta þeirra var haldið á Akureyri 1. apríl sl. og var þar fjallað um dyggðir og lesti í fari íslendinga. Fyrirkomulagið var með því sniði, að ýmsir Norðlend- ingar höfðu áður verið beðnir um að greina í nokkrum orðum íslensku þjóðina í aldarlok, og bárust um 20 svör. Sigríður Halldórsdóttir, pró- fessor í Háskólanum á Akureyri, fór í gegnum svarbréfin og vann úr þeim. Þessi svör, ásamt erindum Kristjáns Kristjánssonar heimspek- ings og Erlings Sigurðarsonar menntaskólakennara, voru svo uppistaða sjálfs leiðarþingsins. Nið- urstaða greiningarinnar í saman- tekt Sigríðar var á þessa leið: Vísbendingar um dökkt framund- an: 1. Búseturöskun; landsbyggðin á Framtíðarstofnun og íslenska þjóðkirkjan efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík og á Þingvöllum dagana 5.-8. júlí nk. Hún ber yfírskriftina „Faith in the Future“ og er liður í hátíðahöldum vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar á íslandi. Framsögumenn verða alls um 20 og koma úr hópi raunvís- inda- og hugvísindamanna í öllum heimsálf- um. Þar á meðal er Jose Ramos Horta, þjóðarleiðtogi Austur-Tímor og handhafí friðarverðlauna Nóbels. Sigurður Ægisson blaðamaður kynnti sér málið nánar. UMRÆDD ráðstefna er haldin með þátttöku Alkirkjuráðsins og Vís- indafélags Bandaríkj- anna og með stuðningi forsætis- ráðuneytisins, og fjallar um leiðsögn trúar og vísinda á nýrri öld. Hún á sér langan aðdraganda, að sögn sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar á Bisk- upsstofu, og má rekja til þess að í kringum árið 1985 fékk Gerald Barney, forstöðumaður ráðgjafar- stofnunarinnar Millenium Institute, þá hugmynd, að ísland væri kjörinn vettvangur til þess að halda alþjóð- legan fund þjóðarleiðtoga og trúar- leiðtoga á íslandi í tilefni árþús- undaskiptanna. Hann kynnti þessa hugmynd víða og margir urðu hrifn- ir, en menn sáu jafnframt fljótlega að hún yrði afar viðamikil í fram- kvæmd. Var þá fallið frá henni, en ákveðið að halda í staðinn alþjóðlega ráðstefnu um sértækara þema, sam- spil trúarbragða og vísinda, enda menn sammála um að þar færu tveir veigamiklir þættir í velferð heimsins á komandi tímum. Það varð svo að samkomulagi að Framtíðarstofnun og þjóðkirkjan hefðu samvinnu um að undirbúa ráðstefnuna. í kjölfar þess var fram- kvæmdanefnd sett á laggirnar, og eiga þar sæti Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðingur, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Islands (RANN- ÍS), Valgarður Egilsson læknir, Ævar Kjartansson fjölmiðlamaður, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Bernharður Guðmundsson og Einar Karl Haraldsson ritstjóri. Leit að nýjum sið fyrir mannkyn á nýrri öld í ávarpi, sem nefndin hefur sent frá sér, segir m.a.: „Vísindi og tækni haí'a skilað stórkostlegum ávinningi í bættum hag og heilbrigði, frelsi til ferða og athafna og áhyggjuleysi um efnaleg kjör í okkar heimshluta. Stöðugar framfarir í þekkingu gefa fyrirheit um enn aukna velmegun. Á hinn bóginn lýsa margir áhyggjum af fylgifískum efnahagsframfara, hraðfara tæknibreytingum, mann- fjölgun og miklum en misskiptum hagvexti með tilheyrandi eyðingu auðlinda og mengun. Alþjóðavæðing viðskipta og samskipta valda marg- víslegu þjóðfélagsumróti sem birtist í spennu milli þjóða og þjóðfélags- hópa. Átök milli hópa og þjóðar- brota með mismunandi lífsviðhorf og trúarskoðanir hafa leitt af sér borgarastyrjaldir. í velmegunar- samfélögum Vesturlanda gætir vax- andi firringar og tilfinningar fyrir tilgangsleysi, ekki síst meðal ungs fólks sem leitar á vit fíkniefna og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.